Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Blaðsíða 4
Úr endurminningum ROSE KENNEDY 2. hluti Það varð fyrsta verk okkar í London að koma börnunum í skóla. Var ákveðið, að Bobby og Teddy færu í dagskóla í borginni, en Euniee, Pat og Jean i heima- vistarskóla uppi i sveit. Rosemary varð að fara í sérstakan skóla fyrir vangefin börn. Kathleen átti að verða heima og hjálpa mér. Joe yngri átti að verða eftir í Banda- rikjunum og ljúka námi síru í Harvard. Jaek hafði hætt i Prince- ton vegna veikinda og átli harin nú að halda áfram i Harvard. Ég hafði gert mér háar hug- myndir um sendiherrabústaðinn. Þetta var sex hæða bygging og stóð á móti Kensingtongarðinum. En bústaðurinn reyndist gamal- dags og búnaður alleinkennileg- ur. Vantaði þar margt, sem mér þótti þurfa, en hins vegar var þar annað, sem við höfðum litið við að gera. Til dæmis voru tvó eins- mannsherbergi og sex tveggja manna lianda okkur, en þrettán herbergi handa þjónustufólki. Fór svo, að við lögðum nokkur þeirra undir okkur. Bobby og Teddy voru harðánægðir með húsið. Einkum þótti þeim mikið koma til lyftunnar, sem þar var; það var mikill og flókinn forn- gripur og léku þeir sér í henni öllum stundum. Þegar við höfðum verið þarna skamma hríð var okkur Joe boðið að vera um helgi hjá konungs- hjónunum í Windsorkastala. For- sætisráðherrahjónunum brezku var boðið ásamt okkur. íburður- inn f kastalanum reyndist svo mikill, að maður varð hálffeim- inn. Rúmið mitt var geysistórt og flóði í rauðu damaski. Það var svo hátt, að ég varð að stíga upp á stól til að komast upp í. Alltaf voru skrautklæddir þjónar á þönum. Þeir voru í fornlegum búningum og báru hárkollur. Varð hvergi þverfótað fyrir þeim. Mér líkaði ákaflega vel við drottninguna. Hún var mjög virðuleg eins og drottningu sæmdi, en jafnframt ákaflega alúðleg. Við ræddum saman, um börn og um það, hve erfitt væri að festa blund í þysn- um í London. Þessi helgardvöl var heilmikið ævintýri. Skömmu siðar bauð móðir drottningar okk- ur svo til sín. Hún var ekki síður tíguleg en drottningin, dóttir hennar. Ég ræddi nokkuð við hana og aðallega um börn. Það var siður, að konur ræddu við hátignirnar um börn. í maímánuði héldum við veizlu til að „kynna" þær Kathleen og Rosemary. Við kviðum þessu dá- lítið, en allt fór vel fram. Rose- mary var hin ánægðasta. Við leyfðum henni stundum að sækja veizlur. Við létum þá mann úr sendiráðinu fylgja henni. Átti hann að sjá um það, að henni reiddi vel af. Um svipað leyti vor- um við Kathleen og Rosemary kynntar hirðinni. Það var til- komumikil en stutt athöfn. Öllum var raðað nákvæmlega upp. Svo gengu menn hver á fætur öðrum fyrir konungshjónin, hneigðu sig dálítið en gengu síðan áfram og tóku sér stöðu á sínum stað í röðinni. Við mæðgur óttuðumst, að okkur kynni að verða eitthvað á í messunni. Æfðum við okkur bvi nokkrum sinnum áður en til kom. Við völdum búninga okkar af mikilli nákvæmni, enda vorum TEBOÐIN REYNDUST við skrautlegar, þegar við vorum fullbúnar. Ég fékk meira að segja lánað höfuðdjásn hjá lávarðsfrú, svo að ég leit hálfpartinn út eins og drottning á endanum. Athöfn- in varð stórfengleg leiksýning. Við Jentum í röðinni á eftir kin- verskasendiherranum enáundan þeim þýzka. Þarna voru svo marg- ir skartgripir saman komnir að hálfgerð ofbirta varð af þeim. Margar kvennanna voru afar fall- ega búnar. Sérstaklega man ég eftir konu kínverska sendiherr- ans. Það setti sérkennilegan svip á athöfnina, að allar konurnar höfðu í hárinu þrjár fjaðrir af sérstakri gerð, kenndri við prins- inn af Wales. Afstaða þeirra hverrar til annarrar varð að vera alveg sérleg og vissi ég ekkert, hvernig ég ætti að hagræða þeim. Neyddist ég loks til að boða sér- fræðing í þessu fjaðraskrauti heim