Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1976, Blaðsíða 3
Guðmundur í KjaranstöSum rýndi út ( suddann og hugði gott til þess a8 komast ð hestbak — og trúlega yrðu höfð hestakaup. og ég vissi fyrirfram, tekið þvert í allt þesskonar tilstand. En ég þekki allt mitt heimafólk og vissi, að mðtbárurnar voru ekki af alv- arlegum toga spunnar. 1 minu ungdæmi var hann æv- inlega kallaður Gvendur Jóns og er það kannski enn. Hann varð kunnur viða um sveitir fyrir hestamennsku og hestakaup löngu áður en hestamennska ruddi sér til rúms sem almenn- ingssport. Ævinlega sé ég Gvend Jóns fyrir mér riðandi og gjarnan með marga hesta. Hann hefir ver- ið meiri sportmaður en gengur og gerist; tekið hnakk sinn og hest, þegar inni var þröngt og áreiðan- lega notið lifsins marga stund í félagsskap við hesta og hesta- menn. Það var næstum rokkið í bað- stofunni á Kjaranstöðum, en allt tandurhreint og snyrtilegt út úr dyrum. Ég tók upp glósubókina og sagði: „Byrjaðu nú Gvendur minn. Láttu mig heyra hvenær þú fluttir hingað og hvernig einsetu- búskapurinn hefur gengið“ Guðmundur Jónsson brosti á sinn sérstaka hátt, þagði um hrið og sagðisvo: „Ja, ég flutti fjárskiptaárið." Hann þagnaði við og ég hélt tannski, að hann mundi ekki segja meira þann daginn, en svo bætti hann við: „Ég keypti jörðina 1944 og borgaði fyrir hana 12 þúsund krónur út í hönd. Túnið var þá rúmlega 4 hektarar; það hefur eitthvað stækkað, en ég veit varla hvað það er stórt núna. Ég gerði strax endurbætur á bænum; þilj- aði alla baðstofuna að innan og byggði eldhús aftanvið, þar var eldhús með torfveggjum og járnþaki. Og eldamaskína var þar. 1 baðstofunni var kolaofn, en ég hita upp með hráolíu og get hert á hitanum með rafmagni. En bær- inn er gisinn og stundum er erfitt að halda heitu, þegar hvasst er og kalt.“ „Manni dettur í hug“ sagði ég. „að það sé eins gott að vera ekki mjög myrkfælinn i þinum sporurr. og annarra einsetumanna". „Eg var vitlaus úr myrkfælni hér áður“, sagði Guðmundur og bætti við: „Þó var hún aðeins farin að minnka, þegar ég flutti hingað og það tók mig ekki mörg ár að komast alveg yfir hana. Nú get ég ekki sagt, að ég viti af myrkfælni, — þó vildi ég ekki búa einn i stóru húsi. Fyrsta sum- arið hérna hafði ég strák hjá mér og fann enga myrkfælni þá, en ég segi ekki að manni hafi alltaf liðið vel fyrsta veturin n eða svo. Sjónvarp hef ég aldrei haft og hef ekki áhuga á því. En sími er einsetumönnum nauðsyn, ef eitt- hvað kemur fyrir og ekki vildi ég vera án útvarps. Maður hlustar á fréttir og erindi og á söng, — og stundum á harmoníku. En af sin- fóníum hef ég kvöl.“ „Hvað er erfiðast við að búa einn?“ „Það er líklega, ef eitthvað verður að manni. Hér í næsta nágrenni er ekki mannmargt i bæjum. A Bóli býr nú enginn; Arnór Karlsson hefur haft þar búskap fram til þessa og verið einsetumaður eins og ég, að minnsta kosti tima og tima. En hann er nú orðinn kennari við Skálholtsskóla og hefur herbergi þar. Á næsta bæ hér fyrir austan, I Arnarholti býr einsetubóndi. Beri eitthvað útaf, verður maður að notasímann". „En einsetubúskapur hlýtur að hafa einhverja kosti". „Jú, ætli það ekki. Nóg eru ró- legheitin og mest er um vert að vera eigin húsbóndi. Samt hef ég afskaplega gaman af, þegar ein- hver sést; það er helvítis kvöl, þegar enginn kemur timunum saman. En ég býst við að flestum þyki gott að geta ráðið sínum ferð- um sj álfir." „Matseldin hefur