Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Qupperneq 13
I Olduvai-gljúfrinu t Austur-Afriku hafa menn fundiS einna elztar mannvistarleyfar. Hér hafa aldursákvarðanir veriB merktar ð bergvegginn. að styðjast og verða getgátur að duga í bili. Milljóna ára gamlar beinaleifar mannlegra vera hafa fundizt bæði í Afríku og Suður- asíu. Að þvi, er Richard E. Leakey telur lifði elzti þekkti „Hominidi" — „Kenyapithecus wickeri" — í Austurafríku fyrir fullum 14 milljónum ára. Af honum urðu tvær ættir, annars vegar „Australopithecus sá, er siðar varð aldauða (leifar hans hafa fundizt við Rudolfsvatn og i Oldu- vaigjánni), en hins vegar „Homo“ sá, sem orðinn er að nútíma- manni. Frumfaðir þessara greina á að vera sá sléttubúi, sem kúpan er af, er Richard Leakey fann við Rudolfsvatn. Eftir þennan fyrsta forföður manna kom svo „Homo habilis" (menjar úr Olduvaigjá), þá „Homo erectus“ (fyrir u. milljón árum, einnig menjar úr Olduvaigjá) og loks Homo sapiens (menjar frá Omoánni i Eþiopíu), ættfaðir nútímamanna. Því nær, sem dregur nútíman- um í rannsóknum á forfeðrum manna, þeim mun meira verður um föng, heimildir um Iífsháttu þeirra. Snemma hafa menn gert fyrstu tilraunir sínar til þess að mæla hver við annan. Ekki er unnt að segja hvenær það varð, en ýmis- legt er þó til marks um fyrstu tækifæri manna ti.l samskipta með mæltu máli, svo sem dálitill beinahnúskur í munninum, sem tunguvöðvi var áfastur við. Ýms- ar frumforsendur hafa verið fyrir því, að menn gætu skipzt á skiljanlegum málhljóðum að þeir gengju uppréttir, að tennurnar væru ekki bundnar við svo „dýrs- leg“ verkefni, sem það að grípa fæðu og halda og við önnur verk, sem hinar þroskuðu hendur tóku við af þeim. Þá er að nefna háhvelfda góma, skeifulaga tann- garða og lokaða og ýmis einkenni barkakýlisins. Maðurinn í núverandi mynd er u.þ.b. 40.000 ára gamall. „Sögu- legur tími“ hans er þó ekki nema ein 6000 ár. Af tíðindum úr fyrnsku er vert að nefna hér hellamyndirnar frægu. Þær hafa fundizt víða, m.a. í hinum alþekkta Altamira- helli ekki langt frá bænum Santillana del Mar á Norðurspáni. Að því er stendur í sögum var það sumarið 1879, að- áhugaforn- leifafræðingurinn Marcelino var að grafa við hinn nýfundna helli eftir beinaleifum. Lítil dóttir Marcelinos hafði reikað inn í hliðargöng í hellinum. Hún kom §kyndilega út á harðahlaupum og hrópaði til föður síns, að þarna væri allt fullt af bolum. Marcelino hélt, að naut væru að áreita telp- una og flýtti sér á vettvang. En þarna voru engin lifandi naut. Þegar Marcelino rýndi í kringum sig I rökkrinu í hellinum ætlaði hann naumast að trúa augum sín- um. Hellisveggirnir voru alþaktir myndum af forsögulegum skepn- um. Þarn-a hlupu og stukku, stóðu og lágu í alls kyns stellingum hestar, vísundar, villisvín, hirtir og loðfílar. Á sumum dýrunum stóðu ótal spjót og örvar, önnur voru á bráðum flótta, að ráðast á menn eða lágu í dauðateygjum. Málverkasafn þetta var í öllum regnbogans litum og mjög vel varðveitt. En nú þegar hundrað ár eru liðin frá fundinum í Altamira og margir aðrir líkir staðir hafa fundizt velta menn vöngum yfir merkingu hellamyndanna. Kannski voru þær bara málaðar til gamans! En þetta eru allt veiði- myndir. Það er ekki ósennilegt að myndirnar séu gerðar i einhverju töfraskyni. Það hefur með öðrum orðum átt að stuðla að meiri feng- sæld að mála veiðidýrin á veggina. Önnur kenning er á þá leið, að sumar dýrategundir hafi eitt sinn verið komnar að því að deyja út og myndirnar hafi átt að koma í veg fyrir það með einhverjum yfirnáttúrulegum hætti. Sumir vísindamenn hafa bent á örvarnar, sem standa á dýrunum víða. Draga þeir þá ályktun af örvum þessum, að myndirnar séu kennslumyndir fyrir unga og upp- rennandi veiðimenn. Hellarnir eru þá sem sé elztu skólastofur, sem vitað er um. En hver sem tilgangurinn með myndunum hefur verið má annars álykta um ýmislegt annað af þeim. Af þeim sést t.d. að þegar fyrir 10—30.000 árum hafa menn kunnað að hag- nýta sér eldinn svo, að hann varpaði ljósi á rokkin híbýli þeirra, þessa dimmu hella, svo að hægt var að mála myndir á veggina. I öðru lagi er sýnt, að menn hafa haft verkkunnáttu til að smíða einhvers konar grindur eða palla, því öðru vísi hafa þeir Magnea Matthíasdöttir HLJÖÐ nótt eftir nótt ber einhver á dyrnar á húsinu á móti fyrir daufum eyrum nött eftir nótt dynja höggin á hljóShimnum götunnar og aldrei er opnað. nótt eftir nótt ekur leigubíll burt frá húsinu með vonbrigði í aftursæti. Böövar Björnsson SEGUL- STEINN Svolangt og áður handan við sumarvötnin fjöllin m(n öll skógivaxin sem