Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1976, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1976, Side 8
„Hús sem fæddist í Stokkhólmi, dó Paris, og ég trega". Vatnslitir 1965 Hundertwasser í sjónvarpsupptöku þar sem hann útskýrir hugmyndir sínar um lifræna byggingarlist. fagurlistaskólann í Vín eftir þriggja mánaða skólasetu (1 948) og sneri baki við fagur- listaskólanum í París eftir aðeins eins dags skólasetu, fullur vonbrigða, þareðhann sá þar ekki möguleika til list- ræns þroska. En þessi lista- maður hefur mikla og trausta sjálfsskólun að baki, svo sem allir geta séð á vinnubrögðum hans, sem einkennast af miklu öryggi frá fyrstu tíð, svo sem mynd hans af móður sinni er til vitnis um. vinir. Þessa velgengni sína á hann ekki eingöngu myndverk- um sínum að þakka heldur einnig útsjónarsemi og hug- myndaauðgi, til að vekja á per- sónu sinni athygli og koma vöru sinni í verð. Fyrir þetta hefur hann eðli- lega hlotið öfund starfsbræðra sinna, sem hafa líkt honum við trúð og loddara, sem noti ódýr brögð til að vekja athygli á verkum sínum. Eðlilegterað sá, er myndi t.d. leggjast á fjóra fætur á Lækjartorgi og MYNDLIST eftir BRAGA ÁSGEIRSSON FRIEDENSREICH HUNDERTWASSER er vafalitið eitt þeirra sérkennilegu nafna, sem fæst foreldri myndu láta sér detta í hug að skíra börn sín, enda að vonum. Hér er um að ræða tökunöfn sérvitrings og að mörgu leyti eins litrikasta myndlistarmanns Evrópu í dag, —— manns, sem hefur öðrum fremur kunnað áð nota sér þá tilhneigingu fólks að veita furðulegum uppátækjum at- hygli og tengja þau þá gjarnan listrænni gáfu. Þetta hefur hann gert til framdráttar at- hyglisverðri listsköpun sinni, sem í senn er skyld furðu- veröldum Svisslendingsins Paul Klee (1870—1 940), sí- vafningum landa Ltans og eins af höfuðpaurum „jugendstíls- ins", Gustav Klimt (1862—1928), og munaðar- fullri og glæsilegri línu i mynd- um hins skammlífa snillings Egons Schiele (1890—1918). Hér er þó ekki um eftirlíkingar að ræða heldur framhald, sem tengt er verund nútímans og endurnýjuðu afturhvarfi til móður náttúru, sem hófst raunar fyrir 200 árum, en verður stöðugt brýnni og áleitnari, eftir því sem tækninni vex fiskur um hrygg. Friedensreich Hunder- wasser Regentag fæddist í Vínarborg árið 1 928, og sýndi snemma ríka hneigð til mynd- gerðar. Til þess er tekið, að austurrískur listmálari og kennari, sem hafði mikla þýð- ingu fyrir austurríska list, Her- bert Boeckl að nafni, á að hafa sagt við móður Hundert- wassers, er hann sá vatnslita- mynd, erdrengurinn gerði 5 ára, — að um aðra leið en listabrautina væri hérekki að ræða. Maðurinn hefur þannig verið teiknandi og málandi frá fyrstu tíð, en um skólavist fara ekki miklarsögur. Hann yfirgaf Fyrir liðlega tuttugu árum var þessi listamaður óþekktur, bláfátækur og átti naumast fyrir næstu máltíð hvað þá meir, myndir hans þóttu ekki merkilegri en svo, að fólk vildí þærekki, þótt hann byði þeim þær að gjöf. En þeim, sem fyrir réttum 1 5 árum festi kaup á mynd eftir hann fyrir 300 mörk, væri tæpast ráðlagt að sleppa hendi af henni fyrir hundraðfalt verð í dag, því að viðkomandi gæti að öllum lík- indum fengið drjúgum meira fyrir hana. Líf málarans Hundertwasser er! stuttu máli sagt eitt af ævintýrum nútím- ans, því að hann erá rúmum áratug orðinn heimsfrægur og vellauðugur á list sinni, á meðal annars veglega höll í Feneyjum með listsögulegu gildi, stærðar vinnustofu í Vínarborg, sérkennilegt segl- skip og loks búgarð, sem eng- inn veit hvar er nema vildar- gelta, vekti eðlilega meiri at- hygli en sá, er samlagast fjöldanum og sjálfsagt hefur það vakið athygli er Hundert- wasser hefur komið fram í adamsklæðum við ýmis tæki- færi. En hér er það sem oftar, að tilgangurinn helgar meðalið, og að þessu sinni á listpólitisku sviði og borgi sig slíkt uppá- tæki, þá eru þau að minu mati réttlætanleg þótt ég sé hér ekki að hvetja til eftirbreytni. Meðal- iðer þannig ekki ónýtt, ef tilgangnum er náð í þjónustu svipmikillar listar, en takist það ekki er ver farið en heima setið. — Vafalítið er trúðurinn fyrir hendi í persónunni Hundert- wasser, þaðsýna ekki einungis tökunöfnin heldur hin mörgu uppátæki hans, — en hérer um manneskjulegan trúð að ræða, sem kemur glöggt fram í þeirri hugmynd hans að húmanisera byggingarlistina, rifa niður öll burstalöguð hús-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.