Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Side 9
BBSE3 varð cíí þess var, að hann var að verða æ taugaóstyrkari og var alltaf að velja sér sæti nær og nær mér. Þá var hann og á sifelldum þönum á klósettið. Ég ótti að vera fulltrúi fyrir franskt fyrirtæki. sem framléiddi vélaverkfæri, en ekki man ég, hvað Viliio átti aö þykjast vera, en það var mjög trúverðugt. Við bjuggum hvor á sinu hóteli, og Vilho hófst handa um að ná sam- handi við hinn eistlenzka milli- göngumann okkar. en hlutverk hans var að finna kvenfólkiö okkar og korna fyrirmælum okkar til þess. Ulyanov-dömurnar komu degi á eftir áætlun, sem hafði afleit áhrif á taugar Vilhos. Og Eist- lendingurinn, heimskulegur klunni. sem nefndist Mika Riitroja, reyndist vera trúaður vælukjói, sem flökraði óskaplega við þvi að þurfa að fást við kven- fólk. Hann náði fundi þeirra á hételinu, Europeski, og það var afráðið, að við Vilho hittum þær þar strax sama kvöld. Kvenfólkið kom degi á eftir áætl- un hlaðið hatta- öskjum og töskum Þær voru ekki i herbergjum sínum á tilteknum tíma né heldur klukkutima síðar, svo að við ráf- uöum um anddyri hótelsins, bar- inn og loks veitingasalinn. Þar voru þær — að borða með flota- foringja og aðstoðarmanni hans. Vilho varð mikið unt þessa sýn. Móðirin, Zhenya, 41 árs, ljós- hærð, ekki ósnotur frá sjónarmiði hollenzka málarans Rubens, svolgraði i sig vínið eins og bann- lög myndu ganga i gildi um mið- nætti. Svetlana, 19 ára, dökk- hærð, með gleraugu, þybbin og kraftaleg. Verotshka, 18 ára, nteð skollitað hár, fjörleg, lagleg og þokkafull og virtist gera sér dælt við aðstoðarmann flotaforingjans. Alexandra, 16 ára, ljóshærð, hýr á brá og léttúðug að sjá og virtist veita systur sinni harða sam- keppni, hvað aðstoðarmanninn snerti. Þær lyftu glösum i sifellu og reyktu eins og skorsteinar. Þau stóðu upp, áður en við vorum búnir að borða, svo að ég lét Vilho veita þeim eftirför. Þau hurfu iill inn í svartan embættisbíl flotafor- ingjans — og það voru tjöld fyrir gluggum. Eistlendingurinn okkar (dul- nefni hans var Samovar) varð æfur morguninn eftir, þegar hann frétti af kvenfólkinu, sem álti að bjarga, og þusaði i sífellu um lauslátt kvenfólk, sem reykti og drykki, og það, sem biði þeirra á dómsdegi. Iiann hafði pantað hótelherbergi í Zelenogorsk, og þeim var sagt að halda þangað daginn eftirog bíða fyrirmæla. Eerðaáætlun okkar var sú. að við færum með aðstoð finnskra hjálparmanna með báti frá Zelenogorsk til Viborgar, hinnar fornu finnsku borgar, sem nú er rétt viö landamærin Rússlands- megin, og færum þar i land viö mynni Saimaa-skurðarins. Síðan myndum við aka 130 mílur norður á bóginn innan rússnesku landa- mæranna til Sortavala. Loks myndum við fara yfir landa- mærin — aftur á báti — þar sem þau lægju yfir eitt hinna þúsund vatna Finnlands, en endir „leyni- ganganna" yrði i Joensu i Finn- landi. Samovar ók mér og Vilho til Zelenogorsk i gömlum Chaika-bíl um votlenda flatneskju. Enn á ný olli Ulyanov-kvenfólkið okkur kvíða með því að koma degi á eftir áætlun. en nú hittum við Vilho þa>r að máli. Mér hraus hugur við stafla af töskum og hattaöskjum, og þær voru meira að segja lika með grammófón með nokkrum plötukössum. Þegar ég frétti. að flotaforinginn, sem ég hafði séð, væri gamall vinur frúarinnar, og að hún hefði -hringt í hann, lagöi ég ríka áherzlu á það, að ekki yrði um nein frekari sambönd að ræða við vini eða kunningja, hverjir svo sem þeir væru. Fyrir vikið fékk ég reiðilegt augnatillit frá þeim öllum og dræmt loforð um að hlíta fyrirmælum i einu og öllu. Þær áttu að hegða sér eins og venjulegir gestir í súmarleyfi í einn eða tvo daga. fara niður á ströndina, fara í gönguferðir og bara glápa heimskulega á fólkið. Við Vilho ætluðum að hitta þær á kvöldin, en Samovar skyldi fylgj- ast með þeim á daginn. Mér var ljóst, að „hinar björtu nætur" myndu vera okkur i óhag við ætl- unarverk okkar, því að sólarlag var ekki fyrr en kl. 22.30 og sólar- upprás þegar kl. 3.30. Þetta var i júlí. Hættumerki — var vinur