þú myndir þá loks koma feta stíginn brosandi við handartak mitt ofið þögn og þrá okkar vara. Og dagarnir liðu, flæddu hver inní annan, en eigi komst þú og svefnilukt bros þitt, brostin von beið við mynni hvers dags uns upp rann sú stund ég á eftir þér horfði. og orðið „aldrei" mér heilsaði botnlausu handtaki. Leiðrétting í Lesbók 8. febrúar sl. hefur fallið niður höfundarnafn með Ijóðinu „Neistinn", sem þar birtist ð bls. 6. Höfundur er RuSmundur L. FriSfinnsson á Egilsá I SkagafirSi. Vegna þess að höfundarnafnið vantaSi, mátti halda aS IjóSið væri eftir Erlend Sigmundsson, sem átti IjóðiS „Hjá Bólu" og birt var næst fyrir ofan. Leiðréttist þetta hér með. Guöbrandur Gíslason GUSTAF MAHLER vínarborg var góður staður fyrir mann með stórt ego um aldamótin þar sungu sporvagnar á teinum sínum eftir að myrkur máði nýklassisk hús og önnur músík var ekki af verri endanum miðstéttin var óperunnar ambátt þá var tónsprotinn voldugri en sverð jafnvel fyrir júða einsog þig brúnó sagði gústi er bestur berlín london og new york vissu það líka hvílíkur auður frægð og viska hvilik nautn að sitja á rauðum stólum og vera ræddur í vindlareyk og dufti af holdugum konum en allt er hégómi og eftirsókn eftir vindi í draumi liðins lófataks allt nema ástundun hjartans einn titrandi bassi einn tónn og ástundun hjartans varð framin sem einmana glæpur við fjallavatn þarsem gott er að hugsa sér ungabörn deyja um örófanætur við blómguð tré berstrípuð af skuggum en ekki i sælli Vin fyrir þennan dauða þessar nætur — örvæninguna á mörkum þagnarinnar og hljóðsins vil ég þakka því ef að allt er hégómi ef allt er hrap og undir ekkert nema tómið þá afmá mig af þessu blaði en ekki þinn tón úr eyrum okkar allra SKATTANÖLDUR hvers á ég að gjalda sagði piparsveinninn við skattstjórann á ég að greiða ríkinu fé fyrir að þvo mina eigin sokka fyrir andvökunætur i von um andardrátt mérvið hlið? ekki getaö málað loft margra hell- anna. Loks benda litirnir i mál- verkunum til nokkurrar kunnáttu um efni. Blóð, fitu, mold og vatn verður að blanda í ákveðnum hlutföllum. Og sú staðreynd, að litir þessir hafa varðveitzt jafnvel og raun ber vitni er hin merkileg- asta. En hinn upphaflegi tilgang- ur með myndunum mun trúlega verða okkur hulinn enn um sinn. Víkjum nú aðeins að leifum fornra hámenninga. Það, sem fundizt hefur i grafhýsum, rúst- um og helgistöðum í Egyptalandi, víða í Asíu, i Mesópótamíu og Mið- og Suðurameríku ber ekki aðeins vitni hátindum fornmenningar, heldur sýnir það okkur einnig hve ört mannsandinn hefur þroskazt á nálægri tíð. 1 sambandi við forna hámenningu ber líka að nefna skiptingu manna í kynflokka. Hvernig varð sú skipting? Það virðist tiltölulega einfalt mál. Ef upphaflegur hópur manna tvístrast af ytri atvikum stuðlar úrvalið hjá hinum einstöku ein- angriiðu hópum að því að smám saman taka að erfast eiginleikar sem hæfa sérstaklega aðstæðum á hverjum stað. „Einangrunarlög- málið" er talið einn mikilvægasti þáttur í skiptingu manna í kyn- flokka. Má hér nefna fituríka húð þeirra, sem búa í köldum löndum eða dökkan litarhátt þeirra, sem búa á suðlægum slóðum. önnur einkenni svo sem lögun vara og eyrna, hár og líkamsvöxtur hjá hinum einangruðu hópum manna eru hins vegar ekki komin undir úrvali umhverfisins. I sambandi við húðlit vaknar sú spurning, hvers vegna ibúar norðurslóða séu ljósir á hörund en suðurheimsbúar dökkir. Og hvor liturinn var fyrri, sá ljósi eða hinn dökki. Og loks: Hvernig urðu Kinverjar gulir? Til þess eru trúlega margir or- sakir. T.d. verndar dökki liturinn húð manna í sólsterku hitabeltinu svo hún brennur ekki, en hleypir útfjólubláum geislum i gegn og helzt þannig D-vítamín í húðinni. D-vítamín ver menn gegn ensku veikinni. Sjúkdómur þessi vofir t.d. yfir mönnum i sólarlitlum löndum, fái þeir ekki nóg D- vítamín í fæðunni; má hér nefna fisk. En því dekkri, sem húðin verður, þeim mun minna D- vítamin myndast við jafnmikla geislun. Það þýddi aftur, að húð- dökkir menn yrðu að greiða verndina gegn bruna með D- vítamíni, ef svo má segja. En þá kemur sólin og bætir þeim upp þann skort. Spyrji menn nú hvaða húðlitur sé elztur verður að svara því til, að það sé sennilega sá svarti. Gera má ráð fyrir þvi að þeir af svarta kynstofninum, sem lögðu leið sína noður á bóginn, þar sem færri voru sólarstundir hafi brátt tekið að þjást af D-vítamínskorti. Þeir, sem siðan fengu ljosari húð að erfðunt urðu að sjálfsögðu lang- lífari í landi en hinir og þannig breiddi ljós húðlitur smám saman út um norðurhvel jarðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.