Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1976, Blaðsíða 7
Hér sést yfir Klakksvík í Færeyjum, þar sem þau Baldvin og Bentsina settust að. alvarlegt, aö ekki mun hafa tæpara mátt standa. Dögum saman hafði skipshöfnin verið meira og minna matarlaus. Kiitterinn legið undir áföllum í fárviðrinu og brotnað ofan þilja, seglabúnaður rifnað og eyðilagzt. I lúkarnum voru öll kol búin. Til að halda hita þar nióri hafði ekki verið um annað að ræða en að ráðast á innviði í kútternum og nota þá til eldiviðar. Bryngerði minnti að landtaka Sigur- faramanna á Seyðisfirði hefði ekki verið skemmtileg sjóhrökt- um skútuköllum. Þá mun hafa geisað þar í bænum faraldur eða eitthvað í þeim dúr. Bærinn var að því er hana minnti i sóttkví. Það hafði t.d. ekki verið að því hlaupið fyrir kallana að fá mat eins og ástandið var i bænum. En einhvern veginn bjargaðist það. Matinn fengu þeir og sjálfir gerðu þeir svo við seglin og annað sem aflaga hafði farið og héldu svo af stað aftur. Já, ferðin öll tók niu vikur frá Reykjavík til Tors- havn. Færeyingar nota ekki dags- daglega nafnið Torshavn, heldur'aðeinsHavn um höfuðstað sinn. Þegar Baldvin var loksins kominn til Færeyja sendi hann Bryngerði bréf. Sagði henni að sér litist mjög vel á sig í Fær- eyjum. I Klakksvík vildi hann setjast að fyrir fullt og allt. Bað hana að koma með drengina þeirra. Þegar hér var komið, höfðu þau eignazt þrjá syni. Sendibréfin voru lengi að berast landa á milli í þá daga hvað þá heldur frá Klakksvík til Gríms- eyjar. Bryngerður tók nú að undirbúa brottförina úr Grímsey — frá Is- landi til fyrirheitna landsins — Færeyja. Það var síðsumars árið 1921, að hún kvaddi sitt fólk — foreldra og systkini i Grímsey. Elzti sonurinn Víkingur, var þá að mig minnir 4—6 ára, varð eftir hjá foreldrum Bryngerðar. Hinir drengirnir tveir, fjögurra ára og sá yngsti nær tveggja ára fóru með móður sinni. Það hafði ekki fylgt Bryngerði mikill farangur. Hún fór með póstbátnum frá Grímsey til Siglufjarðar. — Þaðan komst hún með togara suður til Hafnarfjarðar. Það hafði verið ákveðið að hún skyldi sigla frá Islandi til Færeyja með þvi gamla danska farþega- og vöru- flutningaskipi Botníu. Þegar til höfuðstaðarins kom var Botnía ekki mætt. Nú mátti Bryngerður bíða og bíða lengi eftir að komast áfram. Að norðan þekkti hún fólk hér í Reykjavík. Það var séra Helgi Hjálmarsson á Grenjaðar- stað og kona hans Elísabet. Helgi var hættur prestskap og fluttur á möiina. Bjó hann vestur við horn Ljósvallagötu og Hringbrautar, en það hús heitir Grenjaðar- staður. Mun sér Helgi hafa látið byggja það hús og skírt. Séra Helgi var víðkunnur maður hér á manndómsárum sinum m.a. vegna glimusnilli sinnar. Hann hafði sýnt glímu við konungs- heimsókn (Þetta sagði Árni Ola mér, því að ég hafði aðeins skrif- að hjá mér Elísabet prestsfrú). Þau hjón reyndust Bryngerði vel, tóku hana með drengina inn á heimili sitt. Hjá þeim var hún unz sá mikli dagur rann upp að Botnía kom og hélt af stað aftur áleiðis til Færeyja. Það var komið haust í Reykjavík, er Bryngerður kvaddi sómahjónin á Grenjaðarstað við Ljósvallagötuna — og Island fyrir fullt og allt. Lokaáfanginn til fyrirheitna landsins var hafinn. Ekki segir af ferðum Bryngerðar fyrr en Botnía varpaði akkerum fyrir utan hina