Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Blaðsíða 3
Komið heim að Rekavik. Mennirnir við bátinn eru Kristinn Grfmsson bóndi, Þórleifur Bjarnason námsstjóri og Snorri Júlfusson sjómaður. Já, næstu ár taldist ég til heimilis í Bolungarvík, þó ég væri hér og þar, þangað til ég fluttist svo alfarið hingað árið 1957. Á þessum árum keypti ég fisk og verkaði á innlendan markað og seinna á Afríku, þ.e. skreið. Upp- hafiega hafði ég ætlað alfarinn til Reykjavíkur strax eftir skólavist- ina á Akureyri, en það tók mig meira en þrjátíu ár að gera alvöru úr þeirri ráðagerð; sannast þar að ekki ganga allar ferðir eftir áætl- un. Horft um öxl — Átthaga- tryggö Er það ekki undarleg tilfinn- ing, að Ifta sfna heimabyggð þar sem hús og mannvirki standa með sömu ummerkjum og var, en þar er enginn maður? Það eru ekki öll hús uppistand- andi en mörg. Ég kann vel við að koma þarna; það er eins og koma heim, það er bara enginn heima. Auk þess eru flestir dánir, sem þarna bjuggu áður en ég fór þaðan. Hvenær var sfðast búið á Horni? Það var I byggð til ársins 1946. Þegar ég fer þar um vil ég alveg eins vera einn á ferð eða með einhverjum sem er í sömu hug- leiðingum og ég er sjálfur, ein- hverjum sem á sfnar rætur i þessari jörð og umhverfi og hefur ekki of mörg orð á tungu. Gamli bærinn á Horni er að vfsu farinn, þar er bara tóftin eftir. En öll kennileiti eru á rétt- um stöðum, fjöllin eru á sinum stað, sjórinn er hinn sami. Húsin sem þar eru nú og voru byggð eftir að ég fór, eru aukaatriði; ég kann meira að segja hálf illa við girðingarnar, sem ekki voru þar þegar ég var að alast upp. Átthagatryggð sýnist vera sterk hjá þeim sem flust hafa f burtu. Já, það er farið í hópum vestur á sumrin og sumir eru þar í lang- an tlma; þar er nóg húsnæði og auðvelt að búa um sig. Engin vandkvæði eru á því að komast þangað yfir sumartímann, það er flugvöllur á Látrum. Ameríkanar byggðu hann þegar þeir komu upp lóranstöð þar, sem þeir hættu svo að starfrækja. Þegar hóp- ferðir eru farnar á vegum átt- hagafélagsins er póstbáturinn fenginn til að fara þessa sérstöku ferð. Þegar ég fór þessa ferð árið 1965 var farið til Aðalvíkur. Þá var messað í kirkjunni á Stað, en henni er vel við haldið af átthaga- félaginu. Það var sérstök og hátið- leg stund. Haffs- Bjariiadýra- og refa- veiðar Einhver sérstakur blær hlýtur að vera yfir þessari veröld, sem er svo afskekkt úti f Norður-lshafi? Vafalaust er það fyrir þá sem ekki eru hagvanir, heimamenn finna það ekki. Urðuð þið ekki oft áþreifanlega fyrir barðinu á haffsnum? Hann ílentist nú sjaldan lengi frameftir á þessum árum. Þó man ég eftir að árið 1915 rak hafís inn og fyllti Hornvíkina seinni hluta mafmánaðar. Mér það minnis- stætt að í þetta skipti kom hrefna með ísnum og heimamenn skutu hana. Ekki varð komist yfir að nýta allt kjötið, þó var þvf skipt milli heimilanna í vikinni og skip- anna sem voru þarna veður- og fsteppt. Fenguð þið aldrei bjarndýr f hcimsókn? Það mun hafa verið i júli 1919 að menn frá Horni fóru út undir bjarg að líta eftir reka. Þá urðu þeir varir við bjarndýr og eltu það, en það synti betur en þeir gátu róið. Þeir náðu þvi þó að lokum og gátu lagt það. Seinna kom mönnum saman um að lfk- legast hefði bjarndýrið verið þarna lengi og gengið i landi með fénu, þvi einhverjir þóttust hafa séð ötrúlega stóra kind þarna undir Hjöllunum og undrast það. Var talið víst að þarna hefði bjarndýrið verið á ferð. Arið eftir var mikill harðinda- vetur. Þá var það um sumarmálin, að Frímann sonur fóstru minnar fór út undir bjarg að gá að tófu eða skjóta fugl. Þegar hann kem- ur heim, segir hann frá því að tvö bjarndýr séu undir bjarginu. Heimamenn leggja af stað fjórir saman með haglabyssur, sem þeir hlóðu púðri og járnarusli í stað blýs, til að vinna betur á bjarn- dýrunum. Þegar þeir komu út undir bjarg, lágu bæði dýrin þar á hengju. Einn þeirra var sér- staklega lánsamur og góður skotmaður og felldi hann ann- að dýrið í fyrsta skoti. En verr tókst til með hitt dýrið, það komst á ísinn og stóð blóðbun- an úr þvi. Það fleygði sér á sárið og rak frá landi með Isnum. En það var gamalla manna mál, að næði bjarndýr að sleikja sár sín, mundu þau gróa. Kjötið af hinu dýrinu var ekki hirt, nema annar framparturinn. Við strákarnir vorum látnir bera það heim og þótti okkur það síga talsvert í á leiðinni. Þetta var samt ekki eina veiðin þennan dag. Skömmu eftir að Framhald á bls. 15 EFTIR STORMINN Eftir storminn eru trén bogin og greinarnar klæklóttar, runnarnir eins og gaddavírsrúllur. Svartur börkur trjánna horfist I augu við okkur eins og hann spyrji: Verð ég nokkurn tíma bjartur aftur? Greinarnar hugsa: Verðum við þess megnugar að bera ný lauf þegar vorar, ^ yndi maðka og skálda? Eftir storminn hefur fólkið nóg að tala um i strætisvögnum, buðum og á vinnustöðum. Bíleigendur eru áhyggjufullir þennan morgun. Þeir hafa átt andvökunótt og flýta sér út til að huga að bilum sínum. Sumir þeirra eru dældaðir og með brotnar rúður. Inni i einum þeirra hefur ryðguð járnplata frá byrjun aldarinnar komið sér makindalega fyrir. í baksætinu á öðrum liggja Ifk úr sjónvarpsskóginum: öll Ashton fjölskyldan hlið við hlið. Þau horfa á okkur eins og verur frá öðrum hnetti. EFTIR JÓHANN HJÁLMARSSON Þrjú Ijóð ÍSLENSKUR SUMARDAGUR MARSDAGUR Ég sé Ijóðið verða til. Það verður til í gamalli konu, sem gengur yfir götu og horfir hræðslulega á bil, sem verið er að setja í gang. Það verður til í ryki, sem þyrlast framan í mann með kransæðasjúkdóm. Það verður til i barni, sem dettur á hjóli og grætur sárlega. Það verður til í blaðbera með of þunga tösku. Það verður til í strætisvagni. sem er ekið hjá með napurlegu iskrj og það verður til í skáldi, sem horfir á þetta allt saman með hluttekningu. Fjöllin sigla á móti okkur I hitamóðu júnidags, líða í draumi um himin og haf. Allt er óraunverulegt en þó nærri og siglir á móti okkur óháð öðru en draumi sínum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.