Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1976, Blaðsíða 2
Einvera er ekki almennt keppikefli í nútímanum. Nær lagi væri, ad nútímamaðurinn keppi að því að forð- ast einveru eftir fremsta megni, rétt eins og að vera einn með sjálfum sér samsvari kvalræði. Og hver reynir ekki að komast hjá kvalræði. Mér skiist að fjöldi fólks telji sig ekki hafa andlegan styrk til þess að vera ein- samalt stundinni lengur. Þá býst angistin til atlögu og almennt ráð til þess að stökkva henni á flótta er að leita eftir sálufélagi, eða einungis að vita af einhverju fólki í námunda og fylla dægrin með skvaldri, helzt hávaða. Sú hugmynd að búa einsamall í húsi eða íbúð, þykir ekki hnýsileg; menn vita að gamalt fólk gerir það af illri nauðsyn, þegar makinn er fallinn frá og börnin komin á tvist og bast. En það er talin vera eymdartilvera. Að búa einsamall upp til sveita, er aftur á móti einhverskonar fjarstæða, sem fólk lætur sér ekki koma til hugar að nokkur geri af fúsum og frjálsum vilja. Maður skynjar hryllinginn í svip viðmælandans, þegar aðra eins f jarstæðu ber á góma og þá er spurt: „Er þetta virkilega til?“ Jú, reyndar er það til og jafnvel algengara en íbúar höfuðborgarinnar hafa hugmynd um. Hjá Stéttarsam- bandi bænda er talið, að samkvæmt meðaltali úr 9 sýslum séu 26,7% bænda ókvæntir eða nálægt 1280 bændur alls. Af þeim hefur stór hluti aldraða foreldra sína „í horninu“ eða annað venzlafólk. Ekki er gott að segja um, hve einsetubændur eru margir, en þeir gætu skipt tugum. Ugglaust kemur það á óvart, en hitt kann einnig að þykja ótrúlegt, að ein- setubændur vorkenna ekki sjálfum sér af hlutskipti sínu og búa yfirleitt við þá sálarrór og andlega heilsu, að einveran er þeim síður en svo erfið. Þeir eru sammála um, að líf af þessu tagi hafi sína kosti og allir tala þeir um frelsið og það, að vera alls engum háður. Sé það manninum nauðsyn að eignast sálufélag, þá er ekki þarmeð sagt, að einsetumaður á afskekktum bæ hafi það ekki. Þessum mönnum er það sameiginlegt, að þeir eru mikið fyrir skepnur og eiga gott sálufélag með hundinum og hestinum og fénu. Þegar öllu er á botninn hvolft, er sá félagsskapur kannski fullt eins náinn og meðal nágranna í miðlungs frysti- kistublokk við Hraunbæ eða Æsufell. ★ Ástæðan til þess að ég heimsótti á síðastliðnu sumri fimm einsetubænd- ur í Biskupstungum, var sú að ég þekkti þetta fólk allt frá þeim árum, þegar ég var að alast upp þar í sveit. Ég vissi, að þetta var skemmtilegt og viðræðugott fólk, sem nýtur þess eins og hver annar að fá gest í heimsókn óg hefur í heiðri þann gamla og góða sveitasið að leggja niður störf og ganga til bæjar með gestinum. Kannski voru þeir ekki allir upp- veðraðir yfir myndatökunni, en þeir liðu mér það þá sem gömlum sveit- unga og fyrir það er ég þakklátur. Sá elzti í þessum hópi er sjötugur, sá yngsti 24 ára. Meðal einsetubænda eru konur æði sjaldgæfar; þó er ein í þessum flokki. Það er misskilningur, að einsetu- bændur séu ómannblendnir og inn- hverfir. Miklu fremur má segja, að atvikin hafi hagað því svo til, að einn góðan veðurdag stóðu þeir einir uppi á jörðinni og urðu að velja um að hverfa frá sjálfstæðum búskap, eða búa einir. Að sjálfsögðu er misjafnt og fer eftir einstaklingum, hversu mikið samband einsetubændur hafa við nágranna sína. Búskapur af þessu tagi getur gengið snurðulaust, meðan starfsþrek og heilsa eru óbiluð. Flest- ir reyna að þrjózkast við og standa meðan stætt er. Ég býst við að hin efri ár séu samt kvíðvænleg í augum einsetubænda; sá tími kemur, að upp- gjöf er óumfiýjanleg og hvert á þá að leita? Velferðarþjóðfélagið ætti að kunna svör við því og skal ekki nánar farið út i þá sálma, en einsetubændur teknir tali. FIMM EINSETU- BÆNDUR í Biskups- tungum Texti og myndir: Gísli Sigurðsson / Et bara þegar ég er svangur ” segir Guðmundur Jónsson einsetubóndi á Kjaranstöðum Kjaranstaðir standa i Biskups- tungum miðjum, þar sem víð- feðmir mýraflákar, holt og gras- lendi teygist í allar áttir og sýnist furðu ósnortið. Engin alfaraleið liggur þar nærri. Einhverntíma fyrr á árum hafði maður öslað keldurnar, sem umlykja flesta bæi á miðsvæói sveitarinnar, en nú liggur bærilegur vegur frá Vatnsleysu um Arnarholt og í hlað á Kjaranstöðum. Þaðan verð- ur fagurt útsýni til fjalla, en í þetta sinn grúfði þoka óþurrka- sumarsins 1975 yfir landinu og skildi eftir hárfína dropa á skriðnum puntinum. Og háin tek- in að spretta uppúr gulum hrakn- ingnum. Á Kjaranstöðum býr Guðmund- ur Jónsson einsetubóndi. Bærinn stendur á dálitlu holti og lætur litið yfir sér i bjartviðri, hvað þá í þoku. Að utan er gamli torfbær- inn að mestu eins og hann var, en mjög endurbættur að innan. 1 þetta sinn virtist ekkert lífsmark á Kjaranstöðum; ekki einu sinni hundur að rjúka upp með gelti svo sem venja er til. En ekki hafði ég barið lengi, þegar Guðmundur kom til dyra og ljómaði af ánægju að sjá þó ekki væri nema einn lifandi mann utan úr þokunni. Eg skildi myndavélina eftir í bílnum til þess að hræða.ekki neinn að óþörgu; gekk i bæinn með Guð- mundi og minntist ekki á erindið fyrsta klukkutímann. Þegar ég fór að ía að ætlun minni, var eins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.