litlu opnu höfn í Þórs- höfn. Farþegar höfðu ekki verið margir og þeir fluttir í land með flutningabáti, sem kom út á leg- una til að sækja farþega og óveru- legan flutning, sem fara átti í land. Þegar Bryngerður sté á land í hinni færeysku höfuðborg, urðu það henni mikil vonbrigði — Hún hafði tæplega vitað hvað til bragðs skyldi taka Það var eng- inn þangað kominn til að taka á móti henni. Hún stóð í algjöru umkomuleysi með litlu drengina og óverulegt hafurtask á lítilli bátabryggju í hinu framandi landi og ofáná allt annað vita mál- laus á tungu þeirra Færeyinga — En svo hafði það gamla orðtæki sannazt, í fyllstu merkingu „Að þegar neyðin er stærst er hjáípin næst“. Hin meðfædda hjálpfýsi Færeyinga bjargaði Bryngerði. Það var maðurinn, sem hafði sótt hana á bátnum út i Botníu, sem nú kom til hennar á bryggjunni og bauðst til þess að hjálpa þessari vegalausu ungu konu frá Islandi. Maðurinn tók hana inn á heimili sitt og fjölskyldu sinnar. — Bauð henni að vera þar unz ferjubáturinn milli Klakksvikur og Ilavn kæmi. Enn mátti Bryn- gerður bíða eftir skipsferð. — „Ég var þó svo heppin," sagði hún, „að þurfa þó ekki að setjast upp hjá þessu „elskulega fólki“ jafnlengi og hjá þeim Elisabetu og séra Helga“. — Þetta haust var óvenju stormasamt í Færeyjum Ferjuferðir til Klakksvikur töfð- ust dögum saman. Ferjan hét Smyrill, eins og sú sem var i fyrrasumar í ferðum milli Seyðis- fjarðar og Torshavn. Bryngerður komst ekki frá Havn fyrr en einn hinna allra fyrstu daga október- mánaðar eftir 2ja vikna bið. Loksins var Bryngerður þá komin til fyrirheitna framtiðar- staðarins Klakksvikur. — Þar var Baldvin á bryggjunni er Smyrill kom. Loks eftir 7 mánaða að- skilnað var fjölskyldan öll saman- komin, — að vísu ekki alveg — því elzti drengurinn varð eftir í Grímsey hjá afa sínum og ömmu, sem fyrr segir. — Við Bryngerði blasti framtíðarbærinn hennar. Umhverfið, fjöllin og ásarnir minntu hana á sjávarpláss heima á Islandi. Tveim dögum siðar átti Sigmundur afmæli, varð 2ja ára. Um leið og fjölskyldan var komin til Klakksvikur og hafði komið sér fyrir þar í húsnæði sem Bald- vin hafði útvegað, hófst daglegt starf Bryngerðar við heimili og börn. Baldvin hvarf fljótlega til sinna starfa. Hann var þá á kútterum, sem stunduðu veiðar á fjarlægum miðum, á Grænlands- miðum og við ísland. Var úthald þeirra oft langt, jafnvel svo mánuðum skipti. Þegar Bryn- gerður kom til Klakksvikur var þar fyrir að mig minnir íslenzk kona að nafni Eiríka. Því miður hefur það fallið úr minni minu hvers dóttir. Þessi kona hafði reynzt Bryngerði mikil hjálpar- hella. Hún var gift færeyskum sjómanni. „Heimilis- og fjölskyldulífið hjá okkur var ekki neitt frábrugðið þvi sem almennt gerðist á öðrum heimilum skútusjómanna hér i bænum," sagði hún. Handavinna var snar þáttur í störfum hús- mæðranna. Bryngerður prjónaði t.d. alla vettlinga, sokka og nær- fatnað bónda sins öll þau ár, sem hann var til sjós og einnig á börn- in. Auk heimilisstarfa einkum á vorin og sumrin hafði Bryngerður verið í saltfiskvinnu á stassjón- inni hjá Kjölbroútgerðinni. „Blessaður," sagði hún allt í einu: „Það er ekkert merkilegt eða frásagnarvert í kringum min störf i heimilisins þágu eða barn- anna. Vertu ekki að hugsa um að eyða einhverju púðri á mig þó þú fáir hér kaffisopa og spjallir við gamla kellingu.