til mín og kom hann því fyrir eins og við átti. Um þetta sama leyti snæddum við hádegisverð neð forsætisráð- herrahjónunum í Downingstræti 10. Það kom i ljós; að ýmislegt var likt með þeim Joe og '"'hamber- lain forsætisráðherra. Báði. voru gamiir fjármálamenn, báoi'm þótti gaman að tónlist og báðum þótti gott að rabba við konurnar sinar sér til hvildar eftir anna- saman vinnudag. Hálfum mánuði seinna buðum við utanrikisráð- herrahjónunum til kvöldverðar. Báðar þessar veizlur fóru vel fram. Fyrir þá seinni lét ég senda mér mat frá Bandaríkjunum; þótti mér það við eiga, þar sem utanríkisráðherra átti i hlut! Þegar þetta var hafði Jack bætzt i hóp okkar i London. Hafði faðir hans talið, að hann græddi meira á því að fylgjast með tíðind- um i London og Evrópu yfirleitt en sitja á skólabekk í Bandaríkj- unum. Jack frestaði því námi sínu um sinn. í september 1939 brauzt striðið út. Tók ég þá saman föggur mínar og hélt heim til Bandarikjanna með börnin. Jack fór aftur til Harvard. Hann valdi sér utanrík- isstefnu Breta að ritgerðarefni til prófs. Þótti kennurum hans svo mikið til um ritgerðina, að þeir hvöttu hann til að gera bók úr henni. Fór hann að ráðum þeirra. Hlaut bókin mjög góða dóma, og seldist geysivel. Sumarið 1941 varð hið síðasta, sem fjölskyldan var öll saman komin. Joe yngri gekk í flugher- inn um haustið og Jack fór í sjó- herinn. Þetta sumar urðum við líka að láta Rosemary frá okkur. © Það kom i ljós að hún átti við fleira að striða en gáfnatregðuna. Hiin fór að fá alls kyns köst og flog og reyndist brátt ókleift að hafa hana heima. Við Joe leituð- um fjölda lækna og varð það úr, að Rosemary var skorin tauga- skurði. Hættu þá flogin, en jafn- framt varð ljóst, að Rosemary yrði aldrei söm aftur, og gæti ekki framar búið hjá okkur eins og við höfðum vonað. Við komum henni loks fyrir í klaustri í Wiscounsin. Þar hlaut hún góða aðhlynningu. Hún hefur nú verið þar i meira en þrjá áratugi. Hún er heilsuhraust og ánægð. Við hin höfum komið þvi svo fyrir, að ekki Hði nema nokkrar vikur milli þess, að hún fær heimsókn. Hún er löngu orðin klausturvistinni vön og vildi nú ekki annars staðar vera. örlög Rosemary voru fyrsta mikils hátt- ar áfallið, sem yfir okkur kom. En þau urðu mörg seinna. Sumarið 1943 fór Kathleen til Englands og hóf störf fyrir Rauða krossinn. Meðal kunningja henn- ar var ungur maður, sem henni leizt sérlega vel á. Þau felldu brátt hugi saman. Hann hét John Robert Hartington og var kallað- ur Billy. Hann var af aðalsættum. Höfðu forfeður hans löngum ver- ið dyggir stuðningsmenn Eng- landskirkju. Við vorum aftur á móti kaþólsk, svo að ýmis vand- kvæði voru á þvi, að Kathleen og Billy gengju í hjónaband. Auk þess höfðu forfeður Billys ýmsir verið ráðamenn á Irlandi. Treystu þeir írum illa, en írar töldu þá aftur á móti til verstu kúgara. En auk þessa var faðir Billys ákafur frfmúrari. Og ka- þólska kirkjan hafði bannfært Frímúrararegluna fyrir tveim öldum. Hér var því úr vöndu að ráða. Var svo að sjá um tíma, að aldrei gæti orðið af hjónabandi Kathleenar og Billys. Þau vildu ólm verða hjón, en mörg ljón voru á veginum. Mikið var rætt um þetta mál i Englandi og sýndist sitt hverjum. Kathleen reyndi að taka öllu þessu með ró. Skrifaði hún bræðrum sínum um þessar mundir og kvaðst bráðlega mundu eignast þrjá kastala, svo að hún gæti skotið skjólshúsi yfir þá uppgjafarherforingjana í ell- inni. En undir niðri var henni ekki jafnrótt. Ýmis ráð voru reynd til að leysa þetta hjónabandsmál en allt kom fyrir ekki. Loks varð það úr, að Kathleen og Billy voru gefin sam- an við borgaralega athöfn hinn 6. maí 1944. Hveitibrauðsdagarnir stóðu i þrjár vikur. Svo fór Billy

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.