Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1976, Blaðsíða 2
Á árum kalda stríðsins svonefnda, var mikil spenna milli austurs og vesturs og menn höfðu áhyggjur af útþenslustefnu Rússa. Á'þess- um árum var mikið fjallað um ísland og varnir þess, en það sem fram fór í viðræðum og á fundum, hefur ekki verið látið uppskátt fyrr en nú, að birtar hafa verið banda rískar leyniskýrslur frá þessum árum. Þar er eins og vænta má, víða við komið, en hér er aðeins gripið niður í skýrsluna á þeim stöðum, þar sem ísland og Islenzk málefni eru til umræðu. UR BANDA- RISKUM UM um ísland á dögum kalda stríðsins Símskeyti Sendiherrann á lslandi (Butrick) til utanríkisráð- herra. Algjört trúnaðarmál. Reykjavík 12. janúar 1949. Utanríkisráðherra (Bjarni Benediktsson) ræddi við mig persónulega um erindi mitt. Aðalmál þeirra, sem hlynntir séu samningnum, sé hvernig hægt sé að öðlast sem mest öryggi fyrir Island i ljósi þess, hve tregir og reyndar fjandsamlegir islendingar séu gegn hersetu á friðartímum. Þetta sé meira vandamál fyrir ísland en önnur lönd, sem sjálf hafi haft her. Hann taldi, að það kynni að vera heppilegt að fá hingað til Islands amerískan og brezkan fulltrúa, sem þekktu gjörla afstöðu þeirra þjóða, sem þegar h_afa tekið þátt í undirbúningsviðræðum um samninginn, til að ræða við leiðtoga stjórnmálaflokka eða að valinn hópur íslendinga færi til Washington í sama skyni, en þá eins hljóðlega og kostur væri. Hann segir samnings- drögin þurfa að vera eins nákvæmlega skilgreind og hægt er, ef ríkisstjórnin eigi með góðu móti að geta samþykkt aðild. Hann taldi það vera kost fyrir Isiand að vera meðal hinna upprunalegu aðildarríkja, en sagði það einnig vera hina brýnustu nauðsyn, að nægilegur tími yrði veittur til að rýna málið ofan í kjöiinn. Hann endurtók nauðsyn þess, að Danmörk og Noregur yrðu með, svo að stjórnmálalegur skilningur yrði auðfengnari hér. Eins og skýrt hefur verið frá i hinum vikulegu skýrslum okkar, halda kommúnistar og blöð þeirra uppi hörðum árásum á hinn væntanlega samning. Butrick. símskeyti Utanríkisráðherra til sendiráðsins á Islandi. Algjört trúnaðarmál. Washington 27. janúar 1949. Skilgreining yðar frá 25. jan. á vandamáium ís- lenzku ríkisstjórnarinnar, sem séu fólgin í þvi að tryggja öryggi landsins án hersetu, koma nákvæmlega heim við skoðanir okkar á málinu. Við leggjum áherzlu á, að við viljum ekki staðsetja her á Islandi og myndum aðeins vera reiðubúnir að senda hann þangað í brýnustu nauðsyn. Norður-Atlantshafs samningnum er ætlað að tryggja samræmdar varnaráætlanir. Sér- stök vandamál allra aðila verða vandlega skoðuð. Varðandi Island er ráðgert, að eftir að sáttmálinn er genginn í gildi, muni verða gerðaráætlanir til að tryggja öryggi Islands með tilliti til yfirvofandi hættu, til dæmis um það, hvaða aðstöðu þyrfti að skapa þar fyrirfram og hvaða her, flota og flugvélar þyrfti að hafa til taks til varnar, ef bráð hætta skapaðist, hvernig hægt væri að sjá slíkum herafla fyrir vistum og svo framvegis. Vinsamlegast skýrið þetta fyrir íslenzku ríkisstjórninni. Acheson. sfmskeyti Sendiherrann á tslandi (Butrick) til utanrikisráðherr- an. Algjört trúnaðarmál. Reykjavik 8. febrúar 1949 Þegar ég var i utanríkisráðuneytinu síðdegis í dag annarra erinda, skýrði utanrikisráðherra mér frá því, að Island óskaði eftir því að fá að vita fyrirfram um sérhvert boð um aðild að