Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1976, Blaðsíða 4
þvf að við höfðum ekkert samband haft við umheiminn í marga daga. Gengum við þvf til móts við þá og horfði ég sffellt á mennina, sem nálguðust óðum. Þeir virtust mjög áþekkir f útliti, nema hvað annar sýndist allmiklu cldri cn hinn. Lfklcga hafa augu mfn hvarflað frá þcim andartak yfir vatnið til tjaldbúða þeirra, en það hefur ekki vcrið lengi. En cr ég leit til þcirra aftur, þá var þar aðcins einn maður á gangi og það var sá, er mér hafði sýnst yngri. Ég varð mjög undrandi og hrópaði upp, hvað orðið hefði af hinum mann- inum. Félagi minn að norðan virt- ist ekkert verða hissa. Bað hann mig að vera rólegan, þvf að annars gæti ég gert manninum bylt við. Ég spurði hvort hann hefði ekki Ifka séð tvo menn og hvort hann sæi nema einn núna. Ilann sagði það vera, en það væri ckki til þcss að hafa orð á, þvf að svona lagað kæmi oft fyrir og væri ekki saknæmt. 1 þessu kom maðurinn til okkar. Það var ckki um að villast að hann var einn á ferð. Rcyndist hann vera kaupmaður frá Reykjavfk og kunnur ferða- maður á öræfum. Við hcilsuð- umst og tókum tal saman. Mig langaöi mest til að spyrja hann, hvort þeir hefðu ekki verið tveir saman, en hætti við það, cr ég mætti aðvarandi og næstum biðj- andi augnaráði félaga mfns. Við skröfuðum saman um stund og kvöddumst sfðan, en að sfðustu bauð maðurinn okkur að koma seinna yfir til þeirra og þiggja þar kvöldkaffi. Þegar hann var farinn fyrir nokkru og við sðtum saman og snæddum kvöldvcrðinn, sagði félagi minn mér að fólki yrði slundum ónotalcga við að heyra að einhver fylgdi þvf, þó að þaö væri ósköp mcinlaust. Þcss Við vorum að koma innan af hálendinu, þar sem við höfðum verið við landmælingar f nokkra daga. Leiðangursstjórinn sat und- ir stýri og ók, sem leið liggur upp frá Ilvftárbrú og suður með Blá- felli að vestan. Veðri var svo háttað að til norðurs var bjart og heiðskfr himinn, en framundan var dökkúr þokubakki. Nokkrir félaga okkar höfðu orðið eftir inni á Hveravöllum til að Ijúka þar ákveðnu vcrkefni fyrir haustið. Mér varð hugsað til þeirra með hálfgerðri öfund, þar sem þeir undu glaðir f glampandi sfðdegissól f frjálsræði háslétt- unnar, meðan við þræddum krók- ótta leiðina inn f sortann. Eg leit f svip bláa hciðrfkjuna yfir Kjal- felli, en hún hvarf í einu vetfangi og við vorum birgðir inni f skuggalegu rfki þokunnar. Við sáum ckkert að kalla, nema fáeina mctra af vcginum fyrir framan bflinn og stórgrýtið f ruðningunum á báðar hliðar. Og þetta grjót sýndist stærra og hrikalegra en venjulega og sum björgin tóku á sig kynjamyndir, svo að þau Ifktust helst tröllum og öðrum ævintýraverum. Mér varð að orði að nú værum við komnir f harla draugalegt umhverfi og það fór um mig hálfgerður hrollur. Félagi minn rýndi fram f þoku- rökkrið og svaraði ekki strax. vegna væri alltaf best að hafa ekki orð á því, þótt maður sæi tvo eða þrjá, þar scm aðeins væri einn á ferð. Ég spurði, hvort hann hefði einhverja skýringu á þess- um fyrirbærum, en svo var ekki. Þetta var aöeins svona. Við því var ekkert að gcra. Þetta var ein af þessum gömlu fslcnsku gátum, sem enginn gat ráðið. Og þetta var aðeins byrjunin, þvf að margt annað furðulegt átti eftir að bera við þetta sumar. Nokkru eftir þetta fórum við suð- ur yfir Kjöl og dvöldumst við Hvftárvatn f nokkra daga. Fyrstu nóttina gistum við í skálanum í Hvftárnesi, þvf að þá rigndi ákaft, svo að illt var að tjalda. Þar f húsinu hittum við langferðabfl- stjóra, scm cinnig gisti þar. Honum var tfðrætt um að heldur þætti ókyrrt f skálanum og gaman væri nú að rcyna, hvort við yrðum einhvers varir um nóttina. Éink- um sagði hann að f rúmi cinu ákveðnu þarna f húsinu hcfðu menn fengið lftinn svefnfrið fyrir ásókn einhverrar veru úr dular- heimum. Ég lagði vitaskuld eng- an trúnað á sögur hans og lét þær sem vind um