Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1976, Blaðsíða 6
m „Þeim gekk verst að pressa jakkana unz þeir prófuðu að vera í þeim á meðan heitu járninu var rennt yfir þá. Nokkrir brenndust lítils háttar” Gunnlaugur Stefán Gfslason. Smðsaga eftir Indriða G. Þorsteinsson: / Hann steig á land f Reykjavfk með brúna pappatösku og skimaði eftir andliti sem hann þekkti og átti að vera þarna. Það var ekki fyrr en hann fór að bfða á malbikaðri bryggjunni að hann tók eftir sandpokavirkjunum upp undir húsunum. Þau voru dökk f rigningarsúldinni og strekkingnum og húsin voru dökk, og hann þekkti ekk- ert andlit og súldin var blönduð sjávar- lyktinni ufan af flóanum. Þessi lykt hélt ógleðinni vakandi djúpt niðri f honum, eins og hann hafði fundið fyrst til hennar þegar kom f mynni Hval- fjarðar og veltingurinn byrjaði, og hann fann hitann f höndum sfnum undan saltinu, sem hafði verið á kaðlinum á landgöngubrúnni og öllu um borð. Á þessum stað var hann átta- viitur. Ilér vfsaði ekkert f norður og ekkert f suður, og hér vissi hann hvorki um hús né götur. Hann færði sig lengra upp á bryggjuna og reyndi að lesa f andlitin, sem voru kvöldföl f súldinni eins og hafnarljósin. Hann hafði haldið af stað f myrkri og langferðabíllinn var kominn í fram- andi byggðir þegar birti. Hann hafði ekki fyrr farið að heiman til lengri dvalar en hæfði fálátum kveðjum. 1 þetta sinn hafði faðir hans lagt vang- ann að honum og tekið yfir öxl hans, og hann hafði fundið hnyklana á hand- legg erfiðismannsins f gegnum fötin, þegar sterkir fingurnir læstust f hann. Þeir höfðu ekkert sagt, en eftirsjáin bjó á bak við gráblá, mild augun, sem fylgdust með hverri hreyfingu meðan hann var að fikra sig inn í langferða- bílinn, eins og þau vildu fylgja honum um fölt haustlandið með fram þjóð- veginum og smöluð fjöllin sem minntu á jarm f lömbum og sláturtfð. Hann hafði sofið sumt af leiðinni á milli þess hann hossaðist með hinum farþegunum á blautum og holóttum malarveginum, sem ýmist minnti á gamlar tófuslóðir eða mjóa áveitu- garða, eftir þvf hvort farið var um mela og lækjarfarvegi eða á upphleðslum yfir mýrarsundin, sem hétu nýbygging. Liðið sumar hafði hann unnið við vegarlagningu; teymt hesta og flutt sniddu úr naestu mýri og legið f tjaldi hjá föður sfnum. Það hafði verið nostrað við hverja sniddu og grjótræsin urðu að ffnlegum tilbrigðum í listaverki, sem reis upp af svörðunum grasigróið og án umróts. Það hafði verið byrjað að skyggja þegar komið var til Borgarness, þar sem langferðabflnum var ekið við- stöðulaust út í evna og fram á bryggj- una hjá gistihúsinu. Og það hafði sett að honum hroll meðan hann beið eftir töskunni f súginum utan frá skerjun- um sem gljáðu f rökkrinu. Ilann þekkti töskuna auðveldlega af þvf faðir hans hafði bundið snæri um hana til öryggis. Svona hrófatildur gæti opnast á ferðalögum hafði hann sagt. Undir þiljum renndi hann töskunni að einum bekknum svo hann gæti stutt við hana | með fótunum þaðan sem hann sat meðan skipið veltist um innanverðan flóann. Það hafði dimmt smám saman og loks hafði ekkert verið fyrir stafni nema Ijósin á ökunnum stað. Hún þusti að honum utan úr skfmu hafnarljósanna og tók höndum um axlir hans, og þá vissi hann að engu þurfti að kvfða f þá tvo daga sem hánn varð að bíða eftir ferð f heimavistar- skólann. Hann lét töskuna frá sér á malbikið og rétti henni höndina og þagði af þvf hún mundi heyra á mæli hans að hann var feginn að sjá hana; feginn að þurfa ekki að bfða lengur f þessum stóra bæ. Ilann vildi hún áliti hann væri góður að ferðast og kvfða- laus á hafnarbökkum. Þau virtu hvort annað fyrir sér andartak, og hann var stoltur af að eiga þessa systur, sem var sjö árum eldri en hann. Ilann fann þau voru svolítið ókunnug hvort öðru, og hún var næstum of fullorðin, þar sem hún stóð i Ijósum regnfrakka með belti að svipast um eftir einhverju, sem hann vissi ekki hvað var. Kannski var hún aðeins að átta sig á því hvernig þau ættu að komast frá höfninni og heim til hennar eða Ifta eftir leigubíl. Hún var dökkhærð, öfugt við hann, og nýlega orðin hjúkrunarkona, og ' kannski fylgdi það starfi hennar að ganga f svona frakka. Ég tafðist á vaktinni, sagði hún. Gerir ekkert. Ég þurfti að fá aðra fyrir mig. Ég gat ekki farið fyrr en hún kom. Gerir ekkert, endurtók hann. Varstu sjóveikur, spurði hún. Svolftið. Hann tók töskuna og horfði á systur sfna og las umhyggjuna úr svip hennar og sá hvernig súldin hafði sezt á hárið þar sem það kom fram á ennið undan skýlunni, og hvernig hafnarljósin glitruðu f þeim úða. Ilann fann hann gat ekki lengur sagt henni allt sem hann vildi, og ekki viðhaft orð sem ósæmandi væri að nota f viðurvist kvenna, og það gerði hann svolftið feiminn og vandræðalcgan að hún skyldi orðin svona fullorðin. 1 einn tfma hafði hún verið eins og strákur. Hann saknaði þess að hún skyldi ekki vera það lengur. Þú hlýtur að vera svangur, sagði hún allt f einu. Hann yppti öxlum. Þeir sem komu með skipinu höfðu týnzt í burtu. Þeir höfðu borið farangur sinn upp hryggjuna eins og hann. Sumir voru aðeins með eina tösku, aðrir héldu kannski á poka með sængurfötum. Þeir voru eflaust að flytja f lftil kvist- herbergi, af þvf að f þessum bæ voru uppgangstfmar og mikið um ýmiskon- ar atvinnu. Ilann vissi um marga sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.