Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1976, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1976, Blaðsíða 8
Stefán Jónsson frá MöSrudal. Orlygur Sigurðsson listmálari i stofu sinni. MÁLARI OG MÖTULL Grein eftir Örlyq Signrös- son um sam- barni portret- málara r ið mótul (módet) sitni Þegar Gísli ritstjóri bauð mér óvænt allan frontinn á Lesbók undir málverk fannst mér eíns og ég hefði skyndi- lega öðlazt heimsfrægð, eða oltið inn í sjálfa frönsku akademíuna. Slíkri viðurkenningu og upphefð átti ég sízt von á héðan af i þessari jarðvist. Fyrir valinu varð stór olíumynd á vinnu- stofu minní. Hún er af þeim frækna og fræga sæúlfi, Eiríki Kristóferssyni, þrumuskelfi fyrsta þorska- stríðsins. Okkurfannst, viðeigandi að skýringartexti fylgdi, svoað þessi aldna stríðskempa birtist ekki eins og veiðiþjófur úr heiðskíru lofti eða eín- hver ótíndur brezkur stríðsdreki á fósturlandsins freyju. Þaðstóðmér næst að taka slikt að mér, jafnvel þótt að ég varaði við, að ég gæti gerzt ærið skrafhreifinn og langorður og teygt lopann eins og afgömul málskrafsskjóða. Þessa kápumynd málaði ég fyrir sjálfan mig fyrir tveim- ur árum eftir að hafa lokið annarri eftir pöntun af skipherranum í fullum skrúða. Sú mynd, sem er ólikt „penni og sætari", var gerð til stofustáss og heimilisnotkunar í húsi sonar hans og tengdadóttur. Þá mynd þótti mér skorta viðeigandi þrumugný og púð- urreyk. En það er nú einu sinni svo með karakterslappa listamenn, að þeir geta óvart eða vísvitandi gerzt mellur i listinni. Ekki kippi ég mér lengur upp við slíkar aðdróttanir, enda ekki úr háum söðli að detta, auk þess sem öll mannanna verk hafa löngum þótt misjöfn, ekki hvað sízt listaverk. Samband okkar Eiriks i þessari myndsköpun var mjög jarðbundið, án allra bibliutilvitnana eins og þegar þeir áttust við í fyrri átökum aðmirál- arnir, Eirikur og Barry Anderson forð- um. Þá gengu guðsorðasendingar á milli þeirra á víxl eins og í „ping- pong" eða kínverskum borðtennis. Þá þekktust engar halaklippingar né lifs- hættulegar skipastanganir á miðum úti eins og sænaut og lambhrútaröttu saman kappi upp á líf og dauða. Ekki kann ég stafkrók i biblíunni að gagni nema söguna af Davíð og Golíat, sem reyndist mér nægileg þekking og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.