Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Blaðsíða 14
Einu sinni voru allir íbúar jarðarinnar hirðingjar og enn reika 50 milljónir manna fram og aftur án tillits til landa- mæra og þjóðernis, sem einkenna hið búfasta mannkyn. En sem ættflokki fækkar þeim stöð- ugt. Lífsvenjum þeirra er ógnað. Heimur nútimans. hefur ekki rúm fyrir stærsta minnihluta sinn. Hirðingjar — stærsti minnihlutahópur jarðarinnar EFTIR FRIÐRIK SCHJANDER Fimmtfu milljónir er ekki smá- ræðisættflokkur Hann er álfka stór og Bretar og Frakkar hvorir um sig, og sfður en svo „litli bróðir" f fjölskyldu heimsins. Samt sem áður er til fimmtfu- milljóna manna ættflokkur, sem heimurinn heyrir sjaldan getið — hann á ekkert rúm f alþjóða- samfélagi, hann vantar foringja og formælendur. Hann er stærsti minnihluti heims, en hefur engin áhrif, ekkert vald. Þetta eru leifar hirðingjanna. Búfjárfólk, sfgaunar, bedúfnar, reikandi ættflokkar, sem láta sig ekki varða landamæri og þjóð- erni. Síðustu leifar Hirðingjar eru óupplýst fólk, því að skólar og menntun fara ekki saman við flakk þeirra. Þeir eru þóttafullir og mikillátir, og á fólk, sem hefur valið sér fasta búsetu, Ifta þeir meðaumkunar- og fyrirlitningaraugum. 1 rauninni eru hirðingjar sfðustu leifar frumbyggja jarðar, þvf að einu sinni vorum við allir hirðingjar og það er ekki fyrr en á sfðasta skeiði sögunnar, að mestur hluti fbúa jarðar hefur tekið sér fasta búsetu. En nú er það aðeins Iftill hundraðshluti þeirra, sem flakkar stöðugt um, og hann er að finna á landbelti, sem teygir sig um Mið-Afrfku og Mið-Austurlönd til Pakistan. Hirðingjum fækkar sf og æ. Stjórnmálaástand og tækniþróun hafa hjálpazt að þvf að gera þeim erfitt fyrir að viðhalda ævaforn- um lifnaðarháttum sfnum. Margir hirðingjaætt- stofnar hafa lagt ár- ar í bát. Seinustu tuttugu til þrjátfu ár- in hafa margir hirðingjaflokkar verið neyddir til fastrar búsetu. Sem dæmi má nefna Eskimóa f Grænlandi og Sama nyrzt f Noregi og Svfþjóð. Að vísu eru enn sem komið er margir Samar og Eskimóar, sem á vissum árs- tfmum færa sig til og reika um sem búf járfólk, veiðimenn og sjó- menn, en þeir- eru allt fyrir það „skrásettir“ þjóðfélagsþegnar og hafa sitt persónunúmer, lífeyri og fast heimilisfang. Indfánar f Bandarfkjunum voru lfka hirðingjar unz þeim var þjappað saman f sérlendur, og það sem sfðar hefur Snert menningu þeirra bendir ekki til góðs fyrir aðra hirðingja, sem fyrr eða sfðar verða að gefa upp flakktilveru sína. Að breyta lifnaðarháttum er ekki gert f einu kasti, og hirðingjarnir veija helzt það lé- legasta úr menningu hinna bú- föstu. Og fá þá um leið orð á sig að vera yfirborðslegir og kæru- litlir — þó að sannleikurinn sé sá að þeir hafa verið sviptir sinni eigin menningu án þess að fá nokkuð f staðinn til að fylla upp tómið. Stöðugt á undan- haldi Eftir þvf sem tækniþróunin hefur sðtt fram hafa hirðingjarnir verið á undanhaldi. Bithagar þeirra hafa verið rækt- aðir og skipulagður landbúnaður hefur lagt undir sig þá jörð, sem þeir litu á áður sem sfna eign. Bráðum er eyðimörk og skrælnuð lönd það eina sem eftir er skilið handa hirðingjunum. Sfðustu tvö árin hefur veðurfarið verið óvcnjulegt á svokölluðu Sahelsvæði f Afríku, og heimur- inn hefur veitt þvf athygli, hve Iffskjör hirðingjanna eru bág. Þeim