Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1976, Blaðsíða 12
Fðf a rn i r ferðamanna- staðir Brezkir feröafrömuðir segja hvernig þeir kysu helzt að eyða sumarleyfum sínum, og eru greinilega fröhverfir störborgum og pölma vöxnum baðströndum Bodrum á strönd Grikklands. EINU sinni hafði ég átta daga dvöl í báti á Midiskurðinum í Frakklandi. Konan mín og börnin og nokkrir góðvinir okkar voru líka moð í þeirri för. Þotta or ánægjulogasta utanlandsferð som ég hef farið. Þctta var í júníbyrj- un. Veðrið var dýrlogt. Gular íris- ar stóðu í blóma. Næturgalar sungu nótt som nýtan dag. Við sigldum bátnum um skurð- inn og glímdum við gáttahliðin, en að öðru leyti gerðum við ekki nokkurn skapaðan hlut og veittist það okkur furðu auðvelt. Þau gömlu sannindi eiga vist ekki upp á pallborðið hjá mönnum núna, að þar, sem ekkert helsi er þar er heldur ekkert frelsi. Nú höfðum við nokkrar kvaðir þarna á skurð- inum: honum voru sjálfum þröng takmörk sett, við gátum ekki siglt hvert, sem við vildum og hvenær sem við vildum; urðum t.d. að sæta lagi, þegar gáttahliðin voru opnuð en bíða annars og urðum einnig að hoita því að spæna okki allt vatnið upp úr skurðinum moð kappsiglingum. En einmitt vegna þessara kvaða vorum við gersam- lega áhyggjulaus. Dagarnir liðu í friði og ró. Við sötruðum Ijúfar veigar úr háum glösum og snædd- um í grasinu á skurðbökkunum. Væri ég einn á báti færi ég hins vegar annað, og nú skal ég segja frá því. I septemberbyrjun legði ég land undir fót og færi beina leið til Banff; það er við, rætur klettafjallanna í Kanada. Þar mundi ég leita uppi mann að nafni Ron og stúlku, sem heitir Charlotte og mundi ég leitast við að sannfæra þau um það, að örlög- in hefðu ákveðið, að við þrjú fær- um í næstu viku upp í fjöllin þar sem heitir Johnston's Creek, og mundi ekki tjóa að sporna við þeirri ákvörðun. Við förum á hestum. Hvert okk- ar hefur eitt.til reiðar og svo eru tveir áburðarklárar. Himinninn er heiðskir og fagurblár. Lerkið og rauðgrenið eru gullinlit. Loftið er einstaklega gott, lifgandi og hressandi. Ég hugsa að svona hafi loftið verið i Eden, nema hvað hér er furuilmur í því. Svo ríðum við af stað. Við för- um af baki og æjum, þegar okkur lízt. Við komum að ársprænu, fá- um okkur sopa og böðum okkur í henni. Svo ríðum við yfir hana á vaði og tjöldum á bakkanum hin- um megin. Við kveikjum eld. Sól- in sezt. Eldurinn skiðlogar undir stjörnubjörtum kvöldhimninum. I kvöldmatinn fáum við silung með reykbragði eða steik, og glóð- arsteiktar flatkökur í morgun- verð. Svo hitum við kaffi í sót- svörtum pjáturkatli. Ron og Charlotte eru engir sam- ræðuskörungar. Við þegjum því oft og lengi. En þær þagnir eru sizt óþægilegar. Þær eru þvert á móti einkar notalegar. Við og við segir Ron: „Eigum við að leggja í hann?“ Þá förum við á bak og ríðum af stað. Að stundu liðinni segir Charlotte: „Eigum við ekki á fá okkur bita?“ Þá förum við af baki og setjumst að snæðingi á föllnum trjástofnum. Við hittum aldrei ncinn mann á leið okkar, nema ef vera skyldi skógarvörð og það er þó fátítt. Mér líkar þetta einfalda líf svoyfirmáta vel, að ég freistast ekki einu sinni til þess að opna bók. Ég er fjarri heimsins glaumi og heimsins glaumur fjarri mér. En það, sem hrífur einn hrellir kannski annan. Hér á eftir velja sex velþekktir ferðaskriffinnar sér þá staði, sem þeir vildu heizt gista í sumarlefyi. Það kemur í ljós, að þeir dreifast i allar áttir, til Irlands og Austurríkis, Mexikó ogGrikklands. Nigel Buxton Ef ég ætti kost á hálfs mánaðar sumarleyfisdvöl erlendis á hverju ári þætti mér mest um það vert að \ vera algerlega frjáls og óbundinn. Ég vildi Iosa mig úr viðjum hinn- ar skipulögðu, almennu ferða- mennsku og vera frjáls að því að velja um marga ánægjulega kosti. Ég liti þá auðvitað ekki við sigl- ingu upp eftir Nílarfljóti, bað- strandadvöl í Portúgal, siglingu milli grísku eyjanna eðaskemmti- staðaflakki í Paris. Þætti mér þó gaman að þessu öllu. En ástæðan til þess, að ég tæki engan þessara kosta er sú, að þeir skemmta að- eins sumum skilningarvitunum. Ég er alveg ráðinn í því, hvert ég færi. Ég mundi leita á fljöll, hátt upp þaðan, sem ég gæti séð yfir mörg ríki veraldar. Ég færi til Carinthiu. Carinthia er hérað í Austurríki suðaustan- verðu. Ég flygi fyrst til Feneyja, en tæki þar bíl á leigu. Helzt