Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1976, Blaðsíða 14
SVIPMYND ö>»i Y.K. PAO Framhald af bls. 2. þær eignarnámi fyrirvaraiítið. Hins vegar skiptu pólitfsk umbrot útgerðarmenn minna máli. Þeir gætu siglt eignum sfnum á brott, ef þeim byði svo við að horfa. Þetta voru nú ágætar röksemd- ir. En þrátt fyrir það lögðust allir ættingjar og félagar Paos gegn þvf, að hann færi að gera út. Þeir höfðu vissulega ýmislegt til sfns máls. Pao var landkrabbi og um þetta leyti vissi hann tæpast, hvað sneri fram og hvað aftur á skipi. En Pao var ráðinn. Hann hóf að kynna sér þann fróðleik, sem hann komst yfir um skip og siglingar og útgerð. Pantaði hann bókastafia um þessi efni frá London og lagðist í grúsk. Árið 1955 taldi hann sig orðinn svo fróðan, að óhætt væri að hefjast handa. Keypti hann 27 ára gamalt farmskip, 8700 lestir að stærð. Gekk það fyrir kolum og var hið þrátt fyrir þetta væri engin hætta á misskilningi. Pao ætti öll nýju skipin, en Niarchos þau gömlu!) Ailur áhugi Paos er bundinn skipunum, enda gæti hann varla að öðrum kosti unnið eins og raun ber vitni. Hann ann sér varla nokkurn tíma hvfldar. Er hann til viðtals allan sólarhringinn, ef eitthvað öðru nýrra ber við og tekur sér aldrei ieyfi nema f viku- tfma um jólin. Auk þess er hann sífellt á ferð og flugi, og þeytist á miili heimshorna að Ifta eftir flotaveldi sínu. Slfk ferðalög eru hið mesta erfiði. Pao stundar þó ekki Ifkamsæfingar að ráði til þess að halda heilsu, nema hann fær sér sundsprett f morgunsárið — og tekur með sér sippuband, hvert sem hann fer. Þrátt fyrir þessa mikiu önn heldur Pao ró sinni, svo að gegnir furðu. Honum veitist alltaf auð- Y.K. Pao á skrifstofu sinni í Hongkong. fornfálegasta. En Pao leigði það umsvifalaust Yamashitafélaginu f Tókíó til þess að flvtja kol frá Indlandi til Japans. Fvrirtækið lánaðist, og upp frá þvf hefur Pao fengizt við útgerð einvörðungu. Margir aðrir út- gerðarmenn hafa stofnað til ann- ars konar fyrirtækja óskyldra út- gerð. Pao hefur ekki látið freist- ast til þess. Af því hefur hann getað aflað sér alhliða fróðleiks um útgerð. Er hann gjörkunnug- ur ölium þáttum hennar. „Ilann hugsar ekki um annað en skip,“ sagði einhver starfsmaður hans eitt sinn. Það mun og ekki fjarri lagi. Pao kemur oft í skipasmfða- stöðvar og skoðar skipin, sem hann á f smfðum. Ilann er líka oftast viðstaddur, þegar þeim er flotað. Pao er tamt að vinna skipulega og það gerði hann lfka, þegar hann fór að velja skipum sínum nöfn. Hann valdi nöfnin einfaldlega eftir stafrófsröð. En þar kom,.að stafrófið entist ekki. (Undanfarin 14 ár hefur Pao sett orðið „World“ fyrir framan nöfn allra skipa sinna. Það er grfska skipakóngnum Niarchosi mikill þyrnir í augum, því „World" stendur líka fremst í nafni allra skipa hans og tók hann upp á þessu á undan Pao. Einn starfs- maður Paos komst svo að orði, að velt að einbeita sér, en það er jafnan einkenni þeirra; sem búa við hugarró. „Hann hugsar t.d. um eitthvert einkamál f fimm mínútur, leysir þvf næst úr verk- fræðilegum vanda á öðrum fimm mínútum og snýr sér sfðan að drögum að tryggingasamningi," segir tengdasonur Paos. Þánnig kemst hann yfir að sinna öllu því, sem kemur til kasta hans. Ilann nýtur starfs síns lfka mjög. „Það er ákaflega skemmtilegt," scgir hann. „Það er fjölbreytt; alltaf gerist eitthvað nýstárlegt. Og því flóknari og fjölbreyttari, sem starfsemin verður, þeim mun betur ífkar mér.