Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 10
Vegir liggja til allra átta. Einkabíllinn er tákn þess sem nefnt hefur verið „The American Wav of living“ eða bandarfskir lifnaðarhættir. Vegakerfið er mjög fullkomið og stundum á mörgum hæðum eins og sést á m.vndinni, til þess að koma í veg fyrir að akbrautir skerist. V ^ BANDA- RÍKIN 200 ÁRA ----------------------\ Heimurinn hefur notið gððs af bandarfskum uppfinninga- mönnum. Einn þeirra var Thomas A. Edison, sem m.a. fann upp rafmagnsperuna árið 1880. Frumbyggjar leita að fðtfestu í nýjum heimi: Pflagrímarnir svo- nefndu fóru vestur árið 1620 af trúarbragðaástæðum og stofnuðu fyrstu nýlcnduna f Nýja Englandi. Tímamót: Nýtt skeið í sögu þjóðar- innar hófst með þátttöku Banda- rfkjamanna í fyrri heimstyrjöldinni. Þá var enn litið á stríð rómantfskum augum og konur réttu hermönnun- um blóm, þegar þeir stigu á skips- fjöl. V____________________ Frumbyggjar: Óendanlegir erfiðleikar biðu frumbyggjanna, sem urðu að byggja öll hús frá grunni og brjóta landið til ræktunar með frumstæðum tækjakosti. Hér er bær frumbyggja f rfkinu Virginia. vfðsvegar að lir hciminum og ger- ast ríkishorgarar þar. Sumir hverfa sporlaust í bræðslupottinn mikla og leggja áher/.lu á að verða Ameríkanar sem fyrst, — aðrir re.vna að halda í tungu feðr- anna og þjóðleg sérkenni. Svarti kynstofninn í Bandaríkjunum er að nokkru le.vti aðfluttur frá cyj- unum í Karabfska hafinu. en að mestu le.vti er um að ræða afkom- endur þrælanna, sem fluttir voru nauðugir frá Afríku og einkum til Suðurríkjanna. I Bandarfkjunum búa allir k.vn- þa*ttir og litarhættir mannkvns- ins. en þvi rniður ekki alltaf f sátt og samlyndi. Samkvæmt skýrsl- um eru Bandaríkin það land jarð- arinnar, þar sem velmegun er hvað mest, en velferðarpólitík hefur verið takmörkuð og lahgt er frá að velsældin sé alnienn. Alhæfingar sem hrökkva skammt I flokki vestrænna lýðræðis- ríkja hafa Bandarfkin gegnt for- vstuhlutverki, en fjölmargar að- gerðir bandarfskra stjórnmála- manna hafa kallað yfir þá vægð- arlausa gagnrýni og andúð. Þeir sem gnæfa hátt verða að þola, að um þá lciki harðir og kaldir vind- ar. Lfklega má með sanni segja, að fáar eða engar þjóðir heimsins hafa orðið f eins ríkum mæli f.vrir barðinu á hleypidómum og Bandaríkjamenn. I umtali og dómum um Bandaríkin og Banda- ríkjamenn er gjarnt að he.vra al- hæfingar, sem aðeins eiga við að litln leyti. þ'jölmargar „klissíur" hafa orðið lífseigar. Menn full- yrða blákalt, að í Bandaríkjunum sé ekki hægt að búa f.vrir glæpa- hyski; þar ráði Mafían öllu og sé beinn lífsháski að ganga út að kvöldlagi. Það sanna er, að glæpir eiga sér stað í stórborgum þar eins og annarsstaðar; og ekki er ráðlegt að fara um tiltckin hverfi stórborganna eftir að rökkva tek- ur. IVIenn skyldu minnast þess, að í Bandarfkjunum er að finna á flestum sviðum mannlífsins bæði það sem hæst rfs og það sem lægst skrfður. Og að sjálfsögðu allt þar á milli. F'átt er ömurlegra en niður- nýdd negrahverfin í borgum eins og Washington og New York. A hinn bóginn er stórkoslegt að sjá, hvað mikill fjöldi fólks býr glæsi- lega f hinum vfðáttumiklu út- hverfum flestra borga. Stærð Bandarfkjanna verður manni þá fyrst Ijós, þegar flogið er yfir landið og klukkustund eftir klukkustund er ckkert að sjá ann- að en akrana, sem virðast víðáttu- miklir eins og úthaf. En það er fleira, sem kemur ókunnuguni á óvart. Til dæmis fólkið. Lfklega er erfitt að finna elskulegra og hjálpsamara fólk; yfirleitt er það miklu úthverfara en við eigum að venjast og sumir telja, að þess- konar kurteisi risti grunnt, en samskipti fólks verða að minnsta kosti þægileg. Sérstök menning úr sérstökum jarðvegi Meðal alkunnra hleypidóma cr það, að Bandarfkjamenn hugsi að- eins um peninga og bruðli með þá; að þeir séu firna ósmekklegir, kunni ekki mannasiði, hafi lítt náð að tileinka sér menningu og annað þar fram eftir götunum. Sem alhæfing er þetta meira og minna út f bláinn eins og þeir þekkja vel, sem búið hafa í land- inu. Bandaríkjamcnn hafa skap- að sér sfna eigin menningu, sem getur verið góð þó þeir borði ekki með hnff og gaffli að hætti Evröpuþjóða. Vel má það vera rétt, að hamborgarastandurinn, djúkboxið og kókflaskan séu tal- andi tákn fyrir ameríska menn- ingu. Hún getur verið jafn góð fyrir því. 1 öllum listgreinum hafa Bandaríkjamenn átt stór- snillinga og það er táknrænt að um og eftir 1950 hefur verið litið svo á, að forustan í m.vndlist sé ekki lengur í París, heldur New York. Margt er það í fari Bandaríkja- manna, sem aðrar þjóðir eiga erf- itt með að skilja og hneykslast þá gjarnan á þvf. Mörgum þvkir kosningabarátta forsetaefnanna kyndug, að ekki sé nú talað um sprelliverkið, sem á sér stað á flokksþingunum. En þetta er þeirra aðferð. Mörgum er einnig gjarnt að japla á spillingunni f pólitfkinni og er þá handhægast að taka Watergate-málið sem dæmi. En hins mætti þá minnast f lciðinni, að Watergate-málið var ekki svæft. Svo var fyrir að þakka frjálsum og öflugum blöðum sem framar öllu öðru tryggja fram- gang réttlætisins. Til dæmis um frelsi handarískra blaða hefur það verið nefnt, aö blaöakóngur- inn Hearst gat ekki ráðið neinu um, hvernig hans eigin blöð töku á máli döttur hans, sem frjáls eða ófrjáls gerðist bankaræningi eftir að hafa verið rænt eins og kunn- ugt er. Ýmsir hafa uppá sfðkastið látið í Ijósi svartsýni um framtfð lýðræðis í heiminum, enda tæpast hægt að segja, að þróunin hafi verið því hagstæð. Miklu skiptir hvernig málin þróast hjá stór- veldi eins og Bandaríkjunum og á 200 ára afmælinu er lýðræðis- sinnum í heiminum trúlega ofar- lega í huga að menn sofni ekki á verðinum f nýja heiminum og að hyrningarsteinar eins og frjáls og sterk blöð standi f st.vkkinu. GS.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.