Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1976, Blaðsíða 9
 llil iillllllllMlilWIHIIlllil—I Á tímabili notfærði Hundertwasser sé lifandi og áþreifanleg rúmtaksform sem viðfangsefni fyrir sívafningsform sín i stað hins lífvana striga. þök og planta þargróðurvin í staðinn svo og á flötum þökum háhýsa. Honum þykirsem fleirum, að ibúðarblokkir séu helst til ómannúðlegar og vill hressa upp á þær á þennan hátt og fleira vill hann gera, m.a. er frægt það uppátæki hans að mála sívafninga sína umhverfis glugga utan á húsum og gera húsin þannig lífrænnni! Þótt uppátækin séu undarleg, þá efast ég ekki eitt augnablik um, að manninum sé þrátt fyrir allt fyllsta alvara. Árið 1 958 vakti hann mikla athygli með því að mála naktar stúlkur í Múchen, þ.e.a.s. hann málaði ekki myndir af þeim, heldur myndheim sinn á nakta kroppa þeirra, og vissu- lega var tími kominn til að einangra litauðugan farðann ekki aðeins við andlitið, heldur dreifa lit á aðra og leyndari staði líkmans og aðlaga hann nánar, í mörgum tilvikum þekkilegri formum. Hundert- wasser er nýtinn á föt þrátt fyrir auðæfi sín, og hann virðist Á rigningardegi taka litirnir að Ijóma; þessvegna er þungur dagur — rigningardagur — fegurstur daga í minum augum Á slíkum degi get ég unnið, svellur mér móður í brjósti. „Þegar rignir er ég hamingjusamur." finna sokka sína í ruslabingjum og gjarnan er annar þeirra skærgulur og hinn er himin- blár. Hann erekki beint póli- tískt sinnaður og gefur lítið fyrir allt sem telst til trúarbragða, kreddukenninga eða mismun- andi stjórnmálaskoðana — og þá lendir maður í erfiðleikum I þjóðfélagi er misskilur slikt full- komlega. Hann segiraðein- ungis þeir, sem hugsa og lifa á skapandi hátt muni hafa þaðaf i nútið og framtíð. Hundert- wasser drekkur ekki brennivín og lifirá korni, álítur málverk sín frábrugðin annarra mynd- um, vegna þess að þau eru máluð af jurtaætu. Hann er þannig meinlætamaður um margt, en undanskilur þó vel á minnst, kvenfólk, það þarf jafnaðarlega að vera fyrsta flokks og ekki saka að þær hafi blátt blóð í æðum. Konur koma og fara i lifi hans, en börn vill hann ekki, hræðist tilhugsun- ina. Hins vegar er hann jafn hændur að myndum sínum og nokkuð foreldri getur verið að börnum, svo_sem eftirfarandi framsláttur er til vitnis um: „Þegar eitthvert barna þinna lætur ekki heyra í sér, þá fyllist þú áhyggjum, máski er það veikt eða í erfiðleikum, máski er það dáið. Væntanlega er mönnum Ijóst, hve ég þjáist, þegar ég veit ekki, hvar þau verk eru niðurkomin, sem ég hef orðið að sleppa hendi af". Á þennan hátt skírskotar Hundertwasser til fjöldans, þegar hann þarf að fá upplýs- ingar um einstök verk sín. Hann hefur einnig ritað þetta „Mér líður jafnan mjög illa, þegar ég veit ekki, hvar myndir mínar eru niður komnar, ég kvelst og þjáist. . . oft hef ég martröð, vegna þess að ég veit ekki, hvar þessi og hin myndin er. Af sjúklegri nákvæmni fylgist hann með örlögum mynda sinna, ástandi og hvar þær hanga. Og hann gerir ekki upp á milli þeirra, sérhver þeirra er honum jafn kær, — engu flygir hann, ekkert er sett hjá, allt, jafnvel hiðminnsta riss- blað eða málað skraut á bílinn hans er áritað, titlað, númerað, greint frá tækni og stað i sér- stakri skrá, er rúmar verk hans allt frá árinu 1 934, er hann var 5 ára gamall, og til dagsins i dag. . Þessi listamaður telur sig ekki hafa fulllokið þeim mynd- um, sem hann hefur málað og látið frá sér fara. Hann leitar stöðugt uppi gamlar myndir i huganum, hann heimsækir þær á ferðalögum og rannsakar sifellt litskyggnur, sem hann á af þeim. Það er líkast þvi, sem list hans sæki grómögn í sjálfa sig, — eigin vöxt. Hann hefur nefnt röð listamanna, sem hafa haft áhrif á sig: Egon Schiele, Paolo Ucello (1397—1475), Paul Klee. Gustav Klimt, Fra Angelico (1387— 1445) og Friedensreich Hundert- wasser. . . Hans eigið nafn hefur valdið honum fjölþættum heila- brotum. Fæðingamafn hans er Friedrich Stowasser, og hann er af tékkneskum uppruna, og á slóvnesku þýðir forskeyti ættarnafnsins „Sto" töluna hundrað. í samræmi við það breytti hann eftirnafni sinu í Mynd af móður minni. Árituð Stowasser, ágúst 1 948. Pastel.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.