Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Síða 15
því móti, um leið og þeir á ein- hvern óskiljanlcgan hátt fá einnig sfna sérkennilcgu bláu búninga til að lita út sem ný- þvegnir væru. Það er eitthvað næstum þvf óvirkilegt við Tuaregann, þar sem honum skýtur allt f einu upp f eyðimörkinni f sinni loftkenndu bláu buru eða kufli og með við- Ifka loftkennda blæju fyrir and- litinu og að því cr virðist ósnort- inn af hita, ryki og sandi. Vesæll Evrópubúi, óhrcinn f framan og í fötum fastlfmdum við kroppinn, svitastokkinn, sannar rækilega það djúp, sem skilur hann frá syni eyðimerkurinnar. „Bláu mennirnir, drottnarar Sahara" Bláu bururnar, stóru vefjar- hettirnir og blæjan fyrir andlit- inu eru sérkenni karla meðal Tuaregahirðingja. Konurnar klæðast oft indíabláu eða svörtu, en þær eru frábrugðnar með- systrum sínum lengra norður í Sahara að þvf leyti að þa-r bera aldrei blæju að slepptu smá- speldi, scm þær draga fyrir munninn til varnar ryki og sandi. Uppruni Tuareganna er á huldu en saga þeirra er rík af stórlátum hcfðum og hafa þeir orðið fyrir litlum áhrifum á tuttugustu öld. Eyðimörkin á þá og þeir ciga eyðimörkina. Þcir eru haldnir fyrirlitningu hirðingjans á föstum búsetu- mönnum. Það er yfirlæti í svip þeirra og þeir líta þá smáum aug- um, sem rækta jörð í vinjunum. t margar aldir voru Tuaregarnir allsráðandi f Sahara og engin úlfaldalest gat lagt upp út í eyðimörkina án þess að greiða „bláu mönnunum" rff- legan skatt. En f staðinn vörðu Tuaregarnir verzlunarleiðirnar fyrir ræningjum og viðhéldu brunnum meðfram þcim. Menn hafa fyrir löngu spáð því að Tuaregarnir væru dcyjandi kynþáttur, að ekki væri rúm fyrir þá og sérkenni þeirra með nýjum tímum, sem einnig hafa haldið innreið sfna f Sahara. En hingað til hafa þessir ómannblendnu hirðingjar haldið sérkennum sfnum. Tuaregarnir eru vissulega ekki framar drottnarar eyði- merkurinnar, en þeir koma fram eins og þeir væru það. Það er auðvelt að sjá sitt af hverju rómantísku og leyndar- dómsfullu í lifnaðarháttum Tuarcganna, en virkir dagar þeirra eru ekki eins rómantfskir og fmyndun fólks vill vera láta. Fátækt, sjúkdómar — einkum augnsjúkdómar — og mikill ung- barnadauði eru fylgifiskar þeirra. En þannig hefur þetta alltaf verið og Tuaregarnir berj- ast fvrir tilveru sinni með sama augljósa yfirlæti og þeir sýna f umgengni við þá, seni eru utan ættstofnsins. Heimur án almanaks Sömu sjálfumgleðina, sem ein- kennir Tuarcgana, er einnig að finna meðal Bedúfna í eyði- mcrkurflæmunum austar f Norður-Afrfk'u og Mið- Austurlöndum. Þeir líta á sig sem hina réttu drottnara eyðimerkur- innar og um leið alls heimsins. Þeir telja að þeir hafi komið þangað fyrstir manna, og að búfastir menn, sem rækta vinjarnar eða útjaðra eyði- merkurinnar hafi hana aðcins að láni frá Bedúínum. Svipaða skoðun hefur hinn dularfulli Masajastofn, sem lifir hirðingjalffi á landamærum Kenía, Úganda og Tanzanfu í AusturAfrfku. Masajarnir stunda kvikfjárrækt og álfta, að allur kvikfénaður jarðarinnar hafi forðum verið þeirra eign. Og þegar aðrar ættkvíslir hafa bú- fénað sem þeir, þá er ástæðunnar að leita f því að þeir hafi stolið honum frá þeim endur fyrir löngu. Og þvf hafa Masajarnir fullan rétt til að stela honum aftur. Svo að við víkjum aftur að Bcdúínum lifa þeir í heimi, sem er án almanaks — citt árþús- undið er öðru líkl í megin- atriðum. En að sjálfsöðu breytist líka eitt og annað f þeirra heimi. Prímusinn hefur leyst olíu- lampann af hólmi og gömlu leir- krukkurnar liafa þokað fyrir skaftpottum