Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1976, Síða 16
 GALLVASKI! mlf IKUr í útlendingahersveitinni HAMER kaflöðioapa MíNNIýfVERft i Rose Kennedy I'i amhald af bls. 5 athugasomdum um sitthvað í fari þeirra. sem mér þótti ábóta vant. Þeim kann aö hafa fundizt þetta þre.vtandi stundum. en alltaf tóku þau þessum aófinnslum vel og fóru venjule{>a eftir leiöbeininn- unum. Rg held líka aö þær hafi flestar orðiö þeim aö gagni heldur en hitt. Veturinn 1959-60 unnum viö af kappi aö því aö Jack vröi út nefndur fi ai.ibjóöaiid). Mg in.r.i sérstaklega eftii því. hve Joe. faö- ir hans, var önnum kafinn í kosn- ingabaráttunni. Hann haföist löngum viö í sólskálanum heima á Palm Beach. Þar sat hann viö símann í sundskýlu og meö hatt á höfði og svaladrykk viö hlið og ræddi viö leiötoga og stuönings- ntenn flokksins víöa um land. Þeir feögar, Jaek og hann, rædd- ust viö daglega ofi oft lengi í einu. Stundum varö éfi þess vör, aö •Jack haföi flutt slæmar fréttir. Þá spratt Joe upp, þegar hann var húinn aö lefifija símtóliö á, og för aó skálma um gólf, tautandi fyrir inunni sér formælinfiar um ein- hvern eöa einhverja. Væru frétt- irnar sérlefia slæmar sat hann lengi steinþefijandi ofi horföi þunfihúinn fram fyrir sifi. Svo tók hann aftur upp símann og hóf aö hrinfija út um hviiipinn og hvapp- inn .íacK var svo útnefmlur fram- hjóöandi Demókrataflokksins þefiar til kom og var þá framund- an baráttan viö framhjóöanda Repúblikanaflokksins, Richard M. Nixon. Hér eru nokkrar dag- hókarglefsur frá því sumariö og haustiö 1960: „Jaek er heima núna. Viö fór- um yfir til hans í gærkvöldi, Ethel, Joan, Jaekie og ég. Jack hámaöi í sig humar og maís. Aö sögn Jordons læknis er þaö versti matur, sem Jaek getur lagt sér til munns. 1 einu morgunhlaóinu vargrein um hiö fráhæra skipulag Kenned.vættarinnar, dugnaó hennar og árangurinn, sem hiin næói alltaf. Þaó er engin furöa, þótt okkur hafi gengiö vel. Viö erum einfaldlega svo mórg og vinnum alltaf öll saman. En þött viö höfum öll lagt nokkuö af mörkum, þá hefur Joe þó áreióan- lega valdið mestu um það, aö Jaek er kominn svo langt, sem raun her vitni. Eg efast um, að Joe veröi nokkurn tíma þakkaö sitt framlag sem skyldi Hann hefur verið óþreytandi í baráttunni alla tið og' beitt öllum kröftum sínum til þess, aö sonur sinn vrði forseti Bandaríkjanna. Fari svo, veröur þaö Joe aö þakka flestum öörum fremur. 8. okt. 1960 í Jacksonville í Flór- ída. „Ég horfði á viðureign Jacks og Nixons i sjónvarpinu í gærkvöldi. Ég baö fyrir Jack allan tímann. Ég var reyndar búin að biðja fyrir honum allan daginn. Jack var öruggari i framkomu en Nixon og leit hetur út. Hann hafði alltaf frumkvæöiö í kappræóunum og sýndi nokkrum sinnum frábæra ræðumennsku. Manni datt jafn- vel Lineoln í hug stundum.. . Eg hef orðió þess vör, aö mönn- um finnst Jack tala fullhratt. Mér finnst þetta líka og hef sagt honum af þvi. Aheyrendur veröa hæöi að venjast Bostonarfram- huröinum hans og lika raddbrigð- unum. Hann þarf bara að hægja mál sitt lítiö eitt.“ Jack var kjörinn forseti í nóvember 1960. Hann tók viö embætti 20. janúar. Daginn áöur hafði geisað einhver hinn mesti hríðarhylur í manna minnum. Um morguninn 20. janúar var storm- inn tekið að lægja. En hann hafði látið eftir sig þykka snjóbreiöu um alla borg og það var enn kalt og hráslagalegt. Við bjuggum skamman spöl, frá kaþólskri kirkju. Eg ákvaö því aö ganga til messu þennan morgun. Ég bjó mig vel, svo vel, aö ég leit út eins og gangandi fatapinkill. Þegar ég kom aö kirkjunni úði þar og grúði af lögregluþjónum fyrir utan en auk þeirra voru fjölmargir óeinkennisklæddir menn og datt mér leyniþjónustan strax í hug. Það rann upp fyrir mér, að Jack mundi hafa fariö til messu. Ég fór inn og settist þar, sem lítiö bar á. Nokkru síöar kom Jack inn og settist framarlega. Ég lét lítið á mér bera. Ég leitaði hann ekki heldur uppi eftir messu. Ég vissi, að ljósmyndarar yrðu viðstaddi/ og kærði mig ekki um að verða Jack til skammar. Ég taldi mig ekki hæfa til ljósmyndunar í dúð- unum. Ég fór því að hugsa til heimferðar. Ég hafði margt að gera og nú dqtt mér i hug, að ég gæti sparað nokkurn tíma ef ég fengi bílferð heim. Ég gekk því að einum leyniþjónustumanninum, kvaðst vera móðir forsetans og spurði hann, hvort hann gæti komið því í kring, að einhver æki mér heim, þar sem ég þyrfti að flýta mér. Ilann kinkaði kolli og ég beið smástund, en enginn híll kom. Mér varð brátt ljóst, að maöurinn hafði annaðhvort talið mig svikara eða þá álitiö mig ruglaða í ríminu. Ég var nú ekki heldur búin líkt þvi, sem heföi mátt vænta af móður Bandaríkja- forseta! Það varð úr, að ég labbaði heim. Það var svo sem engin raun. Ég var ýmsum veðrum vön. Á Nýja Englandi er ekki alltaf sól og bliða. Jack hélt afhuröagóða ræðu, er hann tók við embættinu. Mér fannst mikið til unt hana. Einhver þóttist sjá tár blika í augum Joe, Þegar Jack lauk ræðu sinni. Sjálf hafði ég veriö frá mér numin. Ég hafði hugsað um það, hve stór- kostlegt tækifæri Jack gæfist til þess að móta líf þjóðar sinnar og hafa áhrif um heim allan. Um kvöldið var mikill dansleik- ur í tilefni af embættistökunni. Jackie var glæsileg að sjá og Jaek leit betur út en nokkurn tíma áður. Hann hafði alltaf veriö hor- aður áður fyrr, en í kosningabar- áttunni hafði liann þreknazt, þvert á móti því, sem vanalegt er. Mér varð hugsað til þess, að ég hafói sífelldar áhyggjur af honum í æsku. Ekki hafði mig grunað að hann mundi komast til heilsu í kosningabaráttu! En hann var hraustlegri þá, en hann haföi nokkurn tínia verið fyrr. Það leit helzt út fyrir það, að hann þrifist bezt í harðri keppni og mikilli streitu. Mér hafði stundum áður fundist, að hann heföi svolítinn svip af Abraham Lincoln. Þann svip hafði hann ekki lengur, en hann hafði hlotið annað f staðinn, sem ég kunni betur að meta og það var heilsan. Loksins var hann kominn til fullrar heilsu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.