“ Það er ekki orðum aukið, að starfsemi Paos verður æ fjöl- breyttari og umfangsmeiri. Ekki breytir hann þó starfsaðferðum sínum, og alltaf hefur hann vaðið fyrir neðan sig f fjármáium. Hann minnist oft uppvaxtar sfns í Ningpo. „Þegar ég var ungur hætti mér til þess að hlaupa hratt og sjást ekki fyrir. Móðir mfn gaf mér þá alltaf sömu áminninguna. Hún var á þessa leið: „Farðu vel með skóna þína!“ Þessi orð urðu Pao leiðarljós. Hann hefur spar- semi og vinnusemi mjög f heiðri. Það er til dæmis um sparnaðar- hugsjón hans, að hann hefur látið að þvf liggja við uppkomnar dæt- ur sfnar, að einir skór ættu að duga hverri þeirra; það væri óþarfi að eiga fleiri! Og honum er óljúft að ræða um auð sinn. Telur hann bezt, að menn viti ekki gerla hve ríkir þeir séu, svo að þeim finnist þeir sffellt verða að leggja hart að sér, en freistist ekki til þess að slaka á klónni. Starfsemi Paos og gætni f fjár- málum hafa aflað honum mikils og öruggs orðstfrs f viðskipta- heiminum. Brezka Hong-Kong og Shanghaibankafélagið er helzta iánastofnunin, sem Pao skiptir við. Það er til marks um álit manna á Pao, að hann var valinn f stjórn þeirra banka fyrstur Kfn- verja. Þá er það Ifka til marks um orðstfr Paos, að þegar Bretar smfðuðu fyrst fyrir hann skip ár- ið 1973 gaf Anna Bretaprinsessa því nafn. Að auki má nefna, að Pao hafa verið falin trúnaðarstörf fyrir Hang Sengbankann f Hong Kong og Chase Manhattanbank- ann. Er hann f bankaráði þess fvrra, en ráðgjafanefnd hins. Pao er þekktur að því meðal útgerðarmanna og viðskiptavina þeirra, að hann gefur öllu gaum, sem að útgerðinni lýtur og líka það, sem öðrum kann að virðast Iftils vert. Pao rekur t.d. sjómannaskóla í Hong Kong. Það- an háfa fleiri en 1200 sjómenn útskrifazt, og starfa þeir flestir hjá World-Wide. Það orð fer líka af World-Wide, að það sé ákaf- lega traust og áreiðanlegt. Það er líklega ekki sfzt vegna þess, hve ung flest skipin eru og þeim vel við haldið (skip Paos eru að jafnaði þriggja og hálfs árs gömul). Allt hefur þetta orðið Pao til framdráttar í viðskiptum. Þá er að nefna annað. Það er það, að Pao á marga góða viðskiptavini í Japan, og hafa Japanirnir revnzt honum betri en öðrum útlending- um. Japanir smfða flest skip Paos. Japanskir út- og inn- flvtjendur eru auk þess einhverj- ir helztu viðskiptamenn hans. Pao ver enda nærri eins miklum tfma í Tókíó og Hong Kong. Virðast Japanir kunna sérlega vel að meta viðskiptahætti hans. Það kann að stafa af þvf, að „báðir eru hreinskiptnir og kunna illa brögðum og undirferli,“ eins og bankamaður nokkur f Hong Kong sagði. Hér hefur það verið talið Pao hvað eftir annað til gildis, hve varfærinn hann sé og gætinn. En slíkt er nú ekki einhlftt til mikils frama f viðskiptum. Þar verður fleira að koma til. Pao hefur það fram yfir keppinauta sína, að aðalstöðvar hans eru vel f sveit settar. I Hong Kong snýst allt um viðskipti og peninga. Þar eiga framsæknir og stórhuga athafna- menn skilningi að fagna. Opin- berir aðilar hafa greitt fyrir Pao á marga lund, og hefur hann ekki verið tafinn með skriffinnsku og seinagangi opinberra stofnana, sem mörgum verður að fótakefli. Þá hefur Pao fært sér mjög f nyt þau fjölmörgu þjónustufyrirtæki útgerðar, sem eru saman komin þarna