úr áli. En þetta eru ekki nema aukaatriði, sem ekki hafa verkað á sjálfa lifnaðar- hættina. Bedúínar hafa séð helztu trúar- brögð fæðast og blómgast: gyðing- dóm, kristindöm og fslarn. Tákn hafa komið og horfið — stjarnan, krossinn og hálfmáninn. Ileims- ríki og margþætt menning hafa sprottið upp og hrunið allt f kring um Bedúíana, en heimur þeirra hcfur þraukað. Guð skapaði Bedúínann fyrst. . . Bedúfnar hafa sína sérstæðu skoðun um sköpum heimsins. Fyrst tók guð eyðimerkurvindinn fastan og úr honum skapaði hann Bedúína. Þá skapaði hann úlfald- ann og af sauri hans bjó hann múlasnann til. ílr sauri múlasn- ans skapaði hann loks hinn bú- fasta mann. Þessi gamla sögn speglar greinilega fyrirlitningu Bcdúín- ans á manninum f nútfmaþjóðfé- lagi. En það er fyrirlitning, sem Bedúininn lætur ckki í Ijós f orði, því hann er af kynþættí, sem met- ur mikils kurteislegar umgengn- isvenjur, og er rómaður fyrir gestrisni. I iugum Bedúína er hirðingja- Iffið auðsæ lffsfyrirmynd. Ilann er skilningslaus gagnvart þvi, að heimurinn sé að dragast saman og senn komi sú tíð, að hann hafi ekki rúm fyrir rcikandi kynþætti, sem ekki aðeins heimti mikið um- ráðasvæði heldur líti á þau sem sfna eigin eign. Bedúfnar hafa orðið vottar að því, að stjórnvöld koma og fara, landamæri eru færð til. Þeir hafa reynt, hvernig nýir drottnarar, einn af öðrum, hafa heimtað full- koinna undirgefni. En allt þetta brambolt hefur ekki skipt þá neinu, og það eru ekki heldur allir drottnarar, sem hafa ha-tt sér út f eyðimörkina til þess að ögra því valdi, sem þeir hafa kraf- izt. Staðreyndin er samt þessi — ný tíð nálgast Tuarcga, Masaja og aðra hirðingja jarðarinnar misk- unnarlaust. Jörðin er orðin þröngsetin og flökkulff hirðingj- anna í hættu. Fimmtuíu milljónir manna eru í þann veginn að glata Iffsvenjum, sem þeir einir þekkja allt frá örófi alda. Horft um öxl Framhald af bls. 3 heim er komið, verðum við vör við að tófa er að gagga uppi i hlíðinni. Hún var komin á stjá til að sækja sér i svanginn; ekki þarf að segja henni til um hvenær fellur út og timi er kominn til að bregða sér út undir bjargið. Heimamenn fóru á eftir henni, gátu króað hana af og komið henni fyrir . kattarnef. Skinnið af tófunni og bjarn- dýrsfeldurinn urðu samferða til sölu. Seldist feldurinn á 400 krónur en tófuskinnið á 200 krón- ur. Þótti þaðlítill verðmunur mið- að við stærð. Var ekki erfitt að komast leiðar sinnar undir bjarginu? Jú, sérstaklega þegar ís var og klembruð fjaran. Á kafla var hægt að ganga undir bjargið með því að sæta sjávarföllum. Það var kallað Göngubjarg. Þar var hætta á steinkasti og hruni úr bjarginu. Fyrir kom að af því hlutust mannskaðar. Var ekki mikið unt dultrú á þessum slóðum; það væri ekki óeðlilcgt, liggur hálfgert í lands- lagi og afstöðunni? Það held ég hafi ekki verið, jafnvel minna en víða annarstaðar á landinu. Þar var auðvitað til fólk sem vissi eitt- hvað lengra en líðandi stund. Þegar ég var farkennari á Minni- Bakka í Skálavík man ég að aldrei kom það fyrir að húsmóðirin segði ekki hárrétt fyrir um, hvaða gestir kæmu þann daginn. Ein skrítin spurning: Hvernig stendur á nafni föður þíns? Var það vinsælt nafn í þessum lands- hluta, eins og manni gæti komið til hugar þegar hugsað er til Kristrúnar í Hamravfk hugarfóst- urs Guðm. G. Hagalfns? Ég tel áreiðanlegt að svo hafi ekki verið, get reyndar fært sönnur fyrir því. Þegar ég var hjá prestinum á Stað, áður en ég fermdist, kom þetta einmitt til umtals. En hann átti stóra bók með nöfnum allra íslendinga. Þar kom i