Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1976, Blaðsíða 13
Fyrsta skrifstofa Alþjóðasam- bandsins I Parls var I bakhúsi vi8 Rue des Gravilliers nr. 44. Til óblandinnar gremju fyrir Marx, ná8i franski kommún- istalei8toginn Louis Blanqui si- fellt meiri áhrifum me8 öfga- fullum kröfum sinum. ríkisins". Yrði þá hægara að fylkja öreigunum til orrustu. Marx var sem sé orðinn „stórþýzkari" og var það raunar ekki í fyrsta sinn, sem hann hallaðist að þeirri hugsjón. I ritstjórnatið sinni við Rheinische Zeitung hafði Marx lagt til, að Þjóðverjar veittu Dön- um ofanígjöf og tækju af þeim Slesvík. Svo varð stríð og töpuðu Þjóðverjar því. Þá kvartaði Marx um „svik við heiður þýzkra vopna“ og lét Engels, fréttamann blaðsins í útlöndum, heimta, að gengið yrði ærlega í skrokk á Dönum. Það var nauðsynlegt vegna þess, að norrænn andi var ekkert nema ótamin hrifning yfir ruddaskap, og fornnorrænt sjóræningjainnræti, sem var svo ofsalegt, að það varð ekki með orðum birt, heldur brauzt það út i sum þessara sautján voru á bandi Marx. Marx var samt ákaflega hrifinn af kommúnunni. Hann samdi rit um hana; Borgarastriðið í Frakk- landi heitir það. I morgum blöð- um var Marx talinn upphafsmað- ur að kommúnunni. Það var nú ekki rétt. Það var heldur ekki rétt, sem ýmsir blaðamenn héldu fram, að Alþjóðasambandið væri svo vel efnum búið, að það gæti greitt kostnað af byltingum er- lendis. Sannleikurinn var sá, að tekjur Alþjóðasambandsins urðu 50 sterlingspund, þegar vegur þess var mestur; það var árið 1869. Þvi var haldið fram í blöð- unum, að félagar sambandsins væru geysimargir. I Englandi voru þeir 254, hvorki fleiri né færri. Um þetta leyti voru 800 þúsund manns í stéttarfélögum. Aðeins 50 þúsund þeirra voru tengdir Alþjóðasambandinu á einhvern hátt. 1 Þýzkalandi voru félagasamtök i 58 héraðsdeildum og 385 manns úr þeim tengdir Alþjóðasambandinu. Þetta voru ekki háar tölur. Hins vegar hafði Marx verið getið i blöðunum, enda sagði hann: „Þetta er sann- arlega hressandi eftir tuttugu ára eymd og vesöld". En nú dró brátt til frekari tíðinda. Margir höfðu alls ekki gert ráð fyrir þeirri þróun, sem varð í Frakklandi og kærðu sig ekkert um Parísarkommúnuna Þeir voru ekki heldur hrifnir af rót- tæku orðalagi Marx í bók hans, Borgarastríðinu i Frakklandi. Margir tóku það líka óstinnt upp, er hann hélt því fram, að Alþjóða- sambandið fylgdi sinni stefnu. Ensk iðnfélög voru kjarni Al- þjóðasambandsins. Nú gengu ýmsir forystumenn þeirra úr Al- þjóðasambandinu. Þeirra á meðal var George Oder, sem verið hafði forseti Æðsta ráðsins frá þvi sam- bandið var stofnað. Sambandið missti líka fylgi á meginlandinu. Og þeir, sem enn héldu tryggð við það urðu æ gagnrýnni á „lærða manninn i London", sem lét sem hann væri formaður sambands- ins, enda þótt engar kosningar hefðu farið fram í því í fimm ár. Ekki bætti það úr skák, að Bakún- ín hafði æ meiri áhrif í samband- inu, sá „£lamurgosi“, sem hélt því fram, að sköpunarmáttur væri fólginn i eyðileggingarfýsninni. Þá jókst Blgnquistum einnig fylgi. Marx \arð brátt ljóst, að aðrir hvorir þessar legðu undir Framhald á bls. 14 Pablo Neruda EG BIÐ UM ÞÖGN Nú láta þeir mig í friði. nú hafa þeir vanist fjarveru minni. Ég ætla að láta aftur augun. Ég á mér aðeins fimm óskir, fimm megin rætur. Ein er ódauðleg ást, önnur að biða haustsins. Ég get ekki lifað án þess að sjá blöðin fjúga og falla til jarðar. Sú þriðja er bitur vetur, regnið sem ég elskaði, ylur eldsins í nístandi kulda. Hin fjórða er sumarið, hnöttótt eins og vatnsmelóna. Og sú fimmta eru augun þin, Matthilda, yndið mitt eina. Ég vil ekki sofa án þinna augna, ég vil ekki lifa án þins augnatillits. Ég myndi gefa vorið til að þú fylgdir mér með augunum þinum. Vinir, þetta er allt sem ég óska, næstum ekkert, en samt allt. Nú megá þeir fara ef þeir vilja. Ég hef lifað svo lengi að einhvern daginn neyðast þeir til að gleyma mér, °g þurrka mig út af svörtu töflunni. Hjarta mitt var óþreytandi. En vegna þess að ég bið um þögn skulið þið ekki halda að ég æ'Ji að deyja. Þvert á móti, það vill svo til að ég ætla mér að lifa — að vera og halda áfram að vera. „Frakkar eiga þa8 skiliS a8 vera lú- barðir" skrifaSi Marx ári8 1870, þegar styrjöldin milli Frakka og ÞjóSverja brauzt út. (Málverk af orustunni hjá Gravelotte) Marx vonaSi a8 ef ÞjóS- verjar sigruSu héldist þýzka rikiS óskipt og þá gæfist kostur á a8 stofna miðstjórn öreiganna. Það er ekki orðið áliðið nú, frekar en venjulega. Flöktandi Ijósið er eins og sægur af býflugum. Látið mig í friði með deginum. Ég bið um leyfi til að fæðast. ruddaskap við konur, og samfelld- um drykkjuskap meö væmni og berserkjalátum til skiptis... En nú var áriö 1870 og Frakkar andskotarnir en ekki Danir. Marx hélt þvi fram i Alþjóðasamband- inu að nauðsynlegt væri að berj- ast gegn hinu afturhaldssama franska riki. En svo körfðust Þjóðverjar þess að fá Elsass hérað og þá fordæmdi Marx það og kall- aði, að verið væri að snúa varnar- stríði i árásarstríð. Þegar loks sá fyrir endann á stríði þessu var Parísarkommúnan svo stofnuð.2) Marx taldi þá uppreist „hetju- legasta afrek flokksins". Það var þó dálítið frjálslega talað, því kommúnan var alls ekki kommún- ísk. 92 ráð voru stofnuð í henni, en aðeins 17 þeirra voru í Al- þjóðasambandinu og einungis Samt vil ég ekki halda áfram að lifa ef kornið innra með mér skýtur ekki út frjóöngum, fyrstu sprotarnir brjótast í gegnum moldina I leit að Ijósinu. En móðir jörð er myrk, og innst inni er ég sjálfur myrkur: ég er eins og brunnur vatnsins, sem nóttin lætur stjörnur sínar falla i og heldur siðan áfram yfir akrana. Mergur málsins er að ég hef lifað svo lengi. að ég óska þess að lifa annað eins. Aldrei var rödd min eins hljómmikil, aldrei hef ég verið kysstur svo oft. Hrafnhildur Schram þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.