Verotshku útsendari KGB? Þegar daginn eftir kom Samo- var með alliskyggilegar fréttir — hann var ekki sá eini, sem fylgd- ist með kvennaskaranum okkar. Það var náungi. sem hann sagði vera KGB-manngerð, sem ekki aðeins elti þær, heldur hitti líka Verotshku i hótelgarðinum, eftir að hinar voru farnar til herbergja sinna. Þau höföu ineira að segja faðmazt og kysstst, sem kom Eist- lendingnum til að þusa á ný um léttúðugt kvenfólk. Sem sagt, annaðhvort var hér kominn ást- sjúkur Lothario, eða þær voru undir eftirliti KGB eða hvort tveggja. Það var hvort tveggja. Þegar ég gekk á þær um kvöldiö, kom i ljös, að vofan hét Sergei Vasilyev, „einn“ af vinum Verotshku og vann í „utanrikisráðuneytinu". Hún vissi ekki, af hverju hann væri á baðstaönum og hann hafði ekki viljaö segja henni það. Þegar ég frétti það, varð mér álíka innanbrjósts og aumingja Vilho, sem afsakaði sig til að skreppa á klósettið. Samkvæmt áætlun urðum við að fara kvöldið eftir. Það var ekki um neitt annað að ræða. Næsli dagur var erfiðari en fyrsta fallhlífarstökk mitt og tveir innrásardágar samanlagt. Á há: degi haföi Vilho, sem svitnaði eins og ófrísk tófa i skógareldi, ekki enn náð sambandi við hjálp- atmenn okkar, sem áttu að koma okkur með báti til Viborgar — þá uni kvöldið. Samovar fylgdist með kvenfölkinu okkar og skugg- anum, sem hann vonaðist til að geta einhvern veginn „gert óvirk- an". Um nónbil fóru hlutir að gerast. Vilho kom með fremur gáfulegan, fríðan og föngulegan náunga upp á herbergi til mín, en það var stýrimaðurinn á.finnska bátnum. Vilho kallaði hann Vaino, að mig minnir. Samovar kom rétt áður en Vaino fór. Kvenfólkið var komið aftur af ströndinni. KGB-vofan hafði elt þær án þess að hafa neitt samhand við Verotshku, en Samo- var hafði ekki gefizt tækifæri til að gera það. sem nauðsynlega þurfti að gera. Tíminn leið ömurlega hægt, en loks rann upp stefnu- mótsstundin. Vilho og ég yfirgáf- um hótelið og fórum hvor í sínu lagi á stórt veitin'gahús á strönd- inni til að fá okkur kvöldverð. Kvenfólkiö átti að fara af hötel- inu eftir kvöldmatinn. og það átti að líta svo út sem Samovar a'tlaði að aka þeini aftur til Leningrad. en í rauninni átti hann að fara með þa'r til eyðistrandar fyrir norðan Zelenogorsk. Þar áttum við aö hittast um miðnætti. Þegar við Vilho komum þangað. var Vaino þegar kominn þar með bát. Samovar kom nær klukku- tíma á eftir áa'tlun með da'turnar þrjár, en enga mömmuna. Hann var i æstu skapi. tvær stúlknanna virtust nær dauða en lifi af hræðslu og Verotshka flóði í tár- um. Svo virtist sem móðirin hgfði krafizt þess afdráttariaust, að hann færi fyrst með dæturnar og farangurinn, en kæmi síðan aftur til að ná i hana. En auðvitað e.vði- lagði þetta söguna um það, að þær ætluðu til haka til Leningrad, ef einhver hefði áhuga á því, og svo var vissulega. Vinur Verotshku kom labbandi til þeirra, er þær voru að fara í bilinn, en hann grunaði augsýnilega eitthvað, og fór að spyrja Samovar hins og þessa. Eistlendingurinn talaði sem óðast, um leið og hann beindi honum innum útidyr niður i kjall- ara hótelsins. Þegar Rússínn áttaði sig á því, hvert hann væri kominn, greip hann til byssu sinnar, en varð augabragði of seinn. Samovar sló hann á kossatauið og barði höfð- inu á honum við skarpa brún á steinveggnum, svo að hann hrundi fyrirhafnarlaust mður á gólfið. Samovar tók byssuna, en þegar hann var að þjóta út, tók hann eftir kæligeymslu hótelsins. Og fremur en að skilja manninn CIA-inaSurinn Steve Meade. eftir á glámbekk. lét hann vininn inn í geymsluna, meðvitundar- Iausan eða dauðan, og skildi hann þar eftir meðal annarra skrokka. Ástafar og vodka — vidburöarík nótt á Eystrasalti Vilho fölnaði. þegar ég sendi hann til baka í staðinn fyrir Samovar til að ná i mömmuna. en lét Samovar vera eftir hjá okkur. Eg fól Vaino að fara með stúlk- urnar þrjár og hið mesta af far- angri þeirra út i skipið. sem lá við festar um fjórðung mílu frá ströndinni. Honum líkaði það vel — hann fór strax að sleikja út um. þegar hann sá