Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1976, Blaðsíða 9
lista, visinda og iðnaðar í Fíladel- fíu. Svo mikil aðsókn var á þessi námskeið hjá hinum fræga manni, að þau voru jafnan yfirset- in, auk þess að þeim var fjölgað og vinnuálag hans þar með aukið á kostnað eigin skapandi vinnu. Hann var ekki ánægður með þá þróun mála né sinn hlut, me'ð því að honum fannst að nemendur væru of margir og lélegir, að al- vöru og atorku skorti bak við nám þeirra. Hann tók eftir því hve margir lögðu út í listnám vegna þess að þeir þóttu hafa lipra hönd, að vert varð vissra hæfi- leika hjá þeim, en hins vegar skorti þá átakanlega festu, seiglu og átakavilja, því að þegar þeir uppgötvuðu kröfurnar sem gera varð til að ná árangri, fjaraði áhuginn út og lítilsigld vinnu- brögó fylgdu i kjölfarió. Howard Pyle hafði aðrar og hærri hug- sjónir en svo að hann sætti sig við slíka þróun mála, svo aö eftir nokkura ára kennslu viö skölann lét hann af því starfi, gafst upp. Honum var það ljóst, að ein- ungis örfáir nemanda hans höfðt' þroska og getu til að meðtaka kennslu hans og hagnýta hana i áframhaldandi starfi. — Og nú framkvæmir hann hugmynd sem lengi hafði verið að þróast með honurn, — stofnar sinn eigin skóla í Wilmington, Delaware aldamótaárið 1900 og var hann jafnframt byggður fyrir þann fá- menna kjarna nemenda frá Drexel, sem reyndust fúsir til að meðtaka og gangast undir hinn stranga aga sem er undirstaða árangurs í öllu listnámi. Að sjálf- sögðu komust einungis fáeinir af hundruðum umsækjenda inn fyr- ir dyr skólans ár hvert, og þegar skólinn hafði starfað i 3 ár hét einn hinna gæfusömu er voru teknir til reynslu Newell Convers Wveth. —„Eg held að mér muni líka staðurinn betur en ég bjóst við,“ skrifar hinn ungi N.C.Wyeth i bréfi til móður sinnar daginn eft- ir komu sina. Hann hafði kvatt foreldra sina þrem dögum áður í Needham Massachusetts, tekið hraðlest áleiðis til Boston tii að hefja nám við frægasta skóla landsins í bókaskreytingum „Ho- ward Pyle listaskólann“, Wil- mington, Delaware. Og það var ekki svo lítill frami og upphefð fyrir hinn kornunga mann, að hafa fengið inngöngu í þann skóla, og hann fann tilfinningu gleði og eftirvæntingar streyma um sig og var þakklátur fyrir þá aðstoð sem hann hafði fengið i veganesti að heiman. N.C.Wyeth var fæddur 22. októ- ber 1882 og áttu foreldrar hans búgarð í Needham og mátti rekja slóð forfeðranna allt til frumgerð- ar búgarðsins ár árið 1730, en æt'tfaðirinn kom frá Wales og var nafn hans Nicolas Wyeth. Líkt og flest börn hafði hann gaman af að teikna, en hann teiknaði mark- vissar og af meiri einbeitni en jafnaldrar hans, og fljótlega varð honum ljóst að hann vildi verða listamaður. Ásetningur hans hlaut ekki hljómgrunn hjá hans nánustu, að móður hans undan- tekinni sem studdi son sinn af ráð og dáð. A sextánda aldursári stóð til og lá við að hann væri sendur til búfræðináms, en móðir hans fékk þvi afstýrt á síðustu stundu og fékk þvi ráðið að honum væri gefið tækifæri til að sanna hæfi- leika sina á listasviðinu. Næstu fj.