hefur verið ýtt inn á svæði sem aðrir hafa ekki viljað Ifta við hingað til. En einn góðan veðurdag verða hirðingjarnir neyddir til að hopa enn frekar á hæli, unz þeim verður ekkert eftir skilið. Þá komast þeir ekki lengur hjá þvf að fá sér fastan samastað, ef þeir eiga að hjara af. Og þá lenda þeir að sjálfsögðu aftast f bið- röðinni að Iffsgæðunum. Með öðrum orðum — það er ótrygg framtíð, sem bíður þessara fimmtfu milljóna manna, ef heimurinn tekur ekki á sig ábyrgð á sfðustu hirðingjasam- félögunum. Vissulega reyna yfir- völd f mörgum löndum að búfesta hirðingjana, en það er ekki fyrst og fremst með velferð hirðingjanna fyrir augum. Þar geta aðrar hvatir komið til — þau vilja hindra óspektir f vissum landamærahéruðum eða stöðva útbreiðslu smitandi sjúkdóma. WHO, Alþjöðaheilsugæzlan, hefur látið rannsaka heilsufar hirðingjanna einmitt vegna þess, að menn hefur grunað að þetta flökkufólk geti verið hættulegir smitberar. En það hefur sýnt sig, að mjög oft eru hirðingjarnir bæði frfskari og bctur nærðir en nágrannar þeirra, sem eiga fasta bústaði. Mjótt er bilið milli sæmilegrar afkomu og hungurs. Hins vegar er bilið milli bjarg- álna og sultar oft mjótt meðal hirðingjanna. Þeir lifa á búfénaði sfnum og tvö þurrkaár með lélegri beit geta orðið örlagarfk fyrir afkomu þeirra. Heilir ætt- stofnar geta þurrkazt út. Hirðingjarnir eru oft sakaðir um að vera óþrifnir en könnun hefur afsannað þetta. Lifnaðarhættir hirðingjanna eru f rauninni fremri cn þorps- búa sem eiga hcima næst þeim. Þeir flytja matarleifar og úrgang f burtu og þegar þeir að fimm árum liðnum snúa aftur við til fyrri tjaldstæða sinna hefur náttúran fyrir löngu þrifið ti! fyrir þá, þvf að þeir hafa engin niðursuðufiát, plastpoka og flöskur til að skilja eftir. Menn þvo sér úr sandi! Það er auðvitað cðlilcgt að menn haldi, að hirðingjar séu óhreinir, búandi við veðráttu, þar sem vatn er dýrmæt vara, er fara verður sparlega með. En einmitt þcssar ástæður hafa kennt hirðingjunum að halda sér tit- tölulega hrcinum með öðrum hjálpargögnum og til eru f raun- inni hirðingjar, sem allt frá vöggu til grafar nota nauðalftið vatn sér til þrifnaðar. Þetta á til dæmis við um hinn sagnfræga Tuaregaættlokk inni f Sahara, einn af sfðustu leifunum af ósviknum hirðingjastofni. Til er um það bil hálf milljón af Tuarcgum, sem dreifðir eru yfir stór flæmi f suðurhluta Sahara. Þeir safnast sjaldan saman f stóra hópa heldur slá niður tjöldum sfnum langt frá öðrum. Tuaregar varðv.eita málshátt, sem er á þessa leið: „Þvf lengra, sem er á milli tjaldanna, því skemmra er á milli hjartanna“, og samkvæmt þessu lifa þeir. Það er f f jöllunum f svo nefndu Hoggarhálendi að stærstu Tuaregahópana er að finna og Hoggar hefuf Ifka verið mikilvægasti dvalarstaður þessara hirðingja. A liðnum öld- um hefur þróazt með þeim undra- verður hæfileiki til að lifa af í einum ömurlcgasta hluta Sahara- eyðimerkurinnar. Þar eð aldrei kemur hér deigur dropi úr lofti, scgir það sig sjálft, að þjónustan við heilsu og hrein- læti er þeim óþekkt fyrirbrigði. Vatn er of dýrmætt til þess að nota það f þessu augnamiði, cn þó furðulegt megi heita virðast Tuaregarnir ekki sérlega óhrein- ir. Þeir nudda sig mcð sandi og hatda sér ótrúlega hreinum með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.