Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Blaðsíða 7
„Samt er lífið altt % alít eilífsœlu- vaka ” Magnús Snæbjarnarson. Teikning: Bolli Gústafsson. af alheiminum, sýnir, að þeir ætlast ekki til þess að þeRkja hinn endaniega sannleika. Vis- indaleg lögmái þeirra eru í mesta lagi athugasemdir við þær athuganir, sem þeir hafa gert. Vfsindaleg lögmál stjórna ekki veruleikanum heldur reyna þau að útskýra hann. Þess vegna geta lögmálin breytzt, þegar maður öðlast nýja vitneskju. Ný takmörk Þau viðfangsefni, sem vfs- indin hafa að takmarki, eru óendanleg, þvf að sannleikur- inn er ekkert ákveðið sjónar- mið, vegna þess að fyrir hvert svar sem við fáum koma ný sjónarmið í tugatali f augsýn. Vfsindin standa frammi fyrir nýjum takmörkunum á mörg- um sviðum f sfnu striti: Atóm- kjarninn verður meiri og meiri ráðgáta — hulin leynd — innri hreyfingar lifandi vera, gefa ennþá enga skýringu. Gullöld vfsindanna verður í framtfð- inni. Vfsindin starfa í andrúms- lofti, þar sem efi er viðurkennd staðreynd varðandi Iffið. Þar má ekki nefna óhóflegan rétt- trúnað. Thomas Huxley segir um vfsindamanninn: „Fyrsta skylda hans er að efast og blind trú er ófyrirgefanleg synd.“ Arangurinn af vfsindalegri þróun er sá, að erfðavenjum, sem eru máttarstólpar trúar- innar, er ákveðið sópað burtu. Þess vegna hafa vfsindin og trúin oft rekizt á. Það er ein af harmsögum nútfmans að vfs- indin og trúarbrögðin hafa orðið andstæðingar. Til að leysa vandann er freistandi að stinga uppá þvi, að sú stefna verði tekin upp, byggð á frið- samlegu samstarfi, að deila reynslu okkar á þessum tveim- ur ólfku sviðum: veita vfsundunum stjórn á öðru sviðinu og trúarbrögðunum á hinu. Þannig: látum vfsindin útskýra efnisheiminn á meðan trúarbrögðin sjá um hinn, álft- ur fólk. Þegar vfsindin komast að sfnum takmörkunum, geta trúarbrögðin tekið við öllu saman og útskýrt það, sem vfs- indin geta ekki. En þetta er öriagarfkt spor. Tveir heimar verða aðeins aðskildir ef engir vfsindamenn væru kristnir og engir kristnir menn væru vfs- indamenn. En vfsindin og trúarbrögðin ráða ekki yfir tveimur sérstökum konungs- rfkjum. Hið ósýnilega Það er eigi mögulegt að byggja skilrúm milli trúar- bragða og vfsinda. Eftir þvf sem vfsindin verða fær um að útskýra eitthvað af leyndar- dómum alheimsins, koma þau smám saman inn á svið, sem áður voru óþekkt eða eingöngu voru notuð á trúarlegum grund- velli. Hver ný reynsla — eðlis- fræðileg eða sálræn — verður að falla inn í eitthvert mynztur, sem veitir hvort tveggja, trú og tilgang. Það er mannkynið, sem rannsakar alheiminn, gcrir tilraunir og leitar sannleikans. Það er ekki aukaatriði, það tek- ur vissulega þátt f þróunarferli sköpunarinnar. Maðurinn sjálfur er einmitt æðsti árangur sköpunarverksins. Sú staðreynd, að sffellt fleiri undur sköpunarverksins koma f Ijós, eru manninum mikils virði. Einfaldast er að lfkja vfsindunum og trúar- Framhald á bls. 14 Húsvitjun er næsta óljóst hugtak, þegar hér er komið sögu. Fyrr á þessari öld setti nokkurn kvíða að börnum, þegar það bar á góma og sagt var, að brátt myndi presturinn húsvitja. Hann átti ýmis erindi, m.a. að