Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 3
Hannes Pétursson Línur / 1 „Óhræsinu” Sumt af kveðskap Jón- asar Hallgrlmssonar í skemmtistll minnir nútíS- arlesendur á dulmálsskeyti — og er týndur dulmáls- lykillinn. Nokkur kvæði hans i alvarlegri tóntegund eru einnig svo ógreinileg sem heild, aS ekki skilst fyrir víst hvaS er verið að fara. Þau munu ekki hafa skilizt betur af samtiðar- mönnum skáldsins en þau gera nú, t.d. Alsnjóa og Að vaði liggur leiðin. í bréfi til Jónasar 1844 kallaði Brynjólfur Pétursson mið- erindið í Alsnjóa „svo kát- legt, að ég naumast skil það". „Kátlegt" hefur I munni Brynjólfs líklega merkt skrýtið. Stundum eftir grufl þykist maður sjá „til botns" I þessum ógreinilegu kvæðum, en aldrei nema rétt í svip, þau gárast, dökkna og falla á nýjan leik um hylji sína ógagnsæja. Þess finnast dæmi, að i þeim kvæðum Jónasar sem eru auðskilin hverjum manni enn í dag, bregði fyrir einni eða tveimur lín- um sem kalla mætti skrýtnar, jafnvel svo að merking þeirra hefur vafizt fyrir lesendum. Óhræsið geymir einn slíkan stað. Kannski er hann þó siður en svo skrýtinn þegar til kemur. Mörg börn hafa sjálfsagt tárfellt eftir lestur sögunn- ar sem rakin er í Óhræsinu og mun vera „sönn saga að austan" (sbr. 2. útg. Ijóðmæla J.H. 1883) frem- ur en táknsaga um móður- systur Jónasar, Guðrúnu í Hvassafelli, líkt og sumir frændur skáldsins töldu vera:,að kvæðið lýsti þvf f dularbúningi, hversu menn hefðu reytt af henni efnin. Eigi þessi merking sér stoð, þá er hún æðitor- kennd. í Óhræsinu leikur hvergi vafi á orðalagi utan þessu: inn um gluggann gesta guðs f nafni smaug. Þótt óvfst sé, fljótt á lit- ið. hvað skáldið á hér við, breytir það engu um þráð kvæðisins: rjúpan vargelta kemst f skjól, og eitt and- artak — þegar kvæðið er lesið f fyrsta sinn — vekur það létti, hinum ójafna leik sýnist lokið að ósk barns- hugans. Nei og fornei, annar vargur tekur við þar sem hinum sleppir, vargur f mennskri mynd, óhræsi á máli skáldsins, og vargur- inn innanhúss hremmir þá bráð sem vargurinn úti hafði hrakið í þrautaskjól. Það er fjarri lagi að Ifn- urnar tvær hér að framan séu einn hinna skrýtnu staða f kveðskap Jónasar Hallgrfmssonar, ef hún nær átt sú tilgáta sem nú verður sett fram, þvf þá er orðalagið mjög eðlilegt, en sfður að öðrum kosti. Flestum sem lesa Óhræsið mun þykja sem skáldið stefni flóttafugli sfnum inn f gestastofu á sveitabæ. að „glugginn gesta" merki gestastofu- gluggi. Óneitanlega er sá skilningur hálfandkanna- legur, þvf rjúpan fleygir sér þegar, komin að utan, i keltu „konunnar í daln- um", sem hefði þá átt að sitja f gestastofu á búi sfnu. Auðvitað má vera, ef kvæðið fylgir sannri SÖgu, þ.e. tilteknu atviki, að „gæðakonan góða" hafi átt heima á stórbýli þar sem var gestastofa og einmitt hitzt svo á að hún var þar inni þegar rjúpan leitaði miskunnar manna. Hugsum oss þetta. Eftir er samt sem áður að fá gesta- glugga til að merkja gesta- stofugluggi. í fljótu bragði virðist orðið jafn nærtækt og t.d. gestastofa, gesta- rúm, en þó sést ekki (sem er grunsamlegt) að það hafi nokkru sinni verið til f merkingunni gestastofu- gluggi. Öll er þessi Ijóðmynd: rjúpa sem kemur flugmóð inn f gestastofu og kastar sér þar í keltu búkonu sem undir eins „dregur háls úr lið" svo tortryggileg, að tvær tilgátur að minnsta kosti (ég veit ekki um höf- und þeirra) hafa verið bornar fram í því skyni að sniðganga hana. Annars vegar að gestagluggi sé kenning og merki dyr, bæjardyr. Þessi skýringar- tilraun er fjarska langsótt og sjálf kenningarsmfðin svo leirborin að naumast er vegur að eigna hana Jónasi