Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Blaðsíða 9
Stolz vi8 hljóðfœriö. Eftir hann liggja meira en 2000 lög, 50 óperettur og söngleikir og tónlist við 100 kvikmyndir. Þessi einstœSi öldungur byrjar starfs- daginn kl. 6.30 og vinnur tlu klukkustundir á dag. eitthvað frumlegt. Eftir því sem árin liða, getur áhuginn á hinum fögru dofnað en vaxið á hinum ljótu. Maður getur orðið þreyttur á ljóma hinna fyrri, um leið og augu manns opnast fyrir kostum hinna síðari. Lífið sér um það. Hversu margir stiga ekki upp f ranga lest, þegar í upphafi. Ég veit um einn. Ranga lestin, hvað mig snertir, var pósturinn. Árið 1889 komst ég í þjónustu hans, og árið 1935 fór ég þaðan fyrir aldurs sakir. Þegar ég nú horfi til baka á þessi 45 ár, finnst mér stundum, að ég hefði ef til vill getað notað þau betur. En einnig verr, hvíslar undireins við- vörunarrödd. örlögin hafa ekki alltaf á eins röngu að standa, eins og einu sinni hefur virzt." Við ræddum um það við Gísli Sigurðsson, ritstjórnarfulltrúi, I sambandi við þessa grein um Bo Bergman, að það væri þarft verk að skrifa heilan greinaflokk um sllka afreksmenn á gamalsaldri; þeim til skammar, en þó helzt til uppörvunar um leið, sem þættust vera orðnir of gamlir til að gera þetta og hitt á miðjum aldri. En ég hafði einmitt sagt í greininni, að tilgangur hennar öðrum þræði væri að reyna að breyta hugsana- gangi manna og afstöðu gagnvart aldrinum, en allt, sem miðaði í þá átt, væri mannbætandi, yki trú manna á eigin mátt og drægi þannig úr aumingjaskap. Það varð þó aldrei úr þessum greinaflokki, en gæti orðið það, og nú ætla ég að bæta fyrir það að nokkru með þvi að minnast svolft- ið á Robert Stolz, sem var sam- tímamaður okkar allra, en lék þó á pfanó fyrir Johannes Brahms og var einu sinni heima hjá valsa- kónginum Johanni Strauss. Heim- ildir er að sjálfsögðu að finna víða um hann, t.d. f alfræðiritum, en heimildamaður minn verður fyrst og fremst Otto Leisner, sem heim- sótti Robert Stolz fyrir tveimur árum, og myndirnar, sem þessari grein fylgja, voru teknar við það tækifæri. Þá fór það ekki á milli mála, að Stolz væri 93ja ára, fæddur 25. ágúst 1880, og það kemur heim við fréttina um andlát hans. En í öllum þeim alfræðibókum, sem ég hef fundið hann í, er hann sagður fæddur 1882. A þeirri skekkju getur verið-sú einfalda skýring,. að hver etur upp eftir öðrum. Fyrir tveimur árum sagði Stolz: „Því hefur verið logið upp á mig oftsinnis, að ég væri dauður, en greinilegt er, að enn hefur Guð almáttugur biðlund, hvað mig snertir. Ef ég gæti ekki unnið, myndi mér finnast sem mér væri ofaukið. En annars er það sann- færing mín, að eina leiðin til að sýna þakklæti fyrir þær gáfur, sem maður hafi þegið i vöggugjöf, sé að nota nota þær án afláts!" Og það gerði Stolz svo sannar- lega til hins siðasta. Alls samdi hann yfir tvö þúsund sönglög, 50 óperettur og söngleiki og hljóm- list við 100 kvikmyndir og listsýn- ingar á skautum. Á tiræðisaldri tók hann til starfa kl. hálfsjö á hverjum morgni, og vinnudagur hans yar 10—12 klst. Er hann var sóttu? heim fyrir tveimur árum, var hann að semja vals fyrir alþjóðlega blómasýningu f Vfn. Á níræðisaldri samdi hann söngleikinn „Draumaeyjuna" og stjórnaði frumflutningi hans við hátiðaleikina I Bregenz. Margir töldu þetta verk vera eitt af þvi bezta, sem hann hefði samið um dagana. Varla mun sá dagur líða, að ekki sé nafnið Robert Stolz nefnt í einhverri útvarpsstöð i heimin- um. Og þeir lesendur þessarar greinar, sem ekki hafa gefið nafn- inu gaum hingað til, en ætla að gera það, eiga vafalaust eftir að segja: „Nei, er þetta eftir hann! Og þetta líka!" Nær öll verk hans hafa verið leikin inn á hljóm- plötur, og á því sviði er Stolz einnig