við bæjardyrnar hjá hon- um. En þó hefur framsýni Paos fleytt honum lengst. Það kom f ljós í olfuflutningunum. Fyrir nokkrum árum héldu olíuskipa- kóngar, að olfuflutningar mundu færast sífellt f vöxt ár eftir ár og sáu á þvf engan endi. Þeir létu því smfða skip fyrir sig jafnhratt og skipasmfðastöðvar önnuðu. Skip- in urðu lfka æ stærri. Og sumir skipakóngar græddu ótrúlega mikið fé með litlum tilkostnaði. Þeir uggðu ekki að sér. Það varð þeim þvf mikið áfall, þegar olfu- bannið og orkukreppan skullu á. Nú nemur sá floti 52 milljónum lesta, sem liggur ónotaður við festar og önnur skip upp á 35 milljónir lesta eru ekki fullnýtt. Telja sumir, að stöðug gróska þyrfti að verða f olfuflutningum f tvö ár að minnsta kosti tii þess, að öll þessi skip kæmust aftur í gagnið — og áður en nokkur gróði yrði af þeim. Margir draga það í efa, að Y.K. Pao hafi séð olfukreppuna fyrir. Það viil bara svo til, að starfsað- ferðir hans reyndust öruggari en annarra. Hann gleypti ekki við skjótteknu fé, en hélt uppteknum hætti að leigja skip sín til flutninga í svo sem þrjú til fimm ár í einu. Auk þess valdi hann viðskiptavini sína af kostgæfni og það vekur náttúrulega traust lánastofnana. Einn yfirmaður Hong Kong og Shanghaibankanna tók svo til orða um þetta: „Við mundum ekki lengi lána manni, sem hætti fénu f glæfralegum við- skiptum og þetta veit Pao. Hann var bankamaður hér áður fvrr, og hann hefur sömu aðferðirnar við útgerðina og hann hafði í bankan- um áður. Hann vill njóta svefn- friðar um nætur.“ Þar eð Pao byggir útgerð sína á langtímasamningum og fast- ákveðnum flutningsgjöldum halda sumir, að kostnaðurinn muni verða honum ofviða, er tfmar lfða, þvf útgerðarkostnaður eykst jafnt og þétt. En Pao hefur ekki áhvggjur af þvf. Hann segir, að eina áhyggjuefnið f farmskipa- útgerð sé það, ef vantar farm f skipin. Og farm hefur hann ekki vantað hingað til. Hann nýtur líka góðs af iðnaðarkreppunni. Til dæmis hefur viðgerðar- kostnaður lækkað. Og nú er hægara en áður að fá góðar áhafn- ir á skipin. Þetta tvennt hefur aftur í för með sér meira öryggi og það kemur svo fram f lægri tryggingaiðgjöldum. Yfirleitt er Pao hinn bjartsýn- asti. Hann telur, að bæði Japanir og Bandarfkjamenn muni flytja inn æ meiri olíu og áður en langt um Ifði verði byggð risaolfuskip á nýjan leik. Honum kæmi þó ekki til hugar að veðja öliu á þau. Raunar eru fæst skipa hans olfu- skip. Hann telur líka, að tiltölu- lega lftil skip séu gróðavænlegust núna. Pao leitar sffellt nýrra við- skiptavina og markaða. Hann set- ur ekki allt sitt traust á Evrópu- menn og Japani. Um þessar mundir er hann að þreifa fyrir sér í þriðja heiminum. Fyrir skömmu leitaði hann á f Suður- amerfku og Miðausturlöndum. Ilann hyggur líka gott til skipta við Kínverja, þótt ekki verði af þeim strax. Jafnframt vill h'ann þó halda áfram viðskiptum við Formósumenn. Stjórnmála- skoðanir standa honum sem sé ekki fyrir þrifum — a.m.k. ekki skoðanir hans. Pao þykist þess fullviss, að keppinautarnir hafi ekkert lært af velgengni hans. Bjóðist þeim aftur skjóttekinn peningur muni þeir hlaupa upp til handa og fóta og gleypa aftur við sama agninu og fyrrum. Hafði hann um þetta gamlan, kfnverskan málshátt: „Von um skjótan gróða rænir menn skynseminni.“ Og brosti út að evrum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.