Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1976, Blaðsíða 3
Keflavíkur og Skógræktarfélag Grindavíkur. Félagið í Grindavík á skógræktargirðingu norðan í Þorbirni en félagið í Keflavík hefur sitt svæði í Sólbrekkum og Háa Bjalla, sem nýlega hefur verið stækkað og endurgírt. Hjá báðum félögunum lofar góðu um árangur og er það vissulega ánægjuefni að trjágróður eigi sér framtíð í þessum hluta landsins sem annars hefur það orð á sér að vera hrjóstrugur í meira lagi. Þá er að nefna Skógræktarfélag Hafnarfjarðar en þar hefur löng- um verið unnið mikið og gott starf í skógræktarmálum. Á síðastliðnu sumri var t.d. plantað 20 þúsund plöntum á vegum þess. Félagið á land við Hvaleyrar- vatn og í Undirhlíðum og er nú svo til fullplantað á því svæði. Því hefur verið ákveðið að Skógrækt ríkisins í samvinnu við Hafnar- fjarðarbæ og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar taki að sér að girða 6 km skógræktargirðingu við Kaldársel, frá Setbergshlið ofan Sléttuhlíðar til Smyrlabúða og Kaldársels og þaðan að Hvaleyr- arvatni. Þar koma um 200 ha lands til friðunar og ræktunar. Þessu verður þó varla lokið i sumar en verður þó góð byrjun. 1 Kópavogi er einnig starfandi skógræktarfélag en það félag og Skógræktarfélag Kjósarsýslu eru saman um skógræktarland við Fossá í Hvalfirði en þar hefur verið komið upp girðingu og plöntun hafin. Auk þess mætti nefna að fyrir 5 árum var friðað allstórt land við Vindáshlíð í eign K.F.U.K. og þar gróðursettar trjáplöntur árlega Við útvegum plöntur og sjáum um verkstjórn en K.F.U.K. leggur til vinnuna. Það er lofsvert fram- tak. Líklega eru komnar þar niður 10—12 þúsund plöntur á þessum 5 árum sem dafna vel. Þess má og geta að frá fyrri tið eru þar vöxtulegar barrplöntur er hafa staðið af sér ágang búpen- ings og veður hörð án friðunar í mörg ár. Af meiri háttar girðingarverk- efnum mætti nefna það, að nú er í athugun að Skógrækt ríkisins taki að sér að stækka og endurnýja girðinguna um þjóðgarðinn á Þingvöllum, þannig að girðingin lengist um 26 km. Þvi verki á að ljúka á þremur árum og verður þá Gjábakkaland einnig komið innan griöingar. Að minum dómi er það ánægjulegt verkefni vegna þess að þetta land þarf friðunar við og girðingin, sem fyrir er, er sums staðar að falli komin. Þetta er því aðkallandi mjög, en allar girð- ingarframkvæmdir markast af fjárráðum. í Landgræðsluáætluninni er reiknað með vissum pósti til girð- ingar og margir aðilar sækja fast að fá girðingarefni. Við höfum t.d. aldrei afgreitt eins mikið af girðingarefni og siðastliðið ár og sent út um allt land, bæði til nýrra skögræktargirðinga og endurnýjunar á eldri. En er ending girðinga ekki stöðugt vandamál hjá okkur? Ekki eins og áður var. Við not- um aðeins innflutt girðingarefni — járnstaura, sern eru svo til ævarandi. Frostið lyftir þeim ekki nema á mjög löngum tíma og við verstu skilyrði. Einnig vöndum við sérstaklega til girðinga og leggjum okkur mjög fram um að verkið sé til fyrirmyndar. Hvað um plöntun á þessu svæði? Svo dæmi sé tekið þá voru gróðursettar rúmlega 40 þúsund trjáplöntur á mínum vegum í fyrrasumar i Gullbringu- og Kjósarsýslu og á Þingvalla- svæðinu, auk þess sem skóg- ræktarfélög viðkomandi staða hafa annazt plöntun í sínum reitum. Hver eru helztu verkefnin framundan? Af þeim mætti nefna að nýlega ákváðu borgaryfirvöld að friða Hólmsheiðina ofan og austan Rauðavatns, og lausganga búfjár hefur nú alveg verið bönnuð þar. Við