Norður- Atlantshafs-sáttmáianum, svo að það hefði tima til að gefa til kynna afstöðu sína formlega. Hann sagði einnig, að hann væri ekki viss um að Island óskaði eftir aðild. Eg lét í ljós mikla undrun og kvað þetta vera snögg um skipti frá þvi, sem mér hefði áður verið gefið í skyn og minntist sérstaklega á opinberar yfir- lýsingar forsætisráðherrans (Stefáns JóhannsStefáns- sonar) og Ölafs Thors. Hann sagði, að engu að siður hefðu aðstæður á Islandi breytzt verulega og að hlut- leysistefnunni hefði aukizt mjög fylgi og stjórnin sé nú ekki viss um stöðu sina. Ég hef ekki rætt við forsætisráðherra. Það er rétt, að faglega hefur verið æst til andstöðu við sáttmálann, sérstaklega af kommúnistum, á þeim forsendum, að dvöl erlends hers á Islandi myndi vegna samskiptanna ganga af íslenzkri menningu dauðri. Þetta vinsæla stef hefur haft mikinn hljóm- grunn og undanfarið hefur vindurinn snúizt i hlut- leysisátt. Eins og skýrt hefur verið frá, gerði stjórn- málamaður, sem búizt var við að væri gjörkunnugur málunum, fremur lítið úr þessum möguleika, senni- lega of lítið. Að um verulega andstöðu gegn samningn- um, eins og hann er aimennt skilinn, sé að ræða, er rétt, en í ljósi þeirrar staðreyndar, að staðsetning hers á Islandi á frióartímum er ekki áætluð, hefði ég talið líklegt, að andstaðan myndi að verulegu leyti fara minnkandi og sú var einnig greinilega ætlun utanrík- isráðherrans áður. Þar sem taka verður mjög mikið tilljt til orða utanríkisráðherrans, er það vart hugsanlegt, að hann sé að reyna að skapa Islandi samningsaðstöðu frá hagsmunalegu sjónarmiði. Butrick. Greinargerð um viðræður eftir forstöðumann stjórn- ardeildar um málefni Evrópu (Hickerson). Algjört trúnaðarmál. Washington 15. marz 1949 Þátttakendur Bjarni Benediktsson utanrikisráðherra Islands. Eysteinn Jónsson, flugmálaráðherra, Emil Jónsson viðskiptaráðherra, Thor Thors, sendiherra Islands, Hans G. Andersen, lögfræðilegur ráðunautur islenzka utanríkisráðuneytinu. John D. Hickerson ráðuneytisstjóri, Charles E. Bohlen ráðunautur, Anderson hershöfðingi í flughernum, Woolridge aðmíráll, Benjamin M. Hulley, NOE. Mr. Grey Bream, NOE. I upphafi viðræðnanna skýrði ég hinum íslenzku fulltrúum frá því, að við vildum svara heiðarlega og nákvæmlega öllu þvi, sem við kynnum að verða spurð- ir um. Bjarni Benediktsson utanrikisráðherra sagði, að mikilvægasta spurningin, sem þeir hefðu í huga, væri, hvort það væri hugsanlegt frá hernaðarlegu sjónarmiði að veita Islandi sæmilega tryggingu fyrir öryggi þess án þess að staðsetja þar herafla á friðar- tímum, en þó að þvi tilskildu að vissar ráðstafanir yrðu gerðar, ef til stríðs kæmi. Ég sagði að ég skildi, að Island hefði engan her og aðeins litið lögreglulið, og að ef Island yrði aðili að sáttmálanum, myndi ekki verða um það að ræða að koma þar fyrir herafla á friðartímum, en að sérstakar aðstæður væru þar og yrðu að vera fyrir hendi, ef til styrjaldar drægi. Aðeins tilvera þeirra ein gæti freistað árásaraðila til að gera árás á IsIand.Spurningin væri þess vegna, með hve miklum fyrirvara gætum við fengið vitneskju um slfkar aðgerðir og hvað gætum við gert til að hindra þær. Ef við gætum sagt Islendingum, að við hefðum rxka ástæðu til að vona, að við gætum komið í veg fyrir þær, myndu það verða þeim léttir. Anderson hershöfðingi sagði, að það væri okkur hið brýnasta hagsmunamál að koma i veg fyrir, að óvina- herir