Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1976, Blaðsíða 14
SKIPULAG SEM DREGUR MANNLÍFIÐ I DILKA Vandamál hins vestræna heims eru í stórum dráttum hin sömu hvert sem horft er. Við höfum smám saman verið að krækja okkur í þessa sömu vankanta á mannlífinu; enda e8li- legt: Engin hugmynd þykir nýtileg nema erlend sé. Til dæmis eru breytingar á hinu ólánsama fræðslukerfi vart hugsanlegar, nema þær komi frá Svíum. Þá er lika óhætt að gleypa þær hráar; stundum til þess eins að sjá eftir fáein ár að „Hið mikla framfaraspor" var algert prump. Mér skilst að einmitt þannig standi málin með mengið, sem átti að frelsa heiminn og gera hvurn tossa að lifandi tölvu. Á hverju ári eru einhverjir langskólagengnir spámenn að koma heim frá námi og eins og ungum mönnum er títt, hafa þeir meðferðis í farangrinum „Hina endanlegu lausn" f hverju stórmálinu á fætur öðru. Oftast er það saklaust sem betur fer og kenningarnar rýma fyrir öðr- um nýjum áður en langur tími líður. Verst er þó, að til eru þeir sem kokgleypa hinar og þessar vondar hugmyndir í útlandinu og komast umsvifalaust í aðstöðu til að fram- kvæma þær á okkur. Mér kemur framar öllum öðrum í hug þeir, sem allt vita um skipulag borga samkvæmt nýjustu kenningum og tizku. Þeirra hlutur er f senn ábyrgðarmestur og verstur, þvi allt sem misheppnast fær að standa f járnbentri steinsteypu um áratugi, samtfðinni og komandi kynslóðum til ama. Það er fyrir niðurstöður þessara snillinga, að borgir eru að verða óþolandi mannlegt um- hverfi. Að minnsta kosti um allan hinn vest- ræna heim eru talandi skipulagsmistök, sem flutt eru með miklum ákafa hingað til þess að við getum líka orðið tilraunadýr. Afleiðingarnar eru viðkunn fyrirbæri eins og firring, kynslóða- bil, einmanaleiki, lífsleiði og ofbeldishneigð. Á undanförnum árum hafa nýjar skipulags- hugmyndir verið harla ómanneskjulegar. Þær hafa miðað að því að draga mannlífið f dilka og komið f veg fyrir eðlilegt samneyti kynslóð- anna. í smábæ eins og Reykjavík er með ærinni fyrirhöfn og tilkostnaði búið að koma upp stórborgavandamálum, sem ættu að vera óþörf. Ekki er langt síðan ungu fólki í húsnæðishug- leiðingum gafst alls enginn kostur á að kaupa ibúð f gömlu húsi. Þess i stað fyrirskipaði kerfið: Þið byggið, hvort sem ykkur líkar betur eða ver. Allir eiga helzt að búa i tveggja herbergja kommóðuskúffu i frystikistublokk, þá fáið þið lán — annars ekki. Ungt barnafólk lenti af þessum sökum i sömu hverfum og gffurleg skólavandamál urðu til á skömmum tíma. Aftur á móti mátti heita að Vesturbærinn i Reykjavík, Þingholtin og fleiri svæði gamla bæjarins væru orðin eitt allsherjar elliheimili. Vinnustaðir, verksmiðjur og atvinnufyrirtæki áttu samkvæmt formúlinni að vera einhvers- staðar alveg út af fyrir sig og svo átti helzt að byggja upp nokkra nýja „miðbæi" með stór- hýsum, skrifstofubyggingum og verzlunum. Því miður kom ekki f Ijós fyrr en