Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Blaðsíða 11
ím,,., Margir hafa gaman af því að safna einkennilegum og fágætum steinum hér á landi. Mun þetta hafa farið í vöxt á seinni árum. En þó er það svo sem ekki neitt nýnæmi. að fólk safni steinum. Slíkt tíðkaðist fyrrum, en sú söfn- un var með öðrum hætti heldur en nú er. Þá ríkti sú trú, að víða væri að finna kynngimagnaða tófrasteina, og þeir gátu komið mönnum að góðu gagni á ýmsan hátt. Þessir steinar voru nefndir náttúrusteinar og hafði hver sitt eðli eða náttúru. Sumum fylgdi hamingja, öðrum lækningakraft- ur, sumir voru til þess að fæla frá manni drauga eða illa anda, og enn aðrir til þess að verjast göldr- um. Einn var nefndur Skruggu- steinn og féll hann úr lofti ofan þegar þrumur gengu. Sá, sem var svo heppinn að ná i slíkan stein, sá um veróld alla ef hann bar hann á sér. Frægastir allra steina voru þó óskasteinninn, huliðshjálms- steinninn, lausnarsteinninn, líf- steinninn (eða lyfsteinninn) og agat. Fólk þekkti steina þessa vel, en þeir voru vandfundnir, og sköpuðust því ótal kynjasögur um, hvar þeirra væri að leita. Sumir fundust á fjörum, aðrir á háfjöllum og enn aðrir í fugls- hreiðrum. En svo komu upp sagn- ir um það, að þessir dýrmætu steinar söfnuðust saman á vissum stöðum, og varð þetta að gall- harðri þjóðtrú, sem nokkuð eimir eftir af enn i dag. Þessir staðir voru efst á fjalla- tindum, og eru nefnd þessi fjöll: Drápuhliðarfjall á Snæfellsnesi, Mælifell á Snæfellsnesi, Kofri við Álftafjörð í ísafjarðarsýslu, Baula i Borgarfirði, Tindastóll í Skagafirði og Herðubreið á Mý- vatnsöræfum. Sagt er, að vötn eða tjarnir séu uppi á öllum þessum fjöllum, en á Tindastóli er þetta vatn i kletta- þrenglum og því kallað brunnur. Öll eru vötn þessi hyldjúp og á botni þeirra liggja allir þessir náttúrusteinar og fleiri þó. En við sólris á Jónsmessunótt koma allir steinarnir í öllum þessum vötnum upp á yfirborðið og hefja þar mik- inn og fjórugan dans. Þá er tæki- færi til þess að ná i þá. Þetta er þó ekki jafn auðvelt og margir gætu haldið. Fyrst og fremst mega sum þessara fjalla kallast ógeng með öllu, og segir í Þjöðsögum Jóns Árnasonar að ekki verði komist að brunninum í Tindastóli öðru vísi en i gandreið. Hér mun þó tekið heldur djúpt í árinni, þvi að sagnir eru um að fólk hafi komist alla leið að brunninum og krækt sér þar í óskasteina. Slikt ferðalag líkist þó forsendingu. Fjallið er bæði hátt og snarbratt og verður að fara krókal >iðir til þess að komast á tindinn. Þá er komið að 25 faðma löngu einstigi, sem nær niður að brunninum. Að þessu einstigi verða menn að vera komnir áður eftir ARNA ÖLA s V Óskasteinninn er Ijósgulur á lit og Itkist baun. Vilji maður nota hann og óska sér einhvers, verður að stinga honum undir tunguræturnar. TÖFRA- STEINAR en sól rís. En þá er timinn mjög naumur, því aó menn þurfa að vera farnir frá brunninum áður en sól er komin á loft, ella halda steinarnir manni föstum, og segir þá ekki meira af honum. Álika erfiðleikar munu mæta þeim, sem ætla sér að ganga á Kofra og Herðubreið, en hin fjöll- in eru sæmilega greið uppgöngu. AUs staðar gilda hin sömu lög, að náttúrusteinunum verður ekki náð nema við sólarupprás á Jóns- messúmorgun. Trúin á þessi fjöll sem dvalar- staði náttúrusteina er auðvitað ís- lenzk þjóðtrú, og sama máli mun gilda um það, hvenær hægt er að ná i steinana. En trúin á steinana sjálfa er innflutt og mun komin alla leið aftan úr forneskju. í fornsögum vorum er getið bæði um huliðs- hjálmssteina og lifsteina. Mörg- um úrvalssverðum er sagt að fylgt hafi lífsteinar (stundum nefndir lyfsteinar) og svo var um fræg- asta sverðið er fluttist hingað til lands. Það var Sköfnungur, sverð Hrólfs konungs kraka, er Mið- fjarðar-Skeggi sótti i haug hans hjá Hleiðru á Sjálandi. Sú trú fylgdi þessum sverðum að sár er þau veittu, greri alls ekki nema með tilstyrk lifsteinsins, sem fylgdi. Stundum er sagt, að lif- steinarnir hafi verið skafnir i sár- in, en stundum munu lífsteinarn- ir hafa verið lagðir við sárin. Þannig segir frá þvi í Laxdælu , að þá er Þorkell Eyjólfsson fór að Grími útilegumanni hjá Arnar- vatni og veitti honum sár með Sköfnungi, að hann tók „Sköfn- ungsstein og riður og