Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Blaðsíða 14
Lítt kunnir bœttir úr ífi Karls Marx Framhald af bls. 5 einkennilegt blað. Þótt þaö kenndi sig ekki við sósíalisma eða kommúnisma, voru forystu- greinarnar jafnan mjög róttækar og allir í blaðstjórninni voru „marxistar". Fréttir í blaðinu voru lagfærðar eftir hentugleik- um, þeim snúið við eða þær jafn- vel spunnar upp, svo að þær þjónuðu markmiðum Marx sem bezt. Marx hafði tvö markmið aðallega. Hann ætlaði að fá ítök í hópi lýðræðissinna. Því varð blað- ið að vera læsilegt, svo að al- menningur kærði sig um það. En jafnframt hugðist Marx stofna samtök um allt Þýzkaland, verka- mannafélög og kommúnistasellur, sem áttu að vinna að byltingu með hjálp lýðræðissinna og al- mennings yfirleitt. Ýmsir vankantar eru á því að berjast á tveimur vígstöðvum samtimis og fékk Marx nú að reyna það. 1 fyrsta lagi varð mörg- um lýðræðissinnum fljótt ljóst, að hann var aðeins að reyna að not- færa sér þá til að koma hugðar- efnum sínum fram. I öðru lagi varð ekkert af stofnun hinna rót- tæku samtaka. Verst var þó, að ekkert bólaði á byltingunni, sem Marx hafði vænzt. Marx hafði reyndar fengið hug- mynd um örðugleikana fram- undan, þegar hann var síðast i París. Þegar fyrstu átökin urðu í Berlín milli uppreistarmanna og prússneska hersins sungu upp- reisnarmenn sálminn „Jesús, þú ert vor hlíf". Það gátu tæpast verið félegir uppreisnarmenn, sem sungu sálma og slógu hörpur í byltingunni. Þegar aðþrengd yfirvöld veittu almenningi rit- frelsi, funda- og félagafrelsi hrópuðu forystumennirnir fagn- andi og þökkuðu fyrir i stað þess að hrifsa völdin. Og þjóðþingið i Frankfurt sat á rökstólum í stað þess að gera byltingu. Marx reyndi eftir fremsta megni að herða menn og hvetja til bardaga. Hann hamaðist í blaði sinu, en greinar hans voru of fræðilegar og þungar almenningi, enda sagði blað Verkamannasam- bandsins um þær: „Söngurinn í NRZ er orðinn svo háfleygur, að enginn getur tekið undir hann; það verður að fá túlk til að skýra hann fyrst." En Marx iét það ekki á sig fá. Það var ekki hófuðatriði, að al- menningur skildi þessar greinar hans. Meira var vert um það, að þær hlytu hljómgrunn hjá menntamönnum. Einnig varðaði miklu að Marx kæmist sjálfur til áhrifa í þeim hópi. Og það tókst honum. Hann var kjörinn varafor seti „Sambands lýðræðissinna" í Köln og stjórnaði fundum i Gúrsenich. Jafnframt reri hann að því öllum árum að koma „marxistum" í Verkamannasam- bandið í Köln. Vildi hann bola andstæðingi sínum, Andreasi Gottschalk herlækni, frá. Var það liður i baráttunni við borgaraöfl- in. En siðan áttu „marxistar" að taka völdin. Lánaðist Marx að lok- um að bola Gottschalk burt. Við það hljóp Marx enn meira kapp í kinn. Nú var kominn tími til þess að taka fram í þróun sög- unnar. Til þess tók hann upp að- ferð, sem honum lánaðist aldrei síðan. Hann gerði ritstjórnina og blaðamenn sér gersamlega undir- gefna. „í ritstjórnarskrifstofu verður að rikja algert einræði. Atkvæðisréttur á ekki heima þar," sagði hann og þar með var málið útrætt. Hann lagði land undir fót að afla fjár til blaðaútgáfunnar, sem var á heljarþröminni. Undirtektir voru dræmar. I Hamborg varð hann félaus og átti ekki fyrir hótelvistinni og farinu heim til Kölnar. Frisch nokkur, barón, kom honum til hjálpar. Baróninn sá peningana ekki aftur og þegar Marx var spurður um þetta nokkrum árum siðar kvaðst hann vera búinn að gleyma þessu „skítti". Tilraunir hans til byltingar- áróðurs í ferðalaginu höfðu farið út um þúfur. Hann gerði sér þá vonir um betra gengi í Rínar- héraði, en þær brugðust líka. Lýðræðissambandið liðaðist sundur, þegar rauði blærinn á því var orðinn öllum augljós. Verka- mannafélagið i Köln hafði talið 7000 félaga, þegar bezt lét, en aðeins 2000 voru eftir að lokum. Höfðu margir sagt sig Ur félaginu, er Marx bolaði Gottschalk burt, því Gottschalk var vinsæll og vel metinn. Það kom æ betur í ljós, að al- menningur vildi umbætur en ekki gagngera byltingu. Jafnvel áttu hugsjónir um lýðræðisstjórn erfitt uppdráttar. Enginn fursti var sleginn af. Marx var fullur fyrirlitningar á þessari deyfð, en varð að sætta sig við hana. Hann lagði þó ekki árar i bát. Árið 1848 var gerð tilraun til gagnbyltingar