um seinan í nágrannalöndunum, hversu afleit þessi hug- mynd var. Miðbæirnir dóu nefnilega uppúr klukkan sex á degi hverjum; þar bjó ekki lifandi vera, en rumpulýður safnaðist saman á einstaka stað. Fólkið sem vann f dauðu miðbæjunum, átti að búa f úthverfum. Svíar nefndu þau svefn- hverfi og þau urðu fræg fyrir ömurleika. Börnin áttu helzt að vera á barnaheimilum og for- eldrarnir bæði úti að vinna á daginn. Börnin uxu úr grasi — eða öllu heldur upp úr malbik- inu — án þess að kynnast nokkru sinni hollum uppeldisáhrifum gamla fólksins — og einsemd elztu kynslóðarinnar varð miklu átakanlegri en áður. Allt var þetta gert í nafni ímyndaðrar vel- ferðar, f nafni framfara, en fyrst og fremst f nafni nýrra kenninga um skipulag. Breiðholt er hliðstæða við svefnhverfin sænsku, sem Svíar telja nú sjálfir að séu fyrir neðan allar hellur. Þar er enginn vinnustaður utan heimilanna, enginn smáiðnaður, þar sem húsmæðurnar gætu fengið vinnu hálfan daginn án þess að takast á hendur klukkustundar ferðalag. Og nú hafa jarðýtur gefið til kynna að við fáum nýjan miðbæ í Kringlumýri eins og lengi hefur staðið til. Þar verður Borgarleikhús og Hús verzlunarinnar og ugglaust margar og merkar hallir. En verður það bara annar verzlanakjarni, sem deyr uppúr sex, eða verður það bæjarhluti sem iðar af eðlilegu Iffi — þar sem fólk býr og starfar? Ég er ekki með öllu vonlaus um að það gæti tekizt. En þó aðeins með því móti að skipulagssénfin sem mótuðu Árbæjarhverfi, Breiðholt og Fossvogshverfi, fái þar hvergi nærri að koma. Gfsli Sigurðsson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu onc- líSfl r«« ý/.wi ÉHP*- wm ILL - M* L U l jp** F y R \ R -H- R 'E T T \ i-'nr ISN F '5r fM\ A L U R KV Af) H ö T Dý* Bióm £ S) L A Jkí Vá N MíKlfi H T*6r \)EK K H o 6. U R £d± i<rw H 1 T Tim •«» X C, E N Ck U R iHSzc K'Rók R 'o A í> I ? 'o T R E 4 1 R HUT K s ÍLOll W S o í> 1 K p* M A L L 1 hTTm! & '• /F R U H A MT. L 1 H U » • iV A; 8 A S L A R H A Ð R A 4»« Fuíl H * ** 1 R ú 1 < R IMC, A 4 A rvf«t KíVR R "b íL 1 S 1 WM 0(1*1 t-n 4 saajj K. K 1 £> '»! Vf/ítn A L A W R A K OKTeí H L Ý Ð \ R £u{> 'A Á K K R £> A 4 L A s 1 í> Æ ‘*A T A K f*-Kl V A Ck N L A T u [R nnf 'A M fLir^ F /E R A #;• A h (W*- A Ð A H s K O r A R R A H H í. S A R A s 1 R óftT R A U S A’ 4 X t.'c K - HM5- hujkt- rríjrWmm l-plt i 1 M N i u"^D KvlÉn- nAFN Húí- PýR /L>■ wM n !-? I MTÖtk veiic- r*L- t.» • i rí M a- UMfl z- on-0 fer-raR 8lÓMie> Hf/TI ÍKoí> UNiri y KuRKT- / N» N 'ATÆT, l F fl V i ■ÚÉÐ FLflM A-R TÓA/M 2 •✓f veNDfl fim<L í?- £/fJINDl VCo/?N> + HITR * • ► F Í.VTR s'a r i* Af- E/o á.1 \ - \ HAF/Mlí ANfl Bfo DP anr \J1 LL K 1 HEIMIil t/ETLA FoR- iTÖDU- briR- eiMic- Aft. yusK- UfJN ■ UPPflC ÓPUN Fvivie lru/*cn Ahmd PflUN I a I t A? R £> | HlT- 6 h'vft 4GEM ll TV - HlTóOI HRfVK- T1 HÆ-i) \l£f- Ir5 N >' iD jj§ $KEL' IH ^FTfl 5\MPAt) « y □ □

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.