vildi ég fara um vor eða haust. Þá eru fæstir á ferð. Ég hefði þó vaðið fyrir neðan mig og pantaði viku- gistingu í einhverju yfirlætis- lausu gistihúsi á bakka Iítils vatns. Mér dettur í hug Faaker- vatn. Þarna er allt, sem hugur minn girnist. Gnægð hæða og fjalla, hafsjór hvitvíns, fossniður og stakir hljómar frá klukkuturn- unum í kring. I viku væri ég þarna að skoða hug minn um það, á hvaða fjöll ég ætti að ganga. Þá dytti mér allt í einu i huga að fara til Italíu eða Júgóslavíu — eða Italíu og Júgó- slavíu. Ég æki yfir fjallaskörðin til Italíu og settist að í hljóðlátu gistihúsi i Fenejuum; mér koma þrjú gistihús í hug — Accademia, Seguro og Bucintoro. Þar dveldi ég í nokkra daga og nyti lifsins. Ég skryppi yfir lónið og skoðaði Chioggia og snæddi stóran hrauk af grænu pasta I Locanda Cipr- iani á Torcello. Svo legði ég aftur land undir hjól og æki upp í hrikaleg fjöllin i Júgóslaviu. Þar mundi ég klöngrast á fjórum fót- um um holt og hæðir og anda að mér unaðslegum gróðurilminum. Til öryggis mundi ég taka með mér í ferðina nokkrar bækur, sem gætu leitt mig á óvæntar slóðir. Ævisaga Maximilians keisara leiðir hugann að hinum furðulega kastala hans í Miramare við Tri- este. Ævisaga Marco Polos gæti dregið mig til Korcula og ævisaga Títós til Vis. „Vopnin kvödd" eft- ir Hemingway mundi fylla r.-'f löngun til að heimsækja Capor- etto og lika til að lyfta g!as: i Harry’s Bar í Feneyjum, svo eitt- hvað sé nefnt. Önnur ágæt bók er „Feneyjar” eftir James Morris. Þegar maður les hana langar mann óðara i æv- intýraleit um þröng húsasund Feneyjaborgar, þar sem dular- fullir hlutir bíða í hverju skoti. Tom Pocock Ég geri fyrst og fremst þær kröf- ur til sumarleyfisstaðar að þar vaxi vinviður og olífutré. Svo væri gott, að Grikkir eða Róm- verjar hefðu látið þar eftir sig einhverjar minjar, þótt ekki væri nema í sögum. Þegar ég skoða nú hug minn veitist mér erfitt að velja milli nokkurra grískra eyja (einkum Ios, Ithaka og Samos) og staðar eins á Grikklandsströnd Tyrklands. Þar heitir Bodrum. Bodrum er sunnan til á skagan- um, fáeinar sjómílur frá Kos. Það er sagt, að þá sé matur fullkom- inn, þegar mann langi i svolítið meira að lokinni máltíð. Mér er nær að halda, að þetta eigi líka við um staði. Ég vel Bodrum af þeirri ástæðu. Sumir gamlir menn i Bodrum kalla bæinn enn fornu nafni sínu. Hann hét Halicarnassus. Þar var grafhýsið mikla, eitt af sjö undr- um veraidar. Nú er mest af því i British Museum. I Bodrum eru ekki eftir nema nokkur brot. En þau eru í mjög rómantisku um- hverfi. Villt blóm vaxa i rústun- um; írisar, draumsóleyjctr og gul- ar narsissur umkringja krossfara- kastalann fyrir ofan bæinn Kastalinn er fullur af hrúðruðum leirkerjum, fötum og öðrum forn- um gripum. Þeir eru flestir komn- ir úr rómverskri snekkju, sem lá öldum sama.i á sjávarbotni rétt undan bænum. Hún hafði steytt á skeri. Bodrum er fjörugt fiskiþorp. Það er afskekkt, en þó er hægt að komast þaðan með góðu móti. Það er enginn sérstakur útnesjabrag- ur á því, en þó er það ekki spillt af ferðamennsku. Niðri við höfn stendur gömul moska. I dögun hljóma þaðan hróp bænakallarans og vekja gestina í Herodotgistihúsinu. Þeir reka kollinn út um glugga og sjá fiskibátana koma handan yfir fló- ann. Ulfaldalest liðast hægt hjá; dýrin bera höfuðin hátt á bognum hálsunum og horfa fram hálflukt- um augum. Til morgunverðar er heitt brauð með smjörhunangi. Dagskráin hefst með því, að maður fer með róinni ferju til Kera Ada; það er smáeyja skammt undan ströndinni. Þar er malarfjara. Maður tiplar niður fjöruna og veður út í sjóinn; hann er hreinn og tær og sér til botns á margra faðma dýpi, þar sem sæ- gróðurinn bylgjast fyrir straum- inum. Svo laugar maður sig i nota- iegu heitu vatni úr uppsprettu, sem verður þar sjávarhömrunum og rennur i sjó fram. Það er kom- ið undir kvöld, þegar maður reik- ar aftur inn i þorpið, framhjá hraukum af uppþornuðum svömpum. Ur skuggsælum dyrum berst angan af nýju sagi. Leiðin liggur framhjá verzlun, sem selur ýmislegt glingur með austrænu sniði, og sápu- og kertabuð, sem heldur sínum hlut þótt nýtízku- búðir spretti upp i kring. Þorpið er náttúrúlega svolitið breytt frá því, sem áður var, en þvi fylgja lika ýmis þægindi. Að minnsta kosti fær maður nú ísmola í glasið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.