Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1976, Blaðsíða 14
Bragi Kristjónsson LEIK- SMIÐJA HUGAR- FLUGSINS „Allir vissu hvað það átti að vera ...” Heimsókn í Det lille Teater í Kaupmannahöfn. Umtal og samtal við Vibeke Gárdman. Litla leikhúsið í Kaupmannahöfn var stofnað árið 1966 að frumkvæði Vibeke Gárdmand og skyldi það verða leikhús fyrir börn á aldrinum 3—7 ára. Leikhúsið er staðbundið og þar eru um 80 áhorfendasæti. Leiktímabilið er 1. sept. — 1. júní. Venjulega hafa verið fjórar sjálfstæðar leiksýningar á hverju leikári, þar af einn gestaleikur erlendis frá. Vibeke Gárdmand, stjórnandi Det lille Teater i Kaupmannahöfn. Ur „Kykelikyyy" eftir Benny Andersen. Leikendur og höfundur i æfingahléi: Frá vinstri: Maria Stenz, Egon Stoedt Torben Hellborn. Benny Andersen. Troels Munk og Lasse Lunderskov. Úr „Fjórði banani til vinstri" eftir Torben Jetsmark. Steinsnar frá Rádhústorginu í Kaupmannahöfn, nokkra metra frá öngþveitisþvargi Striksins hafmeyjabúðum, lostakjöllurum og öðru krami er í bakgarði einum gömui lag- erbygging ásamt viðbvggðu hesthúsi. Þetta er í einum elsta hluta Kaupmannahafnar, rétt við slóðir Jónasar og Baid- vins. Fvrir 10 árum var tekið til við að breyta þessum gömlu húsum í eitt nútímalegasta barnaleikhús á Norðurlönd- um. Húsnæði leikhússins er nú á tveim hæðum, samtals um 200 fermetrar, auk aðstöðu í hinu fvrrvcrandi hesthúsi. Salur leikhússins er á stærð við stofu í Hlíðunum, um 70 fm. Salur er innréttaður á hefðbundnum borgarleikhús- stíl, en gestir sitja á ábreiðum á gólfi. 80 sæti mvnda hálf- hring umhverfis senu, þar sem aðalatriði leikja fara fram, en leikir fara líka mjög fram úti í salnum og alls kvns haganleg- ur tæknibúnaður gerir kleift vmislegt atferli frá hliðum í salnum. Yfirleitt taka börnin ekki síður þátt i sýningunum en leikararnir. — Það er álit mitt, segir Vibeke Gárdmand, þcgar við bvrjum samtalið á skrifstofu leikhússins undir hanabjálka í þessu gamla hesthúsi, að sér- hvert barn sé — þar til áhrif og mótun meðalfjölskvldunn- ar hafa náð ákveðnu marki og einhæfing skólakerfisins tek- ur við — efni í listamann, hug- sjónamenn eða byltingar- manna á einhverju sviði. Það mætti segja að takmark Litla leikhússins sé að reyna að laða fram þennan hálfglataða og bælda eiginleika hjá þessum 3—7 ára leikhúsgestum okkar. GERÐOG UPPBYGGING Leikhúsið er sjálfseignar- stofnun, sem hefur stjórn og stjórnanda. Fastráðnir starfs- mcnn eru miðasölufólk og sýn- ingarstjóri. Með árunum hefur vaxið upp i kringum leikhúsið dávæn gruppa leikara, tónlist- armanna, leikmyndagerðar- manna, brúðuleikara og fleiri, sem starfa til skiptis við leik- húsið og mynda kjarna þess. Arið-1973 var það rætt, að til- lögu stjórnanda leikhússins, að koma á samstjórnun innan þess. Á þeirri tíð þótti engum tímabært að framkvæma svo róttæka breytingu á starfsemi leikhússins. En þá var sam- þykkt sú breyting, að öll atriði, sem varða reksturinn, hvort sem það snerti fésýslu, áætl- anagerð um listræn eða hag- ræn efni, ráðningar, leikrita- val og allt því skylt, væri að taka fyrir og ræða á vikulegum fundum allra starfandi við leikhúsið. Slíkt hópstarf á að trvggja aðild allra að ákvarð- anatöku og nánari þátttöku allra í sem flestum þáttum í lffi leikhússins. Auk þess var samþykkt, að ræsting húsnæð- isins skyldi framkvæmd af öll- um starfsmönnum þess. Það þötti læging, að ráða „óæðri stétt“ til að ræsta og hreinsa eftir starfsfólkið. AF HVERJU BARNALEIK- HUS? — Það varð mikil hreyfing hér í Danmörku i lok sjöunda áratugarins, sem breytti af- stöðu og viðhorfum margra til barnaleiksýninga, heldur Vi- beke Gárdmand áfram. Síðan hefur þessi alda skolað mörgu góðu á land, en vissulega ýmsu misjöfnu. Fyrst og fremst var þetta þörf margra til að gera leik- húsið að huglægari miðli og tjáningartæki. Þessi þörf varð því miður ekki til hjá sjálfum leikhúsunum, heldur einstakl- ingum utan þeirra. En það varð líka til þess, að leikhúsin tókuviðsér. Fæstirþeirrasem áttu þátt í myndun hreyfingar- innar, höfðu hlotið hefð- bundna menntun i leiklistar- skólum og aðeins fáir starfað hjá hinum svokölluðu borg- aralegu leikhúsum. — Við höfum stundum kall- að okkar gömlu leikhús ljós- mæður nútíma barnaleikhúss. Með forkastanlegu leikritavali og afkáralegum sýningarhátt- um gerðu þau sífellt fleirum ljóst, að þessar fáránlegu „barnasýningar", undantekn- ingarlitið eftir sömu upp- skrift, voru alls ekki fvrir börnin, heldur bara fvrir sam- vizku leikhúsanna sjálfra — eða leikaranna. Þegar best lét fvrir foreldrana. Með sýningu barnaleikrits var hefðbundið leikhús að freista þess að gegna ákveðinni skyldu — við börnin? — eða foreldra þeirra? með því að uppfæra innihaldsrýrar skrautsýning- ar, e.t.v. nokkur ræksnisleg dýr í búri eða þess háttar. Meiningar- og innihaldsleysi þcssara verka ruddi barnaleik- hiúsinu brautina; einkum þar sem fljótlega sýndi sig, að börnin kunnu að mcta sýning- ar nýju húsanna. Og síðar hef-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.