Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1976, Blaðsíða 12
Þessi mynd er frá 1856. Marx var lengst af blðfátœkur á Lundúnaárum slnum. Hann reyndi samt alltaf að búa sig sæmilega, enda óttaSist hann fátt meira en verða talinn til öreiganna þeirra, sem hann hugðist frelsa. MARX Þungbær- ustu æviárin Framhald af bls. 11 kyrr. Síðar fékk hún að taka á móti syni sinum með leynd öðru hverju. Þetta munu hafa verið einhver þungbærustu æviár Marx. Kemur það fram í hréfi til Engels: „Konan min, fegursta stúlkan frá Trier, grætur allar nætur. Þetta veldur mér þungum áhyggjum. Hún segist óska þess eins að vera komin undir græna torfu með hörnunum sínum." Það var ekki furða, þótt Jenny væri grátgjarnt. Hún hafði misst fjögur börn af sjö. Og ástandið á heimilinu var slíkt, að dæturnar þrjár, sem eftir lifðu, fengu það verk, strax er þær höfðu vit til, að skrökva, að fara til dyra og segja gestum: „Mr. Marx is not up- stairs.“ Þeim varð enda snemma Ijóst, að gestirnir voru flestir á höttunum eftir peningum. Marx var enn ótrauður að boða hugmyndir sínar, þrátt fyrir erf- iðar heimilisástæður. Hann reyndi að vekja upp blað sitt, Neue Rheinisehe Zeitung, undir nafninu Revue fur Deutschland. Það kom út fjórum sinnum en datt þá upp fyrir. Marx reyndi einnig að ná völdum í stjórn þýzkra kommúnistasamtaka i London, en gaf það upp á bátinn, þegar kenningar hans fengu ekki hljómgrunn þar. Jafnframt sat hann stöðugt við að semja „Auð- magnið", höfuðrit sitt. Hann reit það í leshólfi G-7 í British Museum; sat hann þar flesta virka daga frá kl. 9 að morgni til 7 að kvöldi. Marx reyndi jafnan að bera sig sæmilega og leyndi fátækt fjöl- skyldunnar eftir föngum. Hann var oftast virðulega til fara og hann stofnaði ósjaldan til kvöld- verðarboða, jafnvel þegar verst gegndi. Jenny stóð i stappi við skuldheimtumenn daglega og fjárhagsáhyggjur héldu fyrir henni vöku um nætur. Þó sendi hún út iburðarmikil boðskort með kórónu og skjaldarmerki svo sem hæfði barónessu. Marx varð stundum talað um borgaralega t'il- gerð, en hann tamdi sér hana sjálfur, og óttaðist fátt fremur en það að lenda meðal öreiganna, sem hann hugðist frelsa. Til þess kom heldur ekki. Þegar þetta var hafði Friedrich Engels tekið við stjórn verksmiðju föður sins i Manchester. Gat hann þá farið að styrkja Marx að ráði. Ennfremur útvegaði hann Marx fregnritarastöðu hjá bandaríska stórblaðinu New York IJaily Tri- bune. Auk þess barst Marx öðru hverju arfur. Þegar svo vildi til fluttist fjölskyldan þegar bú- ferlum i stærri íbúð og lifði síðan ríkmannlega meðan peningarnir entust. Var þeim annað betur gefið en fara spart með fé. Dæturnar þrjár voru sendar i rán- dýra einkaskóla, og píanó var tekið á leigu, svo þær mættu einnig forframast í þeirri grein. En þessir velmektardagar fengu jafnan skjótan endi, og þá blasti örbirgðin við aftur. I bréfi til Engels frá 1862 skrifar Marx, að hugmyndafræði sé einskis nýt, aðeins verzlun og viðskipti gefi eitthvað í aöra hönd.....en ég uppgötvaði þetta of seint. Ef ég aðeins vissi, hvernig á að byrja á viðskiptum“. Hann hóf starf á járnbrautaskrifstofu i London, en var brátt rekinn þaðan fyrir slæma rithönd. Mörgum árum siðar reyndi hann að stofna fyrir- tæki með hjálp Engels og tengda- sonar sins. Ætlunin var að hag- nýta einkaleyfi fyrir afritunarvél. Aður en til þess kom lenti Marx í stælum við einkaleyfishafann og varð þá ekkert úr framkvæmdum. Marx var fjárhagslega háður Engels til dauðadags. Engels seldi eignir sinar í Manchester árið 1869 og sendi Marx peninga reglulega eftir það. Þegar hér var komið sögu hafði Marx einn um fimmtugt. Upp frá þvi bjó hann við sæmilegan frið fyrir veð- möngurum; ve.r það sannarlega ekki vonum fyrr. Marx var gleðimaður að upp- lagi. Hann vildi gera vel við sig í mat og drykk. Tók hann ekkert mark á læknum sínum í því efni, en borðaði það, sem honum sýnd- ist og neytti fremur sterkra vína en léttra. A sunnudögum fór fjölskyldan með kunningjum sinum í skógar- ferðir út á Hampsteadheiði. Þar var sungið, skrafað og rökrætt. Wilhelm Liebknecht kynntist þessu og sagði hann síðar....