Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Side 6
Nú á tfnttim eru Ijósir fyrir okkur fleiri af leyndardómum náttúrunnar en voru áður en hinar vfsindalegu rannsóknir hófust. En þetta veitir okkur alls enga ástæðu til að trúa þvf, að Guð geti ekki haldið stöðu sinni á okkar tfmum, eins og hann gcrði áður en hinar vfs- indalegu rannsóknir hófust á sköpunarverki hans, með fjar- sjám og rafeindatækjum. Þetta segir Wernher von Braun f þessu ágripi að tilvitn- un f kjarna málsins: vfsindin og Guð. Von Braun er einn af heimsins fremstu geimvfsinda- mönnum. Hann er yfirmað- ur Marshafl-geimrannsókna- miðstöðvarinnar f Banda- rfkjunum og einn af aðalmönn- unum, sem unnu að gerð Gemini-áætiunarinnar, sem varð til þess að fyrsta mannaða geimfarið lenti á tunglinu árið 1969. „Það er ein af harmsögum okkar tfma, að vfsindin og trúarbrögðin hafa komizt í and- stöðu hvort við annað. Þessi tvö öfl — vfsindin og trúarbrögðin — eru einmitt tvö sterkustu öflin, sem skapað hafa núver- andi mcnningu. Með vfs- indunum reynir mannkynið að læra meira um leyndardóma náttúrunnar. Með trúnni reynir maðurinn að skilja skaparann. Þessi tvö „sjónarmið" eru ekki háð hvort öðru en fyrir mig er erfitt að skilja vísinda- mann, sem ekki skynjar æðri raunveruleika bak við uppruna alheimsins. Eins er það erfitt að skilja guðfræðing, sem afneitar vfsindalegri þróun. Vfsindi og trú eru nefnilega fjarri þvf að vera óháð hvort öðru og þau eru hcldur ekki öfl, sem beinast hvort gegn öðru. Þvert á móti má Ifkja þeim við tvo bræður, sem berj- ast sameiginlega fyrir betri heimi, á þann hátt, að þegar vfsindin reyna að afhjúpa náttúruöflin f kring um okkur, þá reynir trúin að uppgötva öflin, sem f okkur búa, þannig að smám saman komumst við yfir meiri þekkingu á náttúr- unni, verðum hrifnari og auð- mýkri gagnvart skipulagning- unni og fullkomnuninni, sem aldrei bregzt f náttúrunni. Fremur yfirborðsleg þekking okkar á alheimnum og lög- málum hans hefur samt viður- kennt og gert okkur kleift að senda fólk frá þess náttúrulega umhverfi og flytja það örugg- lega til baka aftur úr geimnum til okkar og jarðarinnar okkar. Óendanlegur alheimur Með geimferðunum erum við að byrja tilraunir til þe#s að opna „dyrnar“ að óendanlegum alheimi. Það sem við nú getum séð af leyndardómum alheims- ins „gegnum rifuna á þessum dyrum“ staðfestir aðeins trú okkar á skapara hans. Maður- inn getur með takmörkuðum skilningi sfnum ekki gert sér grein fyrir alls staðar nálæg- um, almáttugum, alvitrum og eilffum GIJÐI. Hver einasta til- raun til að skapa sér mynd af Guði og sfðan lægja hann, reyna að skilja Guð, sannar ennþá betur mikilleika Hans. Ég trúi þvf, að það bezta sé, að við, mcð trú okkar, viðurkenn- um Guð. Það veitir okkur hug- svölun að hugsa okkur Guð sem föður okkar allra og þar næst sú hugsun, að allir menn eru bræður og systur. Þessi hugsun ætti að vera mælikvarði á allar siðferðislegar hugsanir. Vfsindamenn vita aðeins, að ekkert f náttúrunni verður brotið niður og eyðilagt, en verður í staðinn ummyndað og breytt f aðra tegund orku. Hin minnsta smáögn getur ekki horfið sporlaust. 1 náttúrunni þekkist ekki eyðing, aðeins breyting. Vill maður þá trúa þvf, að Guð hafi minni aflögu fyrir meistaraverk sitt: Manninn sjálfan. Fyrir mér er ódauðleikinn framhald á and- legri tilveru okkar eftir dauðann. Maðurinn hefur frá árdögum sögunnar borið f brjósti sér trú á lff eftir dauð- ann. Þessi trú hefur verið grundvallaratriði í öllum frum- stæðum menningar- og trúar- legum heimspekihugleiðing- um. Þýðing þessara staðreynda er vfða meiri en einkaskýr- ingar heimspekinga og guð- fræðinga á því, hverju við megum búast við, þegar við deyjum þessum heimi. Frá ár- dögum hefur viðurkenning ódauðleikans haft óhemju mikil áhrif á hugsanir ótelj- andi milljóna manna. Sálin skilur manninn frá öðrum sköpuðum verum, Sálin skilur manninn frá dýr- inu. Dýrið lætur stjórnast af meðfæddum hvötum til dæmis hungri, ótta og sjálfsvarnartil- finningu. Þcssar hvatir koma frá kirtlum dýrsins. Viðbrögð þeirra koma algjörlega af sjálfu sér. Aðgerðir dýrs leyfa ekkert svigrúm fyrir valfrelsi fyrir forvitnilega leit, efa eða viðureign milli hvata, sem stjórnað er af æðri hugsunum á siðfræðilegu sviði. Dýr hefur enga hugmynd um hina merki- legu rödd, sem við'köllum sam- vizku og segir okkur hvað sé rétt og rangt. Eingöngu maðurinn verður að bera þær þjáningar, sem á hann eru lagðar, vegna þess að hann er skapaður f Guðs mynd. Og eingöngu maðurinn er gæddur sál, sem gerir honum klcift að hafa vald á þeim crfiðlcikum, sem stafa af þessum þján- ingum. Nú á tfmum vinna þúsundir vfsindamanna að stórfengleg- asta verkefni, sem mennirnir hafa nokkru sinni staðið gegnt, nefnilega tilraun til að skilja eðlisfræðilegan alheim, sem er óendanlegur bæði í tfma og rúmi, flókinn f hverju smá- atriði og áhrifarfkur f skipulagi sínu. Einnig reyna þeir að skilja uppruna hans og hvernig hann starfar. Það er ekki lengur nægileg skýring á takmarki vfsindanna að segja, að þau reyni að finna þau eðlisfræðilegu lögmál, sem stjórna alhciminum og eykur stjórn mannanna á þessum lög- málum, vegna þess að erfið- leikar vfsindanna hafa aukizt vcgna þeirra. Grundvallaratriði vfsindanna eru sameiginlegar tilraunir, athuganir og uppsetning ákveðinna tak- marka. tJt frá þessu reynir vfs- indamaðurinn að bera fram líkan af tfma, hlutfalli og ástæðum. En þegar maður öðl- ast frekari þckkingu verður gamla lfkaninu ekki flcygt þess vegna. Það breytist aðeins f þeim atriðum, þar sem hin aukna þckking bendir á annað. Sú staðreynd, að vfsindamenn eru fúsir að breyta Ifkani sfnu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.