Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1976, Blaðsíða 14
AF TEIKNIBLÖÐUM Framhald af bls. 13 lega einfaldan hátl útfrá frum- formunum. Fæstar ef þá nokkrar myndanna er fvlgja þessari grein eru á sjálfri svningunni en eru teknar bcint upp úr teiknibökun- um. Maður harmar ósjálfrátt að Ásgrímur skyldi ekki leggja meiri rækt við slfkar mvndir því að þær eru oft einungis tæki- færisriss, sem svo ekki var lögð frekari rækt við né tekin fastari tökum. En myndirnar sýna, svo ekki verður um villst, mikla teiknigáfu Ásgrims og listhæfi- leika allt frá upphafi ferils hans, en myndirnar á göngunum og glerskápum spanna fyrstu tfð til síðustu teikningar cr hann vann fáum dögum fyrir andlát sitt. En sem atriði til að losa um hugmvndir mikla þýðingu fyrir mvndsköpun Ásgrfms, þar liggur veigur þeirra svo og allra mynd- ogfrumrissa. Bragi Asgeirsson. Einar: „Varla hægt að hugsa sér frjálsara llf . . ." EINAR / I BRATT- HOLTI Framhald af bls.ti mundi ég ráða honum frá því. Ég held að ungum mönnum sé ekki hollt að vera einir til lengdar. Þeir ættu ekki að byrja á því; allar líkur benda til þess að þeir muni þá halda þvi áfram og í því er engin framtíð. „Ertu alveg rótfastur i Bratt- holti?“ „Ekki held ég það. Eg hefði ekki átt erfitt með að flytjast i burtu, ef þess hefði þurft með. í fyrrasumar var ég vörður á Holta- vörðuheiði og líkaði vel. Fólk stansaði við kofann og maður hitti marga að máli, Nei, ég tel mig ekki jarðfastan í Bratlholti." „En það yrði trúlega viðbrigði að vera ekki lendur eigin hús- bóndi.“ „Eg er smeykur um það. Frelsið til að gera það sem mér sýnist, þegar mér sýnist er mikils virði. Að minnsta kosti finnst mér það. Samfélagið leggur á okkur ákveð- in bönd, en sé maður fjárhagslega sjálfstæður, er vart hægt að hugsa sér frjálsara líf en að búa á þenn- an hátt. Það hefur verið sagt, að hvergi verði menn eihs einmana ög í borgum, allra helzt stórborg- um. Það þekki ég ekki af eigin raun; ég hef aldrei verið einmana í Brattholti." Gömul útihús á túninu I Helludal. Sandfell i baksýn. Steinar býr með fé núna og kvaSst ekki hafa séð eftir kúnum. STEINAR I HELLUDAL Framhald af bls. 5 mjög tengdur þeim stað, þar sem maður er fæddur og hefur búið á alla ævi. Svo er það annað mál hvort maður gæti rifið sig upp og farið ef nauðsyn krefði. Eg býzt frekar við þvi að ég gæti það ef á reyndi. Sjálfsagt gæti maður farið og reynt að stunda einhverja vinnu, en ég geri ekki ráð fyrir að mér liði betur eða ég væri betur settur með það. „Þú mundir sjá eftir skepnunum". „Frekar býst ég við þvi. Ég hef ánægju af að umgangast skepnur. Samt sá ég ekki eftir kúnum. En mér yrði mikil eftirsjá í fénu. Og ég hef ánægju af hestum. Þó fer ég sjaldan á bak nema í ákveðn- um tilgangi, til dæmis í smala- mennsku. „Svo þér finnst kannski alls ekki að þú sért hér einn?“ „Að minnsta kosti ekki á meðan ég hef hundinn. Ég hef oft sagt, að sá sem á tryggan hund, er ekki einn. A meðan ég bý einsamall, vildi ég sízt af öllu vera án hunds- ins. „Ert þú einn af þeim, sem ekki vita hvað myrkfælni er?“ „Ekki beinlinis. Ég hef alltaf vitað hvað það er að vera myrk- fælinn. Það hefur . hvorki minnkað né aukizt með árunum og gerir mér ekki nokkurn skapaðan hlut til. „En þekkirðu þá tilfinningu að vera einmana?" „Ekki svo ég muni eftir. Nei, ég held ekki. Hingað slæðist fólk öðru hvoru, en mest hef ég sam- band við aðra með því að nota símann. „Er þá einvera eftirsóknarvert hlutskipti ?“ „Þótt það hafi orðið hlutskipti mitt að búa hér einn, þá vil ég ekki mæla með slíku. Atvikin hafa hagað þessu svonatil. „Ég sé það á pönnukökunum, að þú ert jafnvigur í eldhúsinu". „Ekki veit ég það. En ég byrjaði strax að elda mat þegar ég fór að búa einsamall og elda yfirleitt einu sinni á dag. Ég er ekkert að kvarta yfir þvi. Þó skal ég viður- kenna, að betra væri að koma að matnum á borðinu, þegar inn er komið frá vinnu.“ „En þú eldar yfirleitt á sama tíma?