Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1976, Blaðsíða 2
Þessi stálhylki meðal stjarnanna munu halda áfram aS reika og þreytulegir menn fara upp til að vanhelga hinn milda mána. Þar stofna þeir sin lyfjabúr. Nú þegar þrúgurnar þroskast vaknar vínið til lífsins, milli fjallsins og fjörunnar. Kirsuberin dansa í Chile, dökku dularfullu stúlkurnar syngja og vatnið speglar sig í gíturunum. Pablo Neruda LET- INGINN Sólin skín á allar dyrnar og gerir kraftaverk við kornið. Fyrsta vinið er Ijósrautt, það er blitt sem barn. Annað er hrjúft og sterkt eins og sjómannsrödd. Gerður Magnúsdöttir SVIP- MYNDIR ÚR SKUGGA- HVERFI Skuggahverfið getur ekki talist eitt af fegurstu hverfum borgarinnar, en i augum þeirra sem þar slitu barnsskónum er það ekki án þokka ef til vill vegna þess hve litið það hefur breyst undanfarin 30—40 ár. Enn standa mörg hús út i götuna en talað var um fyrir 40 árum að þyrfti að flytja þau vegna umferðar. Einstaka fallegt, stilhreint timburhús er enn að sjá og þeirra á meðal er Bjarnaborg sem stendur austanvert við Vitatorg. Bjarnaborg væri allra failegasta hús ef henni væri vel við haldið. En margt er breytt sem setti svip á hverfið. Turnhúsið fyrir neðan Vitatorg hefur verið svipt sínum sérkennilega turni og venjulegur kvistur kominn i staöinn og Kaupangur er orðinn hálfgert viðrinishús í þessum steinserki sem hann var klæddur i. Vitatorgið hljómar ekki lengur af æskuglöðum barnaröddum þvi að nú geta þau ekki lengur leikið sér þar. Skurðgoðið okkar hefur lagt það undir sig. Og Imba gamla lallar ekki lengur á eftir beljunum á Blómsturvöllum því að fjósið er orðið að bílasölu. Einstaka hús er horfið og svo er um húsið sem ég ætla að ræða um hér en það stóð beint á móti Vitatorgi við sunnanverða Hverfisgötu og var nr. 80. Þar er bíllinn líka kominn í stað húsa og kálgarðs. Þetta var hús afa og ömmu og við það eru bundnar margar ljúfar minningar en einnig nokkrar sárar. Þær bestu eru tengdar minningu afa og ömmu, Helga Jósefssonar trésmiðs og Ingigerðar Jónsdóttur. Amma var fædd 16. desember 1865 að Hrafntóftum i Holtum en afi að Uppsölum i Flóa í nóvember 1863. Þetta hefur vist verið snoturt hús þegar afi keypti það en þegar ég man fyrst eftir var það búið að missa sinn upprunalega svip. Afi gamli var afar hagsýnn maður og í fyrra striðinu voru mikil húsnæðisvandræði hér í borg svo að hann bætti við húsið á ýmsum stöðum og ekki græddi útlitið á því en það hefur sjálfsagt græðst i rými sem tapaðist í Það þriðja er gimsteinn, draumsóley og eldur. Mynd: Bragi Ásgeirsson. Hrafnhildur Schram þýddi. HúsiS mitf snýr aS hafinu og jörSinni, konan min hefur stór augu, á litinn eins og heslihnota. Þegar nóttin fellur á, klæðist hafiS hvítum og grænum skrúða og síðan dreymir haflöSrið eins og sægræna stúlku í tunglsljósinu. Ég vil ekki skipta á plánetu. útliti. Mér telst svo til að um tíma hafi búið um 8—10 fjölskyldur f húsinu og eitthvað af einstaklingum. Það hafa líklega ver 12 kolaeldfæri í húsinu. Ekki hefur alltaf verið gott loftið í þessum hibýlum þvi að oft sló ofan í eldfærin þegar áttirnar voru óhagstæðar og auk þess elduðu sumar af gömlu konunum á olíuvélum. Fólkið sem leigði hjá afa og ömmu var flest sveitafólk eins og þau. Það var vant því að draga að mat á haustin og þess vegna þurfti það að hafa geymslur. Afi byggði geymslur handa öllu þessu fólki meðfram kálgarðinum að austan. Efst var svo verkstæðið hans sem var fyrir endanum af kálgarðinum að sunnan með tveim stórum gluggum og var það veglegast af þessum húsum því að ekki var hægt að segja að geymslukofarnir væru beinlinis til prýði og ekki bættu kamrarnir úr en þeir voru nauðsynlegir þvi að engin vatnssalerni voru í húsinu. 