Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1976, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1976, Blaðsíða 8
ÞEIM Vitft ÆTLAD MIKIH HLlíTVEftK Einræðisherrar, kvik- myndastjörnur, keisari, vísindamenn og forsetar eins og þau l-itu út á barnsaldri, þegar framtíð- in var óskrifað blað. Þeir sem ráða örlögum milljóna í krafti stjórnmála, þeir sem hafa áhrif á heilsufar með merkum uppgötvunum, þeir sem móta nýjar kenningar og hafa áhrif á skoðanir fjöldans eSa meS öðrum orðum: Þeir sem virðast eiga svo stóran þátt í að skapa ástand heimsbyggðarinnar, — voru þeir alveg eins og önnur börn? Lítið bara á myndirnar. Fljótt á litið virðast þetta vera myndir af ofur venjulegum börnum. Aðeins klæðnaðurinn sam- kvæmt þeirri tízku sem rfkti um og fyrir aldamót, þegar barnaföt voru aðeins smækkuð útgáfa af fatnaði fullorðinna. Vitaskuld er auðvelt að vera vitur eftir á og segja: Sjáið bara augun í Adolf litla Hitler; þau eru nú ekki alveg venjuleg. Og þó. Kannski hefði hann látið sér nægja að verða málari, ef honum hefði hlotnast dálítið meiri viðurkenning fyrir myndirnar sinar. Og þá mundum við segja: Auðséð, að þarna er verðandi listamaður. Hann ótti eftir a8 hafa mikil óhrif ó gang móla I Mi8-Evrópu ó geysilega löngum stjórnarferli sinum. Og hér er hann ð barnsaldri og næstum þvi klæddur eins og pinulitill keisari: Franz Jósef Strauss, siSar keisari Austurrikis. Mikill valda- maður. en kannski ekki hamingjumaður i einkalffi sinu a8 sama skapi. Var hún kannski fædd filmstjarna. Að minnsta kosti sýnist hún þó nokkuð efnileg þarna. aðeins 5 ára a8 aldri, en auSsjáanlega i sinu finasta pússi: Marlene Dietrich, kvikmyndaleikkonan fræga me8 hásu röddina og fætur, sem þóttu hreint óviðjafnanlegir. „Ég ætla a8 verBa forseti Vestur-Þýzkalands — og þá ætla ég að ganga vi8 þennan staf." En það gekk þó töluvert á i álfunni áður en snáðinn, Walter Scheel, náði takmarki sinu. Greindarlegur drengur með litlu systur sinni — og að sjðlfsögðu me8 hatt, þó hann sé bara 6 óra. Þarna var Albert Einstein bara búinn að læra margföldunartöfluna, en ekki farinn að pæla I afstæðiskenningunni að ráði. Þama voru augun óvenju stór og barnsleg, en siSar virtist svo sem hann gæti dóleitt þúsundir manna með einu saman augnaróðinu og kannski hefur enginn einn maður róðið örlögum jafn margra á jafn stuttum tlma og hann: Adolf Hitler, hér tveggja ára. Æ, hvað mig langar til að verða bæði falleg og fræg. Marilyn Monroe, sem hér er bara ársgömul, varð að visu hvorttveggja, en henni gekk einatt erfiðlega að eiga samleið með gæfunni. Efni í rithöfund og existentialista — er nokkur leið að sjá það ð Jean-Paul Sartre. sem þarna er bara 5 ðra? Lltil feimin stúlka, bara þriggja óra og feimin við myndavélina. Ónei, ekki aldeilis. Strákur var það heillin og slðar varð hann svarthærBur og safnaSi alskeggi og reykti digra vindla og gerðist þjóShöfS- ingi: Fidel Castro. Ugglaust munu menn geta ráðið I, hver hann er þessi ungi drengur, aSeins 12 óra gamall, en bráSger og hefur þá þegar ætlað sér mikinn hlut I hnefaleikahringnum. Hér er Cassius Clay, slSar Muhamed Ali, margfaldur heimsmeistari I hnefa- leikum I þungavigt. Indversk móðir með tveggja ára gamla dóttur slna, sem virSist þá þegar hafa verið ákveðin á svipinn og hvöss til augnanna. Nú er litla stúlkan forsætisráS- herra og raunar einræSisherra yfir næst fjölmennustu þjóð heimsins og þvl miður þykir ekki allt mjög lýðræðislegt, sem hún tekur sér fyrir hendur: Indira Gandhi. Tlu ára-gamall. fyrirferSarmikill, tals- verSur „töffari" og átti eftir a8 verða mun harSari I horn að taka: BoSberi byltingarinnar, Ché Guevara. Bara fjögurra óra. ðgæt stelpa. ekki beinltnis Ijóti andarunginn, en dólltið ófrlS. Og þó ótti hún eftir aS verða kvenna frlðust og að minnsta kosti nægilega fræg: Elizabet Taylor. kvik myndaleikkona. Eins gott að fara að venja sig við myndavél- arnar strax þótt maður sé bara tveggja. Slðar kom hann sér upp frægu yfirskeggi og „sjarmeraBi" konur ó kvikmyndatjaldinu um allan heim: Clark Gable. Við þekkjum hann áreiðanlega ekki af þessari mynd, hattinn vantar og kúrekabeltiS, enda var John Wayne slðar kvikmyndahetja aðeins árs- gamall, þegar hann sat fyrir. Orðinn sjö ára og ekki einu sinni með bltlahór: Sá frægi Mick Jagger, sem kom I kjölfar Bltlanna með Roll- ing Stones og lætur enn að sér kveða I poppheiminum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.