ljós, að þá voru aðeins tveir menn á landinu með þessu nafni: Falur Guðmundsson í Gullbringu- sýslu og faðir minn, Falur Jakobs- son. Nafngift föður míns kom til af þeirra tíma tfsku að láta börn heita biblíunöfnum eöa eftir söguhetjum og mikilmennum. Svanborg Ólafsdóttir amma mín átti þrjá syni og lét þá alla heita eftir frægum mönnum: Sá elsti hét Finnbogi eftir Finnboga hin- um ramma, sem settist að í Tré- kyllisvík á Ströndum á landnáms- öld; annar sonurinn hét Plató, eftir lærisveini Sókratesar (það sýnir að fólk las sér til fróðleiks þá ekki siður en nú er gert). Þriðji sonurinn, faðir minn, hét eftir Fal þeim, sem getið er um í rimum Sigurðar Breiðfjörð, samanber: „Reimar fyrst og Fal ég tel.“ Eyðibyggð: Stærsta spurningin er enn eftir: Hvers vegna lagðist öll þessi byggð á Ilornströndum í eyði? Var fámennt f sveitunum og erfið aðstaða hjá bændum, þrátt fvrir blómlegt athafnalif á Hest- eyri? Nei, það var nú eitthvað annað. Sléttuhreppur var fjölmennasti hreppur á landinu, þeirra sem ekki höfðu kauptún. Voru hrepps- búar urn 500 manns. 1 Grunna- vikurhreppi var færra fólk. 1 báðum hreppum bjuggu bændur góðum búum og höfðu lengi gert. Til marks um það má geta þess, að árið 1919 mun mönnum hafa verið, i fyrsta sinn gert að útfylla skattaskýrslur. A þeim stóð, eins og stendur enn, að telja skuli fram að viðlögðum drengskap. Bóndi einn í Sléttuhreppi, sem átti niu börn. færði sína skýrslu nákvæmlega og tók allt frant. Samkvæmt því gerði búið hjá honum 90 þúsund krónur, að þvi að talið var. Þótti það allgott með svo mikinn fjölskyldumann. Nokkru seinna kvæntist sonur hans og fluttist til Aðalvikur. Fyrir tveimur árunt hitti ég þenn- an mann, en hann er nú koniinn á áttræðisaldur, orðinn ekkju- maður og farinn að heilsu. Við minntumst á það, þegar hann fór að heinian. Þá sagðist hánn hafa átt 5000 krónur i peningum og margur gat setl saman sæmilegt bú fyrir minna á þeim árum. En af því fóru 2000 krónur í gift- ingarveisluna. Það hefur verið allvegleg veisla? Það þótti ekki nema sjálfsagl ef efni voru tilt;ek. Þá voru bannár, en einhvern veginn sagðist hann hafa komist yfir tíu litra af óblönduðum spiritus til að hafa sem brjöstbirtu i veislunni. Þessuni manni farnaðist vel og var alltaf vel bjargálna maður. Þetta d;emi sýnir lifsskilyrði fölks á Hornströndum i kringum 1920 og ekki dró úr möguleikum til velmegunar. Það er ekki fyrr en líður á fimmta aratuginn, að los kemst á íbúa byggöarinnar. Og evðingin gerist á nokkuð skömmum tíma? Það er raunasaga þegar litið er til liðinnar tiðar i siigu byggðar- lagsins. Læknisleysi var upphafið að þvi sem varð. Þeir sent voru krankir og aldraðir fluttu þá til fjölmennari slaöa, þar sem auð- veldara og tryggara var aö fá læknishjálp. Og smám saman fylgdu fleiri á eftir, enda höföu atvinnuskilyröi takmarkast mikið eftir að hætt var að starfrækja Hesteyrarstöðina. Kn menn voru verr settir fjárhagslega en ð, að flestir ke.vptu sér hús þar ítn þeir settust aö, þótt þeir skyldu viö hús og jaröir sínar i eyði en seldu þ;er ekki. Samgönguleysið hefur átt þátt í þessum brottflutningi? Eg held aö vegasamband heföi ekki orðið þessu byggðarlagi til bjargar. Þarna var sama aðstaða og i Grímsey, sjórinn heföi alltaf orðið stysta leiðin. Þaö tekur tvo og hálfan klukkutima að fara sjó- leiðina frá Hesteyri til Isafjaröar; þótt vegur væri kontinn kringttm Djúpið, tæki sú ferð margfalt lengri tíma. En hvernig var vegasamband innansveitar? Það voru ágtetir vegir úti í sveitinni, ekki þó bilf;erir Þó hefði mátt