Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Qupperneq 5
Myndin er tekin i London. þegar Joseph var ambassador þar. Talið frá vinstri: Eunice, Jack, Rosemary, Jean, Joseph. Teddy, Rose. Joseph yngri, Patricia, Bobby og Kathleen. aftur til herdeildar sinnar. Hann var liðsforingi og þeir félagar voru að búa sig undir innrásina í Normandi, sem varð mánuði eftir þetta. I Ágústmánuði bárust okkur þær fregnir, að Joe sonur okkar hefði farizt í loftárás, sem hann og félagar hans gerðu á eldflaug- arstöð Þjóðverja í Normandí. Við fréttum þetta síðdegis á sunnu- degi. Tveir kaþólskir prestar komu heim og báðu þess að mega tala við Joe. Sögðust þeir flytja aivarlegar fréttir. Ég hljóp upp og vakti Joe, sem hafði lagt sig. Ég var svo yfirkomin af sorg, að ég kom varla upp orði. Loks gat ég stamað því upp, að tveir prestar væri niðri og Joe yngri væri fall- inn. Við hjónin sátum lengi þögul og héldumst í hendur. Svo tók Joe til máls. Hann sagði eitthvað á þá leið, að við yrðum að halda áfram eins og ekkert hefði í skorizt. Við yrðum að sjá um þá, sem eftir lifðu. Mikið verk biði okkar og nú yrðum við að standa í stykkinu. Þegar Kathleen bárust fregn- irnar bað hún um leyfi og kom heim til Bandaríkjanna. Hún hafði ekki verið lengi heima, þeg- ar önnur sorgarfregn barst okkur. Það ver um miðjan september. Billy hafði fallið í Belgiu hinn tólfta september, aðeins mánuði eftir lát Joes. Það var tæpast að við tryðum þessu. Okkur fannst ótrúlegt og óskiljanlegt, að þessar hörmungar skyldi bera að hönd- um okkar með svo skömmu bili. En svo staðfestu foreldrar Billys dánarfregn hans og þá urðum við að trúa henni. Stuttu seinna fór Kathleen aftur til Englands. Hún vildi vera foreldrum Billys til huggunar ef hún gæti. Við sáum Kathleen ekki aftur fyrr en strið- inu lauk. Svo lauk stríðinu og Jack ákvað að bjóða sig fram til fulltrúadeild- ar þingsins fyrir sama kjördæmið í Boston og afi hans hálfri öld áður. Fengu nú allir nóg að starfa. Teddy var gerður að sendli. Eunice sá um sfmann og stjórnaði kosningaskrifstofunni. Bobby hafði lokið herþjónustu sinni á tundurspilli, sem heitinn var eftir Joe yngri. Hann bættist nú í hóp okkar. Pat og Jean gerðu það, sem til féll á skrifstofunni en fóru auk þess um bæinn og kynntu bróður sinn, frambjóðandann. Hafa þær hringt þó 'nokkrum þúsunda dyra- bjallna í þeirri kosningaherferð. Joe fylgdist með baráttunni af miklum áhuga og lagði á ráðin bak við tjöldin. Hann hafði talað máli þess, að Bandaríkjamenn létu striðið í Evrópu afskipta- laust. En svo varð árásin á Pearl Harbour og þá varð mikil þjóðern- isvakning í Bandaríkjunum eins og menn vita, en þeir heldur óvin- sælir, sem verið höfðu þeirrar skoðunar, að Bandaríkjamenn ættu að sitja hjá í styrjöldinni. Varð Joe umdeildur og vildi hann ekki, að það yrði Jack fjötur um' fót. Sjálf var ég gamalvön kosn- ingabaráttu. Ég hafði oft verið með föður mínum á fundum, þeg- ar hann var í framboði. Ég fór nú að halda ræður um allar jarðir. Ég forðaðist að halda því að áheyrendum, hve sonur minn væri bráðefnilegur þingmaður og mikill öndvegismaður i flestum greinum. Ég talaði yfirleitt um allt annað en hann, sagði stuttar sögur af ferðum mínum og fólki, sem ég hafði hitt og reyndi yfir- leitt að stofna til vinsamlegra kynna við væntanlega kjósendur. Þetta tókst oftast nær vel. Svo stóð ég fyrir teboðum. Teboð þessi urðu fræg í sögum. Við fundum upp á þessu, þegar kosn- ingabaráttan