Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1976, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1976, Blaðsíða 10
Hattar á ferS. Úr kvikmyndinni „ Draugur fyrir hádegi". Til hægri: Blái maðurinn. Úr kvikmynd Richters „Draumar, sem verða keyptir fyrir peninga" frá 1944—47. hlaðiö önn og ákafa. Fólk var aö koma og fara, spyrja og fá fvrirmæli;’ bréf voru lesin fyrir, áætlanir og verkefni rædd, og sfminn hringdi lát- laust. Þar sem ég geröi ráö fyrir aö sjúkrahúsvist hans hlyti aö hafa dregið úr ysnum og þysnum, var ég í sannleika sagt furöu sleginn þegar ég komst að raun um aö allt gekk sinn vanagang. Þegar þann sama .norgun hafði ftalskur út- gefandi komið með handrit að bók, sem var í undirbúningi, um „Dada Drawings“ eftir Hans Richter; svissneskur safnstjóri kom til að ræða um stóra yfirlitssýningu á málverk- um Richters; þrykkjari kom til aö fá samþykki listamannsins við nokkrum ætimyndum (aquatint) áður en prentun hæfist; forstjóri kvikmvnda- hátfðar kom til að tilkynna, að hann langaði til að ganga frá kvikmyndadagskrá tileinkaðri honum undir heitinu „Homage to Richter". Ég kom rakleitt úr friði og kyrrð Mosfellssveitar og fylgd- ist þögull með þessum fyrir- gangi, sem minnti á óperusýn- ingu með „masestro qui“ og „professore la“, skella á einsog óveður og loks fjara út aftur, þannig að við sátum enn einu sinni í friði og ró. Ég lét þess getið, að mér þætti vænt um að sjá að ekkert hefði breyst og hann væri sffellt önnum kaf- inn. Þá sneri þessi 88 ára gamli vinur sér að mér og sagði: „Ég skal segja þér, að sú var tfðin að ég naut þessara anna, en nú þreyta þær mig bara.“ Það var í þeirri andrá sem mér var ljóst, að þetta yrði I sfðasta sinn sem ég hitti Hans Richter. Frá vinstri: Hans Richter, S.M. Eisenstein og Man Ray i vinnustofu þess siðastnefnda I París 1929. EINMANA LEG ÆVILOK Árið 1872 var Marx 54 ára að aldri. Honum virtist heldur aftur farið. Margir kunningjar hans höfðu snúið við honum baki af þvi, hve hann var erfiður við- skiptis. Bakúnín, rússneski anar- kistinn, sagði að Marx væri „hefnigjarn eins og Jehóva“. Proudhon kallaði hann „bandorm sósialismans". Ýmsir létu Marx þó njóta þess. sem hann hafði unnið í sósialiskum fræðum, en þeir voru „þreyttir á nöldrinu frá London", eins og Agúst Bebel sagði, og flestir á einu máli um það, að það væri hið mesta ólán hverjum stjórnmálaflokki að hafa Marx innan sinna banda. Marx forsmáði þá sem endra- nær alla félagslega viðleitni sósíalista. Einkum fórust honum svo illa orð um foringja þeirra, að þess var tæpast að vænta, að þeir hændust að honum. Hina tólf full- trúa, sem sósíalistar komu á þing- ið i Berlín 1877 (og höfðu að baki sér hálfa milljón atkvæða) kallaði hann smáborgara og smásálir. Ágúst Bebel, Liebknecht og þeirra kumpána nefndi hann „asna“; þótti honum þeir litlu skárri en sá armi Gyðingur Lassalle og kvað þá hafa „enga krafta í kögglum. Þetta eru gaml- ar kerlingar". Marx hafði ein- hvern tíma sagt, að „fjandinn mætti hirða allar almannahreyf- ingar“. Og hann hafði enn jafn- litla trú á gáfnafari alþýðu. Þannig var nú komið fyrir hon- um i útlegðinni i London, að hann var sígramur og beiskur í lund, félitill eins og fyrri daginn, og einmana. Einn var sá, sem aldrei brást honum, og er ekki að vita hvernig annars hefði farið. Þetta var Friedrich Engels. Engels var ein- kennilegur maður. Hann var sannfærður sósíalisti. Þó hafði hann árum saman setið I herbúð- um auðvaldsins miðjum. Stýrði hann lengi ullarverksmiðju föður sins í Manchester, og varð aðal- eigandi hennar árið 1864. Þetta fyrirtæki hét Ermel & Engels. Af því var góður arður og mátti Karl Marx þakka sínum sæla fyrir það, eins og fram hefur komið. Engels hélt sig eins og sómdi verksmiðjueiganda og truflaði sósialisminn hann ekkert i því. Hann var f virðulegum auð- mannaklúbbi, sem hét Albert Club, hann stundaði refaveiðar og hann átti gæðinga í stalli. Hann var auðugur og vel metinn maður í fám orðum sagt. Þó var hann kommúnisti, hafði verið það lengi og ennþá lengur en Marx. En hann var jafneinkennilegur auð- maður og kommúnisti. Aldrei sat hann sig úr færi um það að græða fé, en var þó sjaldan kátari en þegar hann þóttist sjá fram á kauphallarhrun og kreppu. Þá hlaut nefnilega að vera bylting á næstá leiti. Engels lifði yfirleitt æði klofnu lífi. Hann sótti port- vins- og kampavínsveizlur starfs- bræðra sinna en honum hund- leiddist þær. Vildi hann miklu heldur drekka í knæpum með ólæsri, irskri verkamannsdóttur, sem hann hafði tekið upp á arma sína og hét Mary Burns. Hann bjó í glæsilegum húsakynnum niðri í miðbæ og stundaði viðskiptin af mesta kappi, eins og vera bar í hans hópi. A hinn bóginn bjó hann með ómenntáðri alþýðu- konu, styrkti Marx til verka með fé og sendi honum ritgerðir í vinstri sinnuð blöð og efni í Auðmagnið. Engels samdi sig alla tíð að skoðunum og vilja Marx, enda dugði ekki annað, ef vinskapur átti að haldast, þvi Marx var svo einstrengislegur og óbilgjarn. Engels taldi sér hæfa að „leika aðrafiðlu". Þannigtók hann sjálf- ur til orða. Marx var aftur á móti konsertmeistarinn, og þegar Engels hafði fundið hann lét

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.