Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Blaðsíða 16
Talinn sérvitur Framhald af bls. 5 hér í sveit. Umhverfið setur svip á hverja kynslóð á hverri tíð. Fyrir nokkrum árum var ég að innheimta hjá ungri stúlku hér í sveit. Hún vann annars staðar, var með há gjöld og kvartaði und- an því. Ég sagði við hana að hún væri að greiða sín fósturlaun. „Ég var ekki alin upp á sveitinni," sagði hún og satt var það. Ég var heldur ekki alinn upp á sveitinni eða ekki beint. En ég vildi samt greiða fósurlaun ef ég gæti, vegna þess að forsjónin leiddi mig til sætis hér á milli þessara fjalla og hér hef ég notið gæfu og gengis eftir því sem mitt karma leyfir.* Bækurnar eiga að vera fósturlaun, ef þær koma að einhverju gagni, sem ég hef stundum efazt um. Ég á ekki ann- að til. Og það er ekki eftir neinu að bíða að gera upp ef það er hægt. Hjá mér eru nú haustdagar en „aftur kemur vor i dal". Ég kem aftur. Ég tel það jafnvíst og tvisv- ar tveir eru fjórir að ég kem aftur í efnisheiminn oft og mörgum sinnum, en ég tel það með öllu óvist að ég verði hér. Eins Iíklegt þykir mér að mér verði fenginn staður i Suður- Ameríku eða Kína og þá með rauðan eða gulan hörundslit. Sennilegt þykir mér að hvíta menn vanti reynslu af því að bera annan hörundslit. Símon Dalaskáld sagði um kaupakonu: „Hún er einfóld, auminginn, rakar á móti vindi." Sælir eru einfaldir. Ég vil nú til- einka mér einfaldleikann og þakka fyrir mig með sem allra fæstum orðum. Ég þakka óllum sem hingað hafa komið. Ef til vill er ylurinn, sem ég nýt á þessu góða dægri, meira virðri fyrir mig heldur en ég sjálfur eða nokkur annar hefur hugmynd um. Eg bið alla heila heim koma. Björn Egilsson. * Björn arfleiddi Lýtingsstaða- hrepp að bókasafni sínu árið 1963 og er búinn að afhenda það, alls á 16. hundrað binda. VFsindin ogguö Framhald af bís. 14 „Vísindin hjálpa okkur að skapa mynd af GU»I." Við verðum að muna, að vfsindin eru aðeins til vcgna þess að þau eru menn og ætlun vísindanna er aðeins til f skilningi fólks- ins. Bak við þessa ætlun er veruleikinn, sem GUÐ getur opinberað okkur. Gjafir lífsins. Sérhver okkar veitir viðtöku gjöfum Iffsins hér á jörðinni. Trú á andlegt framhaldslff að loknu þessu tiltölulega stutta r v ('lKrfanili: nf Anakur. n>-\v ja*\\ Kramk\.stj.: llaraldur Swínsson Ritstjórar: Mallhfas Johannt-ssrn Slirtnir Cunnarssun Ritslj.flfr.: (iísli Sinurosson AujíKsíniíar: Arni Caroar Kristinsson Rilstjórn. A3alstra.tio.Slmi 1(1100 Ifkamlega líf i, sem er um 70 ár — ef til vill meira — saman- borið við óendanlega hringrás eilffðarinnar, gera augnabliks athuganir okkar að fjárfest- ingu f fyririæki með langvar- andi afleiðingum. Vitneskjan um það, að maðurinn getur valið milli góðs og ills, ætti að leiða hann nær SKAPARA sfnum. Ennfremur ætti það að leiða til skilnings á því, að líf mannsins hér er háðara afstöðu hans til hins andlega en til hins vfsindalega. Það, sem við full- gerum nú, ákveður skilyrðis- laust gerðir framtfðarinnar. Náttúran f kringum okkur hyl- ur fleiri leyndardóma en þá, sem leiddir hafa verið f ljós. Vfsijidin ráða nú yfir afli, sem getur opnað hliðið að nýrri gullöld fyrir mannkynið en þó með þvf skilyrði, að það sé notað til góðs. Það getur útrýmt mannkyninu verði það notað f neikvæðum tilgangi. Siðferðis- legur mælikvarði trúarinnar er það band, sem haldið getur menningunni saman. An þessa bands getur maðurinn ekki náð sínu æðsta takmarki: friði við sjálfan sig, GUÐ sinn og náunga sinn." tllf Ijótur G. Jónsson þýddi. Rœöirfleira en skepnu- höld... Framhald af bls. 4 nógu lengi i burtu, til að dýpka skilning sinn og skynja sveit sína úr fjarlægð. Gæfan hefur alltaf verið honum trú fylgikona. Hann hefur ávallt átt afturkvæmt á æsku- og heima- slóðir og gengið þar að öllu sínu vísu. Sjálfur segist Björn ætla að láta jarðsetja sig í Goðdölum, af því að þar rísi fólk upp frá dauðum. Hann mun ekki óska sér til óhelg- is og aðeins óska þess, er staðizt getur fyrir æðsta stóli og hinzta boði. Lifið svo öll heil. Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum. ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.