taka manntai á heim- ilinu og þá ekki sízt að reyna kunnáttu barna í lestri og kristindómi. Húsvitjun var mikilvæg heimsókn þessa fína manns í dökkum fötum, með háan, harðan flibba, gilda úr- festi yfir magann þveran og gieraugu á nefi. Ef hann var alúðlegur og alþýðlegur, átti hann það til að taka barnið á kné sér og klappa þvi á kollinn og segja uppörvandi: „Ætlarðu nú að vera svo vænn að leyfa mér að heyra, hve vel þér hefur farið fram í lestrinum síðan í fyrra.“ — Þetta mikilvæga hlutverk hefur nú færst í hendur kennurum í skólum landsins og ekki þarf prestur- inn lengur að taka manntal. Osjaldan ber þó húsvitjanir á góma á fundum presta og þá kemur þeim saman um nauðsyn þess, að þeir heimsæki sóknar- börn sín. Þetta reynist þeim fremur erfitt síðan hin beinu embættiserindi hurfu úr sög- unni og allir eiga svo annríkt, og þá ekki síður prestar en aðrir. Enginn prestur tekur þó lengur mark á þeirri ógn, sem lýst var af málsmetandi blek- bónda, er reit eitthvað á þá leið, að höfuðvandamál geistlegu stéttarinnar á íslandi væri það, að bændur gerðu út af við presta sína á met-tíma með því að gefa þeim aldrei annað en bakkelsi að éta ásamt ókjörum af vondu kaffi, þegar þeir væru í embættisferðum. Án ótta við bakkelsið hennar Guðnýjar Laxdal á Syðri-Grund lögðum við hjónin land undir fót á heið- ríkum janúardegi til þess að húsvitja; að heimsækja þau heiðurshjón, Guðnýju og Magnús bónda Snæbjarnarson, sem búa þar við rætur Hnjúka í Höfðahverfi, í þeirri byggð, er veit mjög við sól, enda af vísum mönnum talið sannast, að engin byggð við Eyjafjörð sé sólríkari en Höfðahverfi. Þarna byggðu þau Magnús og Guðný nýbýli árið 1935 á hálflendu Stóru Grundar, sem forðum var prest- ekknasetur og kirkjujörð frá Laufási, en á þvi gamla setri situr Helgi bróðir Magnúsar. Árið 1972 fóru þau Magnús og Guðný í bændaferð til Noregs. Á fögrum degi i Hall- ingdal sat Magnús í hópi góðra vina og horfði hugfanginn á bændabýlin þekku, vinaleg og hlýleg timburhús i gömlum norskum stíl, skaraðar viðar- þiljur og viðamiklar vind- skeiðar. Þá varð honum að orði: „Svona hús vil ég byggja mér, þegar ég kem heim.“ Enginn tók þessi orð Magnúsar bókstaf- lega á þeirri stundu, því margt fagurt og nýstárlegt bar fyrir augu ferðalanganna á þessum dögum og á ýmsan veg létu menn hrifningu í ljósi. En draumahús Magnúsar hvarf honum ei úr huga. Það var liðið að því eiktamarki æfi hans, að honum þótti tími til þess kominn að fela búið i hendur syni sínum og tengdadóttur. Þegar heim kom valdi hann sér hússtæði sunnan í Torfhólnum og fyrr en menn varði var húsið risið. „Það er nákvæmlega eins og húsið, sem festist mér i huga í Hallingdal forðum. Kært er mér að geta staðið við það, sem ég segi, en það er víst æði margt að áliti þeirra, sem til þekkja.