Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1976, Blaðsíða 11
Jenny Marx. Hún var dóttir von Westphalens baróns. Karl Marx kom til London sum- arið 1849 og var þá 31 árs að aldri. Hann var atvinnulaus og „þjóð- ernislaus" að auki, því hann hafði sagt upp prússneskum rikisborg- ararétti sínum árið 1845. Móðir hans bjó enn í Trier og rak þar smáverzlun. Var Karl heldur óánægður með frammi- stöðu móður sinnar og segir á einum stað í bréfi til Engels: „Frá þeirri gömlu fæ ég aðeins ástúð- leg orð, en enga peninga." Afkoma Marx var bág eins og endranær. Bjó fjölskyldan nánast við örbirgð. Þau voru skuldum vafin og húsgögn og jafnvel fatn- aður i veðmangarahöndum. Marx sagði sjálfur, að óbærileg fátækt hefði mótað tilfinningar sínar. Var sizt að furða, þótt af þessu sprytti ofstæki og löngun til að steypa þeirri þjóðfélagsskipan, sem þannig bjó að manni. Við þetta bættust ýmsir sjúkdómar. Marx þjáðist af gyllinæð, lifrin var of stór, og svefnleysi bagaði hann einnig. Þó kvöldu hann mest blóðkýli, sem hann hafði lengi stritt við. Það var mesta háð að kalla þetta líf. Þetta var sam- fellt kvalræði. Marx sat þó öllum stundum við það að koma lagi á byltingarheimspeki sína. En heiftin brann í honum. „Auðvald- ið mun fá tilefni til þess að minn- ast blóðkýlanna minna, þótt siðar verði.“ Auðvaldinu gáfust ýmis tæki- færi til að styrkja álit Marx á sér. 24. marz árið 1850 var fjölskyld- unni byggt út úr íbúðinni í Andersonstræti. Hafði dregizt úr hömlu, að leigan væri greidd. Jenny Marx segir í bréfi til vin- konu sinnar, að 2—300 manns hafi safnazt saman úti fyrir hús- inu og glápt á það, sem fram fór; „ég held allur lýðurinn úr Chelsea". Jenny var mjög lasburða um þetta leyti. 5. nóvember ól hún son, sem skírður var Heinrich Guido. Skrifaði hún vinkonu sinni á þessa leið: „. . . ég hafði hræöilegar kvalir í brjóstunum, en barnamatur er mjög dýr hérna, svo að ég ákvað að næra barnið sjálf. En þessi litli vesa- lingur saug úr mér svo miklar sorgir og áhyggjur, hann var alltaf vansæll. Oft saug hann svo fast, að blóð rann um titrandi Borgaralegt framferði I London. SkógarferSir meS nesti voru mjög til siSs og skilmingar hjá körlum. Marx iSkaSi skilmingar hjá frönskum útlögum I London og þau hjónin fóru meS dæturnar I skógarferSir eins og hinir. fjölskyldunni upp frá því. Helena var ólofuð og nú var hún orðin barnshafandi. Það eitt þótti alvar- legt mál, en verra var, að Karl Marx var valdur að þunganum. Gerðist nú ófriðvænlegt á heim- ilinu. Jenny Marx hafði ákaflega háleitar hugmyndir um hjóna- bandið. Hún elskaði mann sinn og var honum undirgefin og varð því mjög afbrýðisöm. Og nú hafði eiginmaóur hennar brugðizt henni herfiiega. Hinn 28. marz ól Jenny dóttur, sem skírð var Franziska. Hún varð aðeins ársgömul. 1 júlí ól Helene svo sveinbarn. Drengur- inn var skírður Frederick. Hann hafði sterkan svip af föður sínum. Marx gekkst aldrei við syni sinum og var það skiljanlegt, því þá hefði hann orðið að fara frá konu og börnum. I ritum símum hafði hann ýmislegt að athuga við borgaralega hjónabandsstofnun, en í einkalífi sínu hafði hann stundum aðrar reglur. Hann elskaði konu sína og börn; þau voru kjölfesta lifs hans i eymdinni og örbirgðinni. Það var þvi ekki annað ráð en gefa Frederick öðrum. Helene varð framhald á bls. 12 Þegar Marx kom til London meB fjölskyldu slna áttu þau ekki ( annað að venda en aumustu fátækrahverfin. Myndin ereftir Gustave Doré. Til vinstri Marx var mjög elskur að fjölskyldu sinni. Þeim hjónum varð þriggja dætra auðið. Hægra megin á mynd- inni er einkavinur og bjargvættur fjölskyldunnar, Friedrich Engels. varir hans.“ Drengurinn dó í nóvember 1850. Úr vesöldinni í Andersonstræti fóru þau i Deanstræti; það var ein aumasta gatan i Soho og kólera gekk þar stöðugt. Fengu þau inni í tveimur lélegum herbergjum. Húsbóndinn var enn staðfastur í þeim ásetningi áínum að breyta heiminum. En á heimilinu vissi enginn að morgni, hvort hann fengi að éta að kvöldi. Jenny var orðin barnshafandi aftur. 1 þokkabót kom svo fyrir dálitið slys. Þarna í íbúðinni í Soho bjó með fjölskyldunni þýzk stúlka, Helene Delmuth að nafni. Þetta var geðs- leg stúlka, verkamannsdóttir frá Saar, og hafði verið lengi í vist hjá foreldrum Jennyar, baróns- hjónunum af Westphalen. Þegar þau Marxhjón fluttust til Brussel sendi barónsfrúin þeim Helenu og átti hún að hjálpa til við heimilisstörfin. Haföi hún fylgt Eftir Rolf Winter 3. hluti LITT KUNNIR ÞÆTTIR ÚR LÍFI KARLS MARX ÞUNG- BÆRUSTU ÆVI- ÁRIN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.