ögur árin stundaði hann nám í ýmsum listaskólum og studdi fað- ir hans hann fjárhagslega en nauðugur þó. Tveir eldri félagar hans, sem höfðu komist inn í skóla Howard Pyle, hvöttu hann svo að senda inn verk og sækja þar unt skólavist. Reynslutími N.C.Wyeth varaði einungis fáa mánuði og var þá tekinn i hóp lengra kominna sem fullgildur nemandi. Frá upphafi skólavistar sinnar þai; skildi hinn tvitugi unglingur frá Nýja Eng- landi hvilíkra forréttinda hann naut með þvi að fá tækifæri til að stunda nám við þennan óvenju- lega og framúrskarandi skóla og njóta leiðsagnar þess manns, er hann hafði dáð frá barnæsku, og hann var staðráðinn i að hagnýta sér það til þess ýtrasta. — Skóla- dagurinn var langur, eða frá kl. 8 að morgni til 6 að kvöldi. Aðeins var frí rúmhelga daga og lét Pyle nemendur sína einnig vinna utan- dyra, sem var mjög óvenjulegt og nánast byltingarkennt á þeim tint- um er erfðavenjan viðurkenndi einungis innivinnu. Næstu ár var N.C.Wyeth undir handleiðslu Howard Pyle, sem reyndist nemendum sinum í senn kröfuharður lærifaðir og gildur félagi er tók jafnt þátt í ferðalög- um þeirra, leik og glaumi, sem daglegu starfi. N.C.Wyeth lagði sig allan fram við nám sitt og náði fljótlega þeim árangri að útgefendur tímarita föru að kaupa myndskreytingar eftir hann til birtingar, og seinna fær hann pantanir frá tímaritum í New York og Filadelfiu, og fyrr en varði var hann farinn að senda peninga heim til Needham. Jafn- framt dugnaði við nám var hann ötull bréfritari og skrifaði heim oft í hverri viku, — og þessari áráttu til bréfaskrifta var hann jafnan trúr allt lifið og hélt á þann hátt nánu sambandi við fjöl- skyldu sina og vini. Tengdadóttir hans, Betsy Jam- es Wyeth (kona Andrews), gaf út úrval bréfa hans 20 árum eftir andlát hans og veita þau glögga sýn inn i lif og starf þessa árvaka listamanns. At- hafnasemi hans var viðbrugðið og alls staðar var hann stór í sniðunt og metnaður hans auðsær. Hann var ekki aðeins hár vexti og vel byggður heldur virtist allt sent hann tók sér fyrir hendur fá hans eigið svipmót og samræmast fyrir- ferðamikilli líkamsbyggingu, auk hlutfallslegra fingerðra handa. Myndskreytingar hans voru iðu- lega vel á annan metra að flatar- máli, oftast málaðar í olíu með penslum og palletthnifum, fín- lega málaðar niður i smáatriði þrátt fyrir stærðina og karl- mennskulegt yfirbragð, — og með einkennunt og tilburðum hins yf- irvegaða listamanns. Á 43 ára starfsferli sínum gerði N.C. Wyet yfir 2000 slíkar áritaðar myndir og auk þess 40 stórar veggmyndir (murals) í banka og opinberar byggingar, og svo komu öll trönumálverkin, vatnslita myndirnar, hugmyndarissin og myndir annarrar tækni. Mestan hluta starfs síns varð hann að sinna skreytivinnu sinni þótt hjarta hans væri vígt mál- verkinu, sem ekki væri háð mark- aðinum ogduttlungum hans.Þessi árekstur tveggja ólíkra megin- þátta i lífi hans olli honum ósjald- an rniklu hugarvili sem stundum jaðraði við sjúklegt þunglyndi. Listamaðurinn, sem hafði lyft am- eriskum myndskreytingum i nýj- ár hæðir var haldinn vægðar- lausri sjálfsrýni. Hann skrif- aði til fjölskyldu sinnar árið 1909: „Ykkur mun finnast þaó i meira Framhald á bls. 16 4-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.