“ Og Magnús hló Iétt aó svo mæltu og fékk sér vel í nefið. Ég hafði tekið með mér pappírsörk og teikniblýant til þess aó glima við prófílinn á hagmæltu sóknarbarni minu og fyrrum organista Laufáskirkju. Auðvitað þögðum við ekki á meðan þessi rúnum risti, þing- eyski prófill festist hægt oj» virðulega á blaðið. „Kannske myndin verði notandi i fyrstu ljóðabókina þina,“ sagði ég svona dulítið spotskur. „Hversu oft á ég að þurfa að segja þér, prestur minn, að ég er ekki skáld. Það er einungis góður skáldskapur, sem verð- skuldar að koma á prent. Það er átakanlegt, þegar bullukollar fara að taka sjálfa sig svo hátíð- lega, að þeir telja sig eiga erindi i prentverk. A góðri stund geta lausavísnasmiðir notið sín í mannfagnaði, ef þeir ná fólkinu á sitt band. Þeir fá þá tækifæri til þess að lýsa því með réttum áherzlum og svip- brigðum hvernig vísan varð til, því það er saga í kringum hverja vísu. En sumar visur eru þó svo snjallar, að þær fara víða og varðveitast lengi i munn- legri geymd. Þær verða alls ekki fleygar nema eitthvað sé við þær. Við getum lýst því svo, að fyrst komi ljósar orsakir i fyrri partinum, en siðan afleið- ingarnar í þeim síðari og rúsín- an þarf að vera hnitmiðuð i endinn. Hún verkar ekki eins vel einhversstaðar inn i miðri vísunni.“ Geturðu ekki sýnt mér gott dæmi um þessa kenningu? „Jú, jú. Það er einmitt vísan hans Sigfúsar Bjarnasonar á Grýtubakka, sem ég minntist á við þig hérna á dögunum. Hún er ágætt dæmi. Það mun hafa verið sumarið 1935, þegar nokkrir sveitunga minna voru að hamast við mokstur í malar- krús i sólskini og molluhita. Þeirra á meðal var Sigfús. Allt í einu litur hann upp frá mokstr- inum, þurrkar af sér svitann og segir: „Sólin lætur sólskinið svíða mannagreyin.“ þarna er orsökunum lýst og síðan kemur snjöll ályktun í niðurlaginu: „Hún er vist að venja þá við velgjuna hinum megin." Þú segir, að það sé saga f kringum hverja vfsu. Eg man eftir vfsu eftir þig, sem mörgum mun kunn og fjallar um þá búgrein, sem við leggj- um báðir stund á, kartöflurækt. Inn í vísuna kemur persóna, kunn í skemmtanaiðnaðinum. „Fyrir æðimörgum árum réðst hin kunna revíusöngkona, Steinunn Bjarnadóttir, sem ráóskona til bónda hér i sveit. Hún var mjög áhugasöm við búskapinn og m.a. fékk hún garðland út af fyrir sig og setti þar niður kartöflur. Er á sum- arið leið og nær dró hausti gerð- ust veður válynd og kólnaði ískyggilega. Fór svo að kól ofan af kartöflugrösum og urðu garðar ljótir. En Steinunn var bjartsýn sem endranær og kvað allt vera i lagi meðan stöngl- arnir féllu ekki. Dáðist ég að þessari bjartsýni og þá varð visan til: Þó kali kartöflulendur og kreppi að islenzkum sonum, meðan stöngullinn stendur á Steinunn ávexti í vonum." Aldrei hefurðu nú verið níð- skældinn, Magnús, og ógjarnan eygir maður brodd f vfsum þínum. „Þú veist vel, prestur minn, að ég get verið meinstriðinn og ekki ætla ég að fara að leika neinn engil frammi fyrir sálu- sorgara minum. En eitt get ég fullyrt við þig, góði minn, og það er það, að aldrei hefi ég fundið til löngunar að yrkja klámvísu. En mér getur og hefur oft runnið í skap og þá hefur kannski hrotið af vörum rnínum vísa á borð við þessa, sem ort var eftir erfið viðskipti við mann litilla sanda og sæva: Um þig lítt égyrkja kann eftir þig að reyna, aldrei fundið i þér mann innan holds og beina. Hins vegar get ég ort þ'ekkari visur eins og þá, sem varð til i Framhald á bls. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.