hertækju Island. Við vonuóumst til að fá viðvör- un í tíma. Ef árásin yrði gerð af sjó, fengjum við meiri tíma til að snúast gegr, hénni, en flug þotuvéla á síðastliðnu sumri sýndi, hve hentugar þær væru til snöggra varnaraðgerða. I áætlunum um þær ábyrgðir, sem Bandaríkin tækju á sig, ef til árásar kæmi, væri tekið hið mesta tillit til varna Islands. Woolridge aðmíráll benti á, að áður en til hernaðarátaka kæmi, væri venjulega tímabil alvarlegrar spennu, og þá væri hægt að dreifa herafla þannig, að hann væri viðbúinn að bregðast við væntanlegum aðgerðum, og ennfrem- ur væru aðstæður varðandi Island aðrar en hvað Pearl Harbor snerti, þar sem Island væri á hernaðarsvæói Rússa, en við bjuggumst aftur á móti ekki við því, að Pearl Harbor væri á hernaðarsvæöi Japana. Sem svar við fyrirspurn Bjarna Benediktssonar varðandi hugs- anlega notkun kafbáta, sagði Woolridge aðmiráll, að þeir gætu aðeins flutt takmarkaðan fjölda hermanna og sennilega myndi árás byggjast meira á aðgerðum úr lofti. Anderson hershöfðingi benti á, að þetta myndi krefjast mikils herstyrks og myndi því ekki þykja hyggilegt. Island er þannig staðsett, að það er hernað- arlega mikilvægt til árása í báðar áttir og báðir aðilar myndu reyna að hindra hinn í að nota það. En alla vega væri mesta hættan á aðgerðum undirróðurs- og byltingarafla í landinu sjálfu. Bjarni Benediktsson spurði, hvort Islendingar myndu, ef þeir vissu, að Rússar væru að reyna að koma herliði til landsins, geta hindrað það með eyði- leggingu mannvirkja, en Anderson hershöfðingi svar- aði þvi til, að það myndi geta haft sín áhrif um tíma, eh við hefðum einnig áætlanir um að flytja hersveitir þangað flugleiðis. Hann bætti því við, að flotinn hefði sýnt fram á gildi flutningavéla á þessu svæði. Varð- andi fjarlægðina frá rússneskum bækistöðvum benti Anderson hershöfðingi á að vegalengdin frá þeim, sem væru í nágrenni Norður-Finnlands, væri um það bil helmingi meiri en til Bretlands og ef ófriðvænlega h'orfði, myndum við flytja flugsveitir til Goose Bay og Grænlands. Bjarni Benediktsson benti á, að sá mögu- leiki væri vissulega fyrir hendi, að Rússar kynnu að reyna að gera árás, þar sem þeir gætu valdið svo miklu tjóni með tiltölulega litlum styrk, en Anderson hers- höfðingi sagði, að það væri stigmunur á möguleikum. Við höfum áhyggjur af árás með Trójuhesti — eins og til dæmis með kafbátum eða flutningaskipum og af skemmdarverkum. Það eru miklu minni lfkur á árás með liði, sem flutt hefur verið flugleiðis, sem hann kvaðst ekki búast við, að Rússum þætti ráðlegt. Ég minnti á, að í gær hefði Bjarni Benediktsson spurt að þvi, hvort um nokkrar breytingar yrði að ræða á þeim stöðvum, sem ættu að vera til reiðu á Islandi, ef landið yrði aðili að sáttmálanum, þar sem hersveitir yrðu ekki fluttar til landsins, nema til ófriðar drægi. Ég sagði, að við hefðum bent á það, að það félli undir 9. lið sáttmálans, en við byggjumst ekki við, að um neinar breytingar að ráði yrði að ræða, nema hvað lengja þyrfti flugbrautirnar. Andersen hershöfðingi sagði, að ráðagerðir væru um minni háttar breytingar eins og til dæmis aukningu húsnæð- is, lengingu flugbrauta og byggingu girðingar, en mikilvægasta viðbótin, sem við hefðum í huga, væri aukning olíubirgða um 100.000 tunnur. Bjarni Benediktsson spurði þá, hvort flugvöllurinn, © j

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.