þetta bætast 5—600 ha af friðuðu svæði við borgarlandið. í fyrrasumar var þetta land girt af með tæpl. 7 girðingu. Það verk var unnið á vegum Skógrækt ar rikisins en vinnuflokkur frá Reykjavíkurborg vann að því að stinga niður börð og sá grasi í þau. Hugmyndin er að planta í landið síðar. Þetta land í Hólms- heiði mætti tvinna saman við Heiðmörk og verður það góð við- bót við útivistarsvæði Reykvík- inga. Þarna er jarðvegur ekki síðri en í Heiðmörk, að mestu grasi gróið vallendi, sem hefur þó stöugt hrakað undanfarin ár vegna ágangs og var því i hættu ef ekki var að gert. Þarna er býsna skýlt sums staðar og viða dal- verpi. Austanáttin, sem fer illa með trjágróður er þó sterk allvíða þarna, en þar sem hennar gætir ekki eru góð skilyrði til skóg- ræktar. I sumar er gert ráð fyrir að haldið verði áfram að stinga niður börðin, sá í og græða þetta land. Til þessara framkvæmda var ákveðið að verja 5 milljónum af Landgræðsiuáætluninni. Hug- myndir eru einnig uppi um það að girða Iand Nesjavalla í Grafningi, en sú jörð er nú i eigu borgar- innar. Nú er ráðgert að Skógrækt rikisins aðstoði við að velja girð- ingarstæði þar og er það vissulega vel ráðið að Reykjavikurborg skuli gangast fyrir því að þar verði friðað land og jafnvel tekin þar upp skógræktarbúskapur, eins og komið hefur til tals, og getum við þá ef til vill áöur en langt um líður farið að tala um nytjaskóg á þessu landshorni. Fyrir ári festi Landgræðslu- sjóður kaup á hálfri jörðinni Ing- unnarstaðir í Kjós. Þar eru skil- yrði einkar góð til skógræktar og nú stendur væntanlega til að hefja girðingarframkvæmdir þar í sumar, svo hægt sé að fara að gróðursetja þar og sjá hvernig til tekst. Það er vel ráðið að Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélögin fái að nytja þetta land, þótt Land- græðslusjóður sé eignaraðilinn. Aðalatriðið er að tryggja að það sé tekið til skynsamlegra nota og því verði forðað frá of miklum ágangi búfjár. Þarna er býsna mikið kjarrlendi og skjólgott. Þá langar mig til að benda bændum og búnaðarsamtökum á hversu nauðsynlegt er að rækta skjólbelti, því margfalda má upp- skeru garðávaxta, korns og grasa með tilkomu þeirra. Með góðri umhirðu geta skjól- belti gerð af hraðvaxta tegundum náð sæmilegri hæð á tíu til fimmtán árum. Þá er það aldrei of brýnt fyrir húseigendum bæði i sveit og við sjó, að fallegur trjá- garður gefur skjók, er öllum til undis og eykur fegurðarskyn hvers hugsandi manns. Fram- tíðarverkefnin eru óþrjótandi við ræktun og umönnun trjágróðurs. Hver segóir þú að munurinn væri á verkefnum Skógræktar ríkisins og skógræktarfélaganna? Skógræktarfélögin eru áhuga- mannafélög, sem vinna mikið og gott starf við útbreiðslu og kynn- ingu á málefnum skógræktar og leggja fram vinnukraft, sem annars fengist ekki. Ögerningur væri oft að koma plöntum niður, ef þeirra nyti ekki við, þar sem ræktun er dreifð og hafa þarf samband við marga aðila. Það gæti orðið kostnaðarsamt fyrir Skógrækt rikisins að annast þenn- an félagslega þátt. Skógrækt ríkisins nýtur sin bezt við stærri verkefni og hefur enda fast starfslið. Hins vegar er þáttur skógræktarfélaganna minni en skyldi og er þar pen- ingaleysi um að kenna. Plöntun sem fram fer á vegum félaganna er að öllu leyti jafn góð og sú sem Skógrækt ríkisins annast, en stundum vill það við brenna að félögin hafa ekki bolmagn til að annast þá umhirðu sem æski- legust væri bæði hvað snertir plönturnar og girðingar. Nú er lika