1 horninu milli geymslanna og verkstæðisins sá afi ráð til að búa út eina ibúðina enn. Hún var eitt herbergi og eldhús. Ekki var mjög bjart i ibúðinni þeirri en þar óist upp Elías Mar sem er kunnur rithöfundur. Hann var öll unglingsárin ákíiflega fölur og renglulegur. Setti ég það í samband við birtuna í íbúðinni og fannst hann vera eins og jurt sem vex í skugga en er að reyna að teygja sig í ljósið. Þegar ég hugsa um afa og ömmu er mér minnisstæðast hve ólik þau voru. Amma var dóttir sæmilega efnaðs bónda í Holtum í Rangárvallasýslu. Hún þótti glæsileg stúlka á yngri árum, söngvin, vel verki farin og því eftirsótt, en vegna einhverrra ástamála eða einhverra atburða þar að lútandi flutti hún burt i annað byggðarlag og gerðist ráðskona á ríkisbúi og þótti farast það mjög vel úr hendi. Talið var líklegt að hún ilentist og yrði húsmóðir á þeim bæ en svo varð ekki. A þessum bæ var afi vinnumaður. Hann var elstur tiu systkina og hafði oröið að leggja hart að sér við vinnu alla tíð og var ákaflega vinnugefinn á meðan hann mátti. Ekki þótti hann fríður maður.' Hann var lágur vexti, tæplega meðalmaður og þrekinn a.m.k. þegar aldur færðist yfir. Fremur var hann stórgerður í andliti, hafði hrafnsvart hrokkið hár og mjög dökk augu. Þeir sem bjuggust við að amma yrði húsmóðir á þessu stórbúi hafa sjálfsagt farið að endurskoða þá hugmynd því að allt í einu eitt haustið eða nánar til tekið 1. okt. 1899 var sent eftir ljósmóður þvi að ráðskonan hafði tekið léttasóttina. En það hafði eftir því sem amma sagði farið mjög dult að hún átti von á barni. Og þarna var móðir mín Sigriður Helga- dóttir í heiminn borin. Af einhverjum ástæðum gengu þau afi og amma ekki strax i hjónaband. Sumir sögðu að henni fyndist hún taka niður fyrir sig með vinnumanninum en fimm árum síðar gengu þau í hjónaband og eignuðust son. En þá voru þau flutt suður. Afi vann við smiðar I Thom- sensmagasini og var alltaf kallaður smiður en ekki veit ég hvort hann hafði tilskilin réttindi en hann vann við smíðar ávallt eftir það. Byggði bæði hús og stniðaði húsgögn. Ég held að hann hafi verið dágóður smiður þegar hann hafði efni til. Ekki treysti ég mér til að leggja dóm á það hvort amma hafi tekið niður fyrir sig að giftast afa en svo mikið er víst að óiíkari hjón gat varla. Hann var eins og áður segir samanrekinn og þunglarhalegur og steig þungt til jarðar, en hún var há, beinvaxin og spengileg, og allra kvenna léttstígust. Hann þótti fastur á fé, allt að því naumur, en hún svo örlát að líklega hefði hún gefið allt úr búinu ef hún hefði haft auraráð. En auraráð lét hann hana ekki hafa og vissi hún litið um fjárhag hans. Hún fór stundum í fiskvinnu til að hafa aura fyrir sig en þá gaf hún venjulega börnum sínum og barnabörnum. Skapmaður mun afi hafa verið mikill, þó að ég sæi hann ekki oft skipta skapi, þá stóð okkur krökkunum töluverð ógn af honum. Það var eins og þrekinn skrokkur hans geilsaði frá sér þessu skapi, en hún var léttlynd og blíð en þó ekki skaplaus og kunni þá list að stilla sig. Þó að afi væri sagður naumur lagði hann mjög vel til heimilisins. Hann var fornbýll átti alltaf saltkjöt saltfisk, kæfu og siátur á verkstæði sínu. Hann tók venjulega sjálfur til í matinn og kom þá með eins mikið handa tveimur eins og við mundum kaupa handa 4—5 og margur saltkjötsbitinn komst á kvöldborðið hjá okkur en oft var þröngt i búi því að þetta var í kreppunni. Ekki vissi ég til að afi segði neitt við því og hlýtur hann þó að hafa vitað það. Eins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.