ég get ekki sagt, að Marx væri skemmtilegur. Hann var of öfga- fullur til þess." Marx sótti stundum skylmingar hjá frönskum útlögum í Oxford- stræti. Sótti hann fullfast og tap- aði því oft. Hann tefldi lika skák, en sömu sögu var aó segja af þvi. Hann kunni illa að taka ósigri I þessum greinum og einnig i stjórnmálum. Fengu andstæð- ingar hans að reyna það á sjálfum Ferdinand Lassalle naut mikillar hylli I verkalýðssamtökunum I Þýzkalandi. Var hann bæði málsnjall og brennandi I andanum og gat haldið hrlfandi ræSur. En hann var ekki byltingarmaSur eins og Marx, heldur umbótasinni. Hér heldur Lasalle ræSu I verkalýSssamtök- unum. Lasalle ImyndaSi sér, aS Bismarck teldi ráSleg- ast aS stySja verka- lýSinn til aS hafa friS og „jafnvægi I land- inu". sér. Til dæmis má taka Ferdinand Lassalle. Marx var lengi framan af litt kunnur og lítils metinn, bjó við ill kjör og taldi það sök opinberra yfirvalda. Hann leit það óhýru auga, þegar Ferdinand Lasalle varð verkalýðsforingi í Þýzka- landi. Ekki hætti það úr skák, að Lassalle var dáður af mörgum. Kallaði Marx þá „svikara" en Las- salle „montinn asna“, „pólskætt- aðan Gyðingaskíthæl" og „gyðing- legan negra“. Karl Marx var kominn af Gyð- ingum. Forfeður hans hétu Mordekai, og um þaö leyti, sem hann fæddist var einn ættingi hans rabbi i Trier. Þegar Heinrich Marx lét skira börn sín til Lúlherstrúar árið 1824 „týndi" Karl ætterni sínu. Hann lagði hat- ur á Gyðinga, þegar hann óx úr grasi og hataði þá síðan alla ævi. Ilann veitti Gyðingahatri sinu fyrst útrás, er hann kom til Parisar 25 ára gamall. Þá skrifaði hann í þýzk-frönsku árbækurnar: „Hver er veraldlegur grundvöllur Gyðingdómsins?" og svaraði sjálfur:...raunhæf þörf eignar- réttarins". Hann spurði enn: „Hver er heimsmenning Gyð- inga? Það er arörán annarra. Hver er veraldlegur guð þeirra? Það eru peningarnir. Þeir eru Gyðingum allt, þeir eiga sér ekki annan guð.“ Gyðingahatur i þess- um dúr var algengt )>á og þrífst enn. Síðar varð Marx enn harð- orðari I garð Gyðinga. Marx afsalaði sér prússneskum ríkisborgararétti 1845 og varð þá þjóðernislaus öðru sinni. Nokkr- um árum síðar sótti hann um enskan rikisborgaran''tt, en var neitað vegna þess, að hann hafði reynzt sinum prússneska drottni ótrúr. Þá hugðist hann fara til Sviss eða jafnvel Bandaríkjanna, en ekkert varð úr þvi. Hann átti hvergi heima. Það var þó ekki að hans vilja, heldur hafði hann hrakizt þetta af ýmsum erfiðum ástæðum. Þegar fariö var að „sál- greina" Marx löngu síðar var hann kallaður „örlagasniðinn út- lendingur par excellenee", maður, sem hvergi átti heima og öðlaðist aldrei frið í sálu sinni, hvar sem hann kom. Margir löð- uðust að honum, en þeir hörfuðu jafnan aftur fyrir stríðri lund hans. Marx var stórgáfaður maður en jafnframt mjög spennt- ur og ofstækisfullur. llann hafði týnt þjóðerni sínu. Upp frá því leitaði hann með logandi ljósi að nýrri þjóð; það voru öreigarnir. Er þetta ein skýring. Öreiganna leitaði hann með vís- indalegri aðferð. Hún var i raun- inni trúarboðskapur og Marx lifði það ekki að sjá hann rætast. Hann hafði skrifað, að það skipti ekki máli, hvaða takmörk einstakir öreigar eða öreigastéttin setti sér, því sögulegt hlutverk öreiga- stéttarinnar væri að gera það, sem hún hlyti að gera — takmark hennar og sögulegt verkefni væri ákveðið