þær koma úr bilnum, og tók að reigsa um. Og jAlexandra. hin yngsta. gerði sér þegar i stað glannalega áælt við hann þrátt fyrir alla taugaspenn- una. Vaino reri einn til baka, áður en Vilho kom úr sinni för. Enn á ný var beðið i angist. Loksins kom Chaika-bíllinn og út úr honum kom Zhenya með eins miklum virðuleik eins og dauða- drukkinn kvenmaður getur af sér sýnt. Hún missti budduna sina og datt kylliflöt. þegar hún beygði sig til að taka hana upp. Bíllinn var fullur af farangri. svo að það var greinilegt, að þær höfðu ekki skilið eftir svo mikið sem bréf- klút. Við flýttum okkur að hlaöa bátinn eða öllu heldur ofhlaða af farangri ög Zhenyu, og Samovar hélt af stað til Leningrad og var mikið í mun að komast þangað, áður en einhver uppgötvaði hið nýja göðgæti í kæligeymslunni. „Annakii" var kjörin fleyta til laumuflutninga, stutt og breið. óhrein aö utanverðu, þriggja eða fjögurra manna áhöfn, svefn- kojur fyrir átta, dæmigerö fvrir þá báta, sem draga pramma og flytja varning um Finnlandsfióa og Eystrasalt. Meðan þeir voru að hjálpa Zhenyu um borð, lét ég nokkrar þungar töskur hverfa hljóðlega niður í sjöinn. Að nokkrum mínútum liðnum vorum við á leið til Viborgar, sem var í um hundrað mflna fjarlægð i norðvestri. Ferðin til Viborgar hefði átt að vera viöburðasnauð, en auðvitað var hún það ekki. Alexandra og Vaino voru að springa af áhuga hvort á öðru, það var grcinilegt. en auk þess átti hann fallegt gttll- armband. sem var smyglvara, og það bókstaflega varð hún að eign- ast. Þetta hljóta að hafa veriö flöknar samningaviðræður. þvi að þær tóku nokkra klukkutíma, en þá vöknuðum við öll allt í einu við ' skað'ra'ðisóp frá henni. Þegar ég kom að þeim rétt á undan Villio. var Vaino að tosa henni að borð- stokknum. en hún hrein eins og gris. Bæöi höföu þau fengið sér vel I af vodka. Hann var eldrauður i framan, en hún snjóhvit, kjóllinn rifinn að framan, og hann var í skapi til að kasta henni fyrir borð. Öll þustu upp á þilfarið, en ég skipaði þeim að fara undir þiljur aftur nema Vilho og skötuhjú- unum. Síðan frétti ég, að lutnn hefði gofið henni armbandið, þótl ekki gerði hann það skilmála- laust, en þegar til kom, neitaði hún með miklum óhljóðum að inna af hendi „greiðslu" sína. Ég | .ar öskuvondur við þau bteði. en ég vissi. hvað það var, sem mestu máli skipti i þessu tilfelli. Eg tök i hana og hristi hana til og sagði henni — með aösioö Vilho. sent var að falla i yfirlið — að það vteri eins gott fyrir hana að standa við sitt. þvi að annars myndi ég kasta henni fyrir borð. Aloxöndru brá, en þö ekki um of. og Vaino lciddi hana burt mótnuelalaust og inn i kaðalgeymslu, og það var nú það. Ég fór að voita þvi athygli, að samdráttur átti sér stað milli Vilhos og Svetlönu, þó að ég hefði verið búinn að segja við hann: „Aldrei Svetlu". Þau voru meira að segja farin að haldast í hendur og glápa hvort á annað oins og kálfar. Og ég kynntist Zhenyu betur og komst að rauii um. að það væri eitthvað við hana, þö að hún væri helzt lil kennd (og alls ekki min týpa. því miður). Ver- otshka var greinilega að gleyma fyrri vini sínum úr KGB vegna eins hinna ungu Finna, og ég er viss um, að Alexandra fór oftar en einu sinni í kaðalgeymsluna, meðan við vorum á leiðinni. Sem sagt, allir höfðu eitthvað við að vora. meðan við sigldum á hinu ágæta skipi „Annakii". Eg man ekki allt i einstökum atriðum, en við koinunt að landi i birtingu fyrir norðan Viborg nálægt mynni Saima-skurðarins, þar sem einn af okkar mönnum tók á móti okkur með flutninga- bíl, sem átti að flytja okkur fimm klukkustunda leið til næsta áfangastaðar, sem var i nágrenni Sortavala. Við námum staðar við bóndabte. þar sem við eyddum deginum i slitróltan svefn i hlöðu. sem út ;if fyrir sig var notalega gamaldags. Eg er viss um. að Vilho og Svetlu hefur komiö vel saman. þvi að ég vaknaði einu sinni við það. að þau voru að læöast burt út i sköginn bak við hlöðuna. Uss! A tilteknum tima kom gatnall. Sjá nœstu I síðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.