Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1976, Blaðsíða 11
Eyrarlandsvegur 26. — Sig- urður Ein. Hliðar dýralæknir og alþingismaður byggði húsið i norskum stll 1911. Slðar bjuggu I húsinu ásamt fjölskyldum slnum hver eftir annan, Guðmundur Bárðarson, jarðfræðingur. Bryn- leifur Toblasson. menntaskóla- kennari og Eirlkur Kristjánsson kaupmaður. Nú hefur húsið verið kaþólsk kapella og prestsetur um aldarf jórðungsskeið. ,Smiðjan" I Búðargili, frá 1880. Hús Sigtryggs Jónssonar timburmeistara frá Espihóli, byggt árið 1900. I baksýn elsti spítalinn á Akureyri, Gudmanns Minde, (1874—1899), en húsið var byggt 1936. Sigtryggur Jónsson stóð fyrir smiði margra fallegra húsa á Akureyri en þeirra er Menntaskólahúsið kunnast. Þjóðvegur I þéttbýli. Þessari nýju götu, sem liggur I sveig út I Akureyrarpoll, hefir ekki verið gefið nafn, en margar tillögur hafa komið fram. f daglegu tali er vegakaflinn alltaf nefndur „Drottningarbraut", af þvl að malbikun hans var hraðað, svo að henni lyki fyrir heimsókn Margrétar Þórhildar Danadrottningar sumarið 1973 og hún gæti ekið eftir honum frá flugvelli bæjarins. Aðalstræti 10 (Berlln), I fyrstu eign bræðranna Jðhannesar og Sigvalda Þorsteinssona. sem slðar byggðu Hamborg og Parls á Torfunefi. Aðalstræti 46. hús Friðbjarnar Steinssonar, bókbindara og bæjarfull- trúa, byggt 1856. I þessu húsi var fyrsta góðtemplarastúkan á islandi stofnuð 1 884, ísafold nr. 1. Nú er húsið eign templara á Akureyri, og I þvf er safn muna úr sögu þeirra. Sunnan við húsið er brjóstmynd af Friðbirni Steinssyni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.