Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1976, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1976, Blaðsíða 8
Til vinstri: Poppmynd eftir Tryggva Ólafsson: „5 mlnútur yfir 11 ", 1973, olía. Að ofan: Francis Bacon: Mynd af Innocent X páfa, máluð eftir málverki Velazques, 1953. Til hægri: Marcel Duchamp: ,,Ready made", 1912—16. afkvæmi neyzluþjóð: Snemma sumars árið 1965 átti greinarhöfundur erindi til Kanada og greip hann þá tæki- færið og skoðaði söfn og sýningar í borgunum New York og Washington. Allir sem komið hafa til New York vita hve áhrifin af þessari risaborg og lífsháttum þar eru yfirþyrmandi, og þá eink- um ef viðkomandi nær að kynnast borginni frá hinum ólíkustu hliðum, svo sem ég gerði mér far um. Fifth Avenue eða Fimmta tröð eins og íslendingum er gjarnt að nefna götuna, er sennilega sú borgargata veraldar, sem býður upp á mestar og breytilegastar andstæður. Við þessa götu og þvergötur hennar eru ýmis veg- legustu listasöfn veraldar, dýrustu verzlanir og auðmanna- hótel. Við annan enda Fimmtu traðar er svo Bovery-hverfið þar sem ofdrykkjumenn dveljast i unnvörpum á gangveginum, en við hinn endann er Haarlem- negrahverfið, sem einnig á þó sína fínu götu, sem er 15 þver- götum ofar endimarka Fimmtu traðar og er þannig 125 þvergata New York borgar. Gesturinn sér fátt eitt á 10 dögum i slíkri risa- borg, ekki sízt þegar bróður- partur daga fer í skoðun lista- safna, en greinarhöfundi tókst þó að komast í sjónmál við margt, þótt litið yrði um rækilega skoðun hins litríka borgarlifs. Þetta var vettvangur og um- gjörð fyrstu kynna undirritaðs af pop-list, og fyrir mann, sem alla tið hafði bergt af brunni Evrópskrar hefðar í eldri og nýrri myndlist voru áhrifin sláandi. Raunar hafði hann sjálfur dútlað við ýmsar nýjungar siðustu árin, en þær voru allt annars eðlis og meir í ætt við tilraunir þess eldra umhverfis. En einmitt þessi árátta hans varð til þess að hann tók ekki skyndiafstöðu til þessar- ar nýlistar en gerði sér far um að kryfja hana til mergjar. Það varð ekki auðvelt og fyrstu kynnin urðu sem torfrista, og brá hann á það ráð að leita á næstu ölkrá að svaladrykk, áður en ný atlaga væri gerð á fund hinna nýju gilda. Þetta reyndist snjallræði, og enn i dag er þessi aldna ölkrá á Manhattan greinarhöfundi jafn- hugstæð og fyrstu áhrifin af amerisku poppi! Það dugir ekkert minna en að vera gjörkunnur neyzluþjóðfélag- inu í sinni fyllstu mynd, svo sem fram kemur í stórborgum heims- ins í dag til þess að vera fullkom- lega fær um að skilja og upplifa innsta eðli pop-listar. Ekki gat greinarhöfundur kosið sér betri vettvang en New York borg þessara ára, því að söfn og sýn- ingarsalir voru yfirfull af ferskri poplist auk þess sem fjölbreyti- leikinn var bókstaflega svimandi. Þetta voru ennþá meiri viðbrigði en þegar Jackson Pollock kom fram með slettulist sína (action painting) á fimmta áratugnum og sprengdi svið geometríunnar, en með þvi gaf amerísk framúr- stefnulist nýlist gamla heimsins langt nef í fyrsta skipti og hrifsaði jafnframt að nokkru til sín frumkvæðið. Endalok mynd- listarinnar töldu margir evrópsk- ir listfræðingar og harðlínumenn' sig sjá í þessu ameríska kukli, og jafnvel algert hrun er poppið kom fyrst fram. Þeir hafa nú orðið að láta undan síga, þrátt fyrir hetju- lega baráttu og nú er svo komið að verk meistara þessara listastefna hlaupa upp í milljónir dollara, er vel lætur t.d. seldist mynd eftir Pollock á 2 milljónir dollara á uppboði í Astralíu fyrir 2 árum. Peningar kveða hér að vísu ekki upp lokadóm, en víst má íelja að listastefnur þær sem átt hafa uppruna sinn í Bandaríkjun- um síðustu áratugi hafi valdið al- gjörri byltingu innan myndlistar- sviðsins, og fjöldi málara sem voru hnepptir í þrælahald ein- hverra listpáfa í París og jafnvel hættir að mála eða gistu geð- veikrahæli, tóku gleði sína og munduðu pentskúfinn sem ákaf- ast á ný. En hvað er þá pop-list og hverj- ar eru forsendur hennar? Er hér um eitthvert fyrirbæri að ræða, sem ris allt í einu og upp úr þurru sem sérstæð uppfinning eins manns eða listahóps? Þessu tel ég mig geta svarað neitandi, því að allar listastefnur eiga sér aðdrag- anda og þjóðfélagslegar for- sendur. Myndlistarmaðurinn er einfaldlega barn samtíðar sinnar, hann er aldrei á undan samtíð sinni í eiginlegri merkingu, heldur fylgir meginhluti sam- tíðarinnar ekki framvindunni og er þannig meir í sjálfri fortíðinni. Þess vegna þjóna þeir myndlistar- menn fortiðinni sem reyna að koma sér innundir hjá almenn- ingi með þvi að sigla honum sam- síða. Þorri almennings kærir sig yfirhöfuð ekki um að leggja á sig það erfiði sem er samfara því að skilja samtíð sína og hefur svo jafnan verið. 1 grein um sýningu þá á ís- lenzku poppi, sem nú stendur yfir á Gistasafni Islands, sagði undir- ritaður m.a.: Meglnkjarni Pop- listar er þannig algjört endurmat á rúmtaki og efniviði myndverks- ins og um leið að knýja skoðand- ann til að sjá hversdagslega hluti í nýju og óvæntu ljósi. Ekki svo að skilja að myndverkin séu búin til úr ódýrum léttfengnum efniviði, því að ósjaldan eru verkin gerð úr rándýrum, sjaldgæfum efnum. Hitt mun öllu réttara, að pop- listamenn hafna engu úr um- hverfinu sem hugsanlega gildum og nothæfum efniviði. Poppið kemur einnig fram sem eðlilegt andsvar gegn harðlínu- mönnum í hefðbundinni, óhlut- kenndri list, — og vissulega er poppið eins algjör andhverfa slíka viðhorfa og hugsast getur, því að listastefnan hafnar engum túlkunarmáta með öliu. Hér kemur einnig fram hin tor- ráðna gáta hins raunverulega, uppgötvun veruleikans sem til- gangslausan eða mikilfenglegan og skilgreining þessara kennda. Slíkar hugleiðingar þýska heim- spekingsins Friedrich Nietzche höfðu þrengt sér upp á yfirborðið og liggja að baki harmatölum þýska skáldsins Rainer Maria Rilke, þegar hann segir 1902: „að í umhverfi sínu er maðurinn eins og hver annar hlutur, óendanlega einn, og öll samkennd er bundin !!l

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.