bindur við hönd Gríms, og tók þegar allan sviða og þrota úr sárinu". Trú á aðra náttúrusteina hefir svo borist hingað smám saman, en er talin hafa magnast mjög á 17. öld og er kennt um fræðaskrifum þeirra Jóns lærða og séra Jóns Daðasonar i Arnarbæli (d. 1676). Séra Jón var talinn „vel að sér og náttúrufróður, en hjátrúar- fullur mjög". Hann ritaði alfræði bók sem nefndist „gandreið" og eru þar í ýmsar kynjar og sagnir um dulda náttúrukrafta. Nafni hans, Jón Guðmundsson lærði (d. 1658 ), ritaði þó miklu meira, svo sem „Stutta undirrétting um ís- lands aðskiljanlegar náttúrur", „Lækningabók" og „Tidsfodríf", þar sem margt var að finna, er fólk gleypti við á þeirri hindur- vitnaöld. í Ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna segir: „Menn geyma söjfn af þessum steinum (náttúrustein- um) i skjóðum og þess vegna eru þeir oftast fágaðir og slitnir að utan, nema fólk geymi þá í hveiti eða vefji þá innan i mjúkt lín. Steinasöfn þessi geta gehgið i erfðir, og ef þau dreifast og glat- ast, er það talið óbætanlegt tjón." En þar er þess einnig getið, að sumir þessara töfrasteina séu alls ekki steinar, heldur steingjörv- i fornsögum er getiS um Hfsteina, sem ýmis voru skafnir I sár eSa lagðir við þau og greru sárin þá undir eins. ingar, t.d. raf, óskasteinn, lausn- arsteinn og agat. Síðan segir um lausnarsteininn: Lausnarsteinar eru ekki annað en eins konar hnetur. Þá rekur aðallega fyrir norðan Horn, en þó sjaldgæfir. Þeir eru kastanfu- brúnir á lit, flatir. nærri kringlóttir. en á einum stað er skarð í róndina. Þeir eru um 2 þuml. á lengd. Skerðingin i þá er ekki annað en naflinn á hnotunni. Ef þeir eru hristir, hringlar kjarninn innan í þeim. Af því héldu menn.að þeir fæddu af sér aðra steina, og þess vegna væri þeir svo góðir til að hjálpa sængurkonum. „Þvi skal annars ekki neitað að fæðing sængur- kvenna hefir oft gengið mjög greiðlega, ef þær hafa drukkið lausnarsteinsseyði," segir í Ferða- bókinni. — Trú fólksins á þessa steina var þá ekki svo vitlaus, eftir allt saman. Hitt er ótrúlegra, að þeir geti komið upp úr fjalla- vötnum á Jónsmessunótt. Annars má geta þess, að trú á lausnar- steina núna hafa borist, hingað frá Bretlandi á 15. óld. Var þvf trúað þar statt og stöðugt, að sum- ir steinar gæti hjálpað konum i barnsnauð. og munu brézkjr' kaupmenn, sem þá versluðu hér við land, hafa frætt Islendinga á þessu, og ef' til vill haft lausnar- steina til sölu á skipum sínum. Sennilega hefir óskasteinninn verið mestur kjörgripur allra náttúrusteina, og mönnuni verið mest i mun að ná i hann, þvi hvað gat jafnast á við það að fá hverja ósk sína uppfyllta? En þar var ekki hægurinn hjá, eins og sést á þessum ráðleggingum um hvernig eigi að finna hann: — Oskasteinninn er ljósgulur á lit og líkist baun. Hann finnst á fjörum að hálfföllnu þegar tungl er 19 nátta og sól i fullu suðri; leita skal hans á páskamorgun og stinga honum undir tungurætur sér og óska einhvers, er þegar rætist. — Taka skal nyorpið hrafnsegg, sjóða það i vatni í loft- þéttu íláti, og bera það svo i hreiðrið aftur. Þegar ungar skríða úr hinum eggjunum verður þetta eftir og skal þá taka það, brjóta á það gat og mun þá finnast i þvi flekkóttur steinn, og er það óska- steinninn. — Það er sagt, að óska- steinn sé eggjakerfi óskabjarnar- ins, en það er margfætt sjókvikindi. Þegar þetta eggja- kerfi þornar, verður það glerhart og kolsvart, nema hvað Ijósleit rauf er í það beggja vegna, líkt og á vaðsteini, enda er það kallað vaðsteinn Sankti Péturs. Þennan stein hafa menn borið á sér sem verndargrip, og óskasteinn er það ef hann er lagður á tunguna. — Aðrir segja að þetta sé Péturs- budda en hún er komin úr skötu, sérstaklega tindaskötu. Rekur þessar buddur víða á Hornströnd- um. — Oskasteinn er á stærð við lóuegg, blár öðrum megin, en rauður hálfur og er sagt að hann fylgi folaldi, þegar hryssur kasta. Þetta sýnir glögglega, að trúin á óskastein er ekki sprottin upp hér á landi, heldur aðflutt. Væri hún innlend mundu menn hafa bund- ið trúna við einhvern ákveðinn stein, og þá hefðu ekki spunnist upp þessar sundurleitu sögur um hvað væri óskasteinn. Huliðshjálmssteinn var og ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.