Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Blaðsíða 12
merkilegur, því að oft getur kom- irt sér vel art geta gert sig ósýni- legan. Þetta er reglulegur steinn, en þó eru mönnum kennd ýmis kynjaráö til þess aö ná í hann. lfkt oj? er um óskasteininn, og ma vera ;iö þeim sé ruglaö saman. Annars eru taldir ýmsir fundarstaöir. Steinninn er dökklifrauöur á lit og finnst bæði í kjóahreiöri og músarrindilshreiöri. Auk þess finnst hann oft viö sjó. ár og læki. og eins á víöavangi. En mönnum helst ekki vel á honum, þótt þeir finni hann. Leggi þeir hann fró sér. finna þeir hann ekki aftur. Séra .Jön Norömann segir í ..Allrahanda" aö Helga amma sín hafi eitt sinn verið að leita aö steinum, ásamt öörum hörnum. Fann hún þá einn fallegan stein og stakk honum upp i sig. Þá hvarf hún hinum hörnunum og tóku þau aö undrast hvað af henni heföi oröiö. Eóru þau þá aó kalla á hana, og hún svaraði, en þau sáu hana ekki að heldur. Þá fleygöi hún steininum, og þá sáu börnin hana undir eins og var nú ljóst aó hún hafði fundiö huliös- hjálmsstein. Var nú farið að leita að honunt, en hanri fannst aldrei aftur. Svipaða sögu segir Sigfús Sig- fússon í Þjóðsögum sínum. Ung systkin fundu huliðshjálmsstein i kjöahreióri. Var hann lítill og ein- kennilegur. Drengurinn tók hann í lófa sér or hvarf þó systur sinni. Hún fór að kalla ó hann, en hann svaraði or Iét hana þreifa á sér, en hún sá hann ekkí að heldur. Sleppti hann þá steininum og um leið sá hún hann. Kn er þau ætl- uðu að taka steininn aftur. þó sást hann ekki og fundu þau hann aldrei. Sennilega hefir lífsteinninn verið f rægastur allra nóttúru- steina eigi aðeins f.vrir þaö. að hann gat grætt öll sár, heldur lifgar hann þá, sem dauðvona eru og getur gert menn ödauðlega. „Hann finnst þar sem jörðin velt- ist um of* skrugf’a fellur. Hann er rauður á lit og lítill. Hann finnst á háfjöllum. Þar grandar ekki eld- ur sem lífsteinn er inn horinn." Ef menn vilja verða ódauðlegir, þá skulu þeir gera skinnsprettu undir vinstra armi of> stinga stein- inum inn í sárið, en það grær þá undir eins or steinninn geymist undir húðinni. Sá sem fer þannig að, getur ekki dáið, nema því aö- eins aö láta skera til steinsins og ná honum. Sigfús Sigfússon segir ein- kennilega þjóðsögu um þessa líf- náttúru steínsins: ..Sagt er að út- lendir fiskimenn hafi setíð um aö stela hér rauðhærðum drengjum til þess að hafa þá í beitu. Þeir höfðu alltaf lifstein með sér og trööu honum inn í líkiö, og þá helst þaö eins og lífandi, þar til allt var skorið í beitu." Talað er um lifsteinahellu. Hún á að vera hol að innan. og í því hólfi eru steinarnir, en þeir koma út á Jónsmessunótt til þess að leika sér. Slík lífsteinahella á að vera í Kofra og jafnvel í Baulu lika. Víðar munu þær finnast eins og þessi saga sýnir: Oddur biskup Einarsson var einu sinni á vfsit- asíuferð og gisti í Kalmanstungu á Jónsmessunótt. Um morguninn fyrir sól fór hestadrengur hans að smala hestum þeirra biskups. Hann fór norður á engjar og norð- ur yfir Norlingafljót og upp i hátsinn fvrir austan Fljótstungu. Þar varð fyrir honum hellusteinn og á honum nokkrir smásteinar, sem voru á sífelldum hlaupum um helluna. Þeir ýmist hoppuðu hver yfir annan, eða hlupu hver i kringum annan, eins og lömb á vori. Þeir voru bleikleitir, en þó með ýmáum litum og misstórir. Pillinum varð starsýnt á þetta furðuverk. Þegar hann haföi horft ó það stundarkorn, tók hann einhvern minnsta steininn, fór með hann heim og sýndi biskupi. Biskupi þötti mjög vænt um stein- inn og sagði að það væri ,,líf- steinn" og heljan „lífsteinahella". En þar af má marka hve vænt biskupi þótti um steininn, aö hann gaf piltinum 20 hundraða jiirö fyrir hann. — Hér haf þá veriö taldir nokkrir náttúrusteinar, en margir fleiri munu hafa verið til. Þar á meðal var steinn, sem ógæfa fylgdi og kallaöur var Ólánssteinn. Dreng- ur nokkur að Fjallseli í Fellum eystra fann eitt sinn