fyrir fram. Þetta er hreinræktuð spásýn. Hér er það boðað, að atburðir hljóti að verða eftir fyrir fram ákveðnum liig- málum; hlutverk spámannsins sé hins vegar það að afhjúpa þau óræku sannindi. Marx var þá orðinn spámaður, „goðrænn" eins og hann komst einhvern tíma aö orði unt sjálfan sig á stúdents- árurn sínum. Löngu siðar en þaö sagöi hann líka: „Sá, sem hefur ekki lengur ánægju af því að umskapa heiminn að eigin geðþótta hefur kallað yfir sig and- legan dauðadóm." í þessum skilningi var Marx ekki stjórnmálamaður eða heim- spekingur, stéttabaráttumaður eða hagfræðingur, heldur mark- miðsfræðingur (eskatólóg) fyrst og fremst, kennimaður um að- draganda heimsendis og upphaf nýrrar veraldar, trúarhöfundur, sértrúarmaður. Ilann færir sjálf- ur fram rökin, sem þessi ályktun byggist á. I skapgerð hans var að finna flestöll einkenni ofsatrúar- manna — algert umburðarleysi og skilningsleysi á hugsanir og ályktanir annarra, árásargirni og andlegan hroka samfara hótana- gleði (hann átti jafnvel til að hóta „bannfæringu"). Að sjálfsögðu var mikið undir þvi komið, að hinar rniklu hugsmíðar hans virt- ust raunhæfar. Þess vegna sá hann hvarvetna byltingu á næsta leiti. Honum var nauðsyn að geta vænzt byltingar. Hann spáði bylt- ingu í Englandi 1850, í Frakk- landi 1852, og I gjörvallri Evrópu 1854. Hann vænti lika byltingar 1855, 1856 og 1857. Hann spáði því, að bylting yrði i Rússlandi 1858, I Prússlandi 1861 og um nær allan heim 1862. Enn kvaðst hann sjá fyrir byltingu 1866, 1868 og 1870. Honum sýndist bylting á næsta leiti allt til dauðadags. Ilann vænti hennar líkt og kristn- ir menn endurkomu lausnarans. En hún kom ekki. Marx leit heilagt hlutverk öreigastéttarinnar mjög svip- uðum augum og spámenn Gyð- inga litu heilagt hlutverk Israels- lýðs. Hvernig skyldi standa á svo undarlegri hliðstæðu? Marx átti ættir sinar að rekja til gyðinga- legra kennimanna, rabbia, Auk þess skal bent hér á annað atriði. Árið 1839 hlýddi Marx með mikilli athygli á fyrirlestra um Jesaja, sem er „pólitiskastur" allra spámannanna. Jesaja sér i anda hið valdlausa ástand, sem verður i paradís, friðarríkið þar, sem allir verða jafnir. Jesaja seg- ir: „Ég geri friðinn að valdstjórn þinni og réttlætið að valdsmanni þinum" (60,17), og enn fremur: „Eigi skal framar heyrast getið um ofríki í landi þínu" (60, 18). Þessi heimur virðist æði likur þeim, er Marx sá í anda eftir hina síðustu byltingu, þegar hinn út- valdi lýöur, öreigarnir, hefði sigrað. Gyðingahatur Marx var að- eins yfirvarp. Hann var meiri Gyðingur og tengdari gyðingleg- um erfðakenningum en flestir þeir, sem sóttu samkundahúsið reglulega. En Marx stefni lífi sínu í bága við innri sannleik sinn og slikt kann ekki góðri lukku að stýra. Marx var enda sjaldan rótt og má ætia, að hann hafi grunað orsakirnar. „Veikindi mín stafa ævinlega frá höfðinu," segir hann í bréfi til Engels. Marx leitaði þjóðar sinnar. Hann ætlaði þó ekki að sameinast henni; hann var spámaðurinn og átti að leiða lýðinn. En hvar var lfðurinn? Hann var I Þýzkalandi. Marx hafði látið í ljós viðbjóð á „hinu hégómlega, þýzka hernaðar- brölti". „í Þýzkalandi get ég ekkert meira gert," sagði hann árið 1843. Þó var hann í rauninni enn jafn þýzkur og hann var mikill Gyðingur. Auk þess taldi hann sig eiga afdráttarlausan rétt til þess að hafa forystu fyrir þýzk- um öreigum. Nú kom allt i einu fram á sjónarsviðið maður, sem hrifsaði af honum forystuhlut- verkið og gerðist leiðtogi þýzkra verkamanna. Það var Ferdinand Lassalle — og hann var Gyðingur. Lassalle var sjö árum yngri en Marx. Hann hafði til að bera margt, sem Marx skorti; hann var fágaður í framkomu og hlýr og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.