Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Blaðsíða 7
EINU sinni voru tveir gamlir menn, sem höfðu búið saman í sátt og samlyndi alla sina daga. Aldrei hafði þeim orðið sundurorða eða greint á um neitt. Þeir höfðu alltaf haft nóg að bita og brenna, og þá er einskis meira að óska. Dag nokkurn, þegar báðir gömlu mennirnir sátu og lásu i bók, þá opnaðist bæjarveggurinn og fjandinn steig inn í baðstofuna. Hann hló sinum fræga hrossahlátri, og þá þurfti ekki frekar vitnanna við, hver þarna var kominn. ,,Þið þekkið mig sjálfsagt," sagði hann. ,.Þó ekki höfum við hist áður. Ég er fjandinn. Þið hafið nú ekki haft svo litið við að varða veginn, þennan þrönga og mjóa, og þekkið mig sjálf- sagt af afspurn. En svona grandvör- um og góðum mönnum ber að launa, og ég ætla að veita ykkur eina ósk, þegar annar ykkar deyr, þá má hann nota óskina hinum til góðs, sem eftir lifir. Ég ætlast ekki til neinna launa, og engan áhuga hef ég á ykkar gömlu og skinhelgu sálum." Og svo hvarf hann aftur sömu leiðina og hann hafði komið í gegn- um bæjarvegginn. „Það var einmitt það," varð öðrum gamla manninum að orði, þegar fjandinn var farinn. Þarna höfðu þeir setið steinhljóðir og bæði undrandi og hræddir á meðan á þessari heimsókn stóð, og höfðu hvorki komið upp hósta né stunu. „Gleymum þessu" sagði hinn gamli maðurinn. „Þetta verður okkur aldrei til góðs." „Ég held nú slður," sagði félagi hans. „Það er alltaf hægt að nota óskir." Og þarna þráttuðu þeir fram og aftur, þeir sem aldrei hafði orðið sundurorða fyrr, og báðir reyndu að telja hinum hughvarf. Tíminn leið og sá, sem vildi nota óskina, var jafnvel farinn að hugsa um að ráða hinum bana. En hann var góður, gamall maður og flaug þetta ekki i hug nema stundarkorn, en svo hugsaði hann: „Hver vill svo sem óska banamanni sinum góðs?" og hvarf frá þvi. Enn leið tíminn og loks kom að því, að sá sem óskina vildi nýta lagðist á banasængina. „Kæri vinur," sagði hann. „Nú er ég að deyja, og nú skaltu segja mér hvers þú óskar þér helst." „Ég er nú enn á því, að það sé best að gleyma þessu," sagði hinn. „Hvaða vitleysa," sagði sá deyj- andi. „Óskina verðum við að nýta. Flýttu þér nú, þvi mér liggur á. Farðu og spyrðu vegfarendur, ef þú getur ekki ákveðið þig sjálfur." Gamli maðurinn fór út, og gekk eftir veginum, sem húsið þeirra stóð við. Ekki hafði hann lengi gengið, þegar hann hitti guð, sem lagði það líka i vana sinn, ekki síður en fjand- inn, að skreppa í stuttar heimsóknir til mannanna. Guð ávarpaði gamla manninn að fyrra bragði. „Ég veit að hverju þú leitar," sagði hann. „Þú leitar að svari." „Hvernig veistu það?" spurði gamli maðurinn, þvi hann vissi ekki að þetta var guð, enda hafði hann aldrei hitt hann fyrr. „Ég veit allt," sagði guð. „Ég er guð,'sjáðu til, og mér ber að fylgjast með þvi, sem fram fer i heiminum og skoða hugi mannanna. Þú getur ekki siglt á sjó og landi, og svo dó hann og skipiðstóð í hlaðvarpanum. „Það er þá eins gott að nota hina óskina," sagði gamli maðurinn, sem nú var búinn að missa félaga sinn. „Ég óska þess þá, að skipið geti siglt bæði fortið og framtíð, líf