í Vín og urðu þá almenn uppþot. Þá færðist Marx allur i aukana og reit hverja greinina eftir aðra í blað sitt; sá hann í uppþotunum nýja og gæfulega strauma, sem boðuðu byltingu. Vonaðist hann auðvitað eftir henni til Þýzka- lands líka. Hann reyndi að stofna til uppreisnar í Köln áður en slokknaði i byltingarglóðunum í Rínarhéraði. Kvöldið 25. septem- ber 1848 voru reist 30 götuvígi í grennd við Kölnardómkirkju. Æstir menn söfnuðust að og hótuðu yfirvöldunum öllu illu. En þegar birti af morgni var enginn' eftir í vígjunum. Nóttin hafði ver- ið bæði löng og köld. Höfðu blöð hin hæðilegustu orð um tiltækið og kölluðu það „fáranlegan grímudansleik". Féll Marx þetta þungt. Vonirnar frá því vprið 1848 voru nú farnar að dofna. Þjóð- höfðingjum hafði ekki verið rótt undan farið, en nú sáu þeir sér til furðu, að líklega mundu þeir lifa þetta af. „Byltingarmenn" vildu sem sé þýzkan keisara og „þýzkt ríki undir einni kórónu". Að vísu átti þetta riki að verða svipað og í Englandi, lýðveldi undir tákn- rænni kórónu, „þjóðstjórn" með lítilsháttar glysi og prjáli svo sem við átti. Það rann upp fyrir Marx, að ekkert yrði af byltingu í Þýzka- landi; afturhaldsöflin væru að ná undirtökunum á almenningi. En Marx var ekki af baki dottinn fyrir því. Nú boðaði hann heims- styrjöld árið eftir. Og Friedrich Engels, ritstjóri NRZ í útlöndum, sá styrjöld þessa i huganum: „Útrýma verður afturhaldssöm- um þjóðflokkum og erfiðum smáþjóðum (hann átti við Slava) gersamlega, reynist þær ekki nægilega byltingarsinnaðar." Hann hvatti Evrópuþjóðir til þess að sameinast gegn afturhalds- seggjunum Rússum. En Þjóðverjar kærðu sig sizt um styrjóld af öllu, sem þeim stóð til boða. Þeir óskuðu ekki eftir öðru en friði, vinnu og sæmilegu frelsi. Og þeir vildu um fram allt fá yfir sig keisara, helzt af Hohenzollerættinni, sem sé „svikulan, ósvífinn, grimman kúgara", eins og Marx orðaði það. Þessar skoðanir virtust orðnar ofan á. 16. maí 1849 kom út til- skipun um það, að dr. Karl Marx, aðalritstjóri „Neue Rheinische Zeitung" yrði á brott úr Prúss- landi taf arlaust. Þetta kom Marx mjög á óvart. Hann taldi það höfuðverkefni blaða „að naga rætur ríkjandi þjóðskipulags," en fékk þó alls ekki skilið það, að yfirvöldin legðu hömlur á slíka starfsemi. 19. maí 1849 kom siðasta tölu- blað NRZ út. „Málgagn lýðræðis" kastaði nú af sér sauðargærunni. Marx lauk máli sínu í blaðinu heiftúðugur og sagði svo í forystu- greininni: „Við munum ekki sýna neina miskunn og ætlumst heldur ekki til miskunnar. Við munum ekki hlífa ykkur þegar þar að kemur". Að því kom þó ekki meðan Marx lifði og ekki fyrr en mörgum áratugum síðar, þá í Rússlandi. Marx leitaði örvæntingarfullur að merkjum byltingar í Frank- furt, Baden og Kaiserslauten og reyndi hvað hann gat að eggja menn. En orð hans fengu engan hljómgrunn framar i Þýzkalandi. Nú var Bismarck tekinn við stjórninni. Jenny Marx var löngu hætt að dreyma um örugga afkomu. Hún seldi silfurmuni sína og húsgögn f Frankfurt en Marx hélt til Parísar og kallaði sig „Monsieur Ramboz". En honum varð ekki vært í París og hélt þá til London. Jenny og börnin komu þangað í september. Jenny gekk þá með fjórða barnið. Þegar Marx var kominn til London ritaði hann Engels, vini sínum: „Hvað eigum við nú til bragðs að taka, kæri vinur? Ætli maður verði ekki að snúa sér að bókmenntum eða Verzlun fyrst umsinn?" En ekkert varð af því. Ævi Marx upp frá þessu var hér um bil óslitin harmsaga. Hugsýn sovézkra málarans Motsney: Karl Marx meS rosknum félögum úr „Doktors-klúbbnum" frá Berlin. Þegar árin liðu komst hann þó I andstöSu viS þá flesta. Karl Márx dáSi mjög tengdaföður sinn, prússann Baron von West- phalen, og tileinkaSi, þessum „æskuþrungna öldungi" doktors- ritgerS sina. Ástmær Karls, Jenny hrærSist til tára yfir ástarljóSum hans — en hún þrábaS „svartvillinginn sinn" aS halda fingrunum frá pólitík. A22 ®. Sem aSalritstjóri „Rheinische Zeitung" lenti hinn 24 ára Marx t kasti viS prússneksu ritskoSunina. Teikning fré þeim tima sýnir Marx sem Prometheus hlekkjaðan viS prent-pressuna. Konurnar viS fætur hans tákna Rinar-héruS. Prússneski örninn glefsar eftir lifur hans — en þó öfugumegin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.