eyru þjóta. Við það espaðist hann og bauð mér að sannreyna hvað gerðist, ef hann sjálfur svæfi f vandræðarúminu, en ég vekti þar nærri og fylgdist með. Ég tók boðinu og þegar tfmi var til kominn, tóku mcnn á sig náðir. Langferðabflstjórinn var heljar- menni að burðum og áreiðanlcga talsvert yfir 100 kfló á þyngd. Ilann Iagðist ti) hvfldar f vand- ræöarúminu, sem hann nefndi svo, en ég hallaði mér upp f rúmstæði við vegginn á móti og Icit f bók. Það icið ekki á löngu, þar til værð færðist yfir ínanninn, þvf að hann var þreyttur eftir langan vinnudag, og brátt féll lega óraunverulegt, næstum eins og f þokunni hérna. Ég fylltist forvitni og áhuga, því að svona hafði ég aldrei heyrt þennan vin minn tala áður. Bað ég hann þvf að halda áfram og segja mér eitthvað frá reynslu sinni á fjöllunum. Ilann rýndi án afláts inn í þokuna. Skyggnið var afleitt og versnaði enn, þvi að nú byrjaði að hellirigna. Vatnið bók staflega skall á bflnum, svo að þurrkurnar höfðu ekki lengur undan aðstrjúkaaf framrúðunni. Það var þvf ekki um annað að ræða en keyra löturhægt, ef vel átti að fara, og það gerði hann og hélt andlitinu næstum þvf fast frammi við glerið. Það var þögn um stund, en svo byrjaði hann hægt og alvarlega. Ég get svo sem reynt að rif ja upp eitthvað af þvf, sem fyrir hefur komið f þessum ferðum, til dæmis frá því f fyrra- sumar. Ég dvaldist þá um tfma við athuganir fyrir norðan Hofsjökul og með mér var kennari norðan úr landi, dugnaðarmaður, traustur og trúverðugur. Viö komum sfðdegis að Asbjarnar- vötnum og tjölduðum f þurru og góðu veðri á sléttum bakka syðra vatnsins. Kveiktum við á prfmus fyrir utan tjaldið og fórum að undirbúa kvöldvcrð. Er við vor- um að bjástra við þctta, heyrðum við bfldrunur f fjarska og lögðum við eyrun. Það leið ekki á löngu, áður en við sáum langferðabfl koma úr austri og stansa gcgnt okkur norðan vatnsins. Eitthvað af fólki kom út úr bílnum og við sáum grcinilega að sumir fóru að rcisa tjald fyrir nóttina. Meðan við vorum þarna að horfa yfir til þcirra, tóku allt f einu tveir menn sig út úr hópnum, gengu vestur fyrir vatnið og komu í áttina til okkar. Við höfðum orð á að gaman væri að hitta þcssa gesti, EKKI ER ALLT SEM mriiii SÝNIST Frósögu- þöttur eftir Jön R. Hjölmarsson Sfðan sagði hann hægt og alvar- íega. Já, vfst er draugalegt og við ýmsu má búast f þessu furðulega landi, sem er öðru vfsi en öll önnur lönd f veröldinni. Ekki trúir þú þó á drauga og önnur yfirnáttúruleg fyrirbæri, varð mér að orði, þú sem ert vfsinda- maður, raunsæismaður, efnis- hyggjumaður og trúir ekki fyrr en þú tckur á. Já, vfst var ég allt þetta, sagði hann, en margt hefur brcyst sfðan ég fór að dveljast á fjöllunum, og nú er svo komið að ég veit ckki lengur hverju trúa skal. Hann var mjög alvarlegur og hugsandi á svip og eftir nokkur andartök hélt hann áfram. Eg gæti sagt þér frá mörgu, sem orðið hefur til að breyta viðhorf- um mfnum frá þvf að ég kom heim uppfullur af oftrú á raunsæi og vísindi. Eins og þú veist dvaldist ég lengi við nám og störf erlendis og fyrst eftir að ég kom heim til að starfa hér við rannsókn- ir og mælingar, þóttist ég þess fullviss að ekkcrt það væri til sem ekki mætti skilja og skýra út frá eðlisfræði og öðrum greinum vfsindanna. Ég bauð þá öllu því byrginn, sem nefnt er hjátrú, dulræn fyrirbæri og þess háttar kerlingabækur og neitaði að trúa öðru en því, sem sanna mætti með vfsindalcgum rökum að ætti sér eðlilegt upphaf og orsakir. Með þetta veganesti lagði ég upp í leiðangra mfna um hálcndið til að mæla landið og rannsaka eðli þess. Að vfsu reyni ég alltaf að halda fast við fyrri skoðanir mfnar, en svo margt hefur borið við, sem ég þekki ekki og get ekki skýrt vísinda- lcga, að ég veit sannarlega ekki lengur hverju má trúa. Stundum sýnist mér allt veröa svo furðu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.