svo að flestum þykir leiðin- legra verk að reita frá ung- plöntum og girða en að koma plöntunum niður. En Skógrækt ríkisins hefur fast starfslið eins og áður sagði. Þar er umhirðunni ekki siður gaumur gefinn og keðj- an rofnar ekki. mjög vel — mig minnir hátt upp í métra á fyrsta árinu. í Kötlugosinu 1918 héldu allir að nú væru dagar hríslunnar taldir. Þá var byggt yfir hana og tókst vel. Síðar kom á daginn að hún væri sennilega af Nauthúsa- gilsstofninum, enda hafa fræ af hríslunni frægu þar borizt viða. Sú g.mla í Nauthúsagili brotnaði illa á árunum 1945—50 en þó er eitthvað eftir af henni enn og meðal margra afkomenda er þessi fallega einstofna hrísla i Drangs- hlíð sem ég hafði fyrir augunum á uppvaxtarárunum. Ég held að hún hafi verið kveikjan að skóg- ræktaráhuga mínum. Árið 1950 settist ég í skóla Skógræktar ríkisins, sem rekinn var i 5 ár og var til húsa að Grettisgötu 8. Námið tók tvo vetur og þrjú sumar. Þar voru m.a. kennarar Hákon Bjarnason, Einar G. E. Sæmundsen og Sigurður Blöndal. Þetta var fyrst og fremst skógarvarðarnám og við vorum 6 sem útskrifuðumst, 3 og 3 saman. Síðan tók við vinna i skógræktarstöðinni að Tuma- stöðum í Fljótshlíð og Vöglum I Fnjóskadal og eftir það hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur. Og síðan 1959 hef ég sinnt skógar- Efnilegar ungplöntur á leið úr gróðurreit í Skógræktarstöðinni í Fossvogi út i islenzka náttúru. Úr skógræktargirðingu Grindavikurdeildarinnar norðan i Þorbirni. Hvernig vaknaði fyrst áhugi þinn á skógrækt? Ég helcf mér sé óhætt að rekja upphafið til „hríslunnar" frægu í Nauthúsagili fyrir innan Stóru- Mörk undir Eyjafjöllum. í dag- legu tali var hún aldrei kölluð annað en hrislan en þetta var einstakt reyniviðartré, stórt og mikið. Ég minnist þess að farið var i skemmtiferðir úr nágranna- sveitunum til hríslunnar í gilinu, svo ekki þurfti mikinn trjágróður til að laða að fólk. Ég ólst upp í Dranghlíð undir Eyjafjöllum og fósturforeldrar mínir sem þar bjuggu höfðu áhuga á trjárækt, fengu á sínum tíma að hluta plöntur i svolítinn trjágarð frá Múlakoti. í túninu í Drangshlíð er allhár drangur, sem bærinn dregur nafn af. Árið 1917 fór fósturfaðir minn, Gissur Jónsson, upp á þennan drang er þar uppi var litill sem enginn gróður. Þarna kom hann þö auga á einhvern anga, sem hann vissi ekki hvað var, en hann tók hann með sér heim og gróðursetti við bæjar- stéttina. Þetta reyndist þá vera reyniviður, sem óx varðarstarfi hér á Suð- vesturlandi. Svo við endum þetta rabb á hinn klassiska máta: Nokkur orð að lokum, Kristinn? Með störfum skógræktarinnar í heild hefur áunnizt margt stór- merkilegt og mikils vert fyrir framtíðina. Þjóðin á eftir að kalla framgang skógræktar i landinu mikið happ ræktunarlega séð. Byrjunarörðugleikar voru miklir og seinfengin sönnun fyrir arð- semi trjágróðurs átti sinn þátt í að vekja tortryggni. Þess vegna hafa úrtölu- og óvildarmenn átt hægara um vik að telja fólki, einkum bændum, trú um að trjá- rækt væri föndur eitt. Sem betur fer hefur ræktunar- menningu fleygt fram nú síðari ár fyrir tilkomu raunsærra rnanna. Skógræktin hefur verið svo lán- söm að hafa í fararbroddi af- burðamenn allt frá því fyrstu sporin voru stigin með setningu skögræktarlaganna. Nú er nauð- syn að halda merkinu uppi og láta verkin tala með auknum fram- kvæmdum og varðvei^lu og um- önnun þess, sem hrundið hefur verið af stað. H.V. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.