var hafin og hrund- um hugmyndinni strax í fram- kvæmd. Við tókum á leigu hótel- sali og sendum öllum kjósendum þar i hverfinu boðskort. Við stillt- um okkur svo upp í anddyri hótelsins og bjuggum okkur undir það að taka í hendurnar á öllum, sem kæmu. Því var reyndar spáó, að fáir, sem engir mundu koma. Einkum höfðu reyndir kosninga- menn ótrú á þessu tiltæki. En það reyndist óþarfi. Fólk dreif að. í fyrstu teveizluna komu fimmtán hundruð manns. Þetta voru konur mestan part. Þær virtust allar hafa farið á hárgreiðslustofu í til- efni af veizlunni. Veizlan sjálf tókst frábærlega vel og mun hún og eftirfarandi teveizlur hafa ráðið miklu um það, að Jack náði kjöri. Árið 1952 ákvað Jack að bjóða sig fram til öldungardeildarinnar. Mótframbjóðandi hans var Henry Cabot Lodge. Kosningaherferðin að þessu sinni var ekki ólík hinni fyrri, nema þessi var öllu um- fangsmeiri. Nú var kjördæmið allt fylkið. Bobby var skipaður kosningastjóri. Við Joe fengum okkur fbúð niðri í miðbæ í Boston og bjuggum okkur undir slaginn. Það kom enn í ljós þarna, að við stóðum sérstaklega vel að vígi af því, hve við vorum mörg i fjöl- skyldunni. Og undarlegustu atriði urðu okkur til framdráttar. Ég get nefnt til dæmis, að allmargir Líbanir voru meðal kjósenda. Það vildi svo til, að Eunice hafði kom- ið til Líbanons. Henni var því teflt fram þar, sem Líbanir voru sérstaklega margir. Þá kom það og að gagni, að ég talaði frönsku. Var ég þess vegna látin tala yfir kjósendum af frönskum ættum. Þeir voru sérstaklega erfiðir við- ureignar. En þeir bráðnuðu, þeg- ar ég fór að segja þeim af ferðum minum í Frakklandi á reiprenn- andi frönsku. Fór svo, að Jack hlaut mikið fylgi meðal þeirra. Það var auðvitað, al við beitt- um teboðunum í þessari kosn- ingaherferð, þar sem þau reynd- ust svo vel áður. Var ég náttúru lega skipuð teveizlustjóri. Ég fékk mér til aðstoðar fjölda kvenna. Það kom í ljós, að þær urðu himinlifandi, að við skyldum leita til þeirra. Þóttust þær hafa himin höndum tekið að geta orðið okkur að liði. Þær lánuðu alls kyns borðbúnað til veizlnanna, og voru óþreytandi að hjálpa til við undirbúning. Held ég að sumar hafi naumast eldað mat heima hjá sér vikum saman fyrir annríki við teveizlur. Fyrsta boðið var f Worcester. Þúsundir kvenna komu í það, og fór það stórvel fram. Við sniðum eftirfarandi boð þá eftir þvi og brást okkur aldrei bogalistin. Héldum við alls þrjá- tfu og þrjár veizlur af þessu tagi. Jack vann svo kosningarnar. Lodge, andstæðingur hans, hélt því fram eftir á, að „helvítis te- boðin“ hefðu gert gæfumuninn. Og einhver komst svo að orði, að Jack hefði „borizt inn i þingið í teflóði“. En á árunum milli þessara tveggja kosningaherferða hafði ýmislegt gerzt. Meðal annars hafði dauðinn barið aftur að dyr- um okkar. Þegar striðinu lauk bjó Kathleen áfram í Englandi. Hún heimsótti okkur aðeins við og við. Hertogahjónin, foreldrar Billys, höfðu tekið henni opnum örmum, er hún kom til Englands eftir lát Billys og undi hún sér bezt þar. Sumarið 1948 fór hún i skemmti- ferð til Rivierunnar. Hún var á leið til Parísar með nokkrum vin- um sinum í lítilli flugvél og ætlaði að hitta föður sinn þar. Þá skall á óveður. Flugvélin rakst á fjalls- hlið og allir fórust sem í henni voru. Joe var tilkynnt um slysið og var hann viðstaddur þegar lík dóttur okkar var flutt niður af fjallinu. Kathleen var grafin í grafreit hertogafjölskyldunnar í Chatsworth i Devonshire. Her- togahjónin syrgðu hana ákaflega. Valdi hertogaynjan grafskrift hennar: Aðra gladdi hún, og glöð er hún. Ég heyrði fyrst af Jackie, verð- andi eiginkonu Jacks, veturinn 1951. Hún varr þá við dagblað í Washington. Kunningjar mínir létu mjög vel af henni. Krakkarn- ir mínir könnuðust við hana. Þar kom, að þau buðu henni heim. Ég var ekki heima um það leyti, en stuttu seinna sendi hún mér þakkarbréf, ákaflega elskulegt. Við hittumst fyrst sumarið 1952. Þá heimsótti hún okkur í Hyannis Port. Mér féll strax vel við Jackie. Og henni líkaði þegar vel við okk- ur eftir því, sem hún sagði seinna. í september 1953 trúlofuðust þau Jack og farið var að undirbúa brúðkaupið. Þá komum við saman til fundar, ég og móðir Jackie, og lögðum á ráðin. Hafði Jackie lúmskt gaman af því. Jack var orðinn þrjátíu og sex ára gamall og öldungadeildarþingmaður og þarna sátum við gömlu konurnar og réðum ráðum okkar um brúð- kaupið hans! Jack sjálfur tók þessu ráðríki okkar með þolin- mæði, en ekki var hann alltaf ánægður. Ég hef lesið það einhvers staðar að Jack og Jackie hafi borið sitt- hvað á milli I hjónabandinu. Hvilík undur og stórmerki. Það er von að fólki blöskri! Það hefði satt að segja verið undarlegt kraftaverk, ef Jack og Jackie hefðu aldrei orðið sundurorða. Væri það áreiðanlega einsdæmi í sögunni. Ég verð að segja fyrir mitt leyti, að samband þeirra var eitthvert hið traust- asta og bezta. sem ég hef kynnzt. Ég hefði ekki getað óskao Jack betri konu en Jackie. Það mátti segja, að þau bættu hvort annað upp. Hún glæddi með hon- um áhuga á alls kyns efnum, setn hann hafði látið sér fátt finnast um áður. Til dæmis má nefna skáldskap, og myndlist. Hún hafði mikinn og lifandi áhuga á ljóðlist og myndlist. Og hann fékk áhuga á þessum greinum, þegar hann varð þess var, hve mikils virði þær voru henni. Jackie eh fremur hæglát kona, feimin og hljóðlát — að minnsta kosti miðað við flest mín börn. Bræður Jacks kunna að hafa dregið i efa fyrst í stað, að hún væri vel við hæfi Jaeks. En það leið ekki á löngu þar til sá efi hvarf eins og dögg fyrir sólu, og finnst mér sú samlíking eiga vel við. Það var snemma ákveðið, að Jack byði sig fram til forsetaem- bættisins 1960. Líka var afráðið, að Bobby stjórnaði kosningabar- áttu hans. Tii þess, að Bobby öðl- aðist frekari reynslu í þeim efn- um var honum komið í föruneyti Adlai Stevensons, þegar Stevenson bauð sig fram til for- setaembættis 1956. Var þetta ráð Joe. Það var eitt boðorð hans, að reynslan kenndi mönnum mest. Hann fór líka snemma að láta börnin koma fram fyrir sig við ýmis tækifæri til þess, að þau vendust „opinberu lífi“, sem kall- að er svo. Hann gaf stundum stór- gjafir til almannaheilla. Afhenti hann þær sjaldnast sjálfur, held- ur sendi einhvern krakkanna fyr- ir sig. Ég hafði þá það hlutverk að búa þau til fararinnar. Sá ég um. að þau væru klædd eins og við átti og lagði þeim lífsreglurnar um hæfilega framkomu. Leit ég grannt eftir því, að þeim yrði ekk- ert á í þessum messum. Ég hef alltaf talið, að það væri góður siður að ganga sæmilega til fara, ef kostur væri, og temja sér kurteisi við alla menn. Og góð framkoma getur dregið menn langt áleiðis i heiminum. Var ég sífellt að senda krökkunum bréf og minnisseðla með siðareglum og Framhald á bls. 16 Rose og Joe Kennedy ásamt George VI og Elizabetu Bretadrottningu, þegar Joe var ambassador I Bretlandi. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.