Hallgrimssyni. Hins vegar er sú uppástunga til skilnings á línunum, að rjúpan smjúgi inn um gluggann „f nafni gesta- guðs", og mun þar átt við Óðin. Hann var þó ekki gestaguð f þeim skilningi sem hér gæti átt heima, enda þótt Gestur væri eitt af dulnefnum hans, Háva- mál séu lögð Óðni f munn að dómi ýmissa fræði- manna og fyrsti og lengsti hluti kvæðabálksins hafi verið nefndur Gestaþáttur. Seifur hinn grfski var aftur á móti gestaguð, „gesti, flóttamenn og Ifknarbeið- endur verndar hann öðrum fremur og rekur réttar þeirra," segir í goðafræði Stolls, og sama hlutverki gegndi Hestfa (Vesta með Rómverjum) systir Seifs, sem var „dýrkuð f miðjum hfbýlum manna við eld- stallann . . . Hjá hinum helga arni var griðastaður þeirra, sem reknir voru f útlegð eða ofsóttir, og þess vegna hlaut Hestía þá virð- ingu til jafns með Sevs. að hún var verndargoð nauð- staddra Ifknarbeiðenda." Þótt Jónas Hallgrímsson væi'i menntaður á klass- fska vfsu, er mjög efasamt að hann skfrskoti f kvæði sem Óhræsinu aftur f forn- grískan goðsagnaheim. Er heldur nokkuð talað um „gestaguð" f þessari hel- fararsögu vetrarrjúpunnar? 7ar ekki að hinu leytinu gestagluggi á islenzkum torfbæjum, gluggi sem þo var síður en svo gesta- stofugluggi? Það var alvenja f sveit- um kynslóð fram af kyn- slóð, að komumenn, gest- ir, gerðu vart við sig á bæjum með því að koma á baðstofuglugga eftir að dyrum hafði verið læst, þeir guðuðu á þekjuglugga og beiddust inngöngu með frómri fyrirbæn, „guðs í nafni" svo vitnað sé f Óhræsið. Gestagluggar í þessari mynd voru því réttilega til i sveitum, og það er tilgáta mín að Jónas Hallgrfmsson eigi við slfk- an glugga f kvæði sfnu. Orðmyndin gestagluggi finnst ekki í þeim orðabók- um sem eru mér handbær- ar og ef til vill hvergi á prenti nema í Óhræsinu, séu línurnar hér rétt skild- ar, en hefði eins fyrir það getað lifað á alþýðuvörum. þvf tungan er stærri en orðabækurnar. Einnig mætti orðmyndin vera smiði Jónasar, með tilvís- un sem átti ekki að fara fram hjá neinum manni sem þekkti til f sveitum landsins. Lítill gluggi stendur op- inn á bæ, og fótaloðin rjúpa smýgur þar inn á flóttaför sinni undan dauðanum — og til dauð- ans á sama augabragði. Dauðinn úti, dauðinn inni. Síðar f öðru kvæði, ortu undir ævilokin, Ifkti Jónas Hallgrfmsson sjálf- um sér við fótaloðna rjúpu og bað „Gunnu" að plokka sig. Þá hafði banagrunur lagzt að hinum mikla sól- dýrkanda og hann vissi, eins og Konráð Gíslason kveður að orði, „að hann gæti ekki lifað". Þessi hugleiðing var samin i des- ember 1975. Hinn 26. aprll sl. þegar ég hafði endurritað hana. þótti mér vissara að leita fræðslu hjá Orðabók Háskólans um „gesta- glugga" og hefði betur gert það fyrr. Ég fékk þau svör. að þar fyndist ekkert dæmi um orðið úr prentuðu máli, hins vegar eitt dæmi i talmálssafni orðabókarinn- ar, komiö norðan frá Kraunastöð- um I Aðaldal Þar hefði, skv. þvi sem stæði á seðli, verið á baðstofu- þekju fjögurra rúðna gluggi, en tréspjald haft i stað einnar rúðunn- ar og mátti Ijúka þvi upp og hafa tal af gesti fyrir utan. Þessi gluggi var aldrei nefndur annað en gesta- ’gluggi. Eftir þessi svör hefði verið „fræðimannlegast" að umturna rit- smiðinni og fella vangaveltur niður, þar eð orðabókarseðillinn tekur, að ég hygg. af tvimæli um þá skýring- artilgátu sem ég varpaði fram, en að athuguðu máli þótti mér heiðar- legast að þyrma ritsmíðinni óbreyttri. — Ekki er víst að gesta- gluggar hafi ávallt verið með þvi sniði sem var á Kraunastöðum, né heldur kallazt svo i öllum landshlut- um, en það eru önnur fræði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.