brautryðjandi, því að þegar árið 1904 lék hann inn á eina af fyrstu Edison-plötunum. Robert Stolz ólst upp við hin beztu skilyrði, sem hugsazt gat, til að nema hljómlist. Faðir hans, Jakob Stolz, var kunnur hljóm- sveitarstjóri og hljómlistar- kennari, en móðir hans var konsertpfanóleikari. „Ég á móður minni allt að þakka. Ég var tólfta barnið í fjöl- skyldunni, og þar sem ég var bæði yngstur og veikbyggðastur, lét hún sér sérlega annt um mig. Hún kenndi mér fyrst á píanó og ég man, þegar hún fór með mig í rökkrinu að pfanóinu, eftir að pabbi var farinn á sfna venjulegu kvöldgöngu og allt var hljótt í húsinu, og sagði við mig: „Hugs- aðu þér, Robert, að það sé kalt úti, og að litill fugl goggi á gluggann, af þvi að honum sé kalt og vilji komast inn. Hvernig myndir þú lýsa þvi með tónum?" Ég lék það, sem mér datt í hug, og á þann hátt hef ég vanizt því frá barnæsku að tjá tilfinningar og hughrif í músík." Stolz var sjö ára gamall, þegjr hann lék fyrst opinberlega á pianó. Tónskáldið Johannes Brahms, sem var vinur föður hans, var meðal áheyrenda og spáði þvi, að hann ætti mikla framtíð fyrir höndum í heimi hljómlistarinnar. Arið 1899 fór Stolz til Vínar til að hlýða á Johann Strauss sjálfan stjórna óperettu sinni, „Leður- blökunni". Daginn eftir var hahn boðinn heim til Strauss. Stolz var þá tæpra 19 ára, og fundur þeirra skipti skópum í i'ffi hans. „Ég fór heim til hans í Igelgasse. Það var ógleymanlegur viðburður að standa andspænis „hinum ódauðlega". Eftir að hafa 'talað við hann og hafa hlýtt á '„Leðurblökuna" í þrjá tíma undir stjórn hans, gagntekinn af hrifn- ingu eins og allir áheyrendur, fannst mér ég skilja sannleikann í orðunum: Það er ekki til nein létt eða þung músík, heldur aðeins góð eða slæm! Það er undarlegt að hugsa til þess, að nokkrum vikum eftir að ég hitti snillinginn, fylgdu honum hundruð þúsunda manna til grafar." Arið 1904 kvæntist Stolz leikkonunni Grete Holm, og árið eftir var hann ráðinn aðalhljóm- sveitarstjóri við hið fræga Theater an der Wien. Eitt af fyrstu verkefnum hans þar var frumflutningur „Kátu ekkj- unnar" eftir Franz Lehár. Óperettan var flutt 457 sinnum og þótti slíkur viðburður, að með þeim flutningi hefur verið sagt, að „silfuröld" óperettunnar hæf- ist, en stjörnustjórnandi hennar varð Robert Stolz. En hinum unga hljómlistar- manni var ekki nóg að stjórna annarra verkum. Hann vildi sjálf- ur semja. Og brátt hafði fjóldi Vfnarsöngva og léttra laga frá hendi hans náð miklum vinsældum. Stolz hefur sagt: „Það sem aðeins er skrifað fyrir pen- inga, lifir sjaldan lengi. Ég sem tónlist af því að mér finnst það vera köllun min, til að vekja gleði og fögnuð. Og það er oft miklu meiri vandi að skapa eitthvað, sem gildi hefur, i litlu lagi en stóru verki." Árið 1910 var óperetta hans, „Das GlUcksmádel" (Gæfustúlk- an), frumflutt, en síðan sneri Stolz sér að þöglu kvikmyndunum og samdi tónlist við mikinn f jölda þeirra. En það var árið 1916, sem nafn hans flaug um heiminn ásamt laginu „Im Prater bliih'n wieder die Baume", en það fór sigurför um heiminn, þegar fyrri heimsstyrjöldin stóð sem hæst. „Enn laufgast trén í Prater" hefur orðið að eins konar kynn- ingarlagi fyrir Vin, en Prater er skemmtigarður þar. I kjölfarið Framhald á bls. 14 Síðasti valsakóngurinn lætur ekki Elli kerlingu draga úr lífsnautn- inni, þótt hann sé orðinn 93ja ára Til vinstri: Stolz á vtnekrur og framleiSir sitt eigiS hvltvln. Hér skenkir frú Stolz, sem raunar heitin Einzi, I glas hjá gömlu „Mutti" sem búin er a8 vera hjá þeim I 30 ár. AÐ neSan: Robert Stolz hlustar á upptöku heima hjá sér og frú Einzi sem er eitthvaS um 40 árum yngri aSstoSar hann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.