Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1976, Blaðsíða 3
hana, þegar komið var fram á seinni hluta fjórða áratugarins. Arið 1948 hélt danski forsætisráðherran Hans Hedtoft til Grænlands til að ræða við fulltrúa hinna innfæddu um framtíð landsins. A sameiginlegum fundi fulltrúa allra sveitarstjórna kom fram skýr og tvímælalaus viljayfirlýsing: Grænlendingar óskuðu eftir „efnahagslegum og menningarlegum framförum til jafns við aðrar þjóðir.“ Þeir vildu laga sig að nútímanum. Arið 1950 var kjörið nýtt ráð innfæddra fulltrúa 16 kjördæma. Landshöfðinginn á Grænlandi var forseti landsráðsins til 1967. Eftir það hefur ráðið sjálft kjörið sér formann. Konunglega einokunarverzl- unin var afnumin en verzlunarfélagið hefur þó lykil- aðstöðu enn. Allir helztu þættir þróunarinnar lutu áfram beinni stjórn Grænlandsmálaráðuneytisns í Kaupmannahöfn. Sveitarstjórnin er nú byggð á 19 umdæmum. Árið 1953 varð Grænland með nýrri stjórnarskrá í Danmörku hluti danska konungsríkis- ins og fékk rétt til að kjósa tvo fulltrúa til danska þjóðþingsins. Þjóðfræðilegt jafnrétti og vandamál miðstjórnar og valddreifingar. Ákvörðunin um að gera Grænland að hluta Dan- merkur leysti eigi aðeins vandamál varðandi framþró- un landsins. Hún greiddi einnig úr óvissu um stöðu og réttindi. Frá 1953 ríkir lagalegt jafnrétti milli Eski- móa á Grænlandi og Dana, hvort sem þeir búa i Danmörku eða á Grænlandi. Það hljómar vel yfirleitt að hafa jafnrétti að mark- miði, en það vekur um leið fjölda spurninga, sem ekki er auðsvarað. Fyrst má þá minna á hin gömlu sann- indi, að þegar allir eru jafnir, eru sumir meira jafnir en aðrir. Síðan ber að iíta á mælikvarðann á jafnrétti. Geta tvö samfélög, tvær menningarheildir, búið við fullt jafnrétti án þess að fást við sömu hluti, uppfylla sömu kröfur, hafa sömu viðurkenndu reglur og líta sömu augum á silfrið? Ht af fyrir sig kann að virðast augljóst, að það væri hægt. Frá siðferðilegu og menningarlegu sjónarmiði ætti að vera hægt að setja reglur, sem tækju fullt tillit til óska og þarfa manna, hvað sem liði verkfærum þeirra, klæðaburði, siðum og venjum. Að þvf leyti var tilraun dönsku yfirvaldanna á nítjándu öld skynsam- leg og eðlileg í grundvaliaratriðum. Það hefði mátt ætla, að með þvf að eiga kost á fræðslu og menntun hefði samfélag hinna innfæddu átt að geta komizt til jafns við hið danska að sæmd og sjálfsvirðingu. Þess ber að minnast, að hin danska tilraun var viðleitni til jöfnuðar. Það var reyndar ekki búizt við því, að árangurinn yrði alger jöfnuður f fyrirsjáanlegri fram- tíð. Og jafnvel þótt svo hefði verið, virðist þessi leið hafa verið skynsamleg og hyggileg — að því tilskildu í fyrsta lagi, að hin tvö menningarsamfélög væru einangruð um ótiltekinn tíma í lokuðu, sameiginlegu landi, og í öðru lagi að hið innlenda samfélag væri nægilega stolt af háttum sínum og venjum til að standast freistingar framfara í efnahagslegum skiln- ingi. Og það var kjarni málsins. Það verður ekki nema um eitt að ræða, ef ákveðið er að stuðla að framförum og fullu jafnrétti milli tveggja kynþátta. Sá, sem lengra er kominn, setur það mark, sem hinn mun keppa að. Hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki, þýðir þetta í framkvæmd, að hinir frumstæðari hættir víki sennilega að fullu fyrir hinum nýju. Þegar ákveðið hefur verið að jöfnuður og nýsköpun sé leiðarljós og markmið, fer ekki lengur á milli mála, í hvaða átt skuli halda. Vandamálið verður þá, hvernig farið skuli að hinum efnahagslegu og þjóðfélagslegu umbótum í tíma og rúmi. Þetta er ekki aðeins ábyrgðarhluti þess samfélags, sem er betur sett og myndi þurfa að leggja til fjármagnið. Það er ekki minni ábyrgð, sem hvílir á forustumönnum hinna innlendu, sem þyrftu að prédika hófsemi, þolinmæði og stillingu. Vandamál þeirra er og hefur verið að gera þetta án þess að vera ásakaðir fyrir að reka erindi hins hvíta, háþróaða samfélags. Og það hefur verið próf- steinn á forustumenn hinna innlendu á öllum hinum norðlægu þróunarsvæðum, hvort þeim tækist að þræða hinn þrönga veg milli brýnnar þarfar á hófsemi og stillingu annars vegar og áhættunnar á því að vera tekinn fyrir hinn hvíta forsjáraðila hins vegar, sem gæti leitt til útskúfunar úr hinu innlenda samfélagi. Þetta skapar félagsleg og