og dauða, þvi þá get ég kannski hitt vin minn aftur." Síðan steig hann á skipsfjöl og átti nú enga ósk eftir. „Sigldu yfir land og i fortið,” sagði hann við skipið, og það sigldi þegar af stað. Gamli maðurinn sigldi á skipinu sínu í gegnum fortíðina, og þar sá hann margt, sem aldrei kemst á spjöld sögunnar, því fyrir þvi finnast engar heimildir. Og hann fræddist mikið, en vin sinn sá hann ekki og heldur ekki sjálfan sig. Loks var hann kominn að upphafi jarðarinnar og handan hennar var eintómur geimurinn. Þar vildi hann ekki sigla. „Snúðu við, skip," sagði hann,„ og sigldu framtíð og líf." Og skipið sneri við og sigldi fram- tíðina og lífið, og enn sá gamli maður- inn margt, sem enginn veit. Loks var hann þar kominn, sem ferðin hafði byrjað, og nú var hann orðinn svangur. „Stansaðu skip," sagði hann, en skipið stansaði ekki. „Stansaðu, stansaðu," hrópaði hann, þar til hann var orðinn hás og kom ekki upp einu einasta orði en skipið sigldi áfram, og sigldi um fram- tíð og lif. Gamli maðurinn hafði gleymt að óska þess að skipið gæti stanzað. Þá kom hann þar, sem jörðin hættir að vera til, og handan hennar var ekkert nema svartur geimurinn. Þar vildi gamli maðurinn ekki sigla. „Snúðu við, skip", sagði hann, „og sigldu nú fortíð og dauða." Og skipið sneri við, og sigldi fortið og dauða, og gamli maðurinn dó samstundis því nú var siglt i dauðan- um. Og nú sigla þær áfram, óskirnar tvær, einhvers staðar í geimnum löngu áður en jörðin varð til og fjar- lægjast æ meir Svo hvarf fjandinn aftur og gamli maðurinn hélt enn heim á leið. „Nú hitti ég fjandann aftur" sagði hann, „en það var ekki meira frá honum að fá en guði." , ..Þú verður að óska þér einhvers," sagði sá deyjandi. „Nú get ég ekki beðið lengur, þvl mér liggur svo mik- ið á að deyja." eftir Kára Sigurðsson / Oskirnar Gamli maðurinn þakkaði fyrir sig, þó honum fyndist nóg um hvað ræð- an væri löng hjá guði. Svo gekk hann aftur heim. „Ég hitti guð," sagði hann við fé- laga sinn á banabeðnum. „En ég er nú ekki mikið nær fyrir þvi. Hann gaf mér aðra óskina til, svo nú eru vand- ræðin bara ennþá meiri. Bíddu svo- litla stund með að deyja — ég ætla aftur út, og vita hvort enginn er á ferli." Og gamli maðurinn gekk aftur út á veginn, en nú gekk hann í hina áttina. Ekki hafði hann gengið lengi, er hann rakst á fjandann. Gamli maður- inn heilsaði honum kumpánlega, því nú voru þeir gamlir kunningjar. „Hvað ert þú svo sem að hlusta á guð," sagði fjandinn. „Hann er alltaf að sletta sér fram í min mál, og hefur ekki hundsvit á bisniss. Hans aðferðir eru úreltar nú á dögum. Taktu min ráð, og óskaðu þér glaums og gleði eftir þetta viðburðasnauða lif." „Látum það þá verða skip," sagði hinn, sem siglir bæði á sjó og landi." Hinn óskaði skips, sem gæti bæði óskað þér friðar eða kærleika, þvi þær óskir þínar getur fjandinn ekki upp- fyllt. Óskaðu þér visku og lærdóms, frekar en þeirra veraldlegu auðæfa, sem mölur og ryð granda. Ég vil samt í engu verða minni en fjandinn, og skal gefa þér aðra ósk, sem engin skilyrði fylgja." Ævin- týri ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.