keyra bil eftir vegin- urn, sem hlaöinn var af innan- sveitarmönnum um aklamótin og er enn til staöar. Þaö var nál. þriggja stundarfjórðunga ferð á hesti. En sumstaöar er ekki besti gengt. Skálakamhur þótti alltaf illfær og erfiður. Ilann var rudd- ur liaust og vor og var hver böndi skyldaður til aö greiðá tv;er krón- ur i vegagjald eöa leggja dags- verk i að ryðja veginn Það hefur þá aldrei sést híll í þessu byggðarlagi? Jú, það komu bilar á Heste.vri, sem notaðir voru viö frantskipun og keyrslu milli Ilesteyrar og Stekkeyrar. Annaö var ekkert með bila að gera. Fácin lokaorð: Ferð þú á hverju sumri á þessar stöðvar? Nei, ég þarf þess ekki. Eg á ágætar myndir frá heimahtigum mínum. Eg hef lika góða myndsjá. Eg lit oft i hana á kvöldin ‘þegar fer að dimma; þá er eins og niaður sé kominn á staðinn. Það er líka býsna undarleg upp- götvun, en þegar ég lit til baka, l'inn ég að þaö er ekki fyrr en ég er alkominn bingaö suður og far- inn að fylla miöjan aldur, aö ég fer ösjálfrátt að slá striki yfir fólk, sem varð á vegi ntinunt eftir að ég fór að heirnan; en gömlu kunningjarnir koma aftur fram i hugann og standa þar æ framar eftir þvi sem árin færast yfir. Það gerir kannski eirthvern mismun, að nú er ekki eins hægt um vik að heims;ekja heima- byggðina og á meöan ég var fyrir vestan og gat alltaf fariö þangaö þegar ég kærði mig um. Nú vantar okkur ekkert iiema cndahnútinn á þetta spjall okkar. eitthvað sem l>ú hefur lært mikil- va'gast á þinni iffsgöngu liingaö til? Ég hef Iært það af lífinu, aö þar gengur dæmiö alltaf upp: hver uppsker eins og hann sáir. Allir eru sléttir við uppgjörið; þá verða allir að telja rétt fram — að viö- lögðum drengskap. Þannig er lifspeki Sigurgeirs Falssonar. Gengiö til leiks á engi I’ramhald af bls. (> Krakkinn, sem ég nefndi, fékk að raka strax og hann vildi. Fyrst sneri hann og rakuöi (>gn, Svo fór hann ;tö b.vrja aö slá. Þetta var eins og að ganga til leiks. en var þó miklu eftirsöttari leikur en að kljásf viö skessuna eöa salta- brauðiö. Þaö var alviiruleikur og eal' dáliliö athafnastolt Atla ára var hann farinn aö raka utan aö i Kil og vaöa nokkuö djúpt. Tiu ára kuniii hann dálitiö ;tö slá i stör og var farinn aö b\ rja aö fara fram fyrir. Þaö var nú verk sem sagði sex, að setja tog fram fvrir langa skára og láta hest draga upp heljarmiklar ýtur Fjórlán ára vildi hann fara að binda og fékk þaö náltúrlcga F.kki um aö tala annaö en binda og setja upp á klakka. Fyrsti bagginn lenti nú samt á hliöar- reipi en ekki silanum og fór ösköp illa á, en druslaöist þö við aö hangá á klakkanum alla leið hoim. Auðvitaö flaskaöi strákur ekki oftar á þvi sama. Fimmlán ára hcröi hann til fulls allan slátt og að búa sér í hendur. Aö brýna vel og klappa var mesta vanda- verkiö. Barnasköli sveitakrakk ans hefir lengi verið á enginu gcignfræöaskölinn og landsprófið Þangaö sótti hantt sitt þrek og hita i hamsi. og um leiö lifshjöre og manndómsmáil. Þar á Islend- ingurinn flest sín spor. Spor \ iö slátt, spor viö rakstur. spor \ iö þurrk, spor á eftir spori og spor yfir spor. Sem ég segi. Engjagangan var fyrsti sköli krakkans á Kisahakka 1906. Barnaskóli hans aö hálftt leyti, unglingasköli. landsprófs hekkur. menntasköli án húl'ii. Atján ára för hann eitin júlidag- inn út i Danielstopp aö xlá stör Þar er undir hendur þar sem dýpst er og ógreiöfauast o\ haugagras. Fndir kviild lá sttiriit þar í múgutn og i Krókakeldutopp lika. Hún var tipp á 30 hesta |>eg- ar hún var orðin þurr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.