“ Bryngerður og Baldvin höfðu ekki tjaldað til einnar nætur er þau komu til Klakksvíkur. „Bald- vin,“ sagði hún og endurtók til frekari áherzlu, „var þá þegar staðráðinn i því að hann skyldi verða Færeyingur i fullum skiln- ingi orðsins. Það varð hann. Eftir skamma veru í Klakksvik gekk hann í að útvega sér lóð undir hús fyrir okkur. Það er þetta hús og heitir i Vikum. þ.e.a.s. öll húsin hér í þessu hverfi. I þessu húsi eru sjö börn þeirra Bryngerðar og Baldvins fædd, þar af einir tvi- burar — stúlkur. Það var stund- um æði þröngt um okkur, en þá var hægt með hjálp og út- sjónarsemi góðra smiða að gera allskonar breytingar á hinu upp- haflega húsi. Alltaf tókst smiðun- um að láta fjölskylduna rúmast í þvi. Var t.d. einu sinni gripið til þess að fá aukið pláss með því að lyfta þaki þess öðru megin við mæninn. Það hafði verið mjög gott að vera með börn i Klakks- vik í gamla daga, sagði Bryn- gerður. Það var ætíð eitthvað haft fyrir stafni. Snemma vöndust unglingar á að vinna við fram- leiðslustörfin. Daglegt líf í bæn- um var held ég með sama hætti og i plássi á íslandi. — „En veðurfar er mildara hér en hjá ykkur heima," sagði hún. Hafði hún kynnzt Kjölbro gamla? Jú, svona eins og aðrir í bænum. Hann var góður maður fyrir þetta pláss, var allt i öllu. Mjög var hann traustur þeim, sem hann vildi hafa í vinnu hjá sér, þó hann um leið gerði miklar kröfur, einkum til skipshafna sinna. Líklega hvað mestar meðan á skútuöldinni stóð. „Hann hafði ætíð reynzt Baldvin vel,“ sagði hún. — Þegar hann hafði hætt á kútterum og siðar á togurum Kjölbros, sem á fjarlæg mið sóttu, hafði Kjölbro strax látið Baldvin fá skiprúm á minni fiskiskipum, sem sækja á heimamiðin við Fær- eyjar, 15—20 tonna Bryngerður sagðist muna eftir einni sjóferð til tslandsmiða, sem Baldvin hefði hlekkzt á, — eða öllu heldur kútternum, sem hann var á. Hún hélt þetta hefði verið i eina skiptið á hans langa sjó- mannsferli eftir að þau voru flutt til Færeyja sem Baldur hefði lent f hrakningum. Kútterinn hét frönsku nafni — enda keyptur i Frakklandi, en látinn halda sínu franska heiti, Phebe, sem var framborið Fíbi. Næstelzti sonur þeirra, Benedikt, var þá 14 ára og var með föður sínum á kútternum i þessari sjóferð. Kútterinn fórst á miðunum við Island, en mann- björg varð. Höfðu Færeyingarnir ekki þurft að hrekjast lengi áður, en þeim var bjargað. Þctta var á árunum 1931—33. Þegar Baldvin og sonur hans komu heirn aftur úr þessari för var ekki til setunnar boðið frekar en endranær: Bald- vin strax kominn á annan kútt- er. Hann var á sjónum, á fjarlæg- um miðum held ég öll heims- styrjaldarárin. Færeyingar urðu að færa miklar mannfórnir í heimsstyrjöldinni en Baidvin slapp skaðlaust og óskaddaður frá þeim hörmungarárum — Og sjó- maður var hann óslitið fram yfir 1960. — Þá fór hann í land, lagði frá sér sjópokann í siðasta skiptið. Hann starfaði áfram hjá Kjölbros og var við hestaheilsu allt framundir árið 1966, en þá lézt Baldvin 72 ára að aldri. Öll börn þeirra hjóna höfðu þá kvatt heimili foreldra sinna i Klakks- vik. Siðastur kvaddi yngsti sonur þeirra Hann gerðist farmaður en lézt af slysförum fyrir nokkrum Framhald á bls. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.