Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1976, Blaðsíða 5
söguleg sannindi og vísindalegan sósfalisma, sem engin rök fengju bitiö. Aö áeggjan Engels tók hann sér fyrir hendur aö sanna það, að veraldarsagan heföi frá öndveröu verið stéttabarátta og hámark hennar yröi lokaorrusta auövalds og öreiga, heimsbylting, sem lykta mundi með sigri sósial- ismans og yröi þá stofnað velferö- arríki á jörðu. Þetta var mikilvægt framlag til kommúnisma. En það var heldur létt á metunum í baráttunni fyrir mannréttindum, sem geisaði á þeim tíma. Greinargerðin var ekki fallin til þess að sameina sósfalista eða efla samkennd verkalýðsins; verkalýðurinn skildi ekki þessa háfleygu hug- speki. Alþýða manna leit veruleikann nokkuð öðrum augum en Marx. Mikill glundroði rfkti um alla Evrópu. Marx sat við lestur og hripaði hjá sér athugasemdir. Heimspekingar túlka tilveruna á ýmsan hátt, reit hann, en raun- hæft er aðeins að breyta henni. Byltingarandi lá í loftinu um alla Evrópu, og skraf um það að búa í haginn fyrir byltingu var dálftið út í hött. Hungursneyð var víða í álfunni. Kartöflusýki hafði legið í landi i nokkur ár. Við þetta bættist uppskerubrestur á korni og loks hafði verð á nauðsynjum hækkað stórlega. Arið 1847 var komin afdráttarlaus kreppa. Hunguruppþot urðu í Berlin, Breslau og Stettín líkt og orðið hafði í hunguruppreist slésvfskra vefara árið 1844. Marx hafði mis- skilið þá uppreist og haldið hana kommúníska byltingu. Atvinnuleysingjar þyrptust saman á götum úti. Þeir, sem höfðu vinnu voru sviknir um laun sín. Þýzkur iðnaður var sex sinn- um öflugri en hann hafði verió um aldamót — en launakjör enn óbreytt. I ofanálag geisaði kólera og lagðist einkum á slitna verka- menn, menn sem unnu að jafnaði 16 stunda vinnudag. Englending- ar höfðu þá lögfest 10 stunda vinnudag hjá sér. En þótt ástand- ið væri bágborið og brýn þörf að bæta úr því var það ekki fyrst og fremst neyð fátæklinga, sem kveikti óeirðir um löndin, heldur var það andleg hreyfing meðal almennra borgara í Þýzkalandi. Menn voru frjálshuga, framfara- sinnaðir lýðræðisvinir. Margir létu til sín taka. Fánalitirnir þýzku voru magnað sameiningar- tákn og menn hylltu þá fölskva- laust. Þeim þótti tími til kominn að hverfa frá lénsskipulaginu gamla, sem hafði gengið sér til húðar. Flestir Evrópumenn voru orðnir fullsaddir af forsjá þröng- sýnna yfirvalda, sem þóttust hafa guðsnáð til verka sinna og stjórna f umboði hans. Marx taldi, að nú drægi brátt til byltingar þeirrar, sem hann hafði boðað. Fyrst mundi auðvaldið vinna sigur á lénsvaldinu en þá yrði lokaorrusta, auðvaldið færist í blóðugri byltingu öreiganna og fullkomið friðar- og velferðarríki risi á rústum þess gamla. Nú var enginn tími fyrir heimspeki og hugmyndafræði. Nú reið á að koma á framfæri pólitískum leið- beiningum. Sambandsþing kommúnista var haldið í London 1847. Á þvf þingi var Marx falið að semja stefnu- skrá. Hann fór strax að semja ásamt Engels, en verkið dróst á Ianginn, því Marx þurfti að koma mörgu að og var honum annað betur gefið en skrifa knappt. Félagarnir í London gerðust óþolinmóðir. Þeir fóru að reka á eftir Marx og hótuðu loks því að grípa til sinna ráða, ef stefnuskrá- in bærist þeim ekki bráðlega. En Marx tókst að ljúka henni áður en af því yrði. Bar hún heitið „Stefnuskrá kommúnistaflokks- ins“. Hún var skírð upp árið 1872 og hefur heitið „Kommúnista- ávarpið" upp frá því. Skráin þótti frábært verk á þeirri tið. Aldrei áður hafði birzt jafnkynngimögnuð stjórnmála- yfirlýsing. Aldrei fyrr hafði rang- látt þjóðfélag verið fordæmt af þvílikri málsnilld. Við nána athugun kom í ljós, að fátt var um upprunalegar hugsan- ir í stefnuskránni. En fram- setningarmátinn var einstakur. Höfundar létu sér ekki margt fyrir brjósti brenna. M.a. Iugu þeir þvi hikstalaust, að páfinn, Metternich fursti, zarinn og fleiri yfirvöld ofsæktu kommúnista fyrir hugsjónir þeirra. Reyndin var nú sú, að'" fáir sem engir könnuðust við þessa broslegu sér- trúarsöfnuði, hvorki kunningja- hóp Marx í Brússel né Kommúnistasambandið í London. Félagar i Kommúnistasambánd- inu tóku stefnuskránni tveim höndum. Voru þeir stórhrifnir og fyrirgáfu Marx seinlætið óðara. Og 22. febrúar kviknuðu svo þeir byltingarlogar, sem breidd- ust út um alla Evrópu áður en varði. Konungi Frakka var steypt af stóli og stofnað lýðveldi í Frakklandi og þaðan breiddust frelsishugsjónirnar áfram yfir Þýzkaland. Karl Marx fór að láta niður hjá sér. Hann taldi sig eiga ýmsar sakir við „vini“ sína Prússa og hugðist nú snúa heim og ljúka þeim. BYLTING MEÐ SILKIHÖNZKUM Það var óskadraumur Marx, að bylting yrði i Þýzkalandi. Lifði hann alla tíð i þeirri von og enn mörgum árum síðar, er hann var sem fátækastur í London, gladdist hann, er hann spurði óeirðir og uppreisnir einhvers staðar. Hann þráði byltinguna, en hataði ríkjandi þjóðskipulag, hvort tveggja af ofstæki miklu. „Blóðug styrjöld — líf eða dauði“, það var kjörorð hans. Hann var og sann- færður um það, að „blóðferillinn í kjölfari byltingarinnar skipti .engu máli“. Vmsir aðrir umbótamenn á þessum tima hölluðust að því, að stigvaxandi þróun væri heppi- legust. En Marx kærði sig um ekkert nema byltingu. Hann neyddist síðar til að draga nokkuð úr kröfum sínum, en gerði það aðeins til málamynda. Lokatak- mark hans var eftir sem áður blóðug bylting. Hann var alveg laus við miskunnsemi. Febrúarbyltingin í París var nú um garð gengin og búið að stofna síðara lýðveldið. 1 marz 1848 urðu óeirðir í Þýzkalandi og Austurríki og veldisstólar gerðust valtir. Víða I Evrópu risu miklar mót- mælaöldur gegn lénsskipaninni og menn heimtuðu frelsi sitt. I Stehelys Café kom fastahópur stúdenta „Doktors-klubburinn" sem Marx aðlagaðist. beir voru sammála I þvi áformi. að beita kenningum heimsspekinnar til dreifingar á pólitlsku sprengiefni. Metternich fursti, sem var kanzlari keisarans, var samnefn- ari alls þess, sem lýðræðissinnar hötuðu mest. Hann var rekinn frá hinn 13. marz og flúði til Englands. Hið heilaga bandalag (sem Rússar, Prússar og Austur- ríkismenn stofnuðu 1815) og Karlsbadsambandið (sem þýzku sambandsríkin stofnuðu 1819), sem Metternich hafði notað til að gera allt þýzkt land að allsherjar fangelsi með ritskoðun og öðrum fantaskap, var nú bráð hætta búin af frjálshyggju forystumanna og auknum skilningi alþýðu. Mikið bar á lýðræðissinnum alls staðar og kröfðust þeir mannréttinda sinna og almenns frelsis skilyrðis- laust. Marx taldi sig verða að fara til Þýzkalands og undirbúa bylting- una. Fór hann til Parísar og það- an til Rínarlanda. Hann hafði með sér ávarpið þeirra Engels og átti