Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1976, Blaðsíða 5
 Enda fór svo, að Steinar féllst á að segja mér eitthva^ af lifnaðarháttum sínum sem einsetubóndi i Helludal. Fljótlegt er að sjá, að snyrtimennskan ræður ríkjum inni jafnt sem úti. Það var ekki heldur neinn viðvan- ingsbragur á kaffinu og pönnu- kökunum, sem Steinar hafði sjálfur bakað. En hann færðist heldur undan þvi, að ég tæki myndir af honum i eldhúsinu. A sumrin kemur Tómas með fjölskyldu sína og býr þá í ibúðar- húsi sinu, vestan og neðan við gamla bæinn. En á vetrum er Steinar einsamall í Helludal. Ég spurði hann, hvort það væri af illri nauðsyn, eða hvort hann kynni því vel að vera einn. „Nú orðið kann ég vel við að vera einsamall og veit ekki af neinum óþægindum í sambandi við það. Það er allt annað núna en var fyrir nokkrum árum, þegar ekki var simi, rafmagn og út- varp“. „En þú hefur ekki sjónvarp". „Nei, ég hef ekki haft áhuga á að koma mér upp sjónvarpstæki. Á sumrin fer ég stöku sinnum yfrum til Tómasar og horfi á íþróttir eða einhverja sérstaka þætti. En ég hlusta mikið á út- varp, les alltaf eitthvað af bókum og kaupi Tímann." „Nú er orðið nokkuð langt síðan við hittpmst i mjólkurflutn- ingunum og þú ert hættur að búa með kýr“. „Já, ég fargaði kúnum um leið og ég fór að búa einsamall 1968. Siðan hef ég búið með fé“. „Margt?" .Jíei, 230 ær á fóðrum í vetur frá sjálfum mér. En Tómas bróðir minn er lika með fé og ég gegni þvi að vetrinum. Það kemur öðru- vísi út að hafa einvörðungu fé. Meiri skorpur. Til dæmis á vorin, um sauðburð. En maður er frjálsari með fjárbú. Meira að segja að vetrinum. Ekkert alvar- legt gerðist þótt maður gæti ekki gefið dag og dag. Fyrir utan búskapinn hef ég lítilsháttar stundað vinnu, helzt girðinga- vinnu hjá Sandgræðslunni á vor- in. „Finnst þér þú vera bundinn þessari jörð?“ „Maður hlýtur alltaf að vera Framhald á bls. 14 Steinar: „Ég gæti farið og fengið mér vinnu einhversstað- ar, en tel ekki að ég væri neitt bættari með það". Steinar Tómasson I baðstofunni i Helludal. Þar ræður snyrtimennskan rikjum innan dyra jafnt sem utan. Rétt áður en komið er að Geysi, blasir við bærinn í Helludal undir kjarri vaxinni hlíð Sandfellsins. Þar verður mikil sumardýrð og að sama skapi er þar vetrarríki. Hlíðin innan við Helludal hefur reynzt með þeim blettum lands- ins, þar sem skógur vex einna bezt. Þar er i senn nægur raki og skjól. Og framan við bæinn í Helludal er garður með einhverju stærsta tré sem fundið verður á landinu. Bærinn er nokkuð gamall, en steinsteyptur og vita burstirnar fram, en sjást naumast, þegar garðurinn er í fullum skrúða. Einmuna snyrti- mennska einkennir þennan bæ og umhverfi hans. 1 Helludal býr Steinar Tómasson einsetubóndi. Hann er fæddur þar 1917 og hefur ekki annarstaðar átt heima. Hann tók við búi 1938 ásamt Tómasi bróður sinum og bjuggu þeir félagsbúi fram til 1950. Þá byggði Tómas nýtt hús og fluttist að verulegu leyti burtu, en Steinar hélt áfram að búa og voru tvær aldraðar konur i heimilinu að auki: Ósk móðir Steinars, systir Sigriðar i Brattholti, sem kunn er fyrir afskipti sin af sölu Gullfoss; — og Margrét systir þeirra. Þær dóu báðar með fárra daga millibili í mai 1968 og voru lagðar í eina gröf í Haukadal. Siðan hefur Steinar Tómasson verið einsetubóndi i Helludal. Líklega var það eini sólríki sunnudagurinn á siðastliðnu sumri, þegar mig bar að garði i Helludal. Það var snemma dags og enginn sást þar á ferli. En Steinar bóndi var inni við. Við gengum til baðstofu og það var rætt um tíðarfarið og heyskapinn eins og gengur. En samtal í blað, — nei, Steinari leizt ekki sem bezt á þá hugmynd. En ég þekkti með- fædda greiðasemi og velvilja Steinars frá því við hittumst, stundum daglega, í mjólkurflutn- ingum fyrir 30 árum og alltaf var Steinar boðinn og búinn að hjálpa okkur strákunum að lyfta mjólkurbrúsunum og fóðurbætis- pokunum, sem voru mun léttari i höndunum á honum. Bærinn i HeUudal, Bjarnarfell i baksýn og niðri ð flötinni sést húsið. sem Tómas byggSi. Steinar býr einn i gamla bænum. „Engmn e 0/9/W) /l/9 remn d&rrL iL(új iÁji segir Steinar Tómasson einsetubóndi í Helludal iIUIiLUj o * O o 0 « ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.