Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Side 12
Hvaö er maðurinn? Er hann hugmynd guðs? Er hann mæli- kvarði allra hluta? Eða er það rétt, sem Georg Picht, trúarheim- spekingurinn í Heidelberg segir: „1 nafni siðmenningarinnar drep- ur maðurinn, tortímir, upprætir, kúgar og undirokar, þrælkar og rænir. Ekkert rándýr er jafnoki hans að skepnuskap, glæpsemi, kaldhyggju og illgirni.“ Svo mörg voru þau orð. öll erum við fulltrúar þeirrar liffræðilegu undirtegundar, sem við nefnum Homo sapiens og teljum þroskuðustu lífveru jarðar. Við getum komið auga á orsakir og afleiðingar, við getum hugsað fram í tímann, og við kunnum að lesa og skrifa. Við getum gætt líf okkar „merkingu". Við erum stolt af þessum hæfi- leikum okkar og þekkingu. Og það hefur fengið okkur mikillar sjálfsaðdáunar og brotizt út í sjálfshóli miklu á öllum tímum. Hvað sagði ekki Sófókles fyrir hálfu þriðja árþúsundi: „Ekkert er manninum meira!" En erum við nú svo mikilfengleg? Víst skil- ur okkur mikið frá dýrum, en þó er til meiri munur milli manna, en milli manns og dýrs. Við telj- um okkur einstæðar lífverur. Við gerum okkur grein fyrir því, að eitt sinn skal hver deyja. Stóra heilanum þökkum við óhlut- kennda hugsun og skilninginn á tímanum. Það var maður, sem samdi Niundu sinfóniuna, maður málaði Pietá-myndina i Péturs- kirkjunni í Róm og maður Einhverntíma kom hinn verðandi herra jarðarinn- ar niður úr trjánum og fór að veiða dýr sér ti! matar. Á einu stig þróunarinnar hefur forfaðir mannsins verið nefndur Ástralopithecus og sýnir teikningin, að nokkrir slíkir eru að murrka liftór- hugsaði afstæðiskenninguna. Menn hafa lent á tunglinu. En það voru líka menn, sem vörpuðu kjarnorkusprengjum á meðbræð- ur sína og ráku milljónir þeirra í kjafta gasofnanna. Maðurinn, „hugmynd guðs“, sker sig úr hópi allra lifvera jarðar. Hann var einstæður þegar í fyrnsku. Þegar leiðir greindust í ættarsögu manna og hinna þróuð ustu apa, þegar menn komu niðui úr trjánum og hófu að lifa sléttu lífi, stóð þeim engin „vin“ opin; hinar nýju aðstæður voru alis staðar óhentugar tegundinni. Hún var framandi. Af því leiddi, að menn urðu að laga sig að að- stæðunum, búa til nýjan heim, hagkvæman sér. Og menn bjuggu um sig í hellum og gerðu sér eldstæði. Nú hafa þeir reist stór- borgir og komið á flóknum og fjölþættum samfélagskerfum, sem eiga að veita þeim vernd og öryggi. Hvernig er þessi vera hingað komin? Hvernig varð hún til og hvernig hefur hún þróazt svo sem raun ber vitni? Forfeður okkar hinir fyrstu voru I hópi mannapa. Hugsunin um það hefur og valdið ýmsum mönnum óþægindum. Vfst er nú alllangt liðið frá þvf, að við vorum „apar“, og það er enn á huldu, hvenær skildust okkar leiðir og þeirra. Mannfræðingar brúa þessa gjá í þekkingunni með orðasambandinu „umskiptatími frá dýri til manns.“ Með þvi eiga þeir við nokkurra milljóna ára þróunartima. I upphafi hans var loðinn „api,“ sem hafðist við í trjám, hafði Iágt enni og aðlægan þumalfingur. En í fyllingu tímans gengur vera þessi upprétt og hefst við á gresjum úti; hún er orðin „Hominid," þumalfingur- inn skilinn frá hinum og stórheil- anum hefur farið fram til muna. Ekki alls fyrir löngu fann Richard E. Leakey, sonur hins þekkta mannfræðings, Louis S.B. Leakey, leifar einnar elztu þekktrar veru, sem visindamenn treysta sér til að kalla mannlega. Leifarnar fann hann á austur- strönd Rudolfsvatns i Kenya í Austurafríku. Þetta eru beinaleif- ar, brot úr hauskúpu á að gizka 2.8 milljón ára gamalli og hefur rúmtak heilans verið undramikið, einir 800 rúmsentimetrar (meðal- rúmtak nú er u.þ.b. 1400 rúm- sentimetrar). Upp frá þessu þroskaðist mannsheilinn allört, þar til á dögum Neanderdals- mannsins, fyrir u.