það að vera leiðarvísir fyrir átök- in, sem i vændum voru. En ástandið í Þýzkalandi var annað en Marx hafði gert sér í hugar- lund. Hann kom þangað mánuði eftir óeirðirnar í Köln og hafði þá samið nýtt ávarp, „17 kröfur Kommúnistaflokks Þýzkalands". Þar var ekki kveðið jafn fast að orði um erfða- og eignarétt og 4ður. Iðnaðaröreigarnir, sem Marx ræðir um í ritum sínum, voru ekki til í Þýzkalandi þegar þetta var. Rinarhérað var þéttbýlast allra sveita í Þýzkalandi og jafn- vel þar bjuggu aðeins 27% manna í borgum. Verkamennirnir, sem Marx sneri sér til, voru félags- hyggjumenn og þeir börðust fyrir hagsmunum stéttar sinnar af því þeir óttuðust vélvæðingu í iðn- aðinum. Þeir kærðu sig kollótta um þjóðfélagsbyltingu. Það var augljóst, aó beinharður kommúnismi og áform um blóð- uga byltingu áttu ekki upp á pall- borðið hjá þessum mönnum. Enda ritaði Marx þetta í bréfi til Engels: „Flokkur okkar, flokkur alþýðunnar er ekki til i Þýzka- landi nema í orði.“ Marx venti því kvæði sfnu I kross. Hann lagði ávarp sitt til hliðar, því það var ekki tímabært, og gerðist „demókrati". A þeim tima voru allir þeir Þjóðverjar „demókratar,“ sem vildu ein- hvers konar þjóðfélagsumbætur; var sá flokkur mjög rúmur og i honum bæði öreigar og eigna- menn. Marx vildi komast hjá því, að verða talinn sérlundaður of- stækismaður, því honum lá á að veita umbótahneigð „demókrata" í „réttan“ farveg. Til að svo mætti verða varð hann að hafa málgagn. Hann afréð því að blása Iffi f „Rheinische Zeitung" og skírði það nú „Neue Rheinische Zeitung" og undir stóð „málgagn lýðræðis". Gafst frelsara öreiganna nú færi á því að flytja almenningi skoðanir sínar og kynna jafnframt á sér nýja og áður ókunna hlið. Þannig var, að Marx hafði feng- ið prentara einn til þess að prenta blaðið og varð sá að sæta afarkost- um. Bar hann svo lítið úr býtum, að hann varó að greióa undir- mönnum sínum tiu alger smánar- laun og sættu þeir sig þvi aðeins við þau, að mikið atvinnuleysi var í Köln og þriðjungur borgarbúa á hreppnum. Fyrsta tölublað nýja blaðsins kom út 31. maí 1848. Tóku vinstrimenn i Verkamanna- sambandinu í Köln því illa. Þeim var kunnugt um launakjör prentaranna við blaðið og átöldu Marx fyrir arðrán og svik v’ið blásnauða verkamenn, sem ættu yfir höfði sér að missa vinnuna. Var á það bent, að öll önnur blöð greiddu hærri laun en blað dr. Marx. En Marx lét þetta sem vind um eyru þjóta. Hann kærði sig kollóttan um allt launaþras. Slík smáatriði skiptu ekki máli. Byltingarhugsjónin skipti hins vegar öllu. Marx vænti þess að verða alls ráðandi um blaðaút- gáfu í Köln. Hann sætti sig reynd- ar við það að lokum, að starfs- menn hans tækju sér hvild á sunnudögum. „Neue Rheinische Zeitung" reyndist mjög róttækt blað. Þó kenndi það sig aldrei við kommúnisma. En það réðst á ný- stofnað þjóðþing í Frankfurt af slfkri heift, að helmingur hluthaf- anna heimtaði fé sitt aftur. „Neu Rheinische Zeitung" var Framhald á bls. 14 Heimsspekingurinn Hegel. próf. I Berlln og andaðist þar 1831, leiddi skilgreining rökhyggjunnar. til heimsspekilegra skynsemis ályktana og and- svara gegn „forsendum raunveruleikans." Hinn ungi Marx varð „Hegel- sinni" og andsnúinn guðs-trú, sem væri deyfingarlyf rlkjandi valds á almúgann. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.