Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1976, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1976, Blaðsíða 8
Bragi Ásgeirsson NEWELL CON- VERS WYETH Lengst til vinstri „Vetur", máluð i desember 1909. í miðju að ofan: Uppstilling. Að neðan: N.C. Wyeth við vinnu sina i Chadds Ford 1909. Lengst til hægri: „Siðdegi", tempera á tré, máluð 1945. OG NIÐJAR HANS Fyrri hluti NEWELL CONWERS WYETH, telst til listfengustu og umsvifa- mestu bókaskreytingamanna Am- eríku á fyrra helmingi þessarar aldar. Líf hans og ævi helgaðist bókaskreytingum, málaralist og þekkingarmiðlun á þeim sviðum allt til sviplegs andláts hans af slysförum árið 1945, er hann var - 64 ára að aldri. Er hann lézt hafði hann ekki einungis að baki litrík- an feril sem bókaskreytingarmað- ur, sem gerði nafn hans kunnugt um allan hinn enskumælandi heim, heldur hafði hann einnig sem lærifaðir barna sinna lagt grunninn að listframa fjölskyld- unnar og niðja, sem einstök er í bandarískri sögu. Varla mun til sá menntaður Bandarfkjamaður sem ekki hefur heyrt þessarar fjöl- skyldu getið eða séð mynd eftir einhvern fjölskyldumeðlim henn- ar. Fyrstu áratugi aldarinnar heill- uðust unglingar af sannverðug- um og innlifuðum skreytingum N.C.Wyeth í bókum svo sem Síð- asti Móhíkaninn og öðrum eftir James Fennimore Cooper, Róbin- son Krúsó eftir Daniel Defoe, Hróa Hött eftir Paul Creswick, Stikilberja Finnur eftir Mark Twain, ásamt fléiri bókum hans, auk bóka Robert Louis Stevenson, Jules Verne o.fl. o.fl. Þarnæst komu fram á sjónarsviðið þrjú börn hans (af fimm), sem' öll urðu málarar auk tveggja tengda- sona og af þeim hópí er Andrew Wyeth nafntogaðastur, en urr hann ritaði ég sérstaklega í Les- bók sl. haust. Þannig rættist æskudraumur N.C.Wyeth með niðjum hans. Af þriðju kynslóð- inni hafa þegar tveir haslað sér völl á áhrifaríkan hátt, þeir George Weymouth (f. 1936) og James Browing Wyeth (f. 1946), en hann er sonur Andrews. Það er erfitt hlutskipti fyrir mann, sem hefur öll skilyrði til að hasla sér völl sem gildur málari, að verða að leggja fyrir sig myndaskreyt- ingar á almennum sölumarkaði til aðj>eta séð sér og sinum farborða á sómasamlegan hátt, en þessi maður gerði það af slíkri útsjón- arsemi og kostgæfni, að hann lagði grundvöll að hinum sér- stöku auðþekktu einkennum í myndastíl niðja sinna og um leið margs annars af þvi fágaðasta og tærasta í afneriskum realisma í dag, svo sem myndir þær er fylgja þessari grein mega kynna. Bókaskreytingar teljast sérstak- ur þáttur i sjónlistarsögu og menningu hverrar þjóðar, þótt sjaldan teljist þær til hreinnar myndlistar, en á þeim árum er N.C.Wyeth starfaði var sérkenni- legur listrænn ljómi yfir faginu, það hafði ekki einangrast, tekið á sig núverandi svip né meðal mennskusjónarmið skorið sigur. — Iðkendur fagsins hugsuðu hátt, gengu í listaskóla og lærðu að mála og gengu ósjaldan í gegn- um öll stig menntunar fagurlista- skóla þeirra tima, svo sem greini- lega kemur fram í mörgum mynd- um N.C.Wyeth. Þá var útfærsla mynda N.C.Wyeth langt frá þvi að veravélræn innivinna, og myndir sínar málaði hann með olíu á striga og iðulega vel yfir stærð meðal málverka. Hannskoðaði og meðtók því fagið sem málari fyrst og fremst, og þó að myndir hans beri þess margar ljósan vott, að hann var mjög háður hefðbundn- um márkaði þeirra tíma, er hann lifði á, kemur hinn upprunalegi listamaður skemmtilega fram í ýmsum myndum hans. Hann harmaði allt sitt líf að verða að mála eftir kröfum markaðsins, svo sem mörg bréfa hans til fjöl- skyldu sinnar og vina eru til vitn- is um, — og er hann var á síðari árum órðinn vel efnaður lagði hann áherzlu á málverkið í sjálfu sér og gerði nokkrar mjög athygl- isverðar myndir, sem telja verður i háum gæðaflokki amerisks real- isma. N.C.Wyeth eignaðist 4 dætur og sýndu tvær þeirra ágæta málara- hæfileika, sú þriðja giftist mál- ara, en hin fjórða varð tónskáld. Svo þegar sonur fæddist, er snemma sýndi mikla listræna hæfileika, lagði faðirinn alla áherzlu á að mennta hann sem best og búa svo í haginn fyrir hann, að hann gæti óskiptur helg- að sig frjálsri myndlist. I dag myndi margur trúlega misvirða að þessi ágæti maður skyldi ekki leggja sama metnað í uppeldi og menntun dætra sinna sem sonar en þetta var á tímum annars mats á stöðu og hlutverki konunnar I þjóðfélaginu, og máski komu hæfileikar þeirra ekki jafn greinilegafram. Þessum merka brautryðjanda og fjölskyldu hans vil ég gera hér nokkur skil, en hvergi tæmandi þar sem efnið er viðamikið, t.d. var öllu febrúarhefti (1975) lista- tímaritsins American Artist helg- að þessari óvenjulegu og mark- sæknu fjölskyldu. Allt hefur sína sögu, sinn að- draganda og bakgrunn og áður en lengra er haldið til kynningar á listferli N.C.Wyeth, er skylt að víkja að þeim lærimeistara hans, sem Wyeth átti stærstu skuld að gjalda, en sá var. einnig athyglis- verður myndlistarmaður og fræð- ari. Hér á í hlut hinn mikilvægi HOWARD PYLE, sem var í senn nafntogaður myndlistarmaður og rithöfundur og hámenntaður á báðum þeim sviðum. Á hátindi sinnar frægðar tókst hann á hend- ur að kenna á námskeiðum við menntasetrið Drexel, stofnun

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.