þ.b. 100.000 ár- um. Þá hætti hann að stækka af einhverjum ókunnum ástæðum. Þeir, sem nú fæðast verða að gera sér að góðu jafnstóran heila og Neanderdalsmaðurinn, með þeim möguleikum og vanköntum, sem honum fylgja, en með honum verða, þeir að færast í fang langt- um flóknari og margþættari verk en hinir lágfættu, loðnu ísaldar- menn, sem reikuðu um með grjót- fleyg og trékylfu. Það hlýtur að verða álitamál, hvort hauskúpubrotin, sem Leakey fann og þekkt eru undir nafninu „kúpa 1470“, eru i ver- unni minjar elztu mannveranna eða ekki. í þeim fræðum, sem fást við eftirgrennslun eftir forfeðr- um okkar er margt á reiki og margar kenningár uppi. Það kom enn einu sinni í ljós haustið 1974. Þá fann hópur franskra og banda- rískra vísindamanna beinaleifar i Awashdalnum, u.þ.b. 600 km norðvestur frá Addis Ababa i Eþíópíu. Það, sem fannst var vel varðveittur efri kjálki úr frum- manni og voru í honum allar tenn- ur, svo og hálfur efri og neðri kjálki, með nokkrum tönnum. Þessir gripir eru taldir jafnvel 3—4 milljóna ára gamlir. Uppgreftir, greiningar og skráning sögunnar munu enn um sinn verða vísindamönnum næg þrætuefni. Hvað sem því Iíður má þó segja með einhverjum sanni, að mönnum líkar verur hafi verið á jörðinni þegar fyrir 3—6, og jafnvel 10 milljónum ára, séu leif- ar hins indverska „Ramapithecus- ar“ taldar með. Ofurhægt lyftist hulan af frum- sögu mannsins, þeim tíma, þegar forfeður hans yfirgáfu tiltölulega trygg heimkynni sín í greinum trjánna og voguðu sér út á ótrygg- ar gresjurnar, þar, sem hættur lágu hvarvetna i leyni. Sam- kvæmt kenningunni um samdrátt skóga rak að því, að þessar verur neyddust æ oftar til að stíga niður á jörðina. Stafaði þetta af eyðingu skóga (hver sem ástæðan var fyrir henni). Samkvæmt reglun- um um úrval og erfðahegðun breyttust þær svo andlega og líkamlega þannig að hæfði hinum nýju heimkynnum og með tíman- um varð til Homo sapiens. Upp frá þessu voru þeir líf- vænastir, sem gátu gengið upp- réttir og tekið til fótanna. Þeir áttu hægast með það að koma auga á ógnirnar, sem leyndust í hávöxnu sléttugrasinu og forða sér í öruggt hæli. Kjörkuðum þjörkum varð ekki Iangra lifdaga auðið. Það, sem við nefnum nú kjark eða hugrekki var þá stór- hættulegt. Menn voru þá ekki meiri bógar en svo, að þeim stafaði stöðug lifshætta af um- hverfi sínu. Ráðið til þess að kom- ast lifandi af var að forðast allar hættur. Georg Kleemann hefur lýst þessu ástandi mjög skemmti- lega i bók sinni „Kjarklaus en ánægður“ og segir bókarheitið margt. „Kjarkur“ hefur þá fyrst fengið merkingu, þegar menn voru orðnir heimilisfastir á ákveðnum stöðum en hættir flakki, og flótti frá aðsetursstað merkti það að gefa upp á bátinn allt, sem mönnum hafði áskotnazt með ærinni fyrirhöfn. 1 upphafi sléttulífs manna hefur það hjálpað þeim mest, næst á eftir hæfileikanum til að ganga uppréttir, að þumalfingur þeirra voru greindir frá hinum fingrunum og gátu myndað með þeim grip. Hefur þetta átt ekki alllítinn þátt í því, hvernig verur þessar Iifðu framvegis. Gerð handarinnar bauð upp á fjölþætta möguleika — menn gátu smíðað verkfæri og vopn, og þeir gátu notað þau. Við þetta bættist, að nú höfðu menn hendurnar lausar, þæ ■ voru ekki lengur bundnar við þa< að flytja þá milli trjágreina. Frá þessum tíma eru fyrstu stein- áhöldin, ákaflega frumstæð verk- færi. En þau eru, ásamt með hag- nýtingu eldsins, fyrstu merki þess, er mennirnir taka að nota heila sinn og hendur til að gera jörðina sér „undirgefna". Þar eð öll lífræn efni fara fljót- lega forgörðum eru steináhöldin meðal merkilegustu menja (og oft þær einu) um mannlíf á jörð- inni. Þegar heilinn stækkaði og málið varð til urðu steináhöldin smám saman fullkomnari; þau komu að æ fleiri notum og áhrifa- máttur þeirra jókst. Að vísu tók sú þróun mörg hundruð þúsund ár. 1 þann tíð „stunduðu" menn náttúruvernd. Þeir sáu ekkert til- efni (né tækifæri!) til stórfelldra og sífelldra afskipta af atburðarás náttúrunnar. Þeir létu sér nægja að nota frumstæð áhöld sín til að afla sér viðurværis og það tókst þeimeinsogsjámá. Myrkrið, sem hylur uppruna mannsins, þann tima er maðurinn varð til, hylur einnig það atriði hvar maðurinn varð til. I því efni sem og mörgum öðrum er við fátt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.