Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Síða 5
„Talinn sérvitur, þurr heima, en mál- glaður á bæjum” Heiðursg es turinn í sams æ tinu íÁrgarði, skilgreinir sjátfan sig og svararfyrirsig Þaö er dálitið erfitt að sitja und- ir miklu lofi eins og ég hef orðið að þola hér í kvöld og mér finnst margt vera ofsagt, oflof. En samt er það fjarri mér að gruna ræðu- menn um að þeir hafi talað þvert um hug sinn. Á góðri stund hafa menn líka uppfærslurétt og skáldaleyfi. Það er mannlegt að þykja lof gott og sjálfsagt þykir mér það, en ég hef alltaf litið svo á að við gullhömrum beri að taka með varúð. Gamalt spakmæli er á þessa leið: Þekktu sjálfan þig, þá get- urðu sigrað heiminn. Ég hef aldrei látið mér detta I hug, að ég gæti þekkt sjálfan mig nógu vel til þess að ég gæti sigrað heimsbyggðina, enda kæmi það ekki að gagni, því heiminum gæti ég ekki stjórnað. Það sem um mig hefur verið sagt hér er einhliða, hálfsögð saga. Ég vil nú reyna að bæta úr því með því að telja upp nokkra annmarka mína, veilur og van- kanta eins og mér finnast þeir vera. Ég held að versti gallinn, sem með mér fer, sé þetta ofsalega skaplyndi. Það er eins og vestan- áttin, snöggir sviptibyljir og svo stafalogn á milli. Þetta kemur nokkuð vel heim, því sjaldan er ég langrækur. Fyrir alllöngu var ég að segja Jóhannesi á Reykjum frá því, að ég væri sí og æ skammaður fyrir það sem hreppsnefnd hafði ákveðið. „Þú hefur gott af því,“ sagði hann ósköp rólega. Þetta var alveg rétt og mér fannst að skapið hafi heldur mildazt eftir þvf sem árin hafa liðið og nú líði lengra á milli að ég missi vald á hinum galda fola sem skaplyndi mitt er. Vinnuharður var ég meðan ég hafði þrek til að vinna sjálfur. Sérvitur er ég kallaður en það er ekki ókostur. Það sýnir aðeins fjölbreytni I urtagarði drottins. Með mér eru hjón býsna ólík. Hann heitur hroki en hún auð- mýkt og er samkomulagið ekki alltaf gott. Ég er ráðríkur ef ég á að ráða og einræðisherra var ég kallaður I sveitarstjórn. Satt var það, að ef ég réð ekki því sem ég vildi, er sjaldan kom fyrir, leið mér ekki vel. Hins vegar hef ég alltaf unað því vel að vinna undir annarra stjórn, og hugsa um það eitt að gera eins og fyrir er mælt og langar þá ekki til að ráða. Ég er mislyndur, þurr á heimili, en málglaður í meira lagi á öðrum bæjum en ég.hef oft farið til bæja, eins og það var kallað, sem sagt sí og æ verið á flækingi. Slíkt lundarfar er ekki óþekkt. Fyrir löngu heimsótti ég Ingi- björgu Jóhannsdóttur á Silfra- stöðum. Hún hafði alizt hér upp, þekkti fólkið og hafði verið kenn- ari hér. Ingibjörg spurði frétta en ég var léttur á tíðindum, sagði kost og löst á hverjum manni og fór bæ frá bæ alla sveitina. Þegar umferðinni var lokið fór Ingi- björg að hlæja og sagði: „Segi þeir nú að þú sért drumbur." Það hefur oft verið sagt við mig að það sé mikill ijóður á ráði mínu, að ég væri ókvæntur. Já, það er nú svo. Ég hef verið stór- kostlega hrifinn af fjöldamörgum konum, fyrr og siðar, á svæðinu frá Grindavík og norður á Akur- eyri. Sumar hef ég getað fengið, aðrar ekki. En mér finnst það rannsóknarefni, hvað konur eru fljótar að hverfa úr huga mínum. Það er hægt að elska konur, en það er ekki hægt að eiga þær, því þær eru frjálsar eða eiga að vera það og ekki sæmir að halda öðru fram á kvennaári. I sambandi við þetta vil ég þó taka fram, að hjónabandssamninga ber að standa við eins og aða samninga. Ég veit ekki neina sálfræðilega skýringu á fjöllyndi mínu, nema ef það væri það, að ég er einrænn og þaldlyndur. Mér