stjórnihálaleg vandamál, en það, að jöfnuður skuli tekinn sem takmark þróun- ar, hefur enn frekar varpað Ijósi á þau vandamál, sem eru samfara hinum tveimur leiðum, sem verður að velja á milli,samþjöppun byggðar eða dreifingu henn- ar, strjálbýli. Báðar leiðirnar eða aðferðirnar hafa sína kosti og galla, sem fara eftir markmiðinu. En valið þeirra á milli hefði verið auðveldara, ef það hefði mátt gerast einvörðungu frá sjónarmiði nytsemdar og hygginda. En það er greinilega ekki tiltækilegt varðandi þróun- ina á hinum norðlægu slóðum. Þar sem nýlendustjórn- in var í flestum tilvikum samþjappað vald, er tilhögun sem byggist. á heildarstjórn, miðstjórn, oft tekið með tortryggni og líkt við nýja nýlendustefnu og einveldi. Af þeim ástæðum kann valddreifing að líta lýðræðis- legar út og því vera aðgengilegri, burtséð frá árangrin- um og hagkvæmninni. Þetta skapar ýmis erfið vandamál fyrir þá, sem eru ábyrgir fyrir framkvæmd þróunar, sem eigi að leiða til jöfnuðar með nýsköpun í þeim mæli, að fullnægt verði ört vaxandi kröfum. Ef jöfnuður er skilgreindur með hugtökum sem lífskjörum og efnahagslegum framför- um, virðist samþjöppun vera augljóst val. Ef menn vilja heldur hafa aðra skilgreiningu og mælikvarða, þarf það aftur á móti ekki að vera svo. Þó að stjórnmálamenn, rithöfuirdár og fræðimenn geti talað um jafnrétti og rundvallarreglur með harla óljósum og loðnum orðum, verða þeir, sem áætlanir gera um þróun og framfarir á hinum norðlægu slóð- um, að vera nákvæmari. Þeir verða að skýra það skilmerkilega, hvernig framkvæmdin verði, ef eftir hinum rúmu grundvallarreglum er farið. Þó að flestir myndu vera á einu máli um það, að menn skuli hafa jafnan rétt til menntunar, húsnæðis, opinberrar þjón- ustu, þátttöku í stjórnmálum o.s.frv., þá eru margar leiðir til að koma á nýsköpun. Þegar það liggur ljóst fyrir að hvaða lífskjörum beri að keppa — vestrænna þjóða almennt — verður að líta á það köldum raunsæjum augum, hvernig hægt er að ná því marki með hliðsjón af kostnaði og hagkvæmni. Þess vegna er nauðsynlegt, að menn gerj sér glögga grein fyrir því, hvort stefna beri að samþjöppun, samsöfnun íbúa, atvinnulífs o.s.frv. eða viðhalda dreifingu, strjálbýji að mrstu leyti. Það myndi vera meira í sátt við innlendar hefðir og Iífsvenjur að stefna að nýsköpun með dreifbýliskerf- inu, byggðu á gömlu þorpunum og útkjálkabyggðun- um. Með því að koma fræðslu-, húsnæðis-, félags- og heilbrigðismálum á svipað stig og sæmilegt þykir á vestræna vísu mætti ná jöfnuði innan ramma hinna gömlu byggðarlaga og gefa íbúum kost á að halda áfram hefðbundnum störfum. En þeir sem vinna að þróunaráætlunum fyrir þessi iandsvæði eru almennt sammála um það, að kostnaðurinn við svo dreifð samfélög á norðlægum slóðum, ef þau eiga að laga sig að nútímanum, hvað almenn lífsþægindi og annað snertir, sé frágangssök. Þannig verður samþjöppun, samsöfnun málamiðlun milli hins æskilega og mögulega — skurðaðgerð, sem er nauðsynleg vegna nýsköpunar og jafnaðar. Hin dönsku yfirvöld hafa horfzt í augu við þetta vandamál af raunsæi og skynsemi og tekið afleiðing- unum af ákvörðuninni um nýsköpun og jöfnuð, sem tekin var 1953. Þar sem ógerningur var að framfylgja hinni nýju stefnu í útkjálkabyggðunum vegna skorts á þjálfuðu og menntuðu fólki sem og á fjármagni, tóku þeir að flytja íbúana frá hinum dreifðu þorpum og byggðum meðfram strönd Grænlands í þéttari byggða- hverfi, sem á þeim árum, sem síðan eru liðin, hafa næstum fengið á sig borgarbrag eða bæja með nokkr- um hundruðum eða um þúsund íbúa hvert. Auk hins gamla háttar með einbýlishúsum hófu þeir nú bygg- ingu fjölbýlishúsa af þeirri gerð, sem víða tíðkast f Danmörku og uppfylla nútíma kröfur. Þessar miklu lengjur 4—5 hæða bygginga með hundrað íbúðum i hverri gefa íbúunum kost á þeim þægindum og þeirri aðstöðu, sem almennt er völ á fyrir sunnan. Hið sama gildir um félagsmála- og heilbrigðisþjónustu. Vegna samþjöppunarinnar er hægt að sinna þeim þörfum sómasamlega í þessum byggðakjörnum. Sami háttur er á hafður á sviði skólamála. Með því að byggjastóraskólameðheimavistfyrirþá, sem búa of langt i burtu til að geta farið á milli daglega, hafa öll börn hinna innfæddu möguleika til menntunar, svo Framhald á bls. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.