“ „Ég reyni að hafa venjulega matartima, en þeir vilja stundum brenglast þegar maður er við hey- skap eða aðra vinnu út í frá.“ „Einsetubændur virðast meta mikils þetta algera frelsi til að gera hvaðeina þegar þeim hentar." „Já það kann að vera rétt. En frelsið sem í þvi felst að vera einn, þarf ekki að leiða til þess að maður snúi sólarhringnum við, eða leggi með öllu niður ákveðna matartima. Mér fellur betur að búa við einhverja reglu.“ Helludalur er. fjallajörð; afréttur og öræfalandslag á næstu grösum. Tign óbyggðarinnar blasir við af Sandfelli ofan við bæinn í Helludal: Jarlhettur ber í Langjökul og nokkrar milljóna- borgir kæmust með lagi fyrir á örfoka grjótflákunum,-sem verða allar götur frá Bláfelli og vestur með Langjökli. Nú hefur hinn geigvænlegi uppblástur lands á Hukadalsheiði og norðan Sand- fells verið stöðvaður að mestu, en hrikaleg rofabörð vitna um betri tíð fyrr á öldum. Helludalsland nær vestur og norður yfir Sandfell — vestur að Svínahrauni. Landið er ekki ýkja stórt og ógreiðfært með afbrigðum. Skart jarðarinnar er birkikjarrið i hlíðum Bjarnarfells og Sandfells en fleiri hlunnindi er að finna í Helludal; þar á meðal 30 stiga heita laug neðar- lega i túninu. Fullvist er talið að mikill hiti sé þar á 300 metra dýpi. Steinar hefur til umráða 25 hektara af ræktuðu landi og Tómas bróðir hans aðeins minna. Þeir hafa aðskilin tún en heyja í félagi. Nú leit loksins út fyrir góðan þurrkdag; það glampaði á vatnið sem ennþá sat á skriðnum puntinum. Túristabílarnir voru að skreiðast yfir söðulbakaða brúna á Laugá og Strokkur nýbúinn að skvetta úr sér. Þetta yrði mikil ferðahelgi. En Steinar ætlaði að vera heima og snúa, þegar tæki af. Hann tók ekki ofan prjónahúfuna þótt kominn væri baksturshiti í skjólinu við Helludalsbæinn. Hundurinn vék ekki frá honum, móður af hitanum. Þar ríkti aug- sýnilega gagnkvæmur trúnaður. Eg þóttist skilja, að Steinar væri einn þeirra öfundsverðu manna, sem eru fullkomlega i sátt við sjálfa sig og umhverfið. En hvað var það, öðru fremur, sem stuðlaði að þvi? „Eg veit það ekki,“ sagði Steinar; „maður getur ekki beint komið orðum að því — en það verða margar góðar stundir hér.“ rtKffandi: II.f. Arvakur. Roykjavfk Framk\.slJ.: Ilaraldur Stcinssun Hilstjórar: Mallhfas Johannrsscn St>rmir (iunnarsson Rilslj.fllr.: (ífsli SÍKurðsson AuKlýsinnar: Arni (iarðar Kristinsson Rilsljórn: Aðalslræli 6. Simi 1010» Vinaminni Framhald af bls. 12 I þessu bréfi hef ég reynt að lýsa því, hvert ævintýri það varð mér ungum að komast í kynni við Iist Asgríms Jónssonar, og mér blandast ekki hugur um, að hún muni um langan aldur verða vel til þess fallin að leiða ungt fólk fyrstu skrefin á vegi listrænnar skynjunar. Þess vegna er kannski ekki sízt ástæða til þess að hvetja það til að leggja leið sína í Asgrímssafn öðru hverju og skoða þá dýrgripi, sem þar eru geymdir innan veggja. Líklega eru þeir fleiri en ég, sem komnir eru á fullorðinsár og hafa af einhverjum ástæðum talið sér trú um það árum saman, að þeir hefðu ekki tima til þess fyrir lífinu í Reykjavík. Þá er ekki seinna vænna að játa, að þetta sé hættulegur misskilningur, og benda á það gullna tækifæri, sem nú býðst, til að skoða verk Asgríms á sýningunni á Kjarvalsstöðum, sem fyrir utan allt annað er eftir- minnilegt dæmi um dugnað þinn og alúð, þegar þér finnst málefnið eigaþað skilið. Vonandi er ekki orðið of seint að iðrast, og þess vegna heiti ég nú á þig að rækja betur en undanfarið þá tryggð, sem ég tók við list Ásgríms Jónssonar fyrir tuttugu árum, og beini því til annarra að gera slíkt hið sama. Eg gæti til dæmis byrjað á þvi að bjóða dætrum minum þremur að skoða með mér sýninguna á Kjarvalsstöðum, enda verður sú elzta bráðum komin á svipaðan aldur og ég, þegar Ásgrímur lauk upp fyrir mér töfraheimi myndlistarinnar á annarri sýningu. Með vinarkveðju. Hjörtur Pálsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.