þykir alltaf gott að vinna einn, enda likar mér fátt sem aðr- ir gera. Ég hef löngum ferðazt einn og líkar það vel, þótt ég hafi ekki á móti góðum félagsskap. Mér finnst stundum að ég sé kald- ur í gegn. Þegar Sigurður bróðir minn tal- aði við foreldra okkar sagði hann, pabbi minn og mamma mín i hlý- legum tón, en ég sagði bara pabbi eða mamma. Ég er svo kaldlyndur að ég hef ekki grátið siðan ég var 17 ára. Það var út af stelpu. Síðar sá ég að hún var rétt og slétt og margar eins. En þótt ég sé umvafinn þess- um kuldahjúp, held ég nú samt að innst inni finn ég til á svipaðan hátt og annað venjulegt fólk. Afstaða mín til umhverfisins, fólksins í sveitinni er ópersónu- leg. Mér finnst að ég eigi ekki neina sérstaka vini, en mér er meinlaust við allt fólk sem ég þekki og ég held að ég megi segja að ég beri ekki þungan hug til nokkurs manns, en hafi það ein- hvern tíma verið er það liðið hjá sem betur fer. Ég hef stundum hugleitt það sem Sigurður á Nautabúi sagði eitt sinn um þessa miklu vináttu milli fólks, að stundum væri hún horfin á snöggu augabragði og komin óvinátta í staðinn. A móti þessu kemur það, að ég hef oft fundið yl frá sveitungum mínum. Þessi ylur er heldur ekki persónubundinn, ekki frá einum eða fáum heldur öllum. Það var í febrúarmánuði 1960, að það var búið að auglýsa sam- komu í Laugarhúsinu, en þegar það fréttist að faðir minn væri andaður, var samkomunni aflýst tafarlaust. Ég átti ekki von á þessu, en þótt ég sé kaldur, fann ég ylinn. Annað vil ég nefna. Það var í þessu húsi fyrir ári síðan. Þegar ég gekk upp í þennan ræðustól, kvað við dynjandi lófa- tak um allan salinn, en það er ekki venjulegt, þótt réttur og sléttur sveitamaður stígi í ræðu- stól. Ég ætla nú að hverfa úr skrifta- stólnum og víkja að öðru. Rómverjar hinir fornu heimt- uðu brauð og leiki. Brauð og leik- ir eru frumstæðar þarfir i mann- legu lifi. Fyrst brauð og svo leikir. Forfeður vorir héldu veizlur sem stóðu i hálfan mánuð og höfðu nóg að drekka að því er sagan segir. Um aldir og fram i byrjun þessarar aldar voru brúðkaups- veizlur mestar. Á þessari öld velsældar og tækni hafa leikir verið með ýmsu sniði. Einn þátturinn bæði hér i sveit og annars staðar er það sem kallað er samsæti og vil ég nú segja lítið eitt frá þeim. Prestum sem hafa verið hér síð- ustu áratugina hefur verið haldið samsæti, þegar þeir hafa farið. Þó var sr. Sigfúsi á Mælifelli ekki haldið samsæti þegar hann flutt- ist til Sauðárkróks 1918 eftir 18 ára prestsþjónustu. Sólborgu ljósmóður var haldið samsæti þegar hún hafði gegnt ljósmóðurstörfum í 20 ár við mikl- ar vinsældir og lánsemi. Fyrsta samsæti hér i sveit var haldið að Lýtingsstöðum 12. júni árið 1909. Ég var þá á 4. ári og það vill svo til, að það sem gerðist þennan dag, er það fyrsta, sem ég man eftir. Ég man þegar Ólina ljósmóðir gekk hröðum skrefum inn gólfið í miðbaðstofunni þar sem ég svaf. Bróðir minn var þá að fæðast. Þetta samsæti var hald- ið vegna þeirra Jóhanns P. Pét- urssonar hreppstjóra á Brúna- stöðum og Guðlaugar Gunnlaugs- dóttur, ekkju Björns Þorkelsson- ar á Sveinsstöðum. Þeir Jóhann og Björn höfðu gefið Lýtings- staðahreppi eitt þúsund krónur árið 1902, sem þá voru 100 ær- verð. Þessi sjóður er enn til og heitir Vinargjöf. Þeim voru færð- ar gjafir: Jóhanni var gefin vegg- klukka, sem enn er til, og Guð- laugu ruggustóll, sem var til til skamms tima. Arið 1909 voru bannlögin ekki gengin i gildi og brennivín selt i búðum á kúta og pottflöskur. Potturinn kostaði þá 40 aura. Nóg brennivín