rauðan stein egglaga. Þegar fóstra hans sá steininn sagði hún: „Fargaöu þessum steini sem fljótast, það er ólánssteinn." Ejn ekki er getið um hvers vegna honum fylgdi ógæfa. Aftur á móti varð brennisteinn- inn sannkallaöur ógæfusteinn, þvi að úr honum var gert púður. Það var fyrsta múgdrápsvopnið og um það kvað Sigurður Breiö- fjörð svo: Hermenn. borgir, hús og skip á hafnar mjúkum dýnum, verður allt í einum svip eldur í kjafti þínum. Hati þig sérhver hugmynd kvik á himni, sjó og landi, aldir, daga og augnablik eisa full af grandi. I hrokafullri sjálfumgleði geta menn nú brosað af meðaumkun að þjóðtrú allra alda og undrast hvað forfeðurnir voru heimskir að gleypa við öllum hégiljum. Og sú heimska er ekki talin minnst, að trúa því, að steinar geymi í sér dularöfl. Þessir menn gleyma því, að í þjóðtrúnni birtist fyrsti vottur allra vísinda. Kemur þetta nú einna ljósast fram í trúnni á nátt- úrusteina. E’yrir örófi alda hafa vitringar fengið hugsýnir og hugboð unt ótal greinar sköpunarverksins. Fáfróður almúgi gat ekki skilið þetta þá, en túlkaði það ásinn veg og bætti við ýmsum ályktunum og ágiskunum eftir sínu höfði, öld fram af öld. Þetta varð þó til þess að sögurnar geymdust, þar til nýir vitringar komu fram og sönnuðu að kjarni þeirra væri réttur. Vér vitum ekki hvar hún er upp runnin trúin á náttúrusteina. Ef til vill er hún komin frá vitring- um margra þjöða. En það er talið eitt af mcstu afrekum nútímavís- inda að sanna, að þessi trú hefir verið rétt. Mann hafa nú uppgötv- að að efniö er ekki annaö en bundin orka, og þar er ekki við lambið að leika sér. Ur náttúru- steinum hafa vísindamenn leyst kjarnorkuna, sem nú ógnar til- veru mannk.vns á þessari jörð. Dularkraftar þeir, sem vitring- arnir fornu sáu 1 hugsýn að fólgn- ir voru í efninu, hafa verið leystir úr læðingi svo rækilega að öllum stendur ógn af. Verbúöarrústir ö Selatöngum Selatangar eru undarlegt ævintýraland og óviða munu jafnskemmtilegar minjar um útræði hér á landi og einmitt þar, þótt staðurinn hafi verið lítt þekktur fyrr en nú á síðustu árum. Selatangar eru um það bil miðja vegu milli Grindavíkur og Krýsuvikur, nokkru austan við Isólfsskála. Þarna hefur Ög- mundarhraun gengið í sjó fram og myndað tanga og er þar sæmileg lending. Hana hafa menn hagnýtt sér og smám saman myndazt þarna verstöð, sem harla lítið er þó vitað um úr rituðum heimildum. Hins vegar vitna rústirnar um það, sem þarna hefur farið fram. Hér er fjöldinn allur af fisk- byrgjum og nokkrar verbúðir, sem hægt er að greina, og er þetta listilega vel hlaðið úr hraunhellum og stendur allvel, þótt tímans tönn hafi unnið á sumu. Síðast er talið, að róið hafi verið frá Selatöngum 1884. Fyrir mun hafa komið, að menn lentu á Selatöngum síðar ef lending var ófær annars staðar, en siðasti formaður af Selatöng- um mun hafa verið Einar bóndi í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvik Einarsson, afi Þorvaldar Þórarinssonar lögfræðings. Ruddur vegur liggur af þjóð- veginum, ísólfsskálavegi, gegn um hraunið og niður á Sela- tanga, en hann er illfær litlum bilum. En fjarlægðin er ekki meiri en svo, að þeir, sem rösk- ir eru til gangs fara það á stuttri stundu og er vissulega ástæða til að hvetja þá, sem áhuga hafa á minjum sem þess- um, að kynnast þessum einkennilega minjastað. Erfitt er nú að sjá, hverju hlutverki hver og ein rúst hef- ur gegnt, enda eru þær mjög misgamlar og hinar elztu nokkuð ógreinilegar. Þó má yfirleitt greina verbúðirnar af bálkunum, sem sofið hefur verið á, og sumar eru skiptar með vegg. Uppsátrið sést einnig allglöggt, en rústirnar ná yfir talsvert stórt svæði með sjónum. Vestan við rústirnar er sand- fjara og í hraunjaðrinum þar vestan við er hellir, Nórarhell- ir, sem hægt er að komast í um fjöru. Hann mun draga naf sitt af þvi, að Hraunsmenn I Grindavík geymdu þar sela- nætur sínar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.