ekki verið vandamál?" „Ég hef enga reglu á matmáls- timum; ét bara þegar ég er svang- ur. Ekki fer ég að hlaupa frá verki til þess að éta, — fæ mér þá heldur kaffisopa. Samt passa ég að fá mér að borða tvisvar á dag, -maður yrði að aumingja annars. Nei, matseldin var aldrei neitt vandamál, — ekki að elda ket og soðningu oni mann sjálfan. Ég hafði þó aldrei snert á neinu sliku við byrjun búskapar hér, fremur en flestir karlmenn til sveita. „Sem sagt; þú þarft ekki endi- lega að ganga með klukku og varla að þú þurfir að vita hvað dagurinn heitir“. „Dagarnir eru hver öðrum likir. Þó er mér alltaf illa við að vinna á sunnudögum, nema mikið liggi við. Maður neyðist stundum til þess um sláttinn. Helzt vil ég taka hest á sunnudögum og fara eitt- hvað og ekki sakaði þá að geta haft hestakaup“. „Nú ert þú frægur fyrir hesta- kaup. Hvert ferðu þá helzt?" „Það er allsstaðar hægt að gera hestakaup og jafnvel ekki nauð- synlegt að fara neitt. Stundum koma menn hingað gagngert til þess að gera hestakaup." „Öséð kannski?" „Já, oft hef ég haft hestakaup að óséðu. Og dýrasti hestur, seni ég hef keypt um dagana, kostaði 750 krónur. Það var árið 1931. Það var ægilegt verð, en hestur- inn var sá bezti sem ég hef átt; fyrstaflokks gæðingur." „Hefur komið fyrir, að þú hafir bæði keypt og selt hest að óséðu?“ „Já, margoft. 1 fyrravetur hafði ég hestakaup við Skúla á Svigna- skarði. Hann sá ekki minn hest og ég sá ekki hans. 1 hestakaupum treysta menn þvi að orðin standi. Þar þarf ekki að gera einn staf- krók skriflegan. Já, þú heldur að ég sé eitthvað kunnur fyrir hesta- kaup. Það má sosum vera. Og marga góða hesta hef ég átt og alltaf einhverja, sem mér hefur ekki komið til hugar að láta. Þeg- ar ég er einusinni farinn að brúka hest, þá er mér illa við að láta hann.“ „Einhverntima fórum við sam- an á fjall, hér inn á Kjöl. Þú ert sjálfsagt búinn að fara nokkrum sinnum siðan." „Eg hef farið á f jall síðan 1933 að undanskildu einu ári. En eitt haustið fór ég tvisvar". „Hlakkarðu ennþá til að fara á fjall?“ „Já frekar hlakka ég til þess. Þó er það kannski eitthvað farið að dofna. En um leið og maður er kominn hér inn á 'láfellshálsinn, þá fer að lifnayfir. manni." „Verður svo hlé á útreiðum hjá þeir yfir sumarið?" „Nei, ekki get ég sagt það. Ég tek hest í hverri viku og stundum oftar en einu sinni. Ég fer til dæmis riðandi austur að Vatns- leysu og næ mér i mjólk vikulega. Og flestra minna erinda fer ég á hesti.“ „Og sennilega þarf ekki að vor- kennaþér það“. „Það held ég ekki. En ég hef líka ánægju af fé og held að manni þætti ekki siður tómlegt að vera fjárlaus." Við gengum út úr bænum og enn hékk þokan yfir. „Finnst þér ekki að ég ætti að mála framhlið- ina á bænurn?" spurði Guðmund- ur og virti fyrir sér baðstofustafn- inn. Við athuguðum málið af gaumgæfni og komumst að þeirri niðurstöðu, að dálitil málning mundi ekki skaða. Norðan við eld- húsgluggann stóðu leyfar af vagn- hestaöldinni: Heygrind. Hún hafði ekki verið notuð nokkuð lengi. Það var byrjað að skyggja, laugardagskvöld, sjónvarpsfréttir að byrja, bitlaball i Aratungu. „Þú verður varla i heyi á morg- un“, sagði ég um leið og við kvöddumst. Gvendur Jóns pýrði augun út i þokuna og suddann og sagði: „1 heyi, nei. Ætli maður bregði sér ekki á bak. Ég þarf að skreppa dálitið og finna mann. Við ætlum kannski að hafa hestakaup"

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.