var i samsætinu á Lýt- ingsstöðum og þegar leið að kvöldi héldu sumir heim undir áhrifum. Þeir Guðmundur í Bjarnastaðahlíó og Jósef á Hofi flugust á fyrir sunnan bæinn á Sveinsstöðum. Ólína ljósmóðir var kölluð á vettvang til að skilja þá og gerði það, en sagt er að Jósef hafi slitið tölu úr svuntunni hennar. Þar á Lýtingsstöðum gerðist minnisvert atvik. Þear Jóhann hreppstjóri var að stiga á bak, féll hann og festist í ístaði. Fósturson- ur Jóhanns, Jóhannes Kristjáns- son, var nálægur. Á réttu augna- bliki náði hann i taumana á hest- inum og hélt honum svo ekki varð stórslys og þótti það vel gert. Jóhannes var þá á 17. ári, snöggur og harðvítugur og vel að manni þótt ungur væri. Ég hitti nýlega Jónas Jóhanns- son frá Lýtingsstöðum og spurði hann um samkomuna 1909. Hann var þá 13 ára og sagðist muna vel eftir henni. Það hefði verið reist mikil flaggstöng á bæjarhólnum sunnan og austan við þinghúsið og niyndarlegt flagg dregið þar upp. Svo sagði hann að dansað hefði verið á hlaðinu fram undir sólarupprás og spilað á harmón- íku. Minnisstætt var honum glæsilegt par, sem dansaði skottís. Það var Guðjón Isfeld utanbúðar- maður hjá Popp og Sólveig Daníelsdóttir á Steinsstöðum, sem var talin ein af fallegustu konum í héraðinu. Svo liðu árin og það mun hafa verið árið 1921 að rætt var um að halda Jóhanni hreppstjóra sam- sæti í annað sinn og var ærin ástæða til. Hann hafði þá verið hreppstjóri í 54 ár. Hann gaf Lýt- ingsstaðahreppi tíu þúsund krón- ur árið 1915 sem var stórfé í þeirri tíð. Sú gjöf heitir Fram- farasjóður. Litlu síðar gaf Elin kona hans fjögur þúsund krónur, sem er sjúkrasjóður og margir fengu styrk úr áður en Almanna- tryggingar komu til sögunnar. Jóhann á Brúnastöðum hófst upp úr umkomuleysi og fátækt og fyrir dug og ráðdeild varð hann einn af ríkustu bændum í hérað- inu, þótt hann lærði ekki að skrifa fyrr en hann var kominn um tvi- tugt. Jóhann var ráðrikur og ráð- hollur og ekki þóttu ráð ráðin hér í sveit, nema til hans væri leitað og hann var svo viðkvæmur i lund að hann mátti ekki aumt sjá. Það var um haust, sem umræð- an var um annað samsæti með Jóhanni, en á þeim tíma er allra veðra von, svo samsætinu var frestað. Þá kvað Þorsteinn Magnússon í Gilhaga: Þeim fannst það fara betur að fresta því unz hlýnar þeyr og vita svo í vetur hvort veslings karlinn ekki deyr. En þetta ráðgerða samsæti var aldrei haldið og lifði þó Jóhann hreppstjóri nokkur ár eftir þetta, en hann varð 93 ára. Ég hef heyrt að keyptur hafi verið stafur til að gefa honum, en hann hafi ekki viljað þiggja hann. Vorið 1920 var Ólafi Briem á Álfgeirsvöllum haldið samsæti þegar hann flutti til Reykjavíkur. Ein setning frá þvi hófi er í minn- um höfð. Séra Tryggvi Kvaran flutti ræðu fyrir minni Ólafs og varpaði fram þessari spurningu: „Mundi ykkur ekki bregða í brún ef Mælifellshnjúkurinn væri allt í einu horfinn?" Þetta var snjöll samliking, þvi Ólafur Briem var að ýrnsu leyti fyrirmaður samtiðar sinnar. Hann var ríkisbóndi, stúdent að menntun, þingmaður Skagfirð- inga þriðjung aldar og lengi odd- viti og sýslunefndarmaður Lýt- ingsstaðahrepps. Hann hafði reikningsgáfu Briemsættar svo góða að villur munu ekki hafa fundizt í reikningum, sem hann gerði. Það er ekki hægt að bera fram neina hliðstæða samlikingu um mig, þegar ég hverf úr héraði. Það er það mesta ef hægt væri að segja, að það kæmi haustblær á Hólsbunguna. Hólsbungan hefur sett svip á mig og mína kynslóð Framhald á bls. 16 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.