Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Blaðsíða 6
_____________________________EFTIR BJARTMAR GUÐMUNDSON Á SANDI ÞAÐ var á dögum klifbcrans og á undan aktygjunum, kcrrunni dráttarvélinni og bílnum. Það var löngu áður cn grindar- ljárinn kom til sögu, sláttuvélin, tætarinn og turninn. Það var á meðan ckki var til í héraði þumlungslangur akvcgar- spotti og öll húsin í dalnum voru með torfþaki nema kirkjurnar og eitt eða tvö önnur. Það var á meðan túnin voru búin til með reku og undirristu- spaða og löngu áður en kjarninn tók að rugla skópunarverkið. Það var á meðan útheyin héldu lífinu i gangandi peningi og Is- lcndingar lifðu vcl á atorku handa sinna cn illa á leti og ómennsku. Það var á aldarmorgni þcgar góðar vcrur tóku að spinna í óska- klæðið handa þcirri kynslóð, sem cnn cr uppi og nú hcfir séð mcira af uml)ótadraumum rætast en all- ar aðrar áður í þcssu landi saman- lagt i 1000 ár. Litill karl stendur fyrir sunnan baðstofustafn og horfir á nýlundu mikla suðvestur á Kisa. Kisi cr smávatn milli austur- bakka Skjálfandafl.jóts og ba'jar- ins með baðstofustafninn. Á ein- um stað í Kisa óx ferginstoppur. Mörgum hefir orðið spurn: llví þetta Kisa nafn? Þvi svarar einhver mér vitrari seinna. Samt get ég sagt: Kæmist langsýnn prófessor cin- hvcrn tíma upp á Granastaðanipu og liti þaðan ofan á Fljót og Kisa, má vera að hann sæí Iíkíngu með lögun hans og ketti. En þetta átti ekki að vera ncinn náttúrunafna boðskapur. Þarna er krakkinn sunnan und- ir bæjarvegg í glaða sólskini i ágúst og horfir á nývirki suðvest- ur á Kisa. Menn eru þar á ferð og draga á eftir sér mikinn heyfleka. Nú er í fyrnsku fallið hvort þeir öðu vatnið i buxnahald og mitti eða reru flekann áfram á prammi. Þeir voru búnir að slá ferginstoppinn, sem puntaði upp á þetta stöðuvatn I krika suðvest- ur undir Fljótsbakka. Fergin er engu grasi líkt oðru. Það vex í vatni. Þegar það er losað á að skera það mitt á milli yfir- borðs og botnleðju. Um fram alla muni: Það má aldrei skera það niðri í leirnum. Það er fergins- morð. Um það bil helmingur af hverju strái er venjulega niðri í vatni og ber nokkurn leirlit. Hitt sem uppúr er'ber dimmgrænan lit. Stráin eru sívöl og fríð. Það er nokkur vandi að skera fergin svo vel sé. Það er líka nokkur vandi að gera ferginsfleka úr því, þegar það er laust, og fleyta honum um vatnið að þurrkvelli. Héðan af þarf enginn að læra það, þvi ferg- in heyjar enginn maður framar. Sjónarvottur okkar við bað- stofustafninn má ekki kyrr vera þegar heyskaparmenn nálgast túnbakkann. Þetta er eins og að ferðamenn séu að koma hcim til síns lands úr víking. Drengur er búinn að hlusta á fornsögulestur mikinn part úr vetri, þar sem olíulampi hafði brennt skamm- bita nærri sundur yfir lampaglas- inu. Hann sendist suðvestur tún til að sjá betur. Þetta er eins og við vitum svipað og víkingar séu að koma með feng sinn vestan um haf eða austan úr Bjarmalandi. Nema ferginið betur fengið. Þeir slíga upp á bakkann bullblautir upp eftir öllu og taka að moka úr flekanum upp á hann. Þaðan á svo að dræsa þvi upp um tún. Aldrci framar verður hey lagt á reipi og dræsað. Þetta eru nú vinnubrógð þegar farið er að moka mcð gófflum upp úr vatn- inu. Drengur má ekki kyrr vera og byrjar að moka upp með sínum eigin göfflum, berum fingrum. Hann hefur cngan gaffal annan. Mikið langaði hann þá til að vera orðinn stór og annar eins heljar- maður til athafna og þeir hinir þarna. Það var eins og atvikin vildu fara að eggja hann strax til hcyskaparvcrka, sem voru svona stór isniðum. Hann var 6 ára eða 7. Kisaferg- inið þakti allan vesturvöllinn. Flekkurinn var tvöfaldur að flat- arrnáli móts við toppinn, sem los- aður var, eða nærri því þrefaldur þó. Þessi var vöxturinn. A sínum tíma var heyið sett saman vestur við garð. Ég fer ekki með, hvort það rcyndust 20 baggar eða 30 ellegar eitthvað þar á milli. Aðkomumenn en ekki heimamenn áttu þetta hcy. Prest- urinn i Húsavík, séra Jón Arason, fékk Kisaengið lánað þetta sumar og gekk sjálfur í að heyja það með tveim piltum sfnum, Fkki þó svo að skilja að hcima- menn væru aðsókpsminni i vot- enginu en Hiisvíkingar. Nei, nei. En það var víðar til fergin og blástör í djúpengi. Ekkert kúahey jafnast á við fergin. Séra Jón ætlaði að drýgja töðuna af Húsavíkurtúni með þessum heyskap og bæta kúm sínum í munni. Heyskapurinn hafði gengið eins og i sögu hjá séra Jóni og heyið var komið saman vestur við garð ilmandi þurrt. Samt urðu tvö slys i Kisa við þennan heyskap, þó um annað vitnaðist ekki fyrr en seinna. Séra Jón tapaöi hring sinum niður í vatnið af hendi sér. Eigi veit ég hvort það var sjálfur tryggðapantur hans, giftingar- hringurinn, eða annar, þó held ég það helst. Hitl var það að Húsvíkingar skáru ferginið of nærri rót. Van- kunnátta við ferginheyskap olli þvi að þeir skáru það niðri í leirn um í staðinn fyrir að skera það ofar. Allt sem lífsanda dregur þarf að meðhöndla í samræmi við lögmálin. Af þessum orsökum dó til leiks á emji Drengurinn var ekki orðinn gamall, þegar hann komst ao raun um, aS bað að raka meS hrlfu og slá með orfi voru alvöru leikir sem skiptu máli. staka stað þriggja og sum fingurs- gild við rótina. Og þetta vöxtulega gras fór upp á þurrkvellina með tilstuðlan atorkunnar. Menn mega trúa því að verklag- ið kom fljótt inn í hugarheim krakkans. Það tognaði úr honum við að horfa á þá sem sóttu störina út í vötnin og komu með hana I haugum upp á þurrkvöllinn. Það var blár krakki, sem ekki skildi hvað var að gerast. Það lá líka i andardrætti allra þegar þeir tylltu sér niður á ýtu og fóru að drekka kaffíð. Grasið, heyið^ar undirstaða alls veraldargengis, meira að segja sálarfriðs þegar vetraði að. Og undirstaða hey- skaparins var atorkan. Halda menn að svona augljós sannindi hafi farið fram hjá krakkanum? Á enginu gerðu menn ný og ný strandhögg. Það voru manndóms- högg. Sá krakki var smárra sanda og sæva, sem ekki fann að svona var það. í honum var enginn veig- ur. Þetta teygði úr smáfólki og innan um það kviknaði ljós og gerði bjart kringum sig. Allt var af grasi komið, heyi. Ekkert til hnífs og skeiðar án heys, þegar rétt var rakið til rótarinnar. Eng- inn klæðnaður án heys. Engin kind ef ekki var hey. Engin kýr. Hesturinn óx og dafnaði og hélt' lífi á heyi. Burðarþol hans og dráttarafl var gras, hey í um- breyttu formi. Grasið gaf lifinu lit, án þess engin efni, aðeins basl og bágindi. Engið gaf. Heyskapar- maðurinn tók. Enginn þurfti að halda að stráin færu að slá sig sjálf, draga sig upp sjálf, þurrka sig sjálf. Og enginn kom utan að frá voldugum stjórnarráðum til að rétta heyið upp í hendur þeirra sem ekkert höfðust að. Nei. Það var betra að til voru karlar í krap- inu, sem höfðu burði tii að taka stráin, þegar guð var búinn að láta þau spretta, og bjarga þeim heim í tóft fyrir vetur. Með þetta allt í huga fór ungl- ingurinn ekki að þola sér við nema biðja um orf og hrifu og leggja sjálfur hönd á þau. Þefta var ekki af kröfugerð annarra til lítils fólks. Það kom eins og af sjálfu sér að innan. Það kom bara yfir það eins og sundlöngun andarungans, sem henti sér út á fyrsta pollinn, sem hann sá, ný- kominn úregginu. Framhald á bls. 15 ferginstoppurinn út og var aldrei heyjaður framar. Fáein ár á eftir sást þó strá og strá á stangli strita við að lifa í botninum. En þau fengu enga aðstoð frá öðrum slráum og dóu því út. Kisi var búinn að missa sitt mesta stolt að fullu og öllu fyrir tilkomu Hús- víkinga. Hann hafði að vísu fengið gullbaug fyrir snúð sinn. Mcð honum hefir hann þó aldrei skartað hið minnsta, því hringur- inn lagðist strax I botnleirinn og faldi þar dýrð sina fram á þennan dag. Enginn býst við að dimmgrænn ferginstoppur vaxi þarna framar. Það mundi heldur enginn telja lengur til fjármunalegs ábata. Séra Jón mundi ekki heldur stíga niður úr festingunni til að draga á sig fingurgull, þó það flyti upp einhvern daginn. Sá rógmálmur er víst I engum metum þar upp- frá, ekki einu sinni tryggðapantar ástarinnar. Ferginshey séra Jóns stóð fram á vetur vestur við garð og var svo sótt einhvern tíma fyrir jólin. Frá þvi lagði ilman mikla inn I nasa- holur heimakúnna, þegar krakkarnir ráku þær götuna vest- ur völlinn frá fjósinu i haga morgun hvern hálft sumar. Þær fengu þá vatn I munninn af ílöng- un og tóku til fótanna á kostum í áttina að sælgætinu, svo krakkarnir komust fyrir þær aðeins með naumindum og gátu forðað þeim frá að gerast brotleg- ar við boðorðin. Þetta var spari- hey systra þeirra í Húsavíkurfjósi og jólamatur. En það vissu þær víst ekki. Kýr geta verið fleygi- vakrar af freistingu þegar fergin er annars vegar, og fingralangar I ofanálag. — Þetta ferginsverk gróf eftir fyrsta verulegum hey- skaparáhuga hjá krakkanum. Næstu vikurnar fór hann oft með kaffi á engi og sá þar þá allt i nýju ljósi. Þar voru sist minni tilþrif en hjá Húsvíkingunum í Kisa. Um allan Kíl, Slý og Streitu og allsstaðar reis störin upp úr votenginu I öllu sínu veldi. Þetta voru engin smáræðis strá. Eða engjaflæmin. Vaxtarlag starar- innar var eggjandi. Þetta voru tveggja feta löng strá og á ein- ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.