Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Side 2
1 / Þuríður Arnadóttir ræðir við Sigurgeir Falsson Tynesarhús. Þannig var litur ibúðarhúsa. Þessi litur var einnig á húsum Norðmanna á Hesteyri. Þar var „hvíta húsið" sem kallað var og stóð á hæð; þar bjuggu forstjór- arnir þegar þeir dvöldu á Hest- eyri á sumrin. Annað hús má nefna, sem einnig var á Vestfjörð- um; það var í eigu Ellevsens á Flateyri. En þegar hann flutti þaðan til Mjóafjarðar, gaf hann Hannesi Havstein bústað sinn, sem var allveglegt hús og þótti hæfa sem ráðherrabústaður og þykir reyndar enn. Húsið var flutt til Reykjavíkur og endur- reist við Tjarnargötu, þar sem það stendur eins og kunnugt er. Það er að mestu óbreytt frá því sem það var á Flateyri en viðbyggingu við aðaldyr var bætt við það. Sagt var að Ellevsen hefði selt Hannesi Havstein húsið á krónu, en ekki eru það þó áreiðanlegar heimildir. Austurhluti Hælavíkurbjargs séð frá llorni. Hoift um öxl til heimabyggðar Atvinnurekstur við hvalveiði, lýsisbræðslú og sfldarvinnslu hef- ur að mestu leyti byggst á fram- taki Norðmanna á þessum árum? Norðmenn voru brautryðj- endur á því sviði hér á landi. Hcsteyrarstöðin og fleiri slikar settu mikinn svip á athafnalíf á Skólavist á Akureyri — Sfidarvinna á Sigiufirði og Ilesteyri Ilver er svo næsti áfangi á þinni lífsleið? Það er þegar ég fer til Bol- ungarvíkur til að lesa undir skóla, þá rétt að verða 18 ára. Pabbi kom og sötti mig til Hestcyrar á litlum báti sem hann átti. Eg var svo i Bolungarvík frá miðjurn jan. til aprílloka. Þá fór ég heim aftur en um haustið til Akureyrar, þar sem ég settist i Gagnfræðaskól- ann, sem þennan vetur hélt í fyrsta sinn framhalds- og mennta- deild. Þar var ég þrjá næstu vetur eða til ársins 1927. Sumarið eftir að ég var i fyrsta bekk, fór ég til Siglufjarðar i síldarvinnu, hjá Oskari Halldórs- syni. Þá var hann að byggja ishús- ið á Bakka. Við síldarvinnu á Bakka voru margir, sem seinna urðu kunnir menn, þ.á m Bjarni Benediktsson en hann var þá enn i menntaskóla; bróðir hans, Sveinn, var þar einnig skrifstofu- maður hjá Óskari Halldórssyni, og auk þeirra Jón Nikulásson, síðar læknir, Jón Magnússon skáld og fleiri. Við áttum að skila 10 klst. vinnu fyrir mánaðarkaupinu okkar en unnum það mikla yfir- vinnu að fyrir hana höfðum við meira en dagvinnuna. Vinnuaðstaða við útskipun var þá nokkuð frumstæð. Síldarflutn- SíÖari hlvti ingaskipin gátu ekki lagst upp að. Notast var við gömul hákarlaskip, sem dekkið hafði verið tekið úr, til að flytja síldina út i flutninga- skipin. Út i þau var skipað á þann hátt að tveir plankar voru lagðir af bryggju niður í skipið og tunnunum rennt eftir þeim, en krókur var settur á þær og tóg fest i, til að taka af mestu ferðina. Ég man að einn morgun var ég með nýja vinnuvettlinga þegar ég byrjaði að vinna við að halda við tógið, þegar tunnunum var rennt niður í skip. En kl. 9, þegar morgunkaffið var drukkið, var ekki tætla eftir af vettlingunum i lófunum. Það gerði ekkert til, þvi sigg greri svo fljótt í hendurnar við þennan starfa að eftir nokkra daga gat maður varla kreppt þær. Fimm árum seinna var ég aftur við síldarvinnu á Siglufirði. Þá hafði orðið mikil framför á vinnu- skilyrðum við útskipun; Hafnar- bryggjan var þá komin og sildinni skipað um borð af bílum við skips- hliö. Mér er í minni hinn framandi blær og andrúmsloft sem ríkti á Siglufirði á þessum árum. Á laugardagskvöldum fylltist fjörðurinn af ýmsum tegundum skipa, m.a. þrímöstruðum skonnortum, sem saltað var í út á miðunum en komu inn um helgar. Þarna angaði allt af salt og krydd- lykt. En einkum voru það hús Norðmannanna, sem settu svip á umhverfið. Þeir höfðu vissa ein- kennisliti á sinum húsum: Geymsluhúsin voru rauð með hvítum gluggum og svörtu þaki; niðri á Eyrinni var stórt og veg- legt timburhús, hvitmálað með grænum gluggum og grænu þaki, Vestfjörðum. Norðmenn ráku stöðina til ársins 1915; stafsemin lá svo niðri i nokkur ár eða þar til nýir menn, þeir Stolensen og Hinriksen komu frá Siglufirði. Þeir keyptu stöðina og ætluðu að starfrækja hana en þá brást síld- in. Þeir fengu þá sildarúrgang frá Siglufirði, sem fluttur var vestur í steinskipum, sem kallaðir voru lektarar vegna þess að þeir minntu á skipin sem notuð eru til flutninga um fljótin i Þýskalandi og viðar þar sem þess er þörf, og nefnd eru þessu nafni. Frímannshús. Fjær sést á Stígshús, en Miðfell gnæfir yfir. Annað þessara sildarflutninga- skipa frá Hesteyrartímunum var siðar notað i brimbrjótinn Bol- ungarvík, þar sem það er eun og kemur að góðum notum lil sfns núverandi brúks. En það átti eftir að lifna aftur yfir Hesteyrarstöðinni. Það gerð- ist eins og kunnugt er, með því að Kveldúlfur kaupir stöðina og kemur þangað með sina togara og einnig komu fleiri togarar, þ.á m. þeir ísfirsku. Þá var síldin inn um allt Djúp og ekki nema klst. stim á miðin út undir Grænu- hlíð. Það þótti ströng vinnu- mennska þá að vera á síld. Menn urðu að vinna allt að 27 tima við losun úr stóru togurunum, t.d. Snorra Goða og Skallagrími, en fengu svo ekki nema klukkutíma hvíld á meðal keyrt var á miðin til veiða á ný. Voru vökulögin þá ekki komin? Jú, þau voru komin en giltu ekki á þessum veiðum, undan- tekning var gerð frá þeim. Sjálfur vann ég við sildarbræðsluna á Hesteyri. Það var ágæt vinna en stundum langur vinnutími. Með öllu þessu athafnalífi hefur skapast velmegun á Hest- eyri og nærliggjandi byggðum? Já, fólk lifði góðu lifi. Húsa- kynni voru góð; á Hesteyrf og viðar bjuggu flestir i timbur- húsum. Norðmenn komu með þessi hús tilslegin bæði fyrir sig sjálfa og heimamenn. Þeir voru nú farnir en skildu eftir hús og mannvirki. Mörg húsin standa enn þótt enginn búi nú i þeim. Bryggjur og önnur atvinnumann- virki voru notuð á meðan Kveld- úlfsmenn ráku þar útgerð og munu hafa verið eitthvað aukin og endurbætt af þeim, en starf- semin var lögð niður árið 1938. I Samvinnuskólann — Viö sjóróðra frá Sandgerði En hvert vorum við komin f þinni ævisögu? Hvað tók við eftir skólavist á Akureyri? Það gerðist lítið markvert. Eg var farkennari vestur í Skálavik og í kaupavinnu um sumartimann auk síldarvinnunnar. En haustið 1929 fór ég f Samvinnuskólann. Eftir það var ekki úr mörgu að velja, því samdráttur var i at- vinnumálum. Þá hófust þau átök sem urðu undanfari borgara- styrjaldarinnar á Spáni en 1931 settu Spánverjar 100% innflutn- ingstoll á fiskinn frá okkur og af því leiddi mikið verðfall. Ég var á báti frá Sandgerði um veturinn. Við fiskuðum vel og lögðum upp í Reykjavik. En fiskurinn lækkaði i verði eftir hverja veiðiferð svo viö tókum það ráð að hætta að selja og settum fiskinn i verkun. En svo fór að hann seldist ekki nema fyrir vinnulaunum við verkunina og salti og við fengum sjálfir ekki neitt. Sá sem átti bátinn missti hann og húsið sitt líka. En þetta mun ekki hafa verið neitt eins- dæmi. Þrátt